Alþýðublaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ1996 s k o ð a n i r ÍLÞYIIimifDII) 21140. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Ritstjóri Auglýsingastjóri ,Umbrot Prentun Alprent Hrafn Jökulsson Ámundi Ámundason Gagarín hf. ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Forseti í húsmennsku? Er staða forseta Islands veik gagnvart framkvæmdavaldinu? Þarf að styrkja forseta sérstaklega gagnvart íhlutun annarra stjómvalda? Er reyndin jafnvel sú, að forseti Islands sé í nokkurskonar húsmennsku hjá forsætisráðherra? Ingvar Gíslason fyrrverandi menntamálaráðherra svarar öllum spumingunum játandi í DV í fyrradag. Grein Ingvars hlýt- ur að vekja menn til umhugsunar um stöðu forseta íslands á þeim tíma- mótum sem í hönd fara. Kveikja að skrifum ráðherrans fyrrverandi var sú ákvörðun forsætisráðuneytisins að festa kaup á húsnæði fyrir skrif- stofur forsetans og færa þær úr stjómarráðshúsinu. Ingvar segir: „Á pólitísku skipuriti fyrir stjómvaldsstofnanir er litið á æðsta embætti þjóðarinnar sem hluta af stjómarráðinu, nánar tiltekið: forsætisráðuneytinu. I framkvæmd er stjómsýslu um virðingarmesta embætti þjóðarinnar svo háttað að forsætisráðherra er forsjármaður þess í húsnæðismálum, nánast svo að forseti á undir ráðherra um samastað og aðbúnað skrifstofu sinnar, þar á meðal starfsmannahald í veigamikl- um atriðum. Forseti Islands er, næstum að segja, í húsmennsku hjá for- sætisráðherra." Ingvar segir að viðtekin forsjármennska í skrifstofumálum sé lýsandi dæmi um þá virðingu sem stjómmálamenn hafi löngum talið hæfa for- setaembættinu. Um sé að ræða „pólitískan ofurskilning“ á valdaleysi forsetans, sem styðjist ekki við lagarök. „Ofurskilningurinn" á valda- leysinu gengur svo langt, segir Ingvar, „hjá ýmsum kappsömum pólit- íkusum að þeir telja sig þess umkomna að grípa fram fyrir hendur full- vita forseta ef svo býður við að horfa, ef ekki með beinni fýrirskipun þá með hótunum." Engum dylst hvaða „kappsami póltíkus" dylst á milh línanna í grein Ingvars. Ástæða er til að fylgjast grannt með samskiptum forsætisráð- herra og nýs forseta, að minnsta kosti þangað til sá fyrmefndi er búinn að jafna sig á kosningaúrslitunum. * Islendingar fara a Olympíuleika Islendingum tekst að rífast um allt milli himins og jarðar, einsog glöggt hefur komið í ljós síðustu misseri. Stjómmálaflokkar og húsfé- lög, örsmáir hreppar útum land og sjálf þjóðkirkjan hafa logað stafna á milli af deilum. Nú er komið á daginn að ástandið er engu betra innan íþróttahreyfingarinnar. I Morgunblaðinu í gær segir formaður Sundsam- bandsins að „ákveðinn armur innan sundhreyfingarinnar“ sé óánægður og reyni nú að koma óorði á formanninn. Þetta sé mjög leiðinlegt mál sem setji stóran blett á sundhreyfinguna! Og ekki er ástandið skárra í Fijálsíþróttasambandinu: formaðurinn á þeim bæ segir að „ákveðnir að- ilar innan hreyfingarinnar hafi annarlegar hvatir að baki í gagnrýni sinni“ á hann. Hvað skyldi nú valda úlfúðinni? Jú, þessir tveir herramenn sem eiga við að striða ákveðinn arm og annarlegar hvatir em hluti af því þrettán manna fylgdarliði sem fer með íslensku keppendunum á Ólympíuleik- ana í Atlanta - og eiginkonur þeirra líka. Þetta þrettán manna fylgdarlið fer með þeim níu keppendum sem íslensku ólympíunefndinni tókst að skrapa saman. Engin rök eru færð fyrir því afhverju fylgdarliðið er næstum helmingi fjölmennara en keppendumir. Enda eru þau engin til: forkólfar í íþróttahreyfmgu líta á stórmót sem kjörin tækifæri til ferða- laga á annarra kostnað þarsem þeir geta sýnt sig og séð aðra. Skörin er hinsvegar tekin að færast uppá bekkinn þegar makar íþróttafurstanna em orðnir hluti af opinbem keppnisliði íslands. Svo virðist sem aðeins tveir íslenskir keppendur eigi raunvemlegt er- indi á Ólympíuleika, Jón Amar Magnússon og Vala Flosadóttir. Að öðm leyti geta Islendingar tekið undir hin sígildu orð Jóns