Alþýðublaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 1
■ Efasemdir um samstarf meirihlutans í Hafnarfirði Alþýðubandalagið sjálf- sagðasti bandamaðurinn „Samkvæmt fréttum hefur lögreglan vakt allan sólar- hringinn við hús á Vatns- stíg í Reykjavík. Þar hefur hreiðrað um sig fólk sem áður hélt til í Mjölnisholti og mun stunda verslun með þýfi og eiturlyf..." Sjá leiðara á blaðsíðu 2 - segir Tryggvi Harðarson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Telur Alþýðuflokkinn hafa skaðast af samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. „Ég tel að of mikið samstarf við Sjálfstæðisflokkinn sé ein ástæða þess að við höfum ekki náð þeirri tiltrú sem jafnaðarmenn á Norður- löndunum hafa meðal almennings,“ segir Tryggvi Harðarson bæjarfull- trúi Alþýðuflokksins í Hafnarfirði í viðtali við Alþýðublaðið. í viðtal- inu segir Tryggvi myndun síðustu ríkisstjórnar hafa verið mistök. „Mér finnst flokkurinn ennþá vera í timburmönnum eftir síðustu ríkis- Alvöru blaðasnápur Enski bolabíturinn Nanna gat sér frægð á dögunum þegar hún gerði heiðarlega tilraun til að koma upp um innbrotsþjóf í skartgripabúð við Hverfisgötu. Nanna býr á efri hæð hússins og gelti hástöfum um nóttina, en eigendur hennar tóku því miður ekki mark á háværum yfirlýsingum, og því gátu bófarnir látið greipar sópa um gullið. í gær kom Nanna í heimsókn á Aiþýðu- blaðið og settist þegar i stól frétta- stjórans, enda hefur hún frá nógu að segja þrátt fyrir ungan aldur. A-mynd: E.ÓI. stjórn. Flokkurinn þarf að finna sig aftur. Alþýðuflokkurinn lét teyma sig úr í ákveðna vitleysu í ríkis- stjórnarsamstarfinu. Með ýmis kon- ar aðgerðum voru menn að skatt- leggja þegnanna á þann hátt að far- ið var út í hreina vitleysu," segir Tryggvi. Hann telur að samstarf við Sjálfstæðisflokkinn hafi yfirleitt skaðað Alþýðuflokkinn. „Eins tel ég að samstarf við Sjálfstæðisflokk- inn gegnum tíðina hafi skemmt ■ Undirbúningur a sölu hlutafjár í Sementverksmiðj- unni hf. Heimamenn tortryggnir en vilja viðræður Hluti söluandvirðis renni til uppbyggingar á Skaganum - segir Guðmundur Vésteins- son bæjarfulltrúi á Akranesi. „Með þessari tillögu er í raun og veru verið að gefa grænt ljós á að við séum tilbúnir að ræða sölu,“ segir Guðmundur Vésteinsson fulltrúi Al- þýðuflokksins í bæjarráði Akraness í samtali við Alþýðublaðið. Það kom bæjarráðsmönnum á Skaganum nokkuð í opna skjöldu þeg- ar frétt birtist í Morgunblaðinu þess efnis að undirbúningur fari nú fram á vegum Finns Ingólfssonar viðskipta- ráðherra að hlutafé í Sementsverk- smiðjunni hf. verði selt. Verksmiðj- unni var breytt í hlutafélag fyrir nokkrum árum en hlutafé er alfarið í eigu ríkisins. „Menn áttu ekki von á því að málið væri komið svona langt,“ segir Guðmundur. „Heimamenn hafa verið harðir á því hér að ekki verði selt, alltjent hafa verið miklar efa- semdir þar að lútandi. Fyrir nokkru kom tilboð frá spönskum aðilum sem einnig eru í sementsframleiðslu. Þeir vildu leggja niður ákveðinn hluta starfseminnar sem er gjallframleiðsla. Því hafa heimamenn nokkum beyg af sölu því nauðsynlegt er að framleiðsl- an verði áffam hér.