Alþýðublaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUÐAGUR 2. JÚLÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 I e i k h ú s ■ Jakob Bjarnar Grétarsson ræddi við Hall Helgason leikstjóra Á sama tíma að ári, sem verður „frumsýnt" næsta fimmtudagskvöld í Loftkastalanum, og spurði út og suður. Til dæmis hvort Hall- ur væri ekki með uppfærslunni að leggja inn umsókn hjá leiklistarelítunni á íslandi villtasta vestri -segir Hallur Helgason um ferðalag leikhópsins um landsbyggðina. „Leikritið Á sama tíma að árí var framsýnt á Húsavfk 3. mars 1978 og er það nokkui- nýlunda að framsýna verk utan leikhússins." Þessa semingu má lesa í tæplega tvítugri leikskrá Þjóðleikhússins. Leiksýning sú varð gríðarleiga vinsæl. Aðalhlutverkin vora f höndúm þeirra Bessa Bjama- sonar og Margrétar Guðmundsdóttur. LeikstjórfA'íH'jGújli' -Alfreðsson. Flug- féfagið jjé 'Jgriptð til þéss að taka þetta sama leikrit til upp- færslu. „Frumsýning" verður næsta fimmtudagskvöld með þau Sigufð Sigurjónsson og Tinnu Gunnlaúgs- dóttur í aðalhlutverkum. „Frumsýn- ing“ er hér höfð innan gæsalappa vegna þess að 1. sýning var á Húsavík 19. júní og í kjölfarið var farin leik- ferð uinlandið. ,?“f a<n| f '7 Klisjukennd inntaksspurning En það er rétt byrja á því að spyija leikstjórann Hall Helgason: Hvað réði því að Flugfélagið Loftur valdi þetta tiltekna verk til sýninga ? „Það var eiginlega tvennt. í fyrsta lagi Jpá XOtJjTO vi§ staðráðnir í því að fesfeáíkei í þvf áð>fcrð,a einhvers koriái*sðn$eikjafeÍag. Þáfinig a’ð eftir uppsetningu tveggja stórra söngleikja var ákveðið að færa upp Ktið og hefð- bundið leikrit. Baltasar Kormákur hafði lesið Á sama tíma að ári fyrir nokkram áram og vakti athygli mína á því. Við voram báðir of uppteknir af gelgjuskeiðinu, siglingaklúbbum og skátum til að sjá það á sínum tíma. Leikrdið reyridist einstaklega skemmtilegt afleétrar auk þess sem það haföi uriifrám gamanið vitrænar skírskotanir ,og tilfinningalega dýpt. Við töldurn ekki stætt á öðra en að komaþýí á’svið." Nú er þetta rúmlega tuttugu ára gamalt verk. Á það nokkurt erindi við hinn íslenska nútímamann? ,Já, þetta leikrit hefur elst ótrúlega vel. í samráði við þýðandann, Stefán Baldursstín Þjóðleikhússtjóra, fórum við yfir'verkið til þess að færa tals- mátánírf nötfrnálegra horf. Einnig tók- um við þá ákvörðun snemma í ferlinu að koma því að í þeirri vinnu tók Tinna Gunnlaugsdóttir forystuna enda einstaklega hugmyndarík og einörð kona. Inntak verksins er sígilt og eng- an veginn staðbundið.” Vel á minnst. Hvert er inntak verks- ins? „Ohh! Af hveiju fór ég að tala um inntak? Þar með bauð ég upp á klisju- kenndustu og þreyttustu spurningu sem allir þeir sem standa að uppfærsl- um í einhverri mynd fá á sig. Þegar þú spyrð asnalegrar spurningar færðu asnalegt svar. Ég kýs að svara með klisju: Ég læt áhorfendum-eftir að meta það.“ Já, fyrirgefðu. Semsagt. Þegar þetta leikrit var sett upp hér á íslandi fyrir tœpum 20 árum gekk húsi pa/nfleytt í tvö leikár. hliðstœðúm vinseeldum núna ? • „Neeeei;“ Umtalaðir leikarar Hefurðu einhverja hugmynd um hvað olli þessum vinsældum þá? „Leikritið er náttúrlega stór- skemmtilegt en svo geri ég mér í hug- arlund að. uppfærslan á því hafi verið éinstaklega góð. Ef ég reyni að setja mig inn í tíðarandann þá, því leikritið hitti sannarlega í mark, era þættir í því sem hafa stuðað áhorfendur. Á þeim tíma voru hefðbundin fjölskyldu- mynstur að riðlast í hringiðu jafnréttis- baráttu. Leikritið kemur í kjölfar spuminga sem leyfðu sér að efast um að ríkjandi tjölskyldumynd væri ein- hver heilög kýr. Þessar spumingar era enn í fullu gildi einhverra hluta vegna. Áhrif verksins eru líklega ekki þau sömu nú en taka á sig aðra mynd.“ Ef ég man rétt fjallar leikritið um framhjáhald? , Já. Það er rétt.