Helgasonar: Undir blaktandi fánum og herlúðrum hvellum og gjöllum sig hópaði þjóðanna safn, þangað fór og af Islandi flokkur af keppendum snjöllum og fékk á sig töluvert nafn: íþeirri íþrótt að komast aftur úr öllum var enginn í heimi þeim jafn. Fagurfræðin og forsetakosningarnar Margir eiga erfitt með að sjá skyldleika listar og stjórnmála þótt teiknin blasi við hvarvetna. Ekki voru úrslit forsetakoninganna fyrr gjörð kunn en menn voru komnir í hróka- samræður og rifrildi um túlkun á niðurstöðum. Sumir töldu þær óræka sönnun kúvendingar þjóðarinnar í stjómmálum meðan aðrir litu á þær sem persónulegan sigur Ólafs Ragnars og/eða Barðastrandarfjölskyldunnar í heild sinni. Þá mun einn fram- bjóðenda hafa túlkað velgengni sína undir lok baráttunnar sem ávísun á áframhaldandi meðbyr líkt og úrslitin væm enn óráðin. Menning & listir Halldór Björn Runólfsson listfræðingur skrifar Allur hamagangurinn kringum kjörið bar órækan vott um aukinn fagurfræðilegan yfirþrýsting í íslensk- um stjómmálum, bæði að hálfu frétta- manna sem og áhugamanna um póli- tík. Á vinstri vængnum sáu menn teikn á lofti um stóra sigra eða fundu fyrir einhverjum undursamlegum straumum sem ekki gátu boðað neitt minna en nýjan himinn og nýja jörð. Á hægri vængnum var allt í samræmi við trúarduldina sem keppir hart við stjórnmálaáhuga manna um heim allan. Það má rekja fyrirbærið allar götur til Komeinis sem tókst með undraskjótum hætti að endurvekja áhuga heimsbyggðarinnar á trúar- legum stjórnmálum fyrir u.þ.b. 15 árum. Þessi straumhvörf sýndu sig berlega þegar íhaldskonur á írlandi og í miðríkjum Bandaríkjanna fengu óvæntan og öflugan stuðning frá persneskum kynsystrum sínum í baráttu sinni gegn fóstureyðingum á kvennaþingunum í Mexíkó og Kína. Hingað til höfum við íslendingar verið blessunarlega lausir við strang- trúarpláguna þó svo að ýmsar tísku- bylgjur að vestan - tívítrúboð þ.m.t. - hafi skolast á fjörur okkar með amerísku sápulöðri og graðhestatón- list. Því hlýtur fleirum en mér að hafa brugðið við öllum spumingunum um trúmál og trúrækni sem rigndi yfir nýkjörinn forseta okkar og þáverandi frambjóðanda. Það var eins og ffétta- menn væm nýstignir af skólabekk hjá Biblíufélaginu. Offorsið sem fylgdi spumingahríðinni var svo mikið að ósjálfrátt hvarflaði að manni að heiti íslands hefði á einni nóttu verið breytt í íslam og nú framvegis skyldu ífétta- menn sjá til þess að hver maður biði bænh sínar opinberlega til að sanna trúrækni sína ffammi fyrir alþjóð. Að öðrum kosti yrðu þeir sviptir kosn- ingarétti og kjörgengi. En það sýndi sig í kosningaslagnum að fréttamenn okkar kunna ekki að höndla slíkar tískubólur. Því fór sem fór. í ákafa sínum við að kynda undir spennu í fremur gefnum slag sviðu þeir óvart á sér afturendann. Nú býst ég við að íranir séu trúaðir í orðsins fyllstu merkingu. Hið sama verður vart sagt um Bandaríkjamenn. Þar ríkir alls kyns fjármálaleg henti- stefna, pólitískur skollaleikur og auglýsingaskrum í trúmálum. Sýnu ístöðulausastir erum við Islendingar þó með okkar léttvægu trúarsann- færingu sem í tíu aldir hefur snúist eins og vindhani eftir því hver okkar var í gíslingu hér og hver þar. Við vorum ekki spurðir hvort við vildum kristnast árið 1000 né heldur hvort við vildum gerast mótmælendur árið 1550. Engin Evrópuþjóð að Serbum undanteknum hefur þurft að skola niður sannfæringu sinni með svo göróttu hrati. Og svo koma nokkrir illa upplýstir fréttamenn undir aldamótin 2000 og fara að spyija innatómra spuminga um það hvort kandidatarnir séu ekki örugglega trúir þvf apparati sem Danir þröngvuðu upp á okkur fyrir 450 árum svo kóngur þeirra gæti ginið yfir eigum hins apparatsins sem Noregs- konungur þröngvaði upp á okkur fyrir hartnær þúsund árum. Við þessum óvænta fúndametalisma áttu fram- bjóðendur engin önnur svör en skjálfa á beinunum og vitna flírulegir um óflekkaða bamatrú sína. Er nema von að