Alþýðublaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ1996 s k o ð a n i r MíWBLMIID 21134. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk * Herra Olafur Ragnar! Úrslit forsetakosninganna fela í sér einn stærsta persónulega sigur sem unninn hefur verið í kosningum á íslandi. Fyrir rúmu misseri þótti alger og brosleg fjarstæða að Ólafur Ragnar Gríms- son gæti náð kosningu sem forseti lýðveldisins: sigur hans á laugardag var hinsvegar öruggur og sannfærandi. A landsbyggð- inni hafði Ólafur yfirburði, hlaut rúmlega 50 prósenta fylgi í tveimur kjördæmum, og á höfuðborgarsvæðinu var ekki eins mjótt á munum og margir spáðu. Ólafúr hlaut alls 41,4 prósent, Pétur Kr. Hafstein 29,6, Guðrún Agnarsdóttir 26,4 og Ástþór Magnússon 2,7. Það er afar athyglisvert að tveir vinstrisinnaðir stjómmálamenn fengu uppundir 70 prósent allra atkvæða. Fyrst og fremst er það líklega til marks um að forsetakosningar eru næsta ópólitískar, þótt greining á fylgi frambjóðenda hafi leitt í ljós áherslumun eft- ir því hvar kjósendur skipa sér í stjómmálaflokk. Það var persón- an en ekki stjómmálamaðurinn Ólafur Ragnar sem sópaði til sín atkvæðum kjósenda. Því ættu menn að fara varlega í að draga ályktanir um pólitísk skilaboð úrslitanna: hvorki var kosið um utamíkisstefhu íslands né sameiningu vinstri manna, einsog sum- ir láta í veðri vaka. í viðtali við Davíð Oddsson kom glöggt í ljós að försætisráð- herra er mjög með böggum hildar vegna sigurs Ólafs. Næsta raunalegt var að heyra ráðherrann útskýra hvemig hann þyrfti alls ekki að hrópa húrra fyrir heira Ólafí Ragnari Grímssyni forseta. Vitanlega em niðurstöðumar áfall fyrir Davíð og klíku hans í Sjálfstæðisflokknum sem gerði sitt ítrasta til að hindra kjör Ólafs. En Ólafur ætti reyndar að þakka Davíð fyrir hans framlag: Það tók Davíð sem kunnugt er marga mánuði að komast að þeini nið- urstöðu að hann langaði ekki að verða forseti, og með því hindr- aði hann á meðan framboð annarra af hægrivæng. Þegar Davíð gaf loksins forsetadrauma uppá bátinn var forskot Ólafs orðið gríðarlegt. Þrátt fyrir snarpa og mjög vel rekna kosningabaráttu tókst Pétri Kr. Hafstein ekki að brúa bilið á nokkmm vikum. Kosningabaráttan nú var að mörgu leyti harðari en þegar Vig- dís Finnbogadóttir var kjörin fyrir sextán ámm. Helsta skýringin því er sú að Ólafur Ragnar er ákaflega umdeildur og á andstæð- inga sem svifust einskis til að ata persónu hans auri. Morgunblað- ið í var margar vikur vettvangur fyrir skítkast sem ritstjórar blaðs- ins viðurkenna sjálfír að hafi farið að ystu mörkum meiðyrðalög- gjafar. Auglýsingaherferð nokkurra forstjóra gegn Ólafi í síðustu viku á sér ekki hliðstæðu í kosningabaráttu hérlendis, og er von- andi ekki það sem koma skal. Þar var hinsvegar um að ræða heimskulegt vindhögg, sem ffemur varð til þess að auka fylgi Ól- afs Ragnars. Frambjóðendumir sjálfir tóku ekki þátt í leðjuslagnum, en vom í hvívetna málefhalegir og yfirvegaðir. Stuðningsmenn Péturs Kr. Hafstein náðu því takmarki að þjóðin kynntist honum og sú við- kynning var Pétri til sóma, þótt hann hefði ekki erindi sem erfiði. Þá ættu stuðningsmenn Guðrúnar Agnarsdóttur að geta unað við sinn hlut, sérstaklega með hliðsjón af því að fylgi hennar var að þurrkast út fyrir örfáum vikum. Og Ástþór Magnússon var oft senuþjófur á skemmtilega ósvífinn hátt, og átti stóran þátt í að glæða baráttuna lífi. Þegar Ólafur Ragnar Grímsson flytur á Bessastaði