Alþýðublaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 11 m i n n i n c 100 ára fæðingarafmæli 31. júlí 1996 Bjarni G. Friðriksson Það var á árunum 1962-1964, ég man það ekki nánar, að við Hörður Zophaníasson, síðar skólastjóri og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, vorum ráðnir tíma- bundið í störf fyrir Verkalýðs- málanefnd Alþýðuflokksins. Fyrir dyrum stóð þing Alþýðusambands íslands og á þeim árum var tals- verð starfsemi á vegum verkalýðs- málanefndarinnar, ekki síst þegar stór- samkomur eins og þing ASÍ fóru í hönd. Formaður verkalýðsmála- nefndarinnar þá var Jón Sigurðsson, formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur og fyrsti forseti Sjó- mannasambands Is- lands. Jón Sigurðs- son var einn af frumherjunum í verkalýðsbarátt- unni. Hann var lengi erindreki Alþýðusambands fslands, meðal annars á þeim árum þegar baráttan var hörðust á milli sósíaldemókrata og kommúnista, og síðan framkvæmdastjóri þess um hríð. Sem erindreki hafði hann ferðast víða um land, stofnað verkalýðsfélög, átt viðureignir við atvinnurekendavaldið og tekið þátt í hinum illvígu og oft persónulegu átökum í verkalýðsfélögunum. Braut þar oft á Jóni Sigurðssyni, enda var hann á tímabili sá ein- staklingur í forystusveit verkalýðs- leiðtoga Alþýðuflokksins, sem mest var rægður af andstæðingum jafnaðarmanna í verkalýðshreyf- ingunni þó síðar ætti hann eftir að verða óumdeildur, vinsæll og virt- ur foringi íslenskra sjómanna. Jón var tíður gestur á heimili afa míns og ömmu á Patreksfirði þar sem hann gisti gjarna á ferðum sínum og milli hans og föður míns var mikill vinskapur, en faðir minn tók við störfum af Jóni sem erindreki ASÍ. Þegar ég kom ungur maður til Reykjavíkur árið 1961 tókust því fljótt kynni milli mín og Jóns og starfaði ég tímabundið fyrir hann bæði í Sjómannasambandi Islands og fyrir Verkalýðsmálanefnd Al- þýðuflokksins. Jón er mér ógleym- anlegur maður og að fá tækifæri til þess að kynnast og vingast við þennan frumherja í verkalýðsbar- áttu okkar fslendinga var sérstak- lega ánægjulegt og lærdómsríkt. Eitt af verkefnum okkar Harðar Zophaníassonar þetta umrædda sumar var að ferðast um, ræða við forystumenn Alþýðuflokksins í verkalýðsfélögum og safna fé til starfsemi verkalýðsmálanefndar- innar með sölu happdrættismiða. Leið okkar lá meðal annars til Suðureyrar við Súgandafjörð. Þó Suðureyri væri næsti bær við fæð- ingar- og uppeldisbæ minn, fsa- fjörð, hafði ég ekki oft komið þar á æsku- og unglingsárum, enda allar vegalengdir miklu meiri þá en síð- ar varð. Mér er þessi heimsókn okkar Harðar því sérstaklega minnisstæð. Fundur var haldinn með okkur Herði og alþýðuflokksmönnum í Verkalýðsfélaginu Súganda á heimili Bjarna Friðrikssonar sem þá var formaður félagsins. Mér eru margir þeir, sem þarna voru, mjög minnisstæðir, ekki síst Bjarnar tveir; Bjarni Friðriksson og Bjarni Bjarnason. Annar þéttur á velli og þykkur undir hönd, hinn minni að vallarsýn, en snar, snöggur og snerpulegur - en báðir logandi af áhuga. Eftir góðan fund um verka- lýðs- og stjórnmál kom að síðara erindinu okkar Harðar, nefnilega happdrættismiðunum. Við báðum fundarmenn að gefa okkur upp nöfn og heimilisföng fólks sem óhætt væri að senda happdrættis- miða Verkalýðsmálanefndar Al- frá Suðureyri þýðuflokksins í von um að það myndi kaupa. Það var auðsótt og fórum við nú í óðaönn