okkur áhorfendum væri lítt skemmt undir þessu ömurlega hreintrúarrausi á öllum stöðvum. Við sem töldum að nöturleg kristni- saga íslendinga væri ávísun á órækan rétt okkar til fullkominnar hentistefnu í trúmálum - trúleysi, íjölgyðistrú eða sjamanisma ef því var að skipta - horf- um nú með hryllingi á það hvernig Þjóðkirkjan áskilur sér forsetaembætt- ið með húð og há í krafti dyggra og ofstækisfullra fréttamanna. Enginn skal hreppa Bessastaði nema sá sem flekklaus er, skoðanalaus og rækir undanbragðalaust okkar einu og sönnu lútersk-evangelísku meirihlutatrú. Fagurfræði Komeinis, Sovétríkj- anna fyrrverandi og Viktoríu heitinnar Englandsdrottningar siglir nú allt í einu hraðbyri hingað norður í Ballarhaf til að heimta af okkur skýlausa hollustu við innantómar klisjur um vammleýsi, skírlífi og hreintrúarduld æðstu embættismanna. Þetta eru annarlegar kröfur sprottnar af annarlegum hvötum og fullkomnu skilningsleysi á mannlegu eðli, eðli embættismannavalds okkar og eðli sjálfrar íslensku þjóðarinnar. Við viljum ekki að B.essastöðum verði breytt í Húsið á sléttunni og við viljum ekki að forseti okkar sé einhver tilgerðarleg dúkkulísa sem beri á torg trúrækni sína eða önnur persónuleg einkamál. fslenskir fréttamenn ættu þess vegna að halda fagurfræðlegum áhuga sínum innan marka lista og menningar en sulla honum ekki saman við félags- fræðilega þætti á borð við stjóm- og embættismennsku. Engilsaxneskir skírlífiskomplexar, persneskur fúnda- mentalismi og kommúnískar hugmyndir um óskorað flekkleysi ráðamarma geta virst heillandi líkt og framandi krydd í bragðlausri gúrku. En það sýndi sig í kosningaslagnum að fréttamenn okkar kunna ekki að höndla slíkar tískubólur. Því fór sem fór. í ákafa sínum við að kynda undir spennu í fremur gefnum slag sviðu þeir óvart á sér afturendann. ■ U I I Atburðir dagsins 1800 Alþingi afnumið með konunglegri tilskipan. 1911 Konur fengu fullt jafnrétti til menntunar og embætta á við karla. Hannes Hafstein lagði fram frumvarp um jafnréttis- mál sem þingið samþykkti og konungur staðfesti. 1935 Alfr- ed Dreyfus deyr. Hann var ranglega dæmdur fyrir landráð, og hneykslið sem það olli skók Frakkland. 1937 Bandaríska tónskáldið og píanóleikarinn George Gershwin deyr. 1972 Fischer og Spassky settust að tafli í Reykjavík í „einvígi ald- arinnar“. 1977 Breska tímaritið Cay News dæmt í fjársekt fyrir að birta ljóð þarsem gefið var í skyn að Jesú hefði verið hommi. 1989 Sir Laurence Ol- ivier deyr; einn mesti leikari og leikstjóri allra tíma. 1993 De- but, fyrsta platar Bjarkar, fór beint í þriðja sæti breska vin- sældalistans. Afmælisbörn dagsins Róbert I 1274, skoskur ein- valdur sem knúði Englendinga til að viðurkenna sjálfstæði Skota árið 1328. Yul Brynner 1915, bandarískur kvikmynda- leikari; ólst upp sem rússneskur flóttamaður í Kína en varð stjarna í Hollywood. Leon Spinks 1953, bandarískur hnefaleikakappi. Annálsbrot dagsins Fæddist undarleg bamsfæðing í Melasveit suður, á hverju sást ei til andlitsmyndar utan sem holdsmyndar, en þar munnur- inn vera átti, hékk vörin út á axlir; þar með vissu menn ógerla, hvort það skíra skyldi karlmanns eður kvennmanns- nalni; varð þó kvennmanns- nafni skírt og lifði þá til spurð- ist. Eyrarannáll, 1684. Líf dagsins Betra er að deyja standandi en lifa á hnjánum. Dolores Ibaruri. Spegill dagsins Fögur kona á að btjóta spegil- inn í tæka tíð. Baltazar Craoian. Málsháttur dagsins Svikarar verða sviknir. Orð dagsins Hvað er aðfrétta? Harðindin. Hvað er starfað? Sknrið. Hvað er dýrast? Heybjörgin. Hvað um bœtir? Vorið. Gömul vísa. Skák dagsins Nú skoðum við skák sem bresku stórmeistaramir Keene og Mestel teíldu í Esbjerg árið 1981. Mestel hefur svart og hótar máti, en Keene á leik og nær að snúa laflirtu sér í vil. Hvítur leikur og vinnur. 1. Hxc5+! Bxe5 2. Rf6+ og svarta drottningin er fallin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.