“ í tillögu sem Guðmundur lagði fram á bæjarráðsfundi 25. júlí kemur fram að Akraneskaupstaður hafi á sín- um tíma lagt fram verðmætt lands- svæði og aðra aðstöðu til að greiða fyrir uppbyggingu og rekstri verk- smiðjunnar. Því telur bæjarráð fullt til- efni til að áskilja sér þann rétt að hluta af væntanlegu söluandvirði verði var- ið til uppbyggingar á þágu íbúa Akra- ness og nágrannabyggða. Þar er Guð- mundur einkum með samgöngumálin í huga. Tillögunni var vísað til at- vinnumálanefndar á Akranesi. „Vitanlega er það rétt að við höfum haft mikinn hag af starfseminni en það má benda á að við höfum einnig lagt til hennar talsvert, svo sem verðmætt landssvæði og viljum því hafa eitt- hvað um það að segja hvernig og hverjum er selt,“ segir Guðmundur. Rekstur Sementverksmiðjunnar hefur verið í jámum undanfarin ár en nú horfir til betri vegar og Guðmund- ur telur að menn sjái sér hag í því að fjárfesta í fyrirtækinu. „Við viljum að sjálfsögðu ræða þessi mál fordóma- laust og þá með það fyrir augum að starfsemin verði eftir sem áður hér. Það er greinilega komin hreyfing á þessi mál og með tillögunni nýr flötur og viðbrögð við breyttum aðstæðum." Tryggvi Harðarson: Jóhann verður sjálfur að standa fyrir sínum mál- um. talsvert fyrir Alþýðuflokknum og orðið til þess að fólk sem telur sig jafnaðarmenn hafi ekki treyst flokknum fyllilega,“-segir Tryggvi. Samstarfið í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar kemur vitanlega einnig til tals. „Sjálfsagðasti bandamaður Al- þýðuflokksins í bæjarstjórnarpólit- íkinni er Alþýðubandalagið," segir Tryggvi. Um mál Jóhanns Berg- þórssonar segir hann: „Jóhann verður sjálfur að standa fyrir sínum málum og ekki ætla ég að gerast talsmaður hans. Ég tel ekki verjandi að alþýðuflokksmenn standi í því að halda uppi vörnum fyrir þær gerðir Jóhanns sem hann hefur nú hlotið dóm fyrir.“ Sjá ítarlegt viðtal á blaðsíðu 4-5. ■ Vaka-Helgafell Bækur um náttúru íslands — eftir AraTrausta Guðmundsson og Halldór Kjartansson Vaka-Helgafell hefur gefið út tvær myndskreyttar fræðslubækur á erlend- um málum. Annarsvegar bók um jarð- fræði íslands, eftir Ara Trausta Guð- mundsson jarðeðlisfræðing og Halldór Kjartansson jarðfræðing, sem gefin er út bæði á ensku og þýsku, Earth in action og Land im Werden. Þar er greint frá myndun landsins, eldvirkni, jarðhita, jöklum og þeim öflum sent mótað hafa íslenskt landslag. Hinsvegar bók á ensku um eld- virkni á Islandi, Volcanoes in Iceland. 10.000 years ofVotcanic Histcfry, eftir Ara Trausta. I bókinni er fjallað um eldstöðvar á Islandi og sögu eldvirkni á undanfómum tíu þúsund ámm. Mis- mundandi eldstöðvum er lýst og greint er ffá samskiptum manna og jarðelda í áranna rás. I bókunum eru ítarlegar nafna- og atriðisorðaskrár, auk þess sem fjöldi litmynda prýðir þær. Emelíana Torrini veitir æstum aðdáendum eiginhandaráritun í Hafnarfirði síðastliðinn laugardag en þá var hún með skemmtun þar í bæ ásamt Bítlavinafélaginu og Radíusbræðrum. Alþýðublaðið er að verulegu leyti tileinkað Hafnarfirði