Alþýðublaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Að skynja þjóðarviljann Að smíða ímynd Víð skoðum tvær forystugreinar, aðra um forsetakjör, hina um flutn- ing ríkisstofnana af höfuðborgar- svæðinu. I Víkurblaðinu fjallar rit- stjórinn Jóhannes Sigurjónsson í forystugrein um forsetakjörið: Islendingar hafa kjörið sér forseta með afgerandi hætti. Ólafur Ragnar Grímsson er fimmti forseti lýðveldis- ins, og hefði það sjálfsagt ekki hvarfl- að að nokkrum manni fyrir hálfu ári eða svo, þegar það virtist skoðun þorra þjóðarinnar og helstu spekinga Önnur sjónarmið hennar að þjóðin vildi alls ekki sjá stjómmálamann á Bessastöðum, hvað þá jafii óvinsælan stjómmálamann og Ólaf Ragnar. En þjóðin lætur ekki spekinga eða spádóma segja sér fyrir verkum og fer sínar eigin leiðir. Ef til vill var Ólafur sjálfur einn af þeim ör- fáu sem í upphafi skynjaði þennan möguleika í stöðunni og sannar það, eins og svo fjölmargt annað, hve glöggur maðurinn er. I þessu tilfelli virtist hann skynja þjóðarviljann og þekkti sinn vitjunartíma. Ekki þarf að efast um að Ólafur Ragnar Grímsson verður mjög hæfur og góður forseti. Ólafur er íðilsnjall, harðduglegur og hefur til að bera metnað til að ná árangri í hveiju því starfi sem hann tekur sér fyrir hendur. Og viðbrögð hans í kjölfar úrslitanna, framkoma hans þegar hann tók á móti stuðningsmönnum sínum á Seltjamar- nesi, vom forseta sæmandi. Það var raunar athyglisvert að hlusta á auglýs- ingamennina sem hönnuðu framboð- in, ræða af hreinskilni um áróðurs- tæknina sem að baki bjó, en þar kom fram að í auglýsingaherferðinni var Ólafur Ragnar ekki kynntur sem for- setaframbjóðandi, heldur ævinlega sem forseti. Frá upphafi var hamrað á ímynd Ólafs og Guðrúnar Katrínar sem forsetahjóna, ekki sem frambjóð- anda og eiginkonu hans. Þannig að þegar úrslitin lágu fyrir var búið að leggja gmnninn að því með ímyndar- smíðinni að í hugum fjölda kjósenda voru þau hjón þegar orðin eins og heima hjá sér á Bessastöðum. Kunnugleg viðbrögð Leiðarahöfundur Dags á Akur- eyri fjallar um flutning Landmæl- inga Ríkisins frá Reykjavíkur til Akraness: Einn brauðmoli er við það að hrökkva af borði ríkisstarfseminnar í Reykjavík því boðað hefur verið að flytja eigi Landmælingar íslands til Akraness. Þessi flutningur hefur feng- ið hörð viðbrögð ffá starfsfólki stofn- unarinnar og mikið verið gert úr and- stöðu þess við flutninginn. Um langt skeið hefur það verið þymir í augum fólks úti á landi hversu sjálfsagt menn hafa talið að uppbygging ríkisstofnana væri í Reykjavík og þar hefur lítið sem ekkert verið hugsað út í hvort staðsetning þar væri æskileg eða ekki, að minnsta kosti hefur ekki verið litið til þess hvort staðsetning ýmissa fyrir- tækja þar væri hagkvæmari en annars staðar á landinu. Einu rökin hafa verið sú að öllu þyrfti að þjappa á sama punktinn vegna þess að hagkvæmnin af nálægð stofnana þar væri svo mikil. Á sama tíma leyfðu menn sér að tala fjálglega um að hægt væri að dreifa alls kyns fjarvinnslustöðvum út um landið vegna þess að ný samskipta- tækni gerði svo auðvelt fyrir, ekki síst fyrir ríkisfyrirtækin í Reykjavík, að láta vinna verkefni í fjarvinnslu úti á landi. Þessi röksemdafærsla er auðvit- að fyrir löngu hrunin vegna þess að dæmin um flutning fyrirtækja út á land sýna að það er einmitt þessi sama samskiptatækni sem gerir að verkum að flutningur þeirra er miklu