Alþýðublaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 a ■ I nýrri bók um Leni Riefenstahl er reynt að má af henni nasistastimpilinn Málsvöm fyrir Leni Hún var, og er, fríð, fjörmikil, glæsileg, kjörkuð og óbilgjörn kona sem kunni best við sig í félagsskap karlmanna. f lífi hennar gegndu konur hlutverki keppinauta. Eva Braun var afbrýðisöm gagnvart henni en Leni sjálf var full afbrýði í garð Marlene Dietrich. Hún var vön að fá það sem hún vildi og ef henni leist vel á karl- mann beið hún ekki eftir frumkvæði hans. Hún hreifst af myndarlegum karlmönnum, en þegar hún var kynnt fyrir Hitler árið 1932 kolféll hún fyrir honum og falaðist eftir viðtali. Það var veitt og með þeim tókst náin vinátta. Hitler dáðist að Bláa ljósinu, kvik- mynd sem Riefenstahl leikstýrði jafn- ffamt því sem hún lék aðalhlutverkið, og fékk hana til að gera stuttmynd um Nasistaflokkinn. Arið 1934 hreifst þýska þjóðin að mynd hennar Sigri viljans, um flokksþing þýskra nasista í Nuremberg. Myndin þótti bæði lotn- ingarfull og dulúðug og festi Hitler í sessi sem hinn útvalda leiðtoga þjóð- arinnar. Til að gera mynd sína sem áhrifa- mesta beindi Riefenstahl kvikmynda- vélinni að andlitum alþýðumanna þar sem þeir hver á fætur öðrum stigu fram til að votta foringja sínum og föðurlandi hollustu. Áhrifin þóttu gíf- urlega sterk og sannfærandi. I mynd Riefenstahl um Ólympíu- leikanna í Berlín 1936 voru skilaboðin hennar til áhorfenda þau að þjóðir heims hefðu þar komið saman til að hylla Hitler. Hún nefndi fyrsta hluta myndarinnar Hátíð þjóðanna en hefði allt eins getað kall- að hann Hitler Uber Alles. Hvorug myndin var heimildarmynd í strangasta skilningi þess orðs. Báðar höfðuðu kröft- uglega til skynj- unar og tilfinn- inga. Þau Hitler vissu bæði að það er ekki nóg að predika boð- skapinn, rökin ein eru lítils Leni með átrúnaðargoði sínu og einkavini Adolf Hitler. ekki gera sér grein fyrir því að það var Riefenstahl sjálf sem átti þátt í að móta þennan hörmulega tíðaranda. Salkeld kýs að Kta svo á að Riefensta- hl hafi flotið með straumnum og Hitl- er hafi villt henni sýn. megnug. Þýska þjóðin hefði ekki ver- ið svo gagntekin af trúnni á nasismann hefðu hún ekki verið svo dáleidd af myndum Riefenstahl. En höfundur nýrrar bókar um Leni Riefenstahl, Audrey Salkeld, fagnar því að Riefenstahl gerði þessar mynd- ir. Hún heldur því fram að þær veiti sýn í tíðarandann. Um leið virðist hún Leni Riefensthal við klippingu á mynd sinni um Ólympíuleikanna í Berlín. Tvær spumingar verða hvað áleitn- astar við lestur bókarinnar. Var Rie- fenstahl nasisti og vissi hún hvað var að gerast? Andstæð sjónarmið koma fram í bókinni en Salkeld sjálf tekur afstöðu. Hún fordæmir þær raddir sem gagnrýna Riefenstahl og tekur í nær öllum atriðum undir þau sjónarmið sem Riefenstahl setti fram í sjálfsævi- sögu sinni árið 1987. Niðurstaðan er sú að list Riefenstahl hafi verið hafm yfir pólitík og flokkslínur. En spyija má, hvað hélt Riefensta- hl að Hitler væri að segja í Mein Kampf? Hvað hélt hún að væri að ger- ast þegar stormsveitir misþyrmtu og niðurlægðu gyðinga opinberlega? Hvað hélt hún að væri að gerast þegar nasistar lögðu verslanir gyðinga í rúst? Eða þegar skopmyndir af gyð- ingum vom hafðar til sýnis hvar sem var? Eða þegar Nuremberg lögin frá árinu 1935 sviptu gyðinga öllum borg- aralegu réttindum? Það var á þessu tímabili, í skugga slfkra atburða, sem Riefenstahl vann að Sigri viljans og myndinni um Ólympíuleikana. Þeir dómstólar sem tóku mál henn- ar fyrir á eftirstríðsámnum lögðu trún- að á orð hennar. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að myndir hennar hefðu ekki verið ætlaðar sem áróðursmynd- ir; að hún hefði ekki gengið með fé- lagsskírteini frá þýska Nasistaflokkn- um, hefði aldrei sofið hjá Hitler og hefði verið miður sín fremur en uppn- umin þegar hún sá hermenn nasista slátra gyðingum í Konskie í Póllandi. Ljósmyndari' hafði náð mynd af henni þar sem hún stóð og gapti. En það skiptir engu hvort hún bar eða bar ekki félagsskírteini eða hvort hún átti eða átti ekki í ástarsambandi við Hitler. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá vom myndir hennar áróðursmyndir og komu nasistum að ómældu gagni. Og þegar því er haldið fram að henni hafi ofboðið grimmd nasista gagnvart Pólvetjum þá er rétt að benda á að besti vitnisburðurinn er ekki ljósmynd heldur hennar eigin orð. I endurminningum sínum lýsir hún Pólverjum sem skepnum en Þjóð- veijum sem heiðursmönnum. Hún hlýtur að hafa gert sér grein fyrir því að Konskie væri ólíkleg upp- spretta fagurra mynda og því hætt að kvikmynda þar. En vinátta hennar við Hitler stóð enn og hún tók að vinna að rómantískri kvikmynd. Hluti hennar var tekinn á Spáni. Martin Bormann greiddi götuna með því að hunsa gjaldeyrisreglur. Þótt höfundur bókarinnar Audrey Salkeld gangi of langt í réttlætingu á gjörðum Riefensthal þá þykir hún hafa skrifað mjög læsilega bók um konu sem skapaði stórfengleg listaverk sem era jafn ógeðfelld og félagsskapurinn sem hún kaus sér forðum daga. Byggt á Sunday Times. Feröamanna- bœrinn AKUREYRI Akureyri er í þjóðbraut og þangab kemurfjöldi ferbafólks á hverju sumri / A Akureyri er ab finna margvíslega möguleika til afþreyingar ■|m|rn|jm||pn||rnj rnjffnijmjmjjm • Góð sundaðstaba • Golfvöllur • Hótel og fjöldi gistiheimila • Nútíma veitingastaðir og kaffihús • Skemmtistaðir við allra hæfi Menningarviðburðir á vegum Listasumars '96 flesta daga Fjölskylduhátíð um verslunarmannahelgina Frá Akureyri er skammt til margra markverðra staða Hópferðir í boði Upplýsingamiðstöð ferðamála í miðbænum. AKUREYRAR BÆR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.