Alþýðublaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 4
4 V ALÞÝÐUBLAÐIÐ a MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ1996 I Ég tel að of mikið samstarf við Sjálfstæðisflokkinn sé ein ástæða þess að við höfum ekki náð þeirri tiltrú sem jafnaðarmenn á öðrum Norðurlöndum hafa meðal almennings. ■ Tryggvi Harðarson bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Hafnarfirði í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur um bæjarstjórnarsamstarfið, sameiningarmálin og framtíð Alþýðuflokksins Alþýðuflokkurinn stendur á tímamótum Nú hefur Alþýðuflokkurinn setið í bœjarstjóm Hafnarfjarðar í nœr tíu ár, hver er lykillinn á bak við þessa velgengni? Alþýðuflokkurinn hefur lengst af verið mjög sterkur hér í Hafnarfirði. Ég held að lykillinn að þeirri vel- gengni sé sá að Alþýðuflokkurinn hef- ur verið eini raunhæfi valkosturinn gegn íhaldinu og því hafi fólk flykkst um flokkinn í meira mæli en ella. Síð- an höfum við átt að skipa mjög hæfu og góðu fólki. Ef þú ættir að benda á eitthvað eitt sem stendur upp úr varðandi fram- kvœmdir á þessum árum, hvað mund- irðu nejha? Hafnarfjörður hefur gjörbreyst á þessum tíu árum. Ég held að það sé ekki hægt að nefna eitthvað eitt um- ffam annað, en það hefur átt sér stað gífurleg uppbygging jafnt í skólamál- um, íþróttamálum og félagsmálum. Á þessum stutta tíma lætur nærri að dag- vistunarrými og skólarými hafi tvö- faldast. Þetta hefur verið mikið átak og vitanlega kostað pen- inga, en ég held líka að Hafnarfjörður sé kominn í fremstu röð hvað þessa þjónustuhætti varðar, eftir að hafa ver- ið mjög aftarlega á merinni meðan íhaldið réð ríkjum. Þá var markmiðið að gera sem minnst og reyndar helst ekki neitt. En með nýrri bæjarstjórn hafa áherslumar breyst og við leggjum metnað okkar í að byggja upp þjón- ustu fyrir unga sem aldna. Hvemig er fjárhagsstaðan hjá bœn- um? Hún er í þokkalegu horfi. Meðan á uppbyggingarstarfinu stóð var reyndar skuldaaukning hjá bænum en hins vegar er ljóst að með skynsamlegum rekstri getur bærinn fyllilega staðið undir lántökunni. Á þessu ári hefur tekist að ná þeim rekstrarlegu mark- miðum sem menn settu sér. Aðalatrið- ið er að halda rekstrinum í því horfi að hann skili nógu til að standa undir nauðsynlegum framkvæmdum og fjármagnskostnaði. Flokkurinn þarf að finna sig aftur Hvernig finnst þér staða Alþýðu- flokksins vera á landsvísu eftir síðustu ríkisstjóm? Mér finnst flokkurinn ennþá vera í timburmönnum eftir síðustu ríkis- stjóm. Flokkurinn þarf að finna sig aftur. Al- þýðuflokkur- inn lét teyma sig úr í ákveðna vit- leysu í ríkis- stjórnarsam- starfinu. Með ýmis konar aðgerðum vom menn að skattleggja þegnanna á þann hátt að farið var út í hreina vitleysu. Jaðar- skattar voru þannig, í ákveðnum til- fellum, 80- 90 prósent af tekjum fólks og hver heilvita maður sér að það gengur ekki. Það mæltist ekki vel fyrir þegar maður gagnrýndi þessa hluti, meðan Alþýðuflokkurinn sat í nkis- stjóm, en síðan held ég að menn hafi séð að þetta var réttmæt gagnrýni. Lausnin er ekki að tekjutengja eða láta fólkið endalaust borga meira og meira. Það kemur að því að þanþolið bregst. Hvaða ráð er til að gera Alþýðuflokk- inn jafii sterk- an á lands- vfsu og hann er í Hafnar- firði? Til þess þurfa menn vitanlega að halda uppi skipulögðu og öguðu flokks- starfi. Á