Alþýðublaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 1
■ Mikil ólga meðal garðyrkjumanna Fullyrt að fjárdráttur hafi numið 15-20 milljónum Mál fyrrverandi formanns Félags garðyrkjumanna ekki kært. Samningur gerður um að þagga málið niður og manninum ekki gert að skila öllu fénu sem hann hafði dregið sér. „Ég er hættur að greiða félags- gjöld og ég veit um fleiri sem ætla að gera slíkt hið sama vegna óánægju með hvernig fjárdrattur for- mannsins var afgreiddur,“ sagði meðlimur í Félagi garðyrkjumanna í samtali við Alþýðublaðið í gær. Ein- sog blaðið skýrði frá varð fyrrum formaður uppvís að stórfelldum fjár- drætti. Heimildamaður blaðsins seg- ir að fjárdráttur úr félagssjóði nemi 2,1 milljón króna og 15 til 20 millj- ónum úr lífeyrissjóði. Núverandi stjórnarmenn í Félagi garðyrkju- manna hafa ekki fengist til að gefa upplýsingar um hversu mikill fjár- drátturinn var. Formaðurinn vék úr embætti í vor og ný stjórn gerði samning við hann um að fjárdrátturinn yrði ekki kærð- ur. Hann mun nú hafa gengið frá samningum um endurgreiðslur líf- eyrisgreiðslna, og á aðalfundi í síð- ustu viku, þarsem einungis 17 fé- lagsmenn mættu, var samþykkt að hann skyldi greiða 1,7 milljón af þeim 2,1 sem hann hafði dregið sér úr félagssjóði. Þessum samningi líkti nýr formaður, Heimir Janusson, við bílabrask í Alþýðublaðinu í gær og sagði að menn yrðu að „gefa á rnilli". Heimildamaður Alþýðublaðsins sagði að fjárdráttur formannsins fyrrverandi úr lífeyrissjóðnum væri til athugunar hjá Seðlabanka og Sameinaða lífeyrissjóðnum, en líf- eyrissjóður garðyrkjumanna varð hluti hans á síðasta ári. Mikil ólga er meðal félagsmanna yfir þvf að málið skyldi afgreitt í kyrrþey en ekki kært. Þá fannst heimildamönnum blaðsins óforsvar- anlegt að formanninum fyrrverandi væri ekki gert að skila öllu fénu sem hann hafði sannanlega dregið sér. Leni RiefenstahhKonan og áródursmeistarinn sem Adolf Hitler dádi. Hún var, og er, fríð, fjörmikil, glæsileg, kjörkud og óbilgjörn kona sem kunni best við sig í félagsskap karlmanna. I lífi hennar gegndu konur hlut- verki keppinauta. Sjá blaðsíðu 7 Engum dylst hvaða „kappsami póltíkus" dylst á milli línanna í grein Ingvars Gíslasonar. Ástæða er til að fylgjast grannt með samskiptum forsætisráð- herra og nýs forseta, að minnsta kosti þangað til sá fyrrnefndi er búinn að jafna sig á kosningaúr- slitunum, segir í forystugrein á blaðsíðu 2 Hvað syngja Mörður Árnason og Bryndís Hlöðversdóttir á laugardaginn? Allt um það á blaðsíðu 4 ■ Ari Trausti Guðmundsson segir sögur um mannát í menningarbyltingunni í Kína „snyrtilegt sölutrix" Kyngi þessu ekki -segir Ari Trausti í ítarlegu viðtali um menningarbyltinguna og viðhorf sín til Kína og kommúnismans. „Ég get í sjálfu sér hvorki borið á móti né samþykkt að mannát hafi tíðkast í menningarbylt- ingunni í Kína. Það eina sem ég get sagt, er að mér finnst þetta ótrúlega ótrúlegt," segir Ari Trausti Guðmundsson. I Morgunblaðinu síð- astliðinn sunnudag var afar athyglisverð og ógn- vekjandi grein, sem byggir á nýrri bók, Scar- let Memorial, eftir Kín- verjann Zheng Yi. Frá- sagir í bókinni eru hrottalegar svo vægt sé til orða tekið. „Ég hef alltaf litið á Kína sem þokkalega siðmennt- að samfélag. Hvort sem menn eru búddatrúar, Konfúsíusarmenn eða klárir maóistar þá hafa menn ákveðið siðferði og það gengur út á það að éta ekki meðbræður sína. Ég kaupi ekki- þessar sögur af mannáti," segir Ari Trausti. „Kínverjar eru hámenntuð þjóð og þekktir fyrir annað en mann- át. Það eru ekki einu sinni til sögur úr stríðinu þess efnis að Japanir hafi étið Bandaríkjamenn. Ég veit að þeir drápu menn og pyntuðu, og það hafa þeir vafalítið einnig gert í ríkum mæli í menningarbyltingunni, en mannaát? Mfn fyrstu viðbrögð eru þau að þetta sé snyrtilegt sölutrix.