í dag. „Hvort breyting verður á samsetningu meirihlutans, það er hvort nýir sam- starfsaðilar komi til liðs við Alþýðuflokkinn mun koma á daginn. Það munu jafn- aðarmenn í Hafnarfirði ræða yfirvegað og öfga- laust á næstu dögum og ná farsælli niðurstöðu," segir Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður Alþýðuflokksins. Sjá blaðsíðu 3 „Ég vona svo að þessi skrif mín verði til þess að létta á samvisku þeirra flokks- félaga minna sem hafa kvalist í þeirri trú að Alþýðuflokkurinn hafi svik- ið Alþýðubandalagið eftir kosningarnar 1991," segir Birgir Dýrfjörð þinglóðs Alþýðuflokksins. Sjá blaðsíðu 2 „Satt að segja finnst mér sænskar bókmenntir frem- ur leiðinlegar. Þær eru grafalvarlegar og sjálf- hverfar. Hins vegar má nær alltaffinna húmor í íslenskum skáldsögum," segir sænski þýðandinn Inge Knutsson í viðtali við Alþýðublaðið. Sjá blaðsíðu 7 Og svo er það spurningin: Var Cary Grant njósnari? Blaðsíða 7 ■ Ný sjónvarpsstöð á Selfossi. Samvinna við Stöð 3 fyrirhuguð Keppum við risana heima í héraði -segir Diðrik Haraldsson fram- kvæmdastjóri. „Við erum ekki í samkeppni við fjölmiðlarisana á landsvísu en við get- um vissulega keppt við þá hér heima í héraði," segir Diðrik Haraldsson stjórnarformaður Sunnlenskrar fjöl- miðlunar ehf. í september hefjast út- sendingar nýrrar sjónvarpsstöðvar. Að sögn Diðriks hefur þegar verið gengið frá samingum við ftmm erlendar sjón- varpsstöðvar um að endurvarpað verði efni þaðan: MTV, Eurosport, Sky News, Discovery og TNT & Cartoon Network. Að nýju stöðinni standa níu hluthafar, einstaklingar sem fyrirtæki. Hlutafé er 10 milljónir. „Það verður ein heimarás sem býð- ur uppá óendanlega möguleika," segir Diðrik. „Við höfum ekki mótað þá rás ennþá en þar má sjá fyrir sér viðtals- þætti, stuttmyndir, fréttatíma og beinar útsendingar ffá íþróttaviðburðum, svo eitthvað sé nefnt.“ Allt efni verður heimatilbúið og Diðrik segir að vitan- lega verði ekki eins öflug dagskrár- gerð á Selfossi og hjá stærri ljósvaka- miðlum á höfðuborgarsvæðinu: „En hún getur verið góð fyrir það og kröft- ug,“ f gær var settur upp gervihnatta- diskur og heimamenn fylgast með framvindunni af miklum áhuga. I fyrstu atrennu verður sendirinn 5 watta og nær um allt Arborgarsvæðið. Diðrik segir að stöðin verði bundin við Suðurlandsundirlendið á svipaðan hátt og er í Vestmannaeyjum. Þá má einnig geta þess að Húsvíkingar eru að undirbúa sjónvarpsútsendingar fyr- ir sitt svæði. Enn hefur ekki verið gengið frá ráðningu sjónvarpsstjóra en Diðrik segir það tímabært orðið. Þá hafa þeir auglýst eftir nafni á nýju sjónvarpsstöðina og reyndar hafa ýmsar hugmyndir skotið upp kollinum Diðrik Haraldsson: Höfum ekki mótað heimarásina ennþá en hún getur orðið kröftug. en Diðrik segir ekki rétt að hafa þær eftir að svo stöddu máli. Verðlaun fyr- ir besta nafnið er sjónvarpstæki að verðmæti 40 þúsund króna. Fyrirhugað er samstarf við Stöð 3 og í gær fór Diðrik til fundar við Úlfar Steindórsson sjónvarpsstjóra til að ræða nánar útfærslu á því samstarfi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.