Alþýðublaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 1
■ Lögreglan og stuðn- ingsmenn Ólafs Ragn- ars í viðbragðsstöðu á kosningadegi Hótaðað vinna Ól- afi Ragn- ari mein Á laugardaginn var haft sam- band við kosningaskrifstofu Ólafs Ragnars Grímssonar og stuðn- ingsmönnum hans tjáð að ákveðnir aðilar væru svo óðir að þeir væru til alis líklegir. Jafnvel hugsanlegt að þeir kynnu að vilja vinna Ólafl Ragni mein með ein- hverjum hætti. „Við lögðum í rauninni ekki trúnað á þetta en reyndum að passa upp á Ólaf Ragnar og Guðrúnu Katrínu þannig að nokkrir þéttvaxnir menn reyndu mestan part dags og kvölds að vera í nálægð,“ sagði heimildamaður Alþýðublaðsins í herbúðum Ólafs. Kosningaskrif- stofan og Lögregla Reykjavíkur voru í nánu sambandi allan dag- inn og lögreglan mætti síðan upp í Sjónvarp þar sem Ólafur Ragnar ásamt öðrum frambjóðendum voru í viðtali. Síðan fékk Ólafur Ragnar lögreglufylgd á kosninga- vöku á Hótel Sögu og stóðu nokkrir lögregluþjónar vaktina það sem eftir lifði nætur. ■ Olafur Ragnar Grímsson fimmti forseti lýðveldisins Sigurstund! og Ólafía Rafnsdóttir, skrifstofustjóri kosningamiðstöðvar Ólafs Ragnars, fögnuðu ákaft þegar fyrstu tölur bárust laust eftir klukkan tíu á laugardagskvöldið. Úrslit voru ráðin í byrjun og var sigur Ólafs Ragnars mjög öruggur. Sjá lokatölur á baksíðu. A-mynd: E.ÓI. Forsetar hittast Ólafur Ragnar Grímsson og Vig- dís Finnbogadóttir áttu fund á Bessastöðum klukkan þrjú í gær. Ólafur og Guðrún Katrín skoðuðu hin glæsilegu húsakynni og heilsuðu starfsfólki, jafnframt því að ræða við Vigdísi. Hinn nýkjömi forseti tekur við embætti 1. ágúst. A-mynd: E.ÓI. Davíð í lið fýlupokanna - segir Mörður Árnason, einn helsti stuðningsmaður Ólafs Ragnars Grímssonar, um viðbrögð forsætisráð- herra við kosningaúrslitunum. „Það er ljóst að einhverjir fýlu- pokar- hálda að sér takist að gera Ólafi - og þjóðinni - lífið leitt með ýmsum stælum. Það vekur at- hygli að Davíð Oddsson skipaði sér í þann hóp á kosninganóttina, þótt forsætisráðherra sé einmitt sá sem kemur það minnst við hvern þjóðin leiðir til öndvegis framhjá hans sæti,“ sagði Mörður Árnason, einn helsti stuðningsmaður Ólafs Ragnars Grímssonar, í samtali við Alþýðublaðið í gær. Viðbrögð Davíðs Oddssonar við kjöri Ólafs Ragnars vöktu mikla athygli, enda leyndi sér ekki að forsætisráðherra var afar ósáttur. Mörður sagði ennfremur: „Fólk- ið valdi sinn forseta. Það valdi núna stjórnmálamann úr fylkingu jafnaðarmanna, og það er umhugs- unarefni fyrir okkur vinstramegin við miðju að almenningur í land- inu skuli á tveimur árum hafa valið sér bæði borgarstjóra og forseta af þessum væng þegar í boði voru hæfir og sterkir einstaklingar með skýran málstað og samhent lið að baki sér.“ Mörður Arnason: Umhugsunarefni að almenningur hefur á tveimur ár- um valið borgarstjóra og forseta af vinstri væng, þegar í boði voru hæfir einstaklingar með skýran málstað. ■ Ómar Kristjánsson Óska Ólafi til hamingju „Engin persónuleg óvild að baki auglýsinganna um Ólaf Ragnar." ,JÉg óska nýjum forseta til ham- ingju og vona að honum og fjöl- skyldu hans famist vel í þessu starfí. Það var engin persónuleg óvild til Ólafs Ragnars sem varð til þess að ég, ásamt öðrum, birti auglýsingar í þessari kosningabaráttu," sagði Ómar Kristjánsson framkvæmda- stjóri, aðspurður um úrslit forseta- kosninganna. Auglýsingar sem hann, Björgólfur Guðmundsson og Sigurður Helgason birtu í síðustu viku vöktu mikiim úlfaþyt. Um til- drög auglýsingaherferðarinnar sagði