Alþýðublaðið - 16.07.1996, Síða 3
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ1996
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
s k o ð a n i r
Eg styð ráðuneytið!
Undanfarna mánuði hafa heilsu-
gæslulæknar unnið að því með starfs-
mönnum heilbrigðisráðuneytisins að
fmna vænlegar leiðir að því markmiði
að byggja upp og styrkja heilsugæsl-
una á höfuðborgarsvæðinu og reyndar
á landsbyggðinni allri. Eftir margra
mánaða vinnu komust menn að þeirri
niðurstöðu að lausn verkefnisins fælist
fyrst og fremst í óaðskiljanlegri þrí-
einingu, það er:
Pallborðið |
Gunnar Ingi
Gunnarsson
skrifar
• Að breyta stjórnskipulaginu
þannig að öll heilbrigðisþjónusta utan
stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík félli
undir eina stjórn í stað þess að lúta
þríþættu húsbóndavaldi, eins og nú er
háttað. Þannig yrði eitt stjómvald gert
ábyrgt fyrir því að tryggja íbúunum
alla lögbundna utanspítalaþjónustu
eftir skipulagi þar sem saman færi
sanmhæfð stjórnsýsla og fjármála-
ábyrgð.
• Að tryggja heilsugæslunni alla þá
mönnun og aðstöðu sem hentar íbúa-
fjölda hvers svæðis. Þar sem ólíklegt
var talið að höfuðborgarbúar fengju
útgreidda þá inneign, sem safnast hef-
ur upp í ríkissjóði í biðinni eftir
heilsugæslu á við dreifbýlið, var
ákveðið að leita annarra og jafnvel
betri úrræða, Sú spuming hefur meðal
annars komið upp hvort eitthvað vit sé
í því að byggja hús undir heilsugæslu
á vegum hins opinbera fyrir 140 þús-
und krónur per fermetra þegar aðrir
hafa gert það fyrir 70 þúsund?
Varðandi sjálfan rekstur stöðvanna
er meðal annars ætlunin að taka mið
af þeirri reynslu sem þjónustusamn-
ingurinn við Læknavaktina s/f í
Reykjavík hefur leitt í ljós síðastliðin
tíu ár.
• Að stuðla með valfrjálsu stýri-
kerfx að virku skipulagi verkaskipting-
ar milli lækna sem starfa utan sjúkra-
húsa.
Hér er um að ræða kerfi þar sem
bæði neytendur og sérfræðingar geta
valið um það hvort þeir vilji vera með
í fimm ára tilraun með stýrikerfi tilvís-
ana eða ekki. Þeir sem ekki vilja vera
með búa áfram við núverandi skipu-
lag. Þeir neytendur sem hins vegar
kjósa að taka þátt í tilrauninni fá ódýr-
ari þjónustu en nú er og betri leiðsögn
um heilbrigðiskerftð með bættu upp-
lýsingaflæði. En sérfræðingar fá bón-
us. Aformað er að tilraumn verði und-
ir virku eftirliti, bæði frá sjónarhóli
hagkvæmni og faglegra markmiða.
Endanleg útfærsla þessarar tilraunar
liggur ekki fyrir ennþá, enda mun
fimm manna starfshópur vinna að
henni strax að loknum sumarleyfum.
Hér að ofan hef ég lýst þeim þrem-
ur meginþáttum sem menn telja að
verði að fylgjast að í framkvæmd til
að heilsugæslan verði gerð hæf til að
sinna sínu hlutverki. Mikilvægt er að
víðtæk samstaða náist að baki þessara
áforma til að þau komist í höfn.
í fjölmiðlum hef ég þegar orðið var
við neikvæð viðbrögð einstakra koll-
ega. Neikvæðni þeirra virðist mér
raunar léttvæg því læknamir kváðust
jafnframt ekki vita um hvað málið
snerist.
Hitt fannst mér sínu verra þegar ég
sá vopnabróðurinn Sighvat fara með
hörku gegn hinu valftjálsa stýrikerfi í
hinum ýmsu ijölmiðlum. Einnig í Al-
þýðublaðinu. Mér fannst gagnrýni
samheijans ekki verri fyrir það eitt að
vera andóf gegn hinu valfrjálsa stýri-
kerfi heldur vegna þess að hann brást
við röngum forsendum. Það þótti mér
sárast. Eg hef bent Sighvati á að út-
færsla áformanna um hið valfrjálsa
stýrikerfi liggi alls ekki fyrir. Ég hef
Ég hef bent Sighvati á að útfærsla áformanna
um hið valfrjálsa stýrikerfi liggi alls ekki fyrir.
