Alþýðublaðið - 11.07.1996, Page 6

Alþýðublaðið - 11.07.1996, Page 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ1996 d r a u m a ■ Hefur þig dreymt einhvern sem heitir Álfgeir? Þá boðar það léttúð. Arnór er hinsvegar fyrir veikindum en Ámundi boðar ánægjulega daga. Allt þetta og meira til kemurfram í nýrri bók, Hvern dreymdiþig? sem út kom hjá Vöku-Helgafelli á dögunum „Sé Jón fullur í d ra u m n u rrhkemu r vitlaust veðú$%$€ | Símon Jón Jóhannsson annaðist útgáfuna en í rit- inu, sem kostar aðeins 495 krónur, eru skýringar á yfir 300 mannanöfnum. í fróðlegum formála segir höfundur að taka beri skýringunum með ákveðnum fyrirvara, enda séu þær ekki byggðar á öðru en alþýðutrú manna, hér á landi sem erlendis, sem þróast hef- ur í tímans rás. En íslend- ingar hafa líklega löngum haft meiri áhuga á draumum en aðrar þjóðir, enda til skamms tíma haft ríkari ástæðu til að láta sig dreyma. Vaka-Helga- fell veitti Alþýðublaðinu leyfi til að glugga í bókina, og lesendur geta borið hana saman við drauma nýliðinnar nætur. Alexander Fyrirboði mikillar gæfu. Andrés Fyrirboði óveðurs. Arnaldur Olánsmerki. Arnór Fyrirboði veikinda. Álfgeir Tákn léttúðar. Ámundi Fyrirboði ánægjulegra daga. Ásta Fyrirboði óhappa. Bergsveinn Fyrirboði jarðskjálfta Bessi Gott nafn fyrir sjúka. Þeim mun batna. Þeir sem eru í fjárhagsvand- ræðum eiga líka bjartari framtíð fyrir höndum. Bolli Karlmannsnafnið Bolli er óláns- nafn. Getur boðað sjóslys. Dagur Táknar farsæld í starfi og daglegu lífi. Því er líka haldið fram að það fari eftir því hvemig hann er í draumnum. Sé hann glaður boði það góða daga en sé hann á ein- hvem hátt dapur viti það á erfiða daga. Davíð Tákn sælu og gleði. Egill Fyrirboði leiðinlegra atburða. Fjölnir Boðar dreymandanum óvináttu vegna öfundar. Geirfinnur Fyrirboði ósættis. Gunnlaugur Eitthvað óskemmtilegt hendir dreymandann. Halldór Laxness Bóndi einn hélt því fram að Hall- dór Laxness væri honum ævinlega fyrir illu í draumi þótt hann dáði skáldið mikið að öðm leyti. í slátt- arbyijun árið 1950 dreymdi hann Halldór og kvaðst Halldór ætla að reika um hlíðamar það sumar. Sumarið varð mesta óþurrkasumar sem bóndinn hafði lifað. Illugi Fyrirboði prestsdauða. ísak Þetta nafn er oftast viðvömn til dreymandans um að hlusta á rök annarra og vera ekki um of ein- strengingslegur. Jens Dreymandinn á góða daga í vænd- um. Þetta nafn veit yfirleitt á gott en einnig er til sú trú að það viti á hvassviðri, og þá einna helst sunnanátt, og enn aðrir segja það boða dánarfregn. Sé Jón fullur í draumnum kemur vitlaust veður. Júlíus Aætlanir munu standast. Kristján Allt mun horfa til betri vegar. Lára Fyrirboði sjógangs. Linda Fyrirboði skemmtilegra daga. María mey Heyri menn Maríu mey tala í draumi er það fyrirboði huggunar, bata og gæfu. Séu þeir að tala við hana boðar það gleði. Napóleon Dreymi menn Napóleon verða þeir óþolinmóðir og óánægðir um tíma. Njáll Fyrirboði svika. Ólafur Naíhið Ólafur er af sumum talið boða einhvem skyndilegan gróða, gæti verið arfur, en aðrir halda því ffarn að það sé fyrir illu. Sé Ólafur þessi læknir er það sérstaklega slæmt. Rannveig Þetta nafn er dreymandanum og tjölskyldu hans fyrir góðu. Fari Rannveig frá dreymandanum eða sé honum andsnúin getur fjöl- skyldulífið orðið erfitt. Sara Boðar dreymandanum happ. Sigurlína Fyrirboði unaðsstundar með ástvini. Súsanna Dreymandinn getur búið við einhveiju skemmtilegu dreymi hann Súsönnu. Tómas Fyrirboði tjóns eða taps. Úlfar Talið slæmt nafh í draumi og boða illt. Valgerður Dreymandanum verður sýnd góðvild og vinátta. Nafnið getur einnig verið feigðarboði. Vilmundur Það þykir gott að dreyma Vilmund og nafnið er tákn um ástríki og hlýhug. Porgeir Um þetta nafn em afar skiptar skoðanir. Sumir telja það merkja sigur í einhveijú máh en aðrir halda því fram að það sé fyrir afar illu. Það gæti þó farið eftir öðmm táknum draumsins. Önundur Fyrirboði ósættis og heimiliseija. Össur Fyrirboði erfiðleika.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.