Ómar: „Eftir að frambjóðandinn lýsti því yfir að kosningabaráttan hefði verið eins og huggulegt teboð þá gerðum við okkur grein fyrir að fjölmiðlar ætluðu ekki að fjalla um ákveðin atriði í ferli Ólafs Ragnars. Við ákváðum að bæta úr því, töld- um það nauðsynlegt fyrir þjóðina að vera upplýst um þessi atriði svo hún gæti dæmt um þau. Ég ber enga óvild eða hatur til Ól- afs Ragnars. Ég hef stutt hans pólit- ísku kosningabaráttu, bæði fyrir og eftir þau átök sem ég átti í við hann sem fjármálaráðherra. Nú vona ég bara að honum takist að sameina þjóðina að baki sér.“ „Pínlegri frammistöðu hefur maður varla séð í sjónvarpssai. Blessaður maðurinn ætlaði alls ekki að vera fyndinn - hefur hann misst húmorinn? - en þó hló öll þjóðin að honum," segir Birgir Hermannsson um Davíð Oddsson - blaðsíða þrjú „Þegar Ólafur Ragnar Grímsson flytur á Bessa- staði mun ásýnd forseta- emþættisins áreiðanlega breytast mikið. Andstæðing- ar hans munu bíða þess að hann misstigi sig og þá ekki gefa nein grið,“ segir í leiðara á blaðsíðu tvö ■ Úrslit kosninganna og áhrif þeirra á Alþýðubandalagið Ekki-sigur Sjálfstæðisflokksins - segir Svavar Gestsson þingmaður Alþýðubandalagsins og gerir ekki ráð fyrir málefnalegum breytingum í flokknum. „Úrslit kosninganna hafa margvís- leg áhrif á Alþýðubandalagið," sagði Svavar Gestsson formaður þing- fiokksins í samtali við Alþýðublaðið í gasr. „ Auðvitað hefur Óladúr Ragnar haft mikil áhrif en í rauninni hefur ekki verið um að ræða pólitískan grundvallarágreining um stórmál í hans tíð, nema um afstöðuna til Atl- antshafsbandalagsins. Að öðru leyti hefúr verið full samstaða urn öll mál sem úrslitum ráða er því er varðar Al- þýðubandalagið og þann tíma sem hann hefúr verið þar. Ég sé því ekki í fljótu bragði að málefnaleg breyting þurfi að vera nein. Hins vegar verður sú breyting að Ólafur er gríðarlega duglegur, mikill skipuleggjandi og verkmaður þegar honum tekst best upp. Auðvitað þarf að tryggja að staifskraftar annarra virkist þá þeim mun betur og þeirra sem í staðinn koma þegar hann hverfur af vettvangi hjá okkur." Aðspurður hvort hann saknaði Ól- afs úr flokknum sagði Svavar: „Það vita allir hvemig þeir hlutir eru. Annars vegar höfum við átt gríð- arlega gott samstarf í tuttugu ár og höfum sennilega unnið lengur saman en nokkrir aðrir sem enn eru viricir í íslenskri pólitík. Hins vegar hefur það stundum verið aðeins flóknara. En ég held að ég geti sagt að okkur hafi allt- af tekist að umgangast hvor annan með eðlilegum, faglegum hætti.“ Lítur Alþýðubandalagið d þetta sem sigur flokksins? „Það er náttúrlega engin launung á því að Alþýðubandalagsmenn líta á þessar kosningar sem ekki-sigur Sjálf- stæðisflokksins. Við teljum líka að vinstri armurinn í íslenskum stjóm- tnálum hafi átt sterka málsvara í þess- ari kosningabaráttu sem em með um sjötíu prósent atkvæða. Þá er ég að tala um Ástþór líka sem er með ýmsar V , áherslur í fnðarmálum sem em líkari því sem við höfum verið með.“ Munu þessi úrslit greiða götu í sameiningarmólum ? ,Ég get ekki svarað því. Við mun- um auðvitað halda þeirri stefnu sem nú er uppi í þeim efnum. Það Iiggur fyrir bréf frá okkar formanni til for- ystumanna hinna flokkanna sem þeir hafa ekki svarað ennþá. Mér fannst satt best að segja mjög skrýtið að for- maður Alþýðuflokksins skyldi ganga í þann kór með íhaldinu að reyna að gera h'tið úr þessum kosningaúrslitum sem jjólitískum tíðindum. Mér fannst það mjög skrýtið."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.