auðveld- ari en áður. í tilfelli Landmælinga fslands er líka dáh'tið undarlegt til þess að hugsa að fólk finni flutningunum allt til for- áttu þegar á sama tíma er verið að ráð- ast í gífurlega framkvæmd í Hval- Ef til vill var Ólafur sjálfur einn af þeim örfáu sem í upphafi skynjaði þennan möguleika í stöðunni og sannar það, eins og svo fjölmargt annað, hve glöggur maðurinn er. fjarðagöngum sem binda á saman stórt svæði á Vesturlandi í eitt at- vinnusvæði. Hingað til hafa margir sótt vinnu til Reykjavíkur ofan af Akranesi og öfugt og göngin gera þetta enn auðveldara, eins og margoft hefur verið bent á. Varla eru þessi göng hugsuð til að auðvelda höfuð- borgarbúum að bruna í sumarbústað- inn upp í Borgarfjörð, heldur hljóta þau að vera miklu mikilvægari út frá atvinnulegu sjónarmiði. Gallinn er sá að það er hugsunar- hátturinn sem á langt í land. Nú fyrst fer fólk að skilja að það getur ekki orðið einstefna til langframa í þessu landi, menn geta ekki rekið til eilífðar þá pólitík að stofnanimar eigi að hlað- ast hver ofan á aðra í höfuðborginni. Ef útreikningar sýna að flutningur er ekki beinlínis hættulegur starfseminni eða að kostnaður við flutning óviðun- andi þá eru næg rök til að halda áfram flutningi ríkisfyrirtækja út á land. v i t i m e n n Þrátt fyrir allt skal honum óskað velfarnaðar í starfi - þjóðarinnar vegna. Sigurður Helgason fyrrverandi forstjóri um - hvern annan? - Ólaf Ragnar Grímsson. Morgunblaðið í gær. O.J. Simpson við íslandsstrendur. DV upplýsti aö frægasti sakborningur síö- ustu missera var meðal farþega í Queen El- izabeth II. Illa launar þú stuðninginn. Skilaboð Árna Gunnarssonar formanns ungra framsóknarmanna og aðstoðarmanns Páls Péturssonar til Guðrúnar Agnarsdóttur. Tíminn. Ég sagði Hannesi [Hólmsteini] að forsenda þess að menn næðu árangri í íslenskum stjórnmál- um væri að hafa hann á móti sér. Hannes tók það óstinnt upp. Össur Skarphéðinsson í Séð og heyrt. Hvernig stendur á því að þeir sem eiga landið og miðin skuli þurfa sérstakar byggðastefnur til að lenda ekki allir á mölinni? Spyr Oddur Ólafsson í Tímanum í gær. Kollegar okkar á Tímanum eru stundum gamansamir. í gær voru þeir að velta fyrir sér hver yrði arftaki Matthías- ar Johannessens sem rit- stjóri Morgunbladsins. Matthí- as verður 67 ára hinn 3. janúar næstkomandi og hefur verið ritstjóri blaðs allra lands- manna síðan 1959 - í heil 37 ár. Tíminn leiðir getum að því, að Þorsteinn Pálsson sjávar- útvegsráðherra sé á leið í stól Matthíasar enda sé hann lang- þreyttur á Davíð Oddssyni. Ekki verður dregið í efa að kærleikur Davíðs og Þorsteins er í algjöru lágmarki, en þar fyrir verður Þorsteini tæpast hleypt í hin helgu vé Morgun- blaðsins. Reyndar hafa Þor- steinn og Mogginn eldað grátt silfur saman um langt skeið: hyldjúp gjá skilur á milli í sjáv- arútvegsmálum einsog allir vita, og því er álíka sennilegt að Þorsteinn verði ritstjóri Morgunblaðsins og að Póll Pétursson verði sendiherra okkar hjá Evrópusamband- inu... Við höfum sagt frá því að ekki virðist mikill áhugi á stöðu yfirmanns Rásar 2. Inn- an tíðar hverfur Sigurður G. Tómasson til annarra starfa í kjölfar þess að Markús Örn Antonsson framkvæmda- stjóri útvarpsins átti frum- kvæði að því að samningur við hann verður ekki endurnýjað- ur. Stefnuleysi hefur einkennt Rás 2 að undanförnu, og það mun hafa verið meginástæða þess að einn reyndasti