mun ásýnd forsetaembættisins áreiðanlega breytast mikið. Andstæðingar hans munu bíða þess að hann misstigi sig og þá ekki gefa nein grið. Ólafur verður því væntanlega afar varfærinn í fyrstu, enda þarf hann að sannfæra þau sextíu prósent sem ekki kusu hann, um að hann sé verðugur forseti allra íslendinga. Alþýðublaðið óskar Ólafi Ragnari heilla í starfi. Tangóinn í íslensku kvenfólki Ég er búinn að vera á alveg urrandi menningarfylleríi að undanförnu. Enda hvemig má annað vera? Það er ekki Listahátíð nema á tveggja ára fresti. Þó að ég teljist kannski ekki menningarviti enn, má hiklaust segja að grunnurinn sé lagður. Þúsund mílna ferð byrjaði með einu skrefi segir Laó Tse í bókinni Kristallar, tilvitnanir og fleyg orð. Með leyfi: Nú hef ég skokkað út á strætóstoppustöð, er kominn upp í menningarrútuna þar sem ég halla mér makindalega aftur í sætinu og nýt dásemdanna: Evgeny Kissin. Vááá. Kristaltær snilld. Hann Orðin tóm átti salinn. Og þama var ég, nýliðinn, meðal áhorfenda ásamt ekki ómerkari mönnum en Bimi Bjamasyni og fleiri andans jöfrum. Lester Bowie með lúðrasveinum sínum sem blésu skakkir og skældir af hjartans list. Við, Vemharður Linnet, Dóri Braga og fleiri jassgeggjarar gátum ekki annað en dillað okkur í takt við sveifl- una. Heimskórinn þar sem ég var ásamt, já... nei. Og tangóinn maður lifandi. Tangóinn. Það er engin tilviljun að Píus páfi X bannaði tangóinn á 2. áratug þessarar aldar. Tangóinn er erótískur og dögunum var franskur tangótöffari, Olivier Manoury, útí Loftkastala ásamt kammerhljómsveit. Greinilega lífsnautnamaður, með gráspengt hárið og þegar hann þandi tangónikkuna sína þá fóm svona unaðseinhverjir- þjáningarsæludrættir um andlitið á honum. Ekki það að hann hafi virkað á mig en það var ekki frítt við að fiðlustelpumar litu til hans hým auga. Fyrir utan þessa sem var kasólétt. Hún var líka flínkust á fiðluna. Kannski er það þessvegna sem hún er ólétt. Píanóstelpan Edda Erlendsdóttir er að mér skilst kona tangótöffarans og eins gott íyrir hana að vera með í ferðum þegar kvennagull á borð við Olivier er með tangó. Richard Kron barði bass- ann og strauk eins og sá sem valdið hefur - þrælsköllóttur og karlmannleg- ur. Það er sagt að skalli sé til marks um mikla kynorku. Kron var réttur maður á réttum stað. Hins vegar fannst mér dansarinn ekki nógu mikið “brút” enda heitir hann Hany Hadaya. Þama var sem sagt danspar sem tók tangóspor við nokkur laganna en það var eins og það vantaði mddatakta í Hany. En hann var léttur á fæti. Það vantaði ekki. Þarna sat ég sem sagt og naut menningarinnar í ríkum mæli þegar allt í einu fóm einhver ónot að læðast að mér. I fyrstu gat ég ómögulega sett fingur á hvað var. Ég meina, aðstæður voru eins og best varð á kosið. Ég, hámenningin og góður félagsskapur. Ekki á ég við öndunarörðugleika að strfða eins og Ríkarður Öm Pálsson kollegi minn á Mogganum. Þá rann allt í einu upp fyrir mér ljós. Þarna vom sex íslenskar stelpur á sviðinu, hver annarri álitlegri, í sensjúal tangó og þrír útlendingar. Gamla sagan. Nú ætla ég að gera eins og Þráinn Bertelsson í útvarpinu: Vitna í vini mína og kunningja. Einn vinur minn,’ heldur því fram fullum fetum að hann þurfi ekki annað en að fara í matrósa- búning og labba þannig klæddur niður Laugaveginn. Þá svoleiðis vaði hann í sénsunum. Þetta er kannski ekki út í bláinn. Enda hef ég heyrt að erlendir popparar sem eru þaulsetnir á Kaffibarnum