Alþýðublaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 5
FiMMTUDAGUR 11. JÚLÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 ■ I nýlegri bók eftir Zheng Yi segir að morð, pyntingar og mannát hafi einkennt menning- arbyltinguna í Kína. Jakob Bjarnar Grétars- son ræddi við gamla maóistann Ara Trausta Guðmundsson og spurði hvernig þessi tíð- indi horfðu við honum Kyngi þessu ekki - segir Ari Trausti og efast um sannleiks- gildi þess að Kínverjar hafi stundað mannát í stórum stíl. með sem svosem áttu það skilið - ekki að missa lífið heldur pólitísk áhrif sín.“ Ari Trausti segir að síðar hafi fregnir af skemmdarverkum á menningarverðmætum farið að berast. „Við getum sagt að þetta hafi náð langt ofan í raðir venjulegs alþýðufólks og orðið liður í víðtækum pólitískum hreinsunum. Þá leit maður þetta enn meiri gagnrýnisaugum. Ef þú vigtar menningarbyltinguna plús og mínus þá em mínusamir þyngri á endanum. Ef ég ætti þess kost að móta þá afstöðu sem ég hafði fyrir tutt- ugu ámm, í ljósi þess sem ég veit núna, hefði ég ekki verið eins jákvæður og ég var á þeim tíma. Þannig er þetta með ótrúlegustu hluti.“ Ari Trausti tekur dæmi af lífsseigri afstöðu manna til samskipta indíána og hvítra manna í árdaga Bandaríkjanna. „Það er búið að grafa upp ótrúlegustu hluti og þú skilur ekkert í því núna af hvetju þú hélst með kúrekunum þegar þeir vom að drepa indíánana. Svona er þetta svo oft í sög- unni. Eg er löngu búinn að læra að ekki þýðir að hanga á 20 ára gamalli söguskoðun sí og æ.“ Órökstuddar fullyrðingar Ari Trausti er nýkominn frá Tíbet og sá hvað vera Kínverja þar hefur haft í för með sér og hvemig Tíbetar líta á hana. „Það er hægt að sýna fram á eitt og annað jákvætt. Allt í einu er komin mjög fín heilsugæsla í öllu Tíbet. Það em flott sjúkrahús í smábæjum, heilsugæslustöðvar í „Ég get í sjálfu sér hvorki borið á móti né samþykkt að mannát hafi tíðkast í menningar- byltingunni í Kína. Það eina sem ég get sagt, er að mér frnnst þetta ótrúlega ótrúlegt," segir Ari Trausti Guðmundsson. í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag var af- ar athyglisverð og ógnvekjandi grein, sem byggir á nýrri bók, Scarlet Memorial, eftir Kínveijann Zheng Yi. Frásagir í bókinni em hrottalegar svo vægt sé til orða tekið. Samkvæmt bókinni var mannátið mest í Guanxi-héraði í suðvesturhiuta Kína, „stéttaróvinir'1 sem étnir voru skiptu hundmðum og þátttakendur þúsundum. Þegar l£k vom höfð til neyslu hafði yfirstéttin mest dálæti á hjörtum og lifrum en fjöldinn lét sér vel líka handleggi og iljar. „Fyrir utan opinberar skrif- stofur kraumaði í pottum fullum af mannakjöti.“ Snyrtilegt sölutrix? Pólitísk umræða blómstraði á Islandi á áttunda áratugnum og skiptust menn í ýmsar fylkingar, meðal annars vom til nokkur samtök sem að- hylltust maóisma. Einkum voru áberandi Eik(ML), (Einingarsamtök kommúnista marx- leninista) og KSML. Fjölmargir kunnir menn létu til sín taka á þeim vettvangi; Halldór Grön- vold skrifstofustjóri ASÍ, Albert Einarsson frá Siglufirði, Þorsteinn Gunnarsson rektor á Akur- eyri, Þórarinn Hjartarson úr Svarfaðardal, Hjálmtýr Heiðdal kvikmyndagerðarmaður svo einhverjir séu nefndir. Samtök þessi bjuggu við nafnleynd