Alþýðublaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ1996 hér í Hafnarfirði það sem af er þessu kjörtímabili. Jú, það eru margir sem hafa horft til þess að lengst af hefur verið góð samvinna milli Alþýðu- bandalags og Aiþýðuflokks í Hafnar- firði. Það ruglaðist eftir síðustu kosn- ingar þegar Alþýðubandalagið tók þá ákvörðun að fara með Sjálfstæðis- flokknum í stjóm. Það samstarf gekk aldrei upp og hefur dæmt sig sjálft. Sjálfsagðasti bandamaður Alþýðu- flokksins í bæjarstjómarpóhtíkinni er Alþýðubandalagið. En þessar af- brigðilegu aðstæður ollu því að ekki var um auðugan garð að gresja þegar menn fóm í síðasta samstarf. Nú finnst ýmsum einkennilegt að nokkrir bœjarfulltrúar Alþýðuflokks- ins vörðu Jóhann Bergþórsson, eftir að dómur hafði verið kveðinn upp í máli hans, og það áður en hann lét nokkuð eftir sér hafa ífjölmiðlum. Jóhann verður sjálfur að standa fýrir sínum málum og ekki ætla ég að ger- ast talsmaður hans. Ég tel ekki veij- andi að alþýðuflokksmenn standi í því að halda uppi vömum fýrir þær gerðir Jóhanns sem hann hefur nú hlotið dóm fyrir. Dómstólamir hafa talað og þar er skýlaus úrskurður. Menn geta haft skoðanir á því hvort lögin séu réttlát eða hvort dómurinn hafi verið réttlátur, en engu að síður liggur þessi niðurstaða fyrir. Nú hafa nokkrir kratar verið mjög harðorðir f kjölfar þessa máls og Sverrir Ólafssson sagði til dœmis í Al- þýðublaðinu hér um daginn að Al- þýðuflokkurinn œtti að hœtta hœgra vœndinu. Óánægjan byggist á því að menn telja sig ekki fá áheyrn hjá forystu flokksins og finnst sjónarmið sín vera hunsuð. En menn eiga eftir að ræða efnislega hlið málsins og taka ákvörð- un. Óttastu ekki að þanm sé að verða klofningur milli flokkseigendafélags- ins og grasrótarinnar? Nei, ég hef ekki áhyggjur af því. Þrátt fyrir allt höfum við átt góða sam- vinnu við flokksfólk okkar. En hvemig hefur samstarfið við Jó- hann G. Bergþórsson og Ellert Borg- ar Þorvaldsson gengið? Það hefur gengið mjög vel, þess vegna höfum við ekkert undan þeim að kvarta. Ég held að menn hafi verið heilir í samstarfínu. Hér hafði ekkert verið gert hér í heilt ár eftir kosningar og að kom því í hlut okkar alþýðu- flokksmanna með sjálfstæðismanna að koma rekstrinum á réttan kjöl. Það hefur tekist. Þannig má segja að þessi samvinna hafi gengið vel. En það er alveg ljóst að þetta samstarf hefur bor- ið verulegan hnekki með þessum dómi og kallar á að menn endurmeti stöðu meirihlutans. Ertu bjartsýnn á að Alþýðuflokkur- inn muni standa sig vel í ruestu kosn- ingum íHafnaifirði? Ef Alþýðuflokkurinn stendur sig vel í bæjarstjóminni og gerir ekki mistök þar þá held ég að hann hafi alla for- sendur til að koma vel út úr næstu kosningum. Alþýðuflokkurinn stendur á ákveðnum tímamótum núna og verður að hugsa sinn gang svo fram- haldið geti gengið upp. Og slíta þessu samstarfi? Það sagði ég ekki. Hvar liggur þinn pólitíski metnað- ur? í því að þjóna bæjarbúum sem best og standa vörð um hagsmuni Hafn- firðinga. Ég hef eingöngu verið í sveitarstjómarpólitíkinni og lagt mig ffarn um að vinna að þeim málum sem Alþýðuflokkurinn hefur staðið að hér. Ég held að það sé mjög mikilvægt að jafhaðarmenn standi saman. Við höf- um borið gæfu til að skapa mjög sterkan jafnaðarmannaflokk hér í Hafnarfirði og við höfum verið ráð- andi afl hér á þessum stað, þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi nánast dóminerað landsmálin meira og minna alla öldina, og valið sér smáflokka til að starfa með. Það er náttúrlega óþol- andi'ástand. Aftur á móti eru til ákveðriar skýringar á því af hveiju