Ég hef einnig bent honum á að hið valfrjálsa
stýrikerfi muni alls ekki kljúfa þjóðina í ríka
og fátæka.
einnig bent honum á að hið valfijálsa
stýrikerfi muni alls ekki kljúfa þjóðina
í ríka og fátæka. Og jafnvel þótt ein-
greiðsla þjónustugjalda yrði ofaná
sem útfærsla hins valfrjálsa kerfis þá
myndi sú upphæð sem til umræðu
hefur komið aldrei ná þeim 6000 til
12000 króna útgjöldum sem núver-
andi kerfi kallar á til þess að fá afslátt-
arkort. Upphæðimar, sem hingað til
hafa verið ræddar sem árleg ein-
greiðsla, til að fá ókeypis heilsugæslu
og afslátt á sérfræðiþjónustu yrðu
lægri bæði fyrir sjúka og fátæka en í
núverandi kerfi og liggja því nær
markmiðum okkar jafnaðarmaima.
Það gildir einnig í heilbrigðisþjón-
ustunni að það er sama hvaðan gott
kemur. Og auðvitað er það algjör
tímaskekkja að viðhalda þeim póli-
tíska ósið að sirma hlutverki stjómar-
andstöðu með því fara með sjálfvirk-
um hætti gegn flestu eða jafnvel öllu
því sem ríkisstjómir áforma að gera -
og öfugt.
Ráðuneyti heilbrigðismála er með
áform um róttækar úrbætur varðandi
homstein heilbrigðisþjónustunnar -
heilsugæsluna. Áformin eru ávöxtur
margra mánaða viðræðna ráðuneytis-
manna og heilsugæslulækna. Ég hvet
alla þingmenn til að vinna að fram-
gangi málsins, bæði á Alþingi og utan
þess.
Ég styð ráðuneytið í þessu máli.
Höfundur er formaður Alþýðuflokksfé-
lags Reykjavíkur og læknir.
ví hefur löngum verið
haldið fram með sanni
að íslendingar gefi lítið til
þróunarhjálpar í saman-
burði við önnur vestræn
ríki. Innan ríkisbatterísins
er Þróunarsamvinnustofn-
un íslands sem sinnir ýms-
um verkefnum undir fána
þróunarhjálpar. Stofnunin
hafði meðal annars milli-
göngu þegar togarinn var
gefinn til Grænhöfðaeyja
um árið. Fregnir þess efnis
hafa borist hingað til
landsins að tap sé á rekstri
togarans sem er aftur rakið
til spillingar yfirvalda. Oft-
ar en ekki virðist viðleitnin
til að aðstoða bágstödd
ríki skila litlu sem engu.
Nú eru uppi hugmyndir
meðal valdhafa að leggja
Þróunarsamvinnustofnun
Islands niður enda er lítið
mál að koma þeim verk-
efnum sem hún sinnir fyrir
í deild innan utanríkisráðu-
neytisins. Þróunarstofnun-
inni veitir forstöðu Björn
Dagbjartsson fyrrum
þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins en stofnunin hef-
ur einkum vakið athygli á
undanförnum árum fyrir
að gefa út einkar vönduð
fréttabréf...
Ferðafélag íslands
hyggst fá fjölmiðla í
auknara mæli í lið með sér
og bjóða nú fjölmiðlafólki
til dagsferðar á Hveravelli
á fimmtudaginn. Þar verð-
ur starfsemi félagsins
kynnt ásamt nýgerðum
samningi við Minjavernd
um varðveislu á elsta
sæluhúsinu þar, en því
húsi er ætlað hlutverk sem
færðslusetur...