að skrifa niður nöfn og heimilisföng sam- kvæmt upplýsingum Bjarnanna og félaga þeirra. Eg man ekki hversu marga við skrifuðum niður nema hvað löngu áður en lokið var hætti okkur Herði alveg að lítast á blik- Bjarni Guðmundur Friðriksson ásamt eiginkonu sinni Sumarlínu Jónsdóttur. una. Þegar skriftunum var loksins lokið og við Hörður gátum litið upp frá verkinu höfðum við orð á því, heldur varlega, hvort ekki væri þýðingarlaust að senda öllu þessu fólki miða. Kom þá undrun- arsvipur á þá félaga og Bjarni Friðriksson sagði, og ekki laust við þykkju: „Er þetta ekki happdrætti Verka- lýðsmálanefndar Alþýðuflokks- ins?“ Við játtum því. „Já, en allt eru þetta nöfn verka- manna og sjómanna. Haldið þið að við séum að telja upp einhverja aðra?“ Þegar ég, heimkominn, sagði Jóni Sigurðssyni þessa sögu, þá brosti hann. „I hugum þessara manna eru Alþýðuflokkurinn og verkalýðshreyfingin eitt og hið sama,“ sagði Jón. „í þeim anda hafa þeir starfað og þannig líta þeir á hlutina. Gerið eins og þeir segja." Það gerðum við Hörður og skil Súgfirðinga á happdrættismiðun- um, sem við sendum hverjum og einum eftir fyrirsögn Bjarna og fé- laga, voru sérlega góð. Ekki er ég, efasemdarmaðurinn, þó viss um að allt það góða fólk hafi kosið Al- þýðuflokkinn nema þá kannski Ás- geir á meðan það var. En það studdi verkalýðsmálanefndina. Þessi fyrstu kynni mín af Bjarna G. Friðrikssyni og félögum hans lýsa vel viðhorfi þeirrar kynslóðar jafnaðarmanna í verkalýðshreyf- ingunni sem þeir voru allir af; þeir og Jón Sigurðsson. Rótin var sterk og stóð djúpt í upprunalegum jarð- vegi. Jafnaðarmerkið var á sínum stað. Bjarni Guðmundur Friðriksson fæddist á Flateyri við Önundar- fjörð 31. júlí 1896. Að honum stóðu traustar vestfirskar ættir. Fjölskyldan var mannmörg, systk- inin ellefu og var Bjarni næst elsta barnið. Heimilið var fátækt al- þýðuheimili, kjörin kröpp og lífs- baráttan hörð. Aðeins tíu ára gam- all var Bjarni farinn að róa í veri og tveimur árum síðar andaðist móðir hans frá sínum ellefu börn- um, það yngsta aðeins fjögurra mánaða gamalt. Þá sundraðist æskuheimili Bjarna, systkini hans fóru öll í fóstur, en Bjarni fluttist til Súgandafjarðar með föður sín- um. Þar fermdist hann en daginn eftir fermingardaginn fór hann til róðra frá Súgandafirði og varð sjó- mennskan hans ævistarf. Þann 22. nóvember árið 1922 kvæntist hann Sigurborgu Sumarlínu Jónsdóttur frá Súgandafirði og stofnuðu þau heimili sitt þar. Heimili þeirra hjóna varð mannmargt, ekki síður en æskuheimili Bjarna. Þau Sum- arlína og Bjarni eignuðust sextán börn, fjögur þeirra dóu ung en þrjú á miðjum aldrei. f þennan harða lífsins skóla gekk Bjarni G. Frið- riksson. Hann þekkti kjör íslenskra erfiðismanna af eigin raun. Barátt- una um brauðið, erfiði og strit sjó- mannsins á opnum bátum, réttleysi verkamannsins, skortinn. f þennan skóla sótti Bjarni menntun sína, skoð- anir sínar, staðfestu sina, trúna á það sem hann taldi vera réttlátt og satt. En þangað sótti hann líka þá sannfæringu sína að samtaka- mátturinn einn, sameinað afl verka- fólk og sjómanna, aðeins það gæti breytt og bætt að- stæður alþýðu fs- lands og að til þess að svo gæti orðið þyrfti ýmsu til að kosta. Bjarni gerðist því einn af stofnendum Verkalýðsfélagsins Súganda, hann var í stjórn þess og formaður í 17 ár. Þá var hann einn- ig í hreppsnefnd Suðureyrarhrepps í 30 