það hefur skort víða um land og er höfuðborgin þar ekki bamanna best. Eins tel ég að samstarf við Sjálf- stæðisflokkinn gegnum tíðina hafi skemmt talsvert fyrir Alþýðuflokkn- um og orðið til þess að fólk sem telur sig jafnaðarmenn hafi ekki treyst flokknum fyllilega. Finnst þér Alþýðuflokkurinn hafa gert mistök með því að fara ( síðustu rikisstjóm með Sjálfstœðisflokknum? Ég tel að of mikið samstarf við Sjálfstæðisflokkinn sé ein ástæða þess að við höfum ekki náð þeirri tiltrú sem jafnaðarmenn á Norðurlöndunum hafa meðal almennings. Ég get ekki túlkað svar þitt á annan hátt en þann, qfi þú teljir að það hafi verið mistök að fara í stjórnarsam- starfið. Já, svarið felur það í sér. Nú er mikið rœtt um sameiningu á vinstri vœng. Um leið heyrist stundum sagt að búið sé að tala þá sameiningu í hel, hver er þín skoðun ? Ég held að menn séu s t u n d u m mjög óraun- sæir í tali um þessi mál. Þegar menn geta ekki unnið saman þá þýðir ekk- ert að tala um sameiningu. Ég held að fyrsta skrefið sé að koma á fót samvinnu áður en menn fara að tala um sameiningu. Ef það kemur á daginn að menn geti unnið vel saman á vinstri vængnum þá er grundvöllur fyrir því að tala um sameiningu flokka - en ekki öfugt. Sérðu fyrir þér sameiginlegan lista Alþýðuflokks og Alþýðubandalags t' nœstu kosningum? Nei, ekki í Hafnarfirði. Ég held að það séu ekki forsendur fyrir því á þessu stigi málsins. Það hefur hins vegar verið grundvöllur fyrir góðri samvinnu og það held ég að sé mikil- vægara en að búa til sameiginlegan lista. En menn hafa verið að gcela við slfkar hugrnypdir. Sérðu fyyir þé>; að slíkt muni gerast annars staðar, til dœmis íReykjavík? Það eru aðstæður sem móta slíkt á hveijum stað. Aðstæður voiu þannig í Reykjavík að menn sáu að það v.ar vonlaust að ráða við íhaldið, nema að standa sameiginlega að því, En hér í Hafnarfirði hefur okkur tekist að halda Sjálfstæðisflokknum í skeijum og Al- þýðuflokkurinn er hér mun stærri flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn. Meðan svo er þá sjá menn ekki þessa knýjandi nauðsyn á að bjóða fram saman. Abnormal aðstæður Þá komum við að máli málanna sem er staðan í bœjarstiórnapnálun- um í Hafnarfirði í dag. A Alþýðuflokk- urinn að halda áfram samstarfi við Sjálfstœðisflokkinn ? Það verður ekki horft framhjá því að þetta er erfitt mál fyrir Alþýðu- flokkinn í Hafnarfirði. Það eru mjög heitar og skiptar skoðanir í þessu máli. Ég hef sagt að menn eiga að gefa sér tíma til að fara í gegnum málið og ræða kosti og galla þessa samstarfs og þá nýju stöðu sem nú er. komin upp. Síðan eiga menn að taka ákvörðun í ljósi þess sem þar kemur fram. Það gengur ekki að Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði láti eins og.máljð sé ekki til. Er ekki mjög Jysilegt að ganga til samstarfs við Alþýðubandalagið; eins og þú segir sjálfur þá hefur Alþýðu- flokkurinn sjaldnast grœtt á samstarfi við Sjálfstœðisflokkinn? Það jiafa/iYerrij3 aþpprpiaj ^ðsfætjur Sjálfsagðasti bandamaður Alþýðuflokksins í bæjar- stjórnarpólitíkinni er Alþýðubandalagið. Jóhann verður sjálfur að standa fyrir sínum málum og ekki ætla ég að gerast talsmaður hans... það er al- veg Ijóst að þetta samstarf hefur borið verulegan hnekki með þessum dómi og kallar á að menn endur- meti stöðu meirihlutans.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.