Alþýðublaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n Alþýðuflokkurirm og Hafnarfjörður Hvort breyting verður á samsetningu meiri- hlutans, það er hvort nýir samstarfsaðilar komi til liðs við Alþýðuflokkinn mun koma á daginn. Það munu jafnaðarmenn í Hafnarfirði ræða yfirvegað og öfgalaust á næstu dögum og ná farsælli niðurstöðu. Ahugi fjplmiðla á íslenskum stjórnmálum er yfirleitt bundinn við landsmálin. Steíhumið og ákvarð- anir ríkisstjómarinnar og umræður á Alþingi fá öllujöfnu drjúga umijöllun í fjölmiðlum. A hinn bóginn er stund- um vægi fjölmiðlaumræðunnar í engu samræmi við mikilvægi þeirra mála sem á dagskrá eru, heldur virðast sjónarmiðin um deilur, hávaða og stóryrði ráða ferðinni. Háborðið | En því miður er hin almenna nauð- synlega upplýsandi umfjöllun fjöl- miðla um sveitarstjómarmál æði oft í skötulíki. Sveitarstjómarstigið í land- inu hefur hægt og bítandi verið að öðlast. þann sess í stjómsýslunni sem eðlilegt er. Smám saman er stjórn mála að færast frá miðstýrðu ríkis- valdi út í hérað. Mikilvægt skref í þeim efhum er að bresta á þessa dag- ana; tilfærsla grannskólans frá ríki til bæja. Meira er í farvatni. Svokölluð reynslusveitarfélög era að fá ný verk- efni frá ríkinu og mín skoðun er sú að þeir málaflokkar sem þar eru nefndir til sögu, svo sem eins og heilsugæslan, málefni fatlaðra, aldraðra, atvinnu- miðlun og atvinnuleysisskrifstofumar munu fara með formlegum hætti yfir til sveitarfélaganna áður en langt um líður. Þetta er hárrétt þróun sem mun ekki verða stöðvuð. Af þessum sökum er ekki síst er mikilvægt að fjölmiðlai' í landinu átti sig á því að málum fólks- ins er að stórum hluta til stjórnað heima í héraði þannig að ákvarðanir sveitarstjómar hafa oft meiri áhrif á daglegt líf fólksins í landinu en það sem gerist við ríkisstjómarborðið. að þótti skondið á dög- unum þegar Eyjólfur Sveinsson og aðrir forsp- rakkar Frjálsrar fjölmiðlunar héldu fund með starfsmönn- um Dags á Akureyri. Þeir voru að greina frá samein- ingunni við Tímann og sögðu að lögð hefði verið rík áhersla á að segja engum frá fyrirætlunum fyrr en starfsmönnum sjálfum væri greintfrá þeim. Þá hringdi síminn: „Þetta er Sigrún Stefánsdóttir hjá Sjónvarp- inu. Hvérnig gengur samein- ingih?";Þar þótti sannast á fréttanefiSigrúnar, að margt ef kháttþótt það sé smátt... / Oútkomið Séð og heyrt verður óvenju ástvænt og er þá mikið sagt. Tveimur giftingum verða gerð skil en þeir Richard Scobie popp- ari og Hinrik Ólafsson leik- ari gengu í hnapphelduna á dögunum - hvor með sinni konu, vel að merkja. Þá verð- ur sagt frá hugljúfri ástar- sögu Ingibjargar Gissurar- Hressilegir vindar Hins vegar láta fjölmiðlar ekki á sér standa þegar upp koma álitamál í ein- stökum bæjarfélögum. Fyrir ókunna væri til dæmis unnt að álykta sem svo, væri eingöngu Utið til fjölmiðlafregna síðustu misseri, að í mínum heimabæ, Hafnarfirði, hefðu mál verið í hers höndum allt þetta kjörtímabil, umliðin tvö ár. Fólk sem eingöngu fengi sínar fréttir úr dagblöðum og ljósvakamiðl- um heldur vafalaust að allt logi þar í illdeilum og slagsmálum og þjónusta við bæjarbúa væri í rúst. Stjómleysið væri með öðram orðum aigert í Hafn- arfirðinum. Þetta er auðvitað fjarri öll- um veraleika. Það hafa ævinlega blás- ið hressilegir vindar í hafnfirskri bæj- arpólitík og