Alþýðublaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n Heill sé forseta vorum - punktur Pínlegri frammistöðu hefur maður varia séð í sjónvarpssal. Blessaður maðurinn ætlaði alls ekki að vera fyndinn - hefur hann misst húm- orinn? - en þó hló öll þjóðin að honum. Það er góður siður að leyfa rykinu að setjast á vígvellinum áður en orr- ustan er metin; Minerva - tákn visk- unnar - hefur sig til flugs þegar rökk- va tekiin'Þettá á að sjálfsögðu við um forsetakosningar eins og aðrar orrust- ur. Strax á kosninganóttu voru hinir ýmsu spekingar áð meta niðurstöðuna á margvíslegan hátt - og sáu þó vart til sólar fyrir rykmettinum. Auðvitað var þeim vorkunn; spumingar brunnu á vörum fólks og einhveijar ályktanir varð að draga af tíðindunum - hversu Háborðið | ^—'---------------* Rk Birgir Hermannsson skrifar bjánalegar sem þær annars gátu litið úr daginn eftir. Annars var kosninga- vaka sjónvarpsstöðvanna heldur leið- inleg o'g feinkenndist af spennuleysi, aulahúmor og karlrembu. Vonandi sjá sjónaipsstöðvamar sóma sinn í því að keppa-sín iá milli á næstu kosninga- nóttu eins og aðra daga ársins. Þó að sól hafi skinið í heiði á Barðaströnd 5 á Seltjamamesi síðasta sunnudag er ekki þar með sagt að sama heiðríkjan hafi ríkt í skilningi manna á því hvað gerst hafði og svo af hveiju. Verðandi forsetahjón eru augljóslega enn að ná andanum; nú em þau svó að segja þjóðareign. Meiri breytingu ádffi fólks er vart hægt að hugsa sér: Fyrir þau okkar sem muna vart eða alls ekki eftir öðmm forsetum en ffú Vigdísi Finnbogadóttur er þetta undarleg staða. Vigdís er forsetinn. Ólafur Ragnar verður nú væntanlega herra Ólafur Ragnar, eins og hver önnur boðflenna í hlutverki sem öðr- um er ætlað. Boðflenna í boði þjóðar- innar. ; Það sem vefst auðvitað fyrir fólki að útskýra er hvers vegna þjóðin, með svo afgerandi hætti sem raun ber vitni, kaus að lyfta Ólafi Ragnari Grímssyni á þennan háa stall. Fyrir ekki ýkja löngu hefi enginn tekið slíka tilhugsun alvarlega. Við virðumst standa frammi fyrir þeirri þverstæðu að trúa því vart að þetta hafi gerst vegna þess hver Ól- afur Ragnar er - umdeildur stjórn- málamaður - og jafnframt að þetta hafi einmitt gerst vegna þess hver Ól- afur Ragnar er. Þegar kosningabarátt- an var um það bil að hefjast skrifaði ég grein hér í Alþýðublaðið og hélt því fram að helsti styrkur Ólafs Ragn- ars væri hversu umdeildur og vel þekktur hann væri; kjósendur keyptu ekki köttinn í sekknum þegar Ólafur Ragnar væri annars vegar. Þessi kenn- ing gekk þvert á ríkjandi hugmyndir um æskilegan forsetaframbjóðanda: vammlausan, óumdeildan og umfram annað ekki stjómmálamann. Ég er því nokkuð ánægður með mig i dag. Guðmundur Andri Thorsson viku- piltur orðaði það svo á föstudaginn að fólki fyndist eitthvað fyndið við til- hugsunina um Ólaf Ragnar sem for- seta. Það fannst Davíð Oddssyni greinilega ekki á kosninganóttina; pín- legri frammistöðu hefur maður varla séð í sjónvarpssal. Blessaður maður- inn ætlaði alls ekki að vera fyndinn - hefur hann misst