“ Ari Trausti er nýkom- inn lfá Tíbet og sá hvað hernám Kínverja þar hefur haft í för með sér og hvemig Tíbetar líta á það. „Það er hægt að sýna fram á eitt og annað jákvætt. Allt í einu er komin mjög fín heilsu- gæsla í öllu Tíbet. Það eru flott sjúkrahús í smá- bæjum, heilsugæslu- stöðvar í minnstu þorpum og ekki hægt að segja annað en gott eitt um það. En svo má sjá rústir af einhvetj- um tíu klaustrum og manni finnst það náttúrlega út í bláinn að þau hafi ver- ið eyðilögð, fólk hrakið á brott eða drepið eða hvað nú gerðist í tengslum við þann gjöming. Niðurstaðan hlýt- ur að vera sú að Tíbetar verði að öðl- ast sitt menningarlega og pólitíska sjálfstæði með einuni eða öðrum hætti. En það em hlutir sem ég hefði átt erfitt með að sjá fyrir 15 til 20 ár- um, sitjandi hér og lesandi mismun- andi útgáfur af veruleikanum." Sjá blaðsíðu 5 ■ Sighvatur Björgvinsson telur að verið sé að setja heilbrigðisþjónustuna á almennan markað Kerfi sem ég vil ekki sjá - segir Sighvatur og varar við hugmyndum um valfrjálst stýrikerfi. Sighvatur Björgvinsson: Mér sýnist að þarna sé verid að taka fyrsta skref ið í þá átt að setja heil- brigðisþjónustuna á almennan markað. „Mér lýst þunglega á þessar hugmyndir og vara við þeim. Mér sýnist að þama sé verið að taka fyrsta skrefið í þá átt að setja heilbrigðisþjónustuna á almennan markað. Þá er gert ráð fyrir lágmarksþjónustu sem hið opinbera tryggir og síðan er ætlast til að fólk kaupi sér viðbótartryggingar, ef það vill fá betri þjónustu eða aúkið öryggi. Það er kerfi sem ég vil ekki sjá,“ segir Sig- hvatur Björgvinsson fyrrverandi heil- brigðisráðherra um hug- myndir Ingibjargar Pálmadóttir þess efnis að hér á landi verði tek- ið upp svonefnt val- fijálst stýrikerfi. Hugmyndin að valfrjálsa stýrike- rifnu er fengin frá Danmörku og í því felst að ein- staklingum gefst kostur á því, við gerð skatt- skýrslu sinnar, að kaupa sér viðbótartrygg- ingu í heilbrigðiskeifinu. Með tryggingunni fær sá sem hana kaupir ódýrari og hagkvæmari þjónustu í heilbrigðiskerfinu en sá sem tekur ákvörðun um að kaupa hana ekki. „Þama getur verið um að ræða fjármuni - sem láglaunafólk munar talsvert um. Hjá heilsuhraustu fólki, sem þarf að horfa í hveija krónu, er ansi ffeistandi að láta vera að kaupa trygginguna. Ef óvænt veikindi steðja síðan að á næstu tólf mánuðum hef- ur þessi hópur ekki þessa tryggingu fyrir ókeypis heilsugæslu,” segir Sighvatur. Sighvatur segir að þó hann sjái ýmsar hættur í hinu valftjálsa stýrikerfi telji hann aðrar hugmyndir heilbrigðisráðherra um breytingar á heilsugæslu vera af hinu góða. Hann nefnir þar sérstaklega hugmyndir um að taka upp tilvísanakerfi. Á sínum tftna innleiddi Sighvatur kerfið sem átti að taka gildi örfáum dögum eftir að Ingibjörg Pálmadóttir tók við heilbrigðisráðuneyt- inu. Ingibjörg afnam tilvísanakerfið stuttu eftir að hún tók við embætti en hefur nú ákveðið að taka það upp. Um sinnaskipti Ingibjargar segir Sig- hvatur: „Þegar hún fór að skoða málið hef- ur hún einfaldlega komist að þeirri niður- stöðu að tilvísanakerfið tryggir bestu þjón- ustuna fyrir þá fjánnuni sem til ráðstöfunar em. Hún hefur séð að rök mín vom rétt og hefur því skipt um skoðun á því rúma ári sem hún hefur verið ráðherra." SJÁÐU HVERNK Frá kr. 15,800, Vikuferð til Færeyja. Verð pr. mann miðað við fjóra í bíl í allt sumar. FRABÆR VERÐ BÓKAÐU STRAX, ’ Ennþá laust í nokkrar ferðir Frá kr.28.900,- Verð pr. mann miðað við fjögurra manna fjölskyldu með eigin Jbíl til Danmerkur eftir 4. júií og heim frá Noregi í ágúst. 2 fullorðnir og tvö böm yngri en 15 ára. Verð á mann. Bifreið innifalin VfSA (D ÞÍNAR EIGIN LEIÐIR NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN Laugavegur 3, Sími: 562 6362 AUSTFAR H F Seyðisfirði, sími: 472 1111 Umboðsmenn um allt land

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.