Alþýðublaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ1996 m a n n I í f ■ Jafnaðarmenn sameinast- um sumarferð „Margt skeður stundum í Merkurferðum" Jafnaðarmenn ætla saman í sumarferð um helgina. Margt hefur verið skraflað um sameiningu jafnaðar- manna, en nú á að láta verkin tala og fara í sameigin- lega sumarferð. Klukkan tíu á laugardagsmorgun verður lagt af stað frá Ráðhúsi Reykjavíkur og ekið sem leið liggur uppað Hreðavatni. Þar verður grillað og farið með gamanmál, auk þess sem flutt verða ávörp. Bryndís Hlöðvers- dóttir, þingmaður Alþýðubandalagsins og Mörður Ámason, varaþingmaður Þjóðvaka eru meðal þeirra sem flytja ávörp. Bryndís var spurð hvort ferðin væri fyrirboði um annað og meira. „Ég veit ekki hvort þetta er endilega fyrirboði - en ég er hrifin af hug- myndinni og ánægð með framtakið. Það er æskilegt að fólk úr þessum flokkum kynnist - og ekki er verra að það verði þegar fólk er að gera sér glaðan dag. Ferðin er ágætt tækifæri til að hrista fólki saman,“ sagði Bryn- dís. Þú flytur ávarp - œtlarðu að lesa yfir hausamótunum á ferðafélögun- um? „Ég veit það nú ekki. Ætli það fari ekki eftir veðri og vindum. Það verður líklega hvorki staður né stund fyrir langar pólitískar vangaveltur, þarna uppi við Glanna og Grábrók - en ég sleppi pólitíkinni varla alveg. Ég á von á að ég setji fram örlitla brýningu. Líklega veitir ekki af.“ Hvað þarfhelst að brýnafyrir jajh- aðarmönnum? „Það sem brennur helst á okkur sem höfum áhuga á að sameina jafnaðar- menn er: Hvursu lengi ætlum við að tala um hlutina? Er ekki kominn tími til að aðhafast eitthvað? Auðvitað veltir maður því fyrir sér öðru hvoru hvort sameining sé yfirhöfuð mögu- leg. Hvort við verðum virkilega alltaf fangar fortíðarinnar og snúum enda- laust aftur í gömlu fylkingamar." Mikið talað en ekkert aðhafst - er ferðin kannski fyrsta skrefið í rétta átt? Bryndís Hlöðversdóttir: Það verður líklega hvorki staður né stund fyrir langar pólitískar vangaveltur, þarna uppi við Glanna og Grábrók. „Við þurfum að rífa okkur uppúr gamla hjólfarinu, og svona sumarferð spillir ekki fyrir. Ég vona að þáttaka verði góð og að sem flestir úr mínum flokki komi. Þetta gæti nefnilega orðið skemmtilegt." Alþýðuflokkurinn og vinir Mörður Amason var spurður hvort sameiginleg sumarferð jafhaðarmanna væri það sem koma skyldi. „Það tel ég augljóst. Þama verða Alþýðuflokksmenn og vinir Alþýðu- flokksins; ég úr Þjóðvaka og mjög gervilegur þingmaður sem flæktist af tilviljun inní Alþýðubandalagið - en er að færa sig greinilega í rétta átt.“ Þú ert vonandi ekki eini vinur Al- þýðuflokksins í Þjóðvaka? „Nei, alls ekki. Við erum mjög mörg í Þjóðvaka sem emm vinir Al- þýðuflokksins. Eiginlega öll..Eða nán- ast. En ég vek athygli á því að þetta er á jafnaðargrundvelli alltsaman og eng- inn er að frekjast framúr öðmm. Ein- mitt einsog þetta á að vera.“ Er búið að tala nóg og á loksins að fara að gera eitthvað? „Mér skilst að það eigi nú að tala aðeins meira í þessari ferð - að við sé- um fengin til þess. Við sem mikið höfum talað munum tala aðeins meira. Ávarpið er ósamið ennþá og fer að sjálfsögðu eftir kringumstæðum. En ég geri ráð fyrir að flytja hugvekju til íslendinga, einsog aðrir hafa gert á undan mér. En svo kynni ýmislegt að gerast í ferðinni. Hvemig er það í Þórsmerkur- ljóðinu fræga: Margt skeður stundum í Merkur- ferðum...“ Mörður tók fram að einungis fyrsta ljóðlínan væri viðeigandi, en fram- haldið er svona: rnest þó efBakkus er með íferðum, brátt sátuflestir kinn við kinn, og kominn var galsi í mannskapinn... Möröur Árnason: Ég geri ráð fyrir að flytja hugvekju til Islendinga, einsog aðrir hafa gert á undan mér. ÚT- RÝMINGARSMA A NOTUÐUM BlLUM ENGIN ÚTBORGUN! Lán í allt að 4 ár. Mjög mikið úrval góðra notaðra bíla á STÓRLÆKKUÐU verði og hreint frábærum kjörum. Láttu ekki þetta tækifæri þér úr greipum ganga því þetta verður ekki endurtekið á næstunni. Euro og VISA greiðslukjör E VISA LA Sævarhöfða 2 S: 525 8020 í húsi Ingvars Helgasonar Bifreiðaverkst. Sigurðar Vald. Akureyri • Lykill Reyðarfirði

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.