húmorinn? - en þó hló öll þjóðin að honum. Stórmannleg var frammistaða hans ekki og skyn- samlegt hefði verið af honum að bíða einn dag með yfirlýsingar. Á það var bent á kosninganótt að forsetakosningar hafa ætíð verið mælikvarði á ákveðna undiröldu í samfélaginu. Svo er eflaust einnig í þetta sinn. Við ættum þó að fara var- lega í ályktanir fyrst um sinn og leyfa rykinu að setjast betur á vígvellinum. Með því að kjósa fyrrverandi formann Alþýðubandalagsins í embætti forseta fslands er þjóðin þó endanlega að staðfesta endalok kalda stríðsins og alls ekki fjarstæðukennt að álykta sem svo að kjör Ólafs Ragnars sé táknrænt upphaf nýrra tíma í íslenskum stjóm- málum. Ekki útffá hugtökunum hægri og vinstri, eins og Svavar Gestsson hefur reynt að halda fram, heldur að gamall klofningur þjóðarinnar heyri nú sögunni til. Umfram annað var þjóðin þó að kjósa sér glæsileg hjón að Bessastöð- um, vel menntaðan heimsmann með meirapróf á stjómskipun íslands og mikla reynslu af stjórnmálum jafnt innanlands sem utan. Ólafúr Ragnar hefur unnið fyrir sigri sínum og er vel að honum kominn. Heill sé forseta vorum - punktur. JÓN ÓSKAR v i t i m e n n Ástæðan fyrir þessu var þessi hommavitleysa. Frá guðsorðinu séð er þetta hin mesta ósvinna. Snorri Óskarsson í Betel flaggaði í hálfa stöng þegar lögin um hjúpskap samkyn- hneigðra gengu í gildi. DV á laugardag. Hittir Jane Fonda daglega í lyftunni. Fyrirsögn á DV-viötali við ungan íslending sem vinnur hjá CNN í Bandaríkjunum. Mér fínnst þetta satt að segja heldur ómerkileg ályktun og vitiaus. Kristinn H. Gunnarsson þingmaður um ályktun stjórnar Verðandi, þarsem hann er fordæmdur fyrir aö víkja af flokkslínu. Tíminn á laugardag. Ég skil vel að nú vilji menn fagna en mig langar að setja fram þá ósk að hvert og eitt ykkar taki af heilum huga í hönd þeirra sem stutt aðra hafa stutt í þessum kosningum. Ólafur Ragnar að ávarpa stuðningsmenn eftir að sigur var í höfn. DV í gær. Það kom greinilega í ljós meðal stuðningsmanna Guðrúnar að þeir voru ekki sáttir við Ólaf Ragnar sem forseta, margir sögðust frekar hefðu sætt sig við Pétur og töldu að hér væri um tíma- mótakosningar að ræða... Upp úr miðnætti var mönnum farið að fækka töluvert og ljóst var að uppgjöfín var algjör. Frásögn DV af kosningavöku Guörúnar Agnarsdóttur. Keppinautar ólafs Ragnars Grímssonar um forsetaembættið hverfa nú tii fyrri starfa. Barátta þeirra var drengileg og málflutningur til sóma. Menn ganga því heiiir hildi frá. Jónas Haraldsson í forystugrein DV í gær. Við birtingu þessara greina og bréfa hefur ritstjórn Morgun- blaðsins teygt sig býsna langt og stundum að ystu mörkum meiðyrðalöggjafar í þágu tján- ingarfrelsis. Leiðarahöfundur Morgunblaösins í naflaskoðun á sunnudag. fréttaskot úr fortíd Rólyndi Hér um nóttina, þegur brunaliðuSmaður í Oakland vakti ungfrú Netti Nelson og sagði henni að eldur væri í húsi hennar, svaraði hún: „Slökkvið þér þá.