munu vafalaust gera það áfram. Meginatriðið er hins vegar það að Hafnarfjörður er eitt öflugasta sveitarfélag í landinu. Þjónusta þar er með því besta sem þekldst við bæjar- búa á velflestum sviðum, gífurleg uppbygging og fólksfjölgun hefur orð- ið í bænum á síðustu áram, einkanlega eftir að Alþýðuflokkurinn tók þar við stjórnartaumunum árið 1986 og stjómaði einn eða í ágætu samstarfi við Alþýðubandalagið um átta ára skeið. Bæjarbúar hafa notið þeirrar uppbyggingar og gera það áfram. Það” er gott að búa í Hafnarfirði. I umræðum um hafnfirska bæjar- pólitík er mikilvægt að sjá skóginn fyrir trjánum, missa ekki sjónar af að- alatriðum. Þar hafa sannarlega verið uppákomur frá síðustu kosningum, 1994. Þær hafa einkanlega verið í röð- um Sjálfstæðisflokksins, flokkurinn í raun þverklofinn. Samstarf íhalds og komma, sem til var stofnað árið 1994, gekk ævinlega brösótt og endaði eftir ár. Þá var ljóst að starfhæfur meirihluti yrði ekki myndaður án atbeina Al- þýðuflokksins. Það gekk eftir og hefur flokkurinn starfað með tveimur sjálf- stæðismönnum við stjórn bæjarins. Nú hefur annar bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins verið dæmdur fyrir skilasvik og fjárdrátt vegna fyrirtækis sem hann veitti forstöðu. Það hefur eðlilega kallað á umræður í Alþýðu- flokknum og bænum öllum um stöðu þessa einstaklings. Þeirri umræðu er ekki lokið. Alþýðuflokkurinn áfram Eitt verður að undirstrika rækilega í þessu samhengi. Alþýðuflokkurinn hefur ekki verið fyrir dómi og enginn trúnaðarmaður hans. Það er bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins sem á hér hlut að máli og verður eftirtektarvert hvort Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnar- firði mun grípa til einhverra ráðstaf- ana vegna þessa. Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði, sem stærsti flokkurinn í Hafnarfirði, mun áffarn tryggja það að bænum verði stjórnað með festu og öryggi að leiðarljósi. Það er aðalatrið- ið. Hvort breyting verður á samsetn- ingu meirihlutans, það er hvort nýir samstarfsaðilar komi til liðs við Al- þýðuflokkinn mun koma á daginn. Það munu jafnaðarmenn í Hafharfirði ræða yfirvegað og öfgalaust á næstu dögum og ná farsælli niðurstöðu. Það sem máh skiptir er að Alþýðuflokkur- inn mun áfram halda um stjórnar- taumana í kratabænum Hafnarfirði. ■ Höfundur er þingnnaður og varaformaður Alþýðuflokksins. h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson dótturen hún náði aftur saman við Svíann sinn hann Per Eric Petterson eftir 20 ára aðskilnað og hjónaband hennar í millitíðinni. Þau giftu sig á kosningadaginn en ástarsaga þeirra erfræg í Svíþjóð þar sem frá henni var greint og þau hrepptu að launum skemmtiferðarsigl- ingu... Frásögn Alþýðublaðsins af grein í norska Dagbladet um Ólaf Ragnar Grímsson hefur vakið mikla athygli. Þar er sagt að virðu legur verðandi for- seti vor sé valda- gráðugur besser- visser, sjálfum- glaður hrokagikk- ursem hafi dreift glansmyndum af sjálfum sér og fjöl skyldunni í kosninga- baráttunni: Þá hlógu margir íslendingar og hengdu myndina upp á rön- gunni. Höfundur greinarinn- ar erTone Myklebost. Hún er ekki ókunn Islandi og hafði hér búsetu árum sam- an, enda dóttirfyrrverandi sendiherra Norðmanna hér- lendis. Tone var gift Ingólfi Margeirssyni og er vel kynnt meðal