fari nú eins og plógur um íslenskan akur þegar kvenfólkið er annars vegar. Annar vinur minn setti um daginn fram kenningu í mín eyru sem ég kýs að trúa. Miðasala á tón- leika Bjarkar var svona dræm frarnan af út af þessum Goldie. Einskonar óbein mótmæli. Að vísu rættist úrþes- sum tónleikum og ég held að það sé vegna þess að það kom eitthvert óp úr herbúðum kvenna á íslandi. Rétt eins og með framboð Guðfúnar Agnarsdóttur. Allt í einu fengu þær hland fyrir hjartað: Við emm að missa þetta allt úr höndunum á okkur. Karlmaður er á leiðinni á Bessastaði. Guðný Guðbjörnsdóttir og kó fóru hamförum í greinum sínum í Mogganum. Vitnuðu í „raddir” sem sögðu að kominn væri tími á karl- mann á Bessastaði. Vigdís Finnbogadóttir sagði þessar raddirfara ákaflega mikið fyrir brjóstið á sér í kvennablaðinu Vem. Þaðvarog. Ég hugsa að ég gæti skrifað heilu bækumar ef ég vitnaði í einhverjar raddir sem segðu þetta og hitt og sett síðan saman vamarræðurút.frá því. Það er kannski ekki svo vitlaust. . Jæja. Maður er að verða hálf mglaður í þessu forsetafári öllu. Það er sem betur fer búið. En að þessu samanlögðu er útkom- an sú að það hallar orðið ískyggilega á karlmenn. Þeir em hafðir útundan. En þetta er auðvitað þekkt staðreyiiij.frá fornu fari. Við; ísiensMr karlménn höfum þurft að bíta .í þaðjsúra'epli, og • horft á eftir mörgum feitunl bilanum í útlenskan hundskjaft í áranria rás. Þá er nú gott að hafa hana menningu til að halla sér að. ■ t*ive Pús./ab!Gr! • ‘ V*-- 'io í;h,- JííIsv rrií»2 Öc4 '•lovrí U.' Þá rann allt í einu upp fyrir mér Ijós. Þarna voru sex íslenskar stelpur á sviðinu, hver annarri álitlegri, í sensjúal tangó og þrír útlendingar. . i :T; k . .. . Atburðir dagsins 1849 Endurreist Alþingi var háð í heyranda hljóði í fyrsta sinn, að kröfu Jóns Sigurðsson- ar og fleiri þingmanna. 1881 James Garfield Bandaríkjafor- seta sýnt banatilræði. 1937 Einkasnekkja Adolfs Hitlers, Aviso Grille, kom til Reykja- víkur. Adolf var ekki með í för. 1948 íslendingar unnu Finna f knattspyrnu, 2-0. Þetta var þriðji landsleikurinn og sá fyrsti sem íslendingar unnu. 1973 Kvikmyndastjaman Betty Grable deyr. 1976 Víetnam sameinað í eitt ríki. 1989 Andr- ei Gromyko deyr. Hann var utanríkisráðherra Sovétríkjanna í 30 ár. Afmælisbörn dagsins Christoph Gluck 1714, þýsk- ur tónsmiður. Hermann Hesse 1877, þýskur rithöfundur. Annálsbrot dagsins Kona ein á Vestljörðum hafði lýst tvo menn feður að bami sínu; það mál kom til alþingis, og var ályktað, að þeir skyldu annast barnið að jafnaði, að réttri tiltölu, móts við móður- ina, til þess það væri 7 vetra, og sá skyldi réttur faðir í hvers ætt það líktist þá. Vallaannáll 1693. Skylda dagsins Þegar heimskingi aðhefst eitt- hvað, sem hann skammast sín fyrir, segir hann jafnan, að hann sé að gera skyldu sína. George Bernard Shaw. Skipuiag dagsins Maður er ekki nógu mikið hel- vítis illmenni fyrir þetta þjóð- skipulag. Halldór Laxness, Sjálfstætt fólk. Málsháttur dagsins Lengi stendur mannsefni til bóta. Orð dagsins Illa fenginn auðinn þinn áður en lýkur nösum aftur tínir Andskotinn upp úr þínum vösum. Páll Ólafsson. Skák dagsins Svarti kóngurinn er í úlfa- krcppu' í "skálr dagsins'rserm tefld var í Sovétríkjuiiufn Jrið 1951. Hanov hafði -hyíti pg átti leik gegn Ballrjjgvairti-pú snöggan sigúr.: Hvítur mátar í tveimur leikj- um. 1. Dxh7+! Bxh7 2. RÍ7 Skák og snoturt kæfmgamát!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.