starfs- maðurinn, Anna Kristine Magnúsdóttir ritstjóri, fékk sig fullsadda og sagði upp. Talið er fullvíst að Leifur Hauksson sæki um, en ýmsir innan útvarpsins telja að Heimir Steinsson muni velja sjálfstæðismann utan stofnun- arinnar sem eftirmann Sigurð- ar. Heimir er lítt að skapi Björns Bjarnasonar mennta- málaráðherra og því mun út- varpsstjóri reiðubúinn að leggja sitthvað á sig til að reyna að kaupa frið í ráðuneyt- inu... ^töndum snmnn um cmbmtti forscta v/slnnds £ftlrtallo fgrirtmki i ^úsavib skoro • UwIsomm • ð otoodo oooioo u m tmbolli forocto v/oloodo. um lotð oj við óskum ogkjðrmim forscto v/sloo4o (jun ^ogsori CJrimssffoi vdforooðor I storfi. ArvSól Fstshntsms ll*...ik.r, FbklójramUs IICMYtksr kt llúutfkur Apólrk llCi.trk FjUmlMuo bt IIMMht IrlssddMskl, ittbú Húts.fk. Ijksoiysdutols Péturs. I jóssiysdsslors bórs. LfifrroAtskrlfstors ftrl) (S llorfUs Jfissssssr. kportsjfifisr hiagrylafc. TrfisisIAJss Thsbsrlsk ht Vtknrbsrfiliio. Vlksrrst VlkurblsAIA, VHsvciksUfii* Grimur. Flestum landsmönnum virð- ist í mun að mynda einingu um Ólaf Ragnar Grímsson verðandi forseta. Ágætt dæmi um það er auglýsing í nýjasta Víkurbladinu, sem er gott blað á Húsavík, einsog flestir vita. Þar hvetja 24 fyrirtæki lesend- ur til að standa saman um for- seta íslands, um leið og Ólafi Ragnari er óskað velfarnaðar í starfi. Forstjórar á Húsavík nota þannig auglýsingafé öðruvísi en Björgólfur Guð- mundsson, Ómar Kristjáns- son og Sigurður Helgason... Sóknarprestur Langholtskirkju upplýsti nýlega á fundi Prestafé- lags íslands, að hann væri ekki hommi, hórdómsmaður, þjófur eða fyllibytta og ætti því skilið stuðning starfsbræðranna og systranna. Hann fékk stuðning- inn, ef til vili á ofangreindum forsendum. Jónas Kristjánsson í forystugrein DV í gær. Nýkjörinn forseti íslands, Ólaf- ur Ragnar Grímsson, virtist gíf- urlega ástfanginn af eiginkonu sinni, Guðrúnu Katrínu Þor- bergsdóttur, á kosningavökunni eftir forsetakosningarnar. Séð og heyrt. Vigdís verði aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Hillerup-Jensen, dálkahöfundur danska blaðsins Berlingske Tidende. DV. Breska stjórnin varði á mánu- daginn þá ákvörðun sína að leyfa auglýsingar í skólum en lagði um leið áherslu á að það væru skólastjórnirnar sem hefðu síðasta orðið um þær. Frétt í Mogganum í gær. Arna Einarsdóttir nemi: Snorri Sturiuson, vegna þess að hann var svo gáfaður. Bæk- ur hans, Heimskringla og Eddukvæði, eru mjög merki- legar. Birgir Ingason bensínaf- greiðslumaður: Egill Skalla- Grímsson, því hann var svodd- an hörkutól. Anna Margrét Halldórs- dóttir húsmóðir: Egill Skalla-Grímsson. Hann var tákn karlmennskunnar og drýgði margar hetjudáðir. Michael Chiodo starfs- maður Pósts og síma: Grettir Ásmundarson. Hann var mikill kraftakarl, enda hefði enginn annar getað lagt Glám. Birna Anna Björnsdóttir nemi: Skarphéðinn Njálsson, vegna þess að hann kveinkaði sér aldrei. fréttaskot úr fortíð Hann skar sig sofandi Sem dæmi upp á áhrif þau sem svefnleysi það og þreyta, er hásetar á togurum verða að láta sér linda, má nefna þetta: Þórður læknir Thorodd- sen gat þess á fjölmennum fundi að sjómaður hefði komið með svöðusár á framhandlegg. Maðurinn hafði skoríð sig sofandi. Þetta munu þeir Einar Þorgilsson og Pétur Ottesen telja sjálfsagt og eðlilegt. Alþýðublaðið, 19. aprll 1921.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.