bítlakynslóðar- innar íslensku... r Utsendingar Sjónvarpsins frá Ólympíuleikunum hafa til þessa þótt allvel heppnaðar. Koma þareink- um við sögu tveir menn: Jónas Tryggvason fim- leikasérfræðingur og Guð- mundur Harðarson sundþjálfari sem hafa lýst hvor sinni íþrótt af mikiili þekkingu. Nú tek- ur hins vegar verra við. Sjón- varpsáhorfendur rífa hár sitt fyrir framan skjáinn. Ástæðan er sú að nú hafa afturfengið yfirhöndina hinir gamalþreyttu íþróttafréttarit- arar Sjónvarpsins... _ Risastökk í þróunarsögunni. f i mm á förnum vegi Hverjir vilt þú að myndi meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar? Egill Örlygsson handlang- ari: Ég vil að Jói Begg, hálf- kratar og alvörukratar myndi bæjarstjóm. Smári Johnson samloku- tæknir: Ég vil að Alþýðu- bandalag og Sjálfstæðisflokk- ur, án Jóhanns Bergþórssonar og Ellerts Borgars, myndi meirihluta. María Ólafsdóttir verslun- armaður: Ég er óánægð með þetta eins og það er núna en átta mig ekki á því hver er besti kosturinn í stöðunni. Anna Halla Hallsdóttir verslunarmaður: Alþýðu- flokkur og Sjálfstæðisflokkur. Elísabet Jónasdóttir nemi: Ég vil Jóa Begg og fé- laga hans út. Alþýðuflokkur- inn á að mynda stjórn en ég veit ekki með hverjum. m e n n Óneitanlega læðist að manni grunur um að fjarvera biskups- ins yfir íslandi á afhelgunar- og vígsludegi í Reykholti hafi eitt- hvað að gera með óværuna sem hrjáir þjóðkristnina. Oddur Ólafsson í Tímanum í gær. Lyndon B. Johnson: Hleraði rúmið í hvíta húsinu. Fyrirsögn í DV í gær. Kirkjan hefur alla tíð verið fóstra tónlistarinnar, en það má aldrei koma upp sú staða að tónlistin í sjálfu sér fari að ryðja öðrum þáttum til hliðar. Síra GeirWaage, liösforingi í Svartstakkasveitunum. Þessi köst voru svo stutt að það er eiginlega hlægilegt. Vésteinn Hafsteinsson, eftir að hafa lokið keppni í kringlukasti á Ólympíuleikunum. Einhverra hluta vegna stífnaði ég upp sem gerir það að verkum að hreyfingarnar verða hægari. Ætli viljinn hafi ekki hreinlega verið of mikill í dag; ég hafi reynt of mikið en það bara virkað í mínus! Gullkorn úr munni Vésteins kringlukastara. Hér verður ekki kunderað frekar um sýninguna, svo notað sé orðalag listamannsins, en áhugafólki um beitta umræðu um listina bent á að líta á hin nýju Grims- ævintýri hjá Sævari Karli á næstu dögum. Eiríkur Þorláksson myndlistargagnrýnandi Moggans er vitaskuld stórhrifinn af sýningu Hallgríms Helgasonar í Gallerí Sævars Karls. Skyldumæting. Fólk vill kóng og fékk hann. Lesendabréf Ingólfs Sigurðssonar í DV - auðvitað um herra Ólaf Ragnar. Eftirsóknin eftir fjárhags- legum ávinningi er mikilvæg en hún má aldrei verða svo blind að hún eyðileggi cinstæðar náttúruperlur Islands. Það á við um Kermóafoss engu síður en fossana miklu á hálendinu. Elías Snæland Jónsson í leiðara DV í gær. fréttaskot úr fortíð Steinn Emilsson unglingspiltur, sem dvalið hefir eitt- hvað í Noregi, hafði auglýst fyrirlest- ur um bolsivikastefnuna, í Nýja Bíó í gær, og komu margir til þess að hlusta á. En um kenningar „bolse- vika“ talaði Steinn Emilsson ekki eitt orð, heldur las hann upp klukkutíma- romsu um, að allir leiðandi.menn „bolsevika" væra Gyðingar, og það var nú sönnunin fyrir því að stefnan væri óveijandi. Alþýöublaðið, mánudaginn 26. marz 1923.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.