“ Hallur Helgason: Það er hugsanlega blóðbragðið sem fylgir því að sjá sýningu sem er í þann veginn að springa út. Gœtu vinsœldirnar á sínum tíma ekki hafa haft eitthvað með það að gera hverjir léku, það eru þau Bessi Bjarnason og Margrét Guðmunds- dóttir sem nú eru hjón? „Örugglega. Leikarinn er mið- Bessi Bjarnason og Margrét Guðmundsdóttir í umtöluðum hlutverkum fyrir tæpum tveimur áratugum. Þó að ég komi ekki úr sömu átt og flestir þeir sem eru að fást við leikstjórn í atvinnuleikhús- um á íslandi þá hlýtur það að vera gott innlegg að fá einstakling sem kemur úr öðru umhverfi og hefur þar af leiðandi öðruvísi sýn. punkturinn í hverri uppfærslu. Mér skilst að á þeim tíma hafi þau verið ákaflega umtalaðir leikarar.“ Eitts og Sigurður Sigurjónsson og Tinna Gunnlaugsdóttir? „Tinna og Siggi era bæði mjög virt- ir og vinsælir leikarar." Þið gripuð til þess að fara í leik- ferðalag áður en til frumsýningar kom í Reykjavík og sýnduð fyrst á Húsa- vík? „Leikritið byggist á ákveðinni end- urtekningu sem þó er alltaf um leið ákveðin endurnýjun. Mér fannst ákveðið stemmning í því að ffumsýna á sama stað og Þjóðleikhúsið gerði fyrir tuttugu árum. Það er ákveðin virðing við hefðina í því fólgin og gef- ur góð fyrirheit. Það tíðkast víða er- lendis þar sem ég þekki til að prafu- keyra sýningar áður en til eiginlegrar framsýningar kemur. Það er mjög gott að geta það þegar því verður komið við. Það hefiir marwíslena kosti í for með sér. Sýningin slípast til. Áhorf- endur úti á landi verða fyrstir til að sjá sýninguna og kunna vel að meta það. Það er hugsanlega blóðbragðið sem fylgir því að sjá sýningu sem er í þann veginn að springa út. Og ekkert er bet- ur til þess fallið að þjappa leikhópi saman en að keyra pláss úr plássi með leikmynd og tæknibúnað í farteskinu eins og kúrekar í leit að jarðnæði í hinu villtasta vestri.“ Nei, hættu nú alveg. „Ókei.“ Undarlegt spor að taka? Hvernig voru viðtökur á lands- byggðinni? „Viðtökumar vora mjög góðar. Þar ríkir einstaklega mikill áhugi á leik- húsi. Framboð er oft minna en eftir- spum þó að það skýri ekki ótrúlegan áhuga á leikhúsi almennt. Á Húsavík, til dæmis, heyrði ég af því að á upp- færslu leikfélagsins þar á Gauragangi hefðu selst yfir þijúþúsund aðgöngu- miðar í bæ sem einungis telur milli tvö- og þijúþúsund íbúa. Þetta verður að teljast einstakt. Á Húsavík hitti ég eldri hjón sem sögðu mér að þau hefðu verið hálfhrædd við að koma á sýninguna okkar vegna þess að minn- ingin um fyrri uppfærslu á leikritinu var þeim svo kær. Ég var því ákaflega feginn að heyra að þau hefðu ekki síð- ur skemmt sér vel núna en fýrir tæp- um tveimur áratugum.” Hvað veldur því að þú sem hefur starfað að mestu við framkvœmda- stióm oe kvikmvi ' ~—a »rf að leik- stýra á sviði núna? ,,Ég hef einmitt verið spurður þess- arar spurningar af leikurum sem ég þekki. Þeim þykir þetta undarlegt spor hjá mér að taka. Sjálfum finnst mér þetta eðhlegt framhald af þeirri vinnu sem ég hef verið í. Þó að ég komi ekki úr sömu átt og flestir þeir sem era að fást við leikstjóm í atvinnuleikhúsum á fslandi þá hlýtur það að vera gott innlegg að fá einstakling sem kemur úr öðra umhverfi og hefirr þar af leið- andi öðravísi sýn. Meðal margra verk- þátta í vinnu leikstjórans er að vera milligöngumaður áhorfenda og leik- ára. Líklega er það veigamesta hlut- verk hans að vera fulltrúi áhorfenda ogþarmeð..." Bíddu, er þessi uppfœrsla þá ekki einhverskonar umsókn í leikhúselít- una? „Alls ekki. Ég get vel hugsað mér að starfa við sviðshst með einum eða öðrum hætti í framtíðinni. Það er reyndar stefrian. Ég er nú einu sinni að reka leikhús. En þetta tengist einnig framtíðaráformum mínum á sviði kvikmyndagerðar. Það er ómetanlegt fýrir mig að vinna náið með sviðsleik- uram á sviði því að vinna með leikur- um hefur verið stórlega ábótavant í ís- lenskri kvikmyndagerð. Um leið vil ég þó benda á það að hér er um tvö ólík listform að ræða. Annars er mér illa við að gefa einhver fyrirheit um framtíðina því ég vil hafa frelsi til að ^Jaka-ákvörðun um það á hveijum tíma hvað gg tek mér fýrirhendur." ■ Eins og kúrekar í leit að jarð- næði í hinu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.