Alþýðublaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐK) 7 ð t a I Satt að segja finnst mér sænskar bókmenntir fremur leiðinlegar. Þær eru grafalvarlegar og sjálfhverfar. Hins vegar má nær alltaf finna húmor í íslensk- um skáldsögum. ■ Inge Knutsson hefur þýtt rúmlega fjörtíu íslensk skáldverk á sænsku og er svo sannarlega ekki á því að láta staðar numið. Kolbrún Bergþórsdóttirhltti Knutsson á dögunum og forvitnaðist um áhuga hans og skoðanir á íslenskum bókmenntum Islenskar nútímabókmenntir skemmtilegri en þær sænsku „Stundum gleymi ég öllum orð- um,“ segir Svíinn Inge Knutsson þeg- ar ég hrósa fallegri, nær lýtalausri ís- lensku hans. Ég hitti hann stuttu áður en hann veitti viðtöku riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Krossinn fær Knutsson fyrir sænskar þýðingar sínar á íslenskum skáldverkum, en titlamir eru nú orðnir rúinlega fjörtíu talsins Áhugi Knutsson á íslenskum bók- menntum vaknaði þegar hann stund- aði nám í bókmenntum við Háskólann í Lundi og lærði bæði fomíslensku og nútímaíslensku. Áhuginn var svo mik- ill að hann keypti sér sænsk-íslenska orðabók, pantaði íslenskar bækur frá Máli og menningu og fór að lesa. I byijun segist hann hafa þurft að fletta upp öðru hvoru orði, en hann gafst ekki upp og hélt áfram að lesa. Svo fór hann að þýða og nú tveimur ára- tugum seinna em titlamir orðnir rúm- lega fjörtíu. Meðal höfunda sem Knutsson hefur þýtt á sænsku má nefna Halldór Laxness, Snorra Hjart- arson, Thor Vilhjálmsson, Stefán Hörð Grímsson, Þorstein frá Hamri, Einar Braga, Einar Má Guðmundsson, Guðrúnu Helgadóttur og Guðberg Bergsson. í haust koma út í Svíþjóð, í þýðingu Knutsson, Grandavegur 7 eft- ir Vigdísi Grímsdóttur og Hjartastaður eftir Steinunni Sigurðardóttur, en hann hefur áður nýtt nokkur verka þeirra skáldsystra. Næst á verkefnaskrá þýð- andans eru Sú kvalda ást sem hugar- fylgsnin geyma eftir Guðberg Bergs- son, senr hann kallar skemmtilega hneykslanlega. Hvaða skáldsögu lastu fyrst á ís- lensku? Það var í Unuhúsi eftir Þórberg og síðan las ég Bréf til Lám. Mér fannst Þórbergur erfiður höfundur? Finnst þér hann vera mjög íslensk- ur? Já. Ég held að það sé ekki hægt að þýða hann á sænsku. Orðnotkun hans, blæbrigðin og húmorinn myndu glat- ast í þýðingunni. Því rniður, vegna þess að mér skilst að Þórbergur sé rnjög góður höfundur. En ég hef aldrei reynt að fá forlag til að gefa út Þór- berg, ég held að það sé vonlaust. Átt þú þér einhvern uppáhalds ís- lenskan rithöfund? Já, en ég þori ekki að segja hver hann er. En auðvitað er Laxness alltaf skemmtilegur og góður stflisti. Hann er kannski sá besti - ennþá. Hvernig finnst þér íslenskar bók- menntir standa í samanburði við þœr sœnsku? Satt að segja finnst mér sænskar bókmenntir fremur leiðinlegar. Þær eru grafalvarlegar og sjálfhverfar. Hins vegar má nær alltaf finna húmor í íslenskum skáldsögum. Einar Már er til dæmis alltaf bæði skemmtilegur og lýrískur. Það er góð blanda. Annars finnst mér íslenskar skáldsögur ekki búa yfir neinum séríslenskum ein- kennum. Ef þær væm einungis stað- bundnar bókmenntir þá kæmu þær ekki út í Svíþjóð. En staðreyndin er sú að íslensku skáldsögurnar sem koma út í Svíþjóð hafa nær undanlekningar- laust fengið góða dóma. Þær seljast einnig mjög vel. Velurðu sjálfur þcer bœkur sem þú þýðir? Það er bæði og. Ég er beðinn um að þýða ákveðnar bækur og bendi sjálfur á einhveijar. Ég hef nokkmm sinnum verið beðinn um að þýða vissan ís- lenskan höfund sem ég hef talið að sé ekki heppilegur fulltrúi íslenskra bók- mennta erlendis og hef því ekki viljað þýða verk hans. Hvaða höfundur er það? Ah... Það vil ég ekki... Erþað Ólafur Jóhann Ólafsson? Já, reyndar. Hann er kannski ekki beint lélegur höfundur, en ekki í hópi bestu íslensku höfundanna. Hann er fjölmiðlafyrirbæri, blanda af persón- unni og rithöfundinum. Það er ímynd- in sem selur, ekki bókin. Ég er ekki hrifinn af slfltri þróun í bókmennta- heiminum og vil ekki taka þátt í henni. Finnst þér nauðsynlegt að vera hrifinn afþeim bókum sem þú þýðir? Mér frnnst það æskilegast. Utkom- an verður líka best ef ég er ánægður með verkið sem bókmenntaverk. Hvaðan sprettur áhugi