Sameiningarmálin hafa
nú fengið byr undir alla
vængi eftir sumarferð jafn-
aðarmanna um síðustu
helgi. Þingmenn þriggja
flokka voru meðal þátttak-
enda. Össur Skarphéð-
insson Alþýðuflokki var
hrókur alls fagnaðar í ferð-
inni sem og Bryndís
Hlöðversdóttir Alþýðu-
bandalagi. Þingmenn Þjóð-
vaka voru í meirihluta:
Ásta Ragnheiður Jó-
hannesdóttir, Svanfríð-
ur Jónasdóttir og Mörð-
ur Árnason. Hins vegar
var engin þingkona
Kvennalista með í för...
Samstarfsverkefni Borg-
arleikhússins og Al-
heimsleikhússins á leikriti
Hlínar Agnarsdóttur
Konur skelfa - toilettdrama
gekk með miklum ágætum
á síðasta leikári. Leikritið
fjallar um samskipti fólks á
kvennaklósetti skemmti-
staðar og virðist sem
áhorfendur séu forvitnir
um hvað þar fer fram því
sýningar slöguðu hátt í
sextíu. Nú hefur verið
ákveðið að taka upp þráð-
inn þar sem frá var horfið,
enda þurfti að hætta sýn-
ingum fyrir fullu húsi, og
hefjast sýningar aftur strax
í upphafi næsta leikárs...
fimm á förnum vegi
Ertu sammála þeirri niðurstöðu vísindamanna að loðnir karlmenn séu greindari en hinir?
Húbert Nói Jóhannesson Arni Harðarson tónlistar- Benedikt Guðbjartsson Gunnar Guðjónsson sjón- Róbert Douglas þjónn:
myndlistarmaður: Nei, af maður: Nei, ég hef ekki rann- bankamaður: Nei, þetta er tækjafræðingur: Nei, þetta Nei, það er til fullt af gáfuðuin
því að ég hef mjög erfiðan sakað málið og þar af leiðandi fáránleg kenning. eru tilhæfulausar en mjög sköllóttum mönnum.
málstað að verja. er ég óhæfur. fyndnar yfirlýsingar.
JÓN ÓSKAR
v i t i m e n n
En endurtekningin í náttúrunni
ber fjölbreytni hennar vitni. ÖII
svartfuglsegg eru eins. Samt eru
engin tvö eins(!)
Úr helgispjalli Matthíasar Johannessens
í Morgunblaðinu.
Morgunblaðið árnar
Raunvísindastofnun Háskólans
farsældar í tilefni þrjátíu ára
afmælis.
Forystugrein Morgunblaðsins á sunnudag.
Eymd íslands er einfaldlega
kjósendum að kenna.
Þar hafiði það: lokaorð Jónasar Kristjáns-
sonar í leiðara DV á laugardag.
Sumarið er tími tilbreytingar,
ræktunarstarfs, heyverkunar,
ferðalaga, mannfagnaðar og úti-
vistar, svo eitthvað sé nefnt.
ísólfur Gylfi Pálmason alþingismaður
Framsóknar íTímanum á laugardag.
Maðurinn fékk siðferðis-
kenndina í arf frá öpunum.
Fyrirsögn greinar í DV á laugardag. Þetta
hlýtur að skýra eymd íslenskra kjósenda.
Spurningunni um hver
væru mestu mistök hans
svaraði Lebed af einstökum
hroka: „Að reyna að stökkva
rúmlega hæð mína. En mér
tókst það engu að síður.“
Moggi á sunnudag sagöi frá Alexander
Lebed, herforingja og orðháki.
Með því að færa Sogn undir
stjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur
er Sogn úr sögunni, það verður
engin réttargeðdeild.
Grétar Sigurbergsson. Honum var
nýverið sagt upp starfi sem yfirlæknir á
Sogni, þótt öllum beri saman um, að þar
hafi verið unnið frábært starf.
„I saw your beautiful film,
Tár úr steini, which I
profoundly admired and tried
to find you afterwards to
congratulate you.“
Úr bréfi hins heimskunna leikstjóra,
Johns Schlesingers, til Hilmars Oddssonar.
Tíminn birti þessa ritsmíð á laugardag.
fréttaskot úr fortíð
Frakkar ræna
verkamannakaupi
Frá Köln er símað: Frakkar hafa lagt
hald á 13 milljarða marka, er voru í
hraðlestinni milli Berlínar og Kölnar
og ætlaðir voru til greiðslu á verka-
mannakaupi.
Alþýðublaðið,
27. febrúar 1923.