al- vöru jafn'að'afmannaflokkur hefur aldrei myndast hér á íslandi. Klofn- ingur og sögulegar aðstæður hafa leitt til þess. Auk þess held ég að samvinna við Sjálfstæðisflokkinn gegnum árin hafi mjög orðið til þess að veikja möguleikann á því að byggja hér upp sterkan jafnaðarmannaflokk. ■ ALÞYÐUBLAÐIÐ m ■ Freyr Njarðarson skrifar um málefni fanga og Fangelsismálastofnunar Er eitthvað sem þarf að þagga niður?. Að gefnu tilefrii sé ég mig knúinn til þess að drepa á nokkur mál sem varða málefni Fangelsismála- stofnunar ríkisins. Það má vel vera að almenningi finnist sem svo að þetta komi honum ekki við og þetta sé bölv- uð smámunasemi í þessum föngum. En með nýtilkominni yfirlýsingu lög- manns stofnunarinnar varðandi skrif ritstjóra Alþýðublaðsins um fangelsis- mál og viðtal blaðsins við Ólaf Gunn- arsson, ásamt því sem frá stofnuninni hefur komið undanfarin misseri, þá er mælirinn eiginlega orðinn fullur! Ég er sjálfur refsifangi og ekkert svosem um það að segja. Mér finnst ekkert eðlilegra en að mönnum sé refsað hafi þeir gerst brotlegir við lög. Aftur á móti finnst mér að í rekstri stofnunarinnar og reglugerðum sé víða pottur brotinn. Geðþótti virðist þar oftar ráða ríkjum en almenn skyn- •semi. Hafin yfir gagnrýni? Svo virðist sem stofnunin sé hafin yfir alla gagnrýni og að tengsl ýmissa starfsmanna hennar við úrelta valda- klíku villi þeim sýn. Skilaboð stofriun- arinnar virðast skýr: Það er ekki Hðið að skrifað sé um málefni fanga og stofnunarinnar. Almenningi kemur þetta ekki við. Fangar sem dirfast að gagnrýna stofnunina eru beittir „aga- viðurlögum" og aukarefsingum. Blaðamenn sem dirfast að skrifa nei- kvætt um stoínunina eru sóttir til saka. Stofnunin virðist hafa komið því til leiðar að ekki sé til talsmaður eða full- trúi fanga. Enginn óháður eftirlitsaðili fylgist með stofnuninni og fram- kvæmdum hennar. Þó er svo nær und- antekningarlaust í nágrannaríkjum okkar. Trúnaðarráð fanga á Litla Hrauni í sinni núverandi mynd er van- megnugt og hefur tapað allri virðingu þeirra fanga sem hér dvelja. Líklega vegna þess að stofnunin virðist geta haft „áhrif ‘ á gérðir ráðsins með áður- nefnd „agaviðurlög" sem hótun. Ekki vegna viljaskorts þeirra örfáu fanga sem hafa þorað að gegna störfum fýrir trúnaðarráðið. Svei mér, ef þetta minnir ekki á ritskoðun þá sem gjam- an ríkir í einvaldsríkjum? í Hollandi er nefnd, óháð fangelsis- yfirvöldum, sem sér um klögumál fanga (klagekomittee) og málarekstur við yfirvöld. Hvers vegna er ekki svo hér? Er ætlast til þess að fangar sjái um slíkt sjálfir, þó þeir hafi nær ekkert tækifæri til tjáskipta við stofnunina? Erlendis eru einnig yfirleitt nefndir á vegum félagsmálastofnana sem sjá um svipuð mál, og reyna auk þess að búa þannig um að fangar snúi frá afbrotum eftir lausn. Um tíma voru starfandi hjá Fangelsismálastofnun tveir félagsráð- gjafar, enda er kveðið svo á um í lög- um. Einhverra hluta vegna starfar nú enginn félagsráðgjafi hjá stofriuninni, og hefur ekki gert um þó nokkurn tíma. Hvers vegna er ekki gerð bragar- bót á því? Umboðsmaður Alþingis hefur farið þess á leit við stofriunina, en efridir standa víst á sér. Starfsfólk fangelsa einvalalið Ég vil hinsvegar undirstrika að mjög margar breytingar eru til fyrir- myndar, og að staifsfólk fangelsa á ís- landi er einvalalið. Stofnunin ætti að hlusta meira á starfsmenn sína, því eftir því sem ég heyri eru flestir starfs- menn með púlsinn á þessu lokaða samfélagi. Og með margar tillögur um úrbætur. Mig minnir að ég hafi heyrt minnst á Samtök þolenda og fyrrum afbrota- manna í blaðinu. Ég