þinn á bók- menntum? Mér hefur alltaf þótt það sjálfsagð- asti hlutur í heimi að lesa bækur og ólst upp þar sem var ríkjandi jákvætt hugarfar gagnvart bóklestri. Faðir minn var ósköp venjulegur hafnar- verkamaður sem hafði áhuga á bók- menntum og hélt dagbók í hálfa öld, állt frá fimmtán ára aldri. Sumir menn fæðast með bókmenntaáhugann, aðrir ekki. Hefur þig aldrei langað til að skrifa skáldverk? Ég gaf út ljóðabók íyrir nítján árum og nú er ég, þegar ég á tvo um fimm- tugt, með tilbúið handrit að annarri. En ég er líklega tímaskekkja. Nú á tímum eiga skáld að vera 23 ára, fal- leg sjem' og hafa lent í ýmsu misjöfnu. En hvað um það, ég er ungur í anda og svo er alltaf gaman að sjá nafn sitt á prenti. Þórbergur Þórð- arson. Ég held að það sé ekki hægt að þýða hann á sænsku. Orð- notkun hans, blæbrigðin og húmorinn myndu glatast í þýðing- unni... En ég hef aldrei reynt að fá forlag til að gefa út Þórberg, ég held að það sé vonlaust. Einar Már. Alltaf bæði skemmti- legur og lýrískur. Það er góð blanda. Ólafur Jóhann Ólafsson. Hann er kannski ekki beint lélegur höf- undur, en ekki í hópi bestu ís- lensku höfund- anna. Hann er fjölmiðlafyrir- bæri, blanda af persónunni og rit- höfundinum. Það er ímyndin sem selur, ekki bókin. ■ Cary Grant njósnaði fyrir Breta á stríðsárunum Kameljón með stáltaugar Cary Grant, hin fágaða enska hetja gullaldaráranna í Hollywood, hefur verið afhjúpaður sem njósnari. Cary Grant vann fyrir bresku leyniþjónust- una á stríðsárunum, vaktaði og hleraði þá sem voru grunaðir um að aðhyllast stefnu nasista í gullborginni Holly- wood. Kennimaður í Cambridge hefur dregið fram sannanir sem sýna hvem- ig breska leyniþjónustan tók Grant í þjónustu sína og lét hann tilkynna gerðir og skoðanir leikara einsog Err- ol Flynn og Gary Cooper, sem lágu undir grun um að styðja Þjóðverja í styrjöldinni. Grant, sem fæddist í Bristol og var gefið nafnið Archie Le- ach, var verðlaunaður með konung- legri orðu eftir stríð. Þetta hlutverk leikarans, sem lést rúmlega áttræður fyrir áratug, kemur fram í bréfum Sir William Stephen- son, sem var yfirmaður bresku leyni- þjónustunnar í Bandaríkjunum á stríðsárunum. Bréfin verða gefin út innan skamms, í ævisögu sem Gra- ham McCann, doktor í samfélags- og stjómmálafræðum við Cambridgehá- skóla, ritar. McCann segir að í bréfunum komi fram að Stephenson og Grant hafi ver- ið í bandalagi. „Grant var kameljón sem gat leikið hvaða hlutverk sem var, hann hafði stáltaugar og hélt alltaf andlitinu. Hann þekkti elítuna í Bandaríkjunum, átti vini á æðstu stöð- um og breska leyniþjónustan treysti honum fullkomlega." Grant hafði aðgang að öllum topp- unum í bandarísku samfélagi. Hann hitti Franklin D. Roosevelt, sem var forseti á stríðsámnum, nokkram sinn- um; hann var vinur leikarans Rand- olphs Scott; hann var nágranni Davids Niven og fulltrúi Marlene Dietrich og Katherine Hepbum í samningaviðræð- um við kvikmyndaverin. Stephenson, sem dó árið 1989, var kallaður Njósnari Óhræddur. Hann var mikill áhrifamaður á stríðsámnum og stýrði njósnastarfseminni ffá New Kvikmyndastjarnan Cary Grant: Finnst einsog ég hafi gert það sem í mínu vaidi stóð. York. Fleiri frægir breskir leikarar unnu á hans snærum; til dæmis Noél Coward, sem bjó einmitt oft hjá Grant þegar hann kom við í Hollywood. Hluti sannana sem McCann byggir mál sitt á, em skeyti sem Stephenson sendi til bandaríska rithöfundarins Roy Moseley, þar sem hann lýsir íyrir honum samböndum sínum. „Stephenson sagði að hann væri í stöðugu sambandi við Grant. Hann sagði að ef maður vissi hvað væri að gerast í Hollywood væri hægt að hlera allan áróður og fylgjast með samkom- um þeirra sem aðhylltust nasisma. Glysborgin Hollywood væri nefnilega ein helsta bækistöð hægri öfgasinna,“ segir Moseley. Grant var ekkert að leyna föður- landsást sinni. Hann hafði, eðh máls- ins samkvæmt, aldrei hátt um störf sín fyrir leyniþjónustuna, en sagði eitt sinn í viðtali: ,,Ég hefði gert hvað sem var fyrir land mitt, meðan á stríðinu stóð. Ég var stöðugt að hugsa um það - og mér finnst einsog ég hafi gert það sem í mínu valdi stóð.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.