enda skipti heildin öllu máli en ekki einstaklingurinn. Bóhemamir í hinni kommún- ísku Fylkingu vom til dæmis öllu meira áberandi en maóistarnir sem aðhylltust heilsusamlegri lífsstíl. Það var þó engum hulið að fremstur með- al jafningja í Eikinni var Ari Trausti Guðmunds- son, jarðeðlisfræðingur, sem frægastur er fyrir það í seinni tíð að vera landkönnuður og veður- fréttamaður. „Ég hef alltaf litið á Kína sem þokkalega sið- menntað samfélag. Hvort sem menn em búdda- trúar, Konfúsíusarmenn eða klárir maóistar þá hafa menn ákveðið siðferði og það gengur út á að éta ekki meðbræður sína. Ég kaupi ekld þess- ar sögur af mannáti," segir Ari Trausti. „Ég yrði mjög tortrygginn ef ég frétti að Serbar hefðu étið helminginn af múslimunum sem verið er að grafa upp núna. Ég myndi ekki trúa því fyrr en trúverðug gögn kæmu fram. Ég veit að þeir myrtu þúsundir manna en ég trúi því ekki að þeir hafi étið þá líka, þó einhver héldi því fram og væri Serbi í þokkabót." Ari Trausti segist vita að manndráp og misþyrmingar hafi viðgengist í Kína en hann hafi aldrei heyrt talað um mannát og leggur á það ríka áherslu að hann verði að fá slíkt skjal- fest áður en hann tjái sig frekar um það atriði. „Þetta er svo fráleitt að ég veit ekki hvað skal segja. Auðvitað getur hver sem er sagt það sem honum sýnist," segir Ari Trausti og spyr: „Af hverju skyldi hin pólitíska yfirstétt í Kína hafa haft lyst á hjörtum og lifrum úr mönnurn? Guð hjálpi mér. Kínverjar eru hámenntuð þjóð og þekktir fyrir annað en mannát. Það eru ekki einu sinni til sögur úr stríðinu þess efnis að Japanir hafi étið Bandaríkjamenn. Ég veit að þeir drápu menn og pyntuðu, og það hafa þeir vafalítið einnig gert í ríkum rnæli í menning- arbyltingunni, en mannaát? Mín fyrstu við- brögð eru þau að þetta sé snyrtilegt sölutrix." Partur af pólitísk- umslag „Ég horfði pólitískum augum á menningarbylt- inguna fyrir tuttugu árum þegar hún var og hét,“ segir Ari Trausti. „Þegar fjórmenningaklíkan féll og hið pólitíska uppgjör átti sér stað hjá Kínveij- unum sjálfum hafði ég tilhneigingu til að trúa því að þetta hefði farið langt fram yfir öll vel- sæmis- og skynsemis- mörk. En ég get ekki kommenterað á það hvort menn hafi stundað mannát í stórum stíl. í sjálfu sér sannfærir það mig ekki þó sagt sé að einhver tiltekinn Kín- veiji hafi komist f gögn um mannát. Það er alveg lágmarkskrafa að sjá til- vísun í heimildir sem eru aðgengilegar, sýnilegar eða birtanlegar." Ekki lýgur Mogginn? „Þetta hlýtur að vera þýtt uppúr einhveiju er- lendu blaði. Það er þá bókin sem lýgur en ekki Mogginn. Maður er búinn að heyra horrorsögur um Kambútseu, um Sovétríkin, um Kína og sumt er satt annað ekki. Þetta er partur í pólitísk- um slag sem verið er að heyja. Maður getur ekki útilokar fréttir af pyntingum og morðurn, en hinu með mannátið kyngi ég ekki nema fá það skjal- fest.