er rasandi hissa á að hafa ekkert heyrt um þessi samtök fyrr og skil ekkert af hverju þau starfa ekki innan veggja fangelsanna. Það gefur auga leið að samtök sem þessi eru þarfaþing, enda algeng í vestræn- um ríkjum, svo ég spyr: Hvar eru þessi samtök og hvað eru þau að gera? Skilaboð Fangelsismálastofnunar virðast skýr: Það er ekki liðið að skrifað sé um málefni fanga og stofnunarinnar. Almenningi kemur þetta ekki við. Fangar sem dirfast að gagnrýna stofnunina eru beittir „agaviðurlögum" og aukarefsingum. Blaðamenn sem dirfast að skrifa neikvætt um stofnunina eru sóttir til saka. Bíddu nú við, kann einhver að hugsa, hvað með Vemd? Em það ekki sam- tök fyrir fanga? Að nafninu til getur verið að svo sé, en það virðist að aðal- starfsemi samtakanna sé samstarf við félagsmálastofnun um að skjóta skjólshúsi yfir sjúklinga sem lokið hafa vímuefnameðferð. Föngum, sem lokið hafa afplánun, hefur margsinnis verið synjað um dvöl á Laugateig, vegna plássleysis af þessum völdum. Svo ekki er hægt að benda í þá átt. Er verið að þagga eitthvað niður? Fangelsismálastofnun ríkisins og starfsmenn hennar bera gífurlega ábyrgð. Það ber að skapa stofnuninni svigrúm til úrbóta í fangelsismálum. Um það erum við öll sammála. Hins- vegar þar sem um þessa miklu ábyrgð er að ræða og í mörgum tilvikum er um að ræða vistun einstaklinga sem íslenska ríkið hefur fjárfest í með vímuefnameðferðum og félagslegum bótum og fleiru, þá ber yfirvöldum að veita stofnuninni aðhald til þess að tryggja að aðilar innan þessa geira vinni saman en ekki á móti sínum eig- in hagsmunum. Það gerist ekki með einhliða samskiptum! Þar þurfa að koma til lærðir fagmenn og hlutlausir aðilar. Enda er hlutverk stofiiunarinn- ar að framfýlgja refsingum dómsyfir- valda. Hvað aðra þætti varðar þurfa að koma til aðrir aðilar, enda er það fyrir- myndin sem við höfum frá nágrönn- urn okkar. Það sem Alþýðublaðið hef- ur verið að reyna að gera er að opna umræðu um fangelsismál. Það er þörf á því, þar sem viðeigandi stofrianir og ráðuneyti virðast ekki hafa áhuga á að ræða þessi mál. Er eitthvað viðkvæmt eða þess eðlis að það beri að fela og þagga niður? Ef svo er ekki, skil ég ekki af hverju stofnunin og Dóms- málaráðuneytið taka ekki þátt í þessari umræðu. Áskrifendur að fangavist Blaðið hefur í greinum sínum bent á mál sem eru breytingar til hins verra! Fangelsismálastofnun virðist vera af- skaplega illa við að ræða þessi mál. Allavega er þessi síðasta aðgerð þeirra vegna umræddra skrifa mjög undar- leg. Nokkur þessara mála sem er ábótavant eru mjög alvarleg. Við lausn fanga er ekkert gert af hálfu þjóðfélagsins - það er mjög hættulegt og ekki beint til þess að ýta undir að fangi breyti „lífsstiT sínum. Föngum er einfaldlega hleypt uppí rútu og Félagsmálastofnun hjálpar þeim með framfærslu fyrsta mánuð- inn. Svo skilja menn ekkert í því að fangar virðast hreinlega vera f „- áskrift" að fangelsum landsins! Hvemig væri að setja átak í gang til þess að athuga hvað hægt sé að gera þama? Fangar eiga rétt á fríum frá fangels- um að uppfylltum ákveðnum skilyrð- um. Þó virðast reglur þær er gilda hér á íslandi ekki vera byggðar á reynslu nágranna okkar. Hér fá menn 12 klukkustunda frí og gildir einu hvort fangi er búsettur á Þórshöfn eða f Reykjavík, ferðatíma er ekki bætt við. í Svíþjóð fá menn 48 klukkutíma ffí auk ferðatíma. Af þessu leiðir að ,,frí- ið“ hefur oftar en ekki neikvæð áhrif á íslenska fanga og aðstandendur þeirra. Manni finnst því að þennan þátt beri að athuga og það þá út frá geðheilsu fanga og félagslegri stöðu þeirra. Einokunarverslun í fangelsum Alkunna er að meirihluti fanga em vímuefnaneytendur og er það líklega aðalástæðan íýrir afbrotum þeirra. Þar af leiðir að aðstandendur flestra fanga em ekki fúsir til þess að aðstoða þá með því að senda þeim fjármuni, enda talsverð hætta á að þeir fari í annað en til var ætlast. Hinsvegar gerði stofnun- in fyrir nokkm einhliða reglugerðar- breytingu, án samráðs við hagsmuna- aðila, sem fólst í því að fangar fá ekki senda ákveðna hluti, heldur em skikk- aðir til þess að eiga viðskipti við versl- un innan fangelsisins. Þessir hlutir em: Tóbak, snyrtivörur, sælgæti og snakk, heilsuvörur og þar fram eftir götunum. Ékki veit ég hvað lá að baki þessari ákvörðun, en gera má ráð fyrir því að fíkniefnaleitir hafi verið dýrar og tfmafrekar, og þetta sé þægileg leið til spamaðar. Ég veit hinsvegar ekki til þess að Fangelsismálastofnun ríkisins hafi vald eða undanþágu til þess að brjóta íslensk samkeppnislög, semog lög um frjálsa verslun. Eins tel ég verðlag í umræddri verslun mun hærra en það verð sem aðstandendur eiga kost á, eða fangamir sjálfir í gegnum póstkröfuverslun. Lög virðast brotin hér, en má gera ráð fyrir að verslunin sé ólögleg að öðm leyti? Lög gilda um sjóðvélar, skattaskil og margt annað um verslun af þessu tæi. Ég held það sé lágmarkskrafa að stofnunin sjálf og starfsmenn hennar séu fyrirmyndir hvað löghlýðni varðar. Ég tek fram að ég er ekki að deila á þá starfsmenn sem hafa verið skikkaðir til að reka þessa verslun, enda er þeirra aðalstarf allt annað og vafalaust svo tímafrekt að það kemur niður á rekstri þessarar verslunar. Kannski ætti íýrmefnt trún- aðarráð fanga að sjá um rekstur versl- unarinnar? Hagnaður gæti mnnið til sameiginlegra mála trúnaðarráðsins. Kannski væri það ágæt endurhæfing- arleið? Refsingar án sönnunargagna Algengt er gerðar séu stikkpmfur, og fangar teknir í fíkniefnapróf, yfir- leitt þvagpmfur. Það er svosem ekkert útá það að setja. Hinsvegar rak okkur í rogastans um daginn þegar hópur manna var úrskurðaður í dagpeninga- eða launamissi í 14 daga. I 21 dag áttu heimsóknir að fara fram í gegnum sfrna í glerbúri að fýrirmynd öryggis- fangelsa í Bandaríkjunum. Með þessu er ekki bara verið að refsa föngum, heldur einnig aðstandendum þeirra. Jafnframt felst í þessum aðgerðum dulbúin ásökun um að aðstandendur fanga séu að smygla til þeirra eitri. Þessar refsingar byggðust á því að niðurstöður þvagsýna reyndust já- kvæðar fyrir kannabisefnum og í sum- um tilvika amfetamíni. En niðurstöður rannsókna á þvagsýnum vom hvergi nefndar eða látnar í té þrátt fyrir um- leitanir fanga, en þó nokkrir véfengdu þessar niðurstöður. Mér hrýs hugur við því ef fangelsisyfirvöld geta úr- skurðað menn í hin og þessi agaviður- lög án þess að leggja fram sannanir! Gaman væri að heyra áht heira laga- prófessors, Jónatans Þórmundssonar, á þessu. Aðgerðaleysi stjórnvalda, áhugaleysi almennings Það er vesen með fleiri mál af smærri gerðinni, þannig séð, en þau gefa ekki tilefni til blaðaskrifa, heldur ættu að leysast innanhúss. Mig langar til að taka fram að ég er ekki sjálfskip- aður talsmaður fanga, heldur tala ég hér íýrir mig og örfáa samfanga mína. Persónulega hef ég ekkert upp á stofn- unina að klaga, og er því ekki í „hefndarhug“. Hinsvegar blöskrar mér aðgerðaleysi stjórnvalda og áhuga- leysi almennings í svona stóm máli, sem ætti að varða okkur öll. Sérstak- lega ef við emm að reyna að stemma stigu við afbrotum og efla forvamir í vímuefnamálum. Þetta er einn þeirra þátta sem ekki má líta framhjá. ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.