“ Síðan hallaði hún sér á hina hliðina og sofnaði á ný. Sunnudagsblað Alþýðublaðsins, 3. mars 1935. i n u m e g i n FarSide' .ftir Gary L Nú er unnið hörðum hönd- um að því að koma töfra- töktum Skara skrfpó og fé- laga í heildstæða sýningu. Frumflutningur verður á næstunni í Loftkastalanum og leikstjóri er Baltasar Kor- mákur. Meðal annarra sem fram koma með Skara, (alías Óskar Jónasson) er félagi hans til margra ára - Sigur- jón Kjartansson. Skari skrípó tók létta upphitun í gleðskaþ sem haldinn var eft- ir tonleika Davids Bowie í Garðahfelti og sýndi þar hin- um útvöldu gestuhn nokkur atriði. Samkvæmt áreiðanleg- um heifnildum Alþýðublaðs- ins líkajði stórpopparanum ákaflega vel eða eins og tíð- indamaður blaðsins orðaði það: Hann emjaði af hlátri... Það vakti athygli sjónvarps- áhorfenda, þegar útsend- mg^Stöðvar 2var rofin til að sýná frá hytlihgúnni áð heim- ili næsta forseta lý.ðveldisins að í glugga á milli þeirra Ól- afs Ragnars og Guðrúnar Katrínar var smávaxinn Ijós- myndari í bol sem á stóð skýrum stöfum: CCCP (skammstöfun fyrir Sovétrík- in með rússneskri stafagerð). Til marks um viðkvæmnina sem ríkir meðal þjóðarinnar nú um stundir var nokkuð um að áhorfendur hringdu í Stöð 2 og voru með athuga- semdir við þessa smekk- leysu... F Iauglýsingakálfi Moggans um helgina var áréttað að starf dagskrárstjóra Rásar2 væri laust til umsóknar og rennur umsóknarfrestur út í lok mánaðarins. Gert er ráð fyrir því að nýráðinn dag- skrárstjóri taki við starfinu strax 1. september. Tíðinda- maður Alþýöublaðsins innan stofnunarinnar segir mjög ólíklegt að Sigurður G. Tómasson sæki um endur- ráðningu. Enn sem komið er hafa fá nöfn verið nefnd en starfsmenn Rásar 2 skora hver á annan að sækja um ef það geti orðið til þess að Sjálfstæðisflokkurinn komi ekki manni í starfið til að reka erindi flokksins, það er að leggja drög að því að Rás 2 verði seld. Reiknað er með því að Leifur Hauksson morg- unhani sæki um starfið... Sem von er hefur mikil kát- ína ríkt meðal stuðnings- manna Ólafs Ragnars Grímssonar. Meðal þeirra allra kátustu eru Mörður Árnason og Karl Th. Birg- isson sem ráku inn nefið á Kaffibarinn á sunnudags- kvöldið eftir hyllingu næsta forseta. Þar sátu stórpoppar- arnir úr tveimur af þrem vin- sælustu hljómsveitum Breta um þessar mundir - Blur og Pulp sem verða með tónleika (kvöld. Þeir ráku upp stór augu þegar kampakátir Ólafs- menn stilltu sér upp á mitt gólfið og sungu ættjarðar- söngva bæði hátt og mislag- vissir: „Sjá dagar koma, ár og aldir líða. Og enginn stöðvar tímans... „Þetta er kall óbyggðanna.' fimm á förnum vegi Ertu ánægð(ur) með kosningaúrslitin? Baldur Vilhjálmsson stöðuvörður: Ég er þokka- légá áitægðúr en ég skilaði samí auðu.. , Anna Kristín Hjartardóttir arkitekt: Ég kaus ekki af því að við fengum engar upplýs- ingar til Berlínar þar sem ég er búsett. Einar Agústsson lífeyris- þegi: .lá, ég er mjög ánægður. Þeir fengu rassskell sem þurftu að tá hann. Anna Dr . Gestsdóttir nemi: Já, þetia erbara ágætt. Jón Magnússon vtðskipta fræðingur: Nei, það get ég ekki sagt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.