“ Þegar Ari Trausti er spurður hvemig menning- arbyltingin horfi við gömlum maóista núna, segir hann að hún sé auðvitað í öðru ljósi tuttugu árum síðar. „Menn höfðu fyrir augunum þann front sem Kínveijamir sýndu sjálfir. Þá fannst manni þetta skynsamlegur liður í því að halda fjöldan- um við einhvers konar þátttöku í þessu öllu sam- an. Við höfðum jú sovéska módelið sem fór í vaskinn einmitt vegna þess að þar varð til nó- menklatúran og það allt - ný yfirstétt. Það var sem Maó, nánustu samstarfsmenn hans og flokk- urinn allur væm að reyna að koma í veg fyrir samskonar þróun. Þetta er flókin og mikil sögu- leg barátta og erfitt að fá fréttir af því sem gerist bak við tjöldin meðan á þessu stendur. Allmörg- um ámm seinna lögðu Kínveijar fram gögn sem sýna að tilraunin fór úr böndunum. Þeir hvít- þvoðu Maó að einhverju leyti og skelltu skuld- inni meðal annars á þessa margumtöluðu fjór- menningaklíku." Kúrekar og indíánar „Þá gat ég í sjálfu sér tekið undir alla þá gagn- rýni að þetta hefði farið langt frarnúr allri skyn- semi og öllu viti,“ segir Ari Trausti. „Fjöldi sak- lauss fólks missti embætti, vinnuna, jafnvel lífið og pólitísk völd. Þó svo einhverjir hafi fokið Ari Trausti: Eg veit að þeir drápu menn og pyntuðu, og það hafa þeir vafalítið einnig gert í ríkum mæli í menningarbyltingunni, en manna- át? Mín fyrstu viðbrögð eru þau að þetta sé snyrtilegt sölutrix. minnstu þorpum og ekki hægt að segja annað en gott eitt um það. En svo má sjá rústir af einhveij- urn tíu klaustrum og manni finnst það náttúrlega út í bláinn að þau hafi verið eyðilögð, fólk hrakið á brott eða drepið eða hvað nú gerðist í tengslum við þann gjöming. Niðurstaðan hlýtur að vera sú að Tíbetar verði að öðlast sitt menningarlega og pólitíska sjálfstæði með einum eða öðmm hætti. En það em hlutir sem ég hefði átt erfitt með að sjá fyrir 15 til 20 ámm, sitjandi hér og lesandi mismunandi útgáfur af veruleikanum." Ari Trausti ítrekar að menn verði að stunda vísindaleg vinnubrögð þegar verið er að segja frá svo stómm atburðum sem stórfelldu mannáti. „I rauninni er til fullt af slíkum ritum, hvort sem er um íslenska sagnfræði eða erlenda að ræða þar sem ýmsu er haldið fram en hvergi finnst snefill af gögnum sem styðja þær fullyrðingar. Það má lesa um síðustu daga Hitlers, heilu samtölin rak- in án þess að maður viti hvort einhver gögn séu til staðar eða hvort þetta er uppspuni. Það þarf ekki annað en að taka bækur Þórs Whitehead þar sem mikið er um beinar tilvitnanir en einnig fullt af yfirlýsingum sem ekki er hægt að styðja með gögnum.“ Ekki hægt að má út jákvæð atriði Sú saga hefur flogið fyrir að görnlu íslensku maóistamir hittist af og til og beri saman bækur sínar. Ari Trausti segir það kjaftæði. „Kunn- ingjatengsl eru auðvitað til staðar ennþá, einn og tveir og þrír menn. En það er ekki til í dæminu að einhver hópur hittist og ræði málin. Ég á örfáa vini frá þessurn tfma sem ég held sambandi við en það er engin formleg fundastarfsemi í kring- um það. Allir era þeir svosem ágætis marxistar ennþá meira og minna en með þeim formerkjum að menn hafa lært af sögunni,“ segir Ari Trausti og bætir því við að ekki hafi til dæmis verið til alvarlegrí gagnrýnendur á Sovétríkin en einmitt þeir. „Ég býst við að ef við héldurn uppi starf- semi núna þá væra ekki til alvarlegri gagnrýn- endur á Kína en við. Við tókum þetta alvarlega á sínum tíma og settum okkur vel inn í mál, svo langt sem það náði. Kína er engin fyrirmynd í þessum hópi eða eitthvað sem menn líta til eins og fyrir 20 áram. Ég held að ég geti alveg svarið fyrir það. Sú þróun sem varð í Sovétríkjunum varð einnig í Kína.“ Ari Trausti segir greinilegt að.sá skilningur sem hann lagði í göntlu slagorð kratanna um frelsi, jafnrétti og bræðralag væri ekki í gildi í Kína. „Þá náttúrlega styð ég ekki slfka samfé- lagsgerð. Þetta gengur ekki út á mikið meira en þetta þrennt. Almennilegir marxistar kunna ann- aðhvort skil á því hvemig þetta ætti að vera, eða geta að minnsta gagnrýnt það sem þeir sjá. Þeir styðja hvorki Kóreu né Kína núna. En það er heldur ekki hægt að ræna þessi þjóðfélög öllu því jákvæða sem benda má á.“ Kommúnisminn er ekki dauður Aðspurður gefur Ari Trausti ekki mikið fyrir pólitísk slagorð á borð við þau að kommúnism- inn sé dauður og enn síður finnst honum mik- ið til þess koma að menn séu gerðir tor- tryggilegir vegna skoð- anna sem þeir aðhylltust fyrir áratugum. „Þetta er pólitísk aðferðafræði sem gengur út á að kné- setja andstæðinginn. Það er afskaplega lítið vit í því til dæmis að reyna að gera einhvem íslending sem lærði í Þýskalandi 1924 ábyrg- an fyrir fjöldamorðum Stalíns, svo dæmi sé tekið.“ Og Ari Trausti nefnir frönsku byltinguna í ffamhaldi af því: „Hvað var franska byltingin? Hún var ekkert nema sóðaskapur meira og minna. Samt er henni hampað sem uppruna frelsis og lýðræðis í heiminum. Robespierre og félagar era ekki ein- hverjir sem lenda á ruslahaug sögunnar. Þetta voru menn með ákveðnar hugmyndir sem höfðu kosti og galla. Sama gildir um þessa epóku frá því fyrir aldamótin og ffarn undir 1970. Það stendur uppá þá sem telja sig marxista að útskýra af hverju þetta fór eins og það fór. Hvorki Sovétríkin né Kína eru módel af sið- uðu samfélagi. En ég blæs á svona bull um að kommúnisminn sé dauður eða sósíalisminn sé dauður. Hugmyndir Platóns era ekki dauðar og era þær þó 2000 ára garnlar. Engin ídeólógísk meginstefna deyr, hvort sem það er marxismi, hugmyndir frönsku byltingarinnar eða hugmynd- ir Platóns. Hugmyndir geijast, breytast, samsam- ast einhveiju öðra og þróast. Marx gamli feilaði í einum þriðja af því sem hann sagði. Tveir þriðju era í lagi og á því byggirðu. Þróunin tekur lang- an tíma.“ Ari Trausti segir að endingu hugmyndalega fátækt einkennandi fyrir pólitík dagsins. „Aður var meira fjör og þá kom líka meira út úr um- ræðunni. En ég á alveg eins von á þvf að eftir fimm eða tíu ár verði menn famir að rífast aftur með jákvæðum formerkjum. Ég vona það. Innan Alþýðuflokks og Alþýðubandalags ríkir hug- myndafræðileg deyfð. Það er einn og einn maður sem rífur kjaft: Jón Baldvin Hannibalsson eða Steingrímur J. Sigfússon. Ég er náttúrlega ósam- mála þeim báðum en hef mig ekkert í ffammi af því að ég nenni ekki að ganga í pólitíska flokka bara til að rífast um smæstu atriði. Þeir verða að halda einhveiju lágmarksmáli á loft og mér hefur hvorki fundist allaballar né kratar gera það. Mér hefur því ekki dottið í hug að ganga í þessa flokka til að breyta þeint innan frá. Jón Baldvin er einn þeirra sem halda þeirri bamalegu retorik fram að kommúnisminn sé dauður. Ég inyndi ekki veigra mér við að ræða við hann á opinber- um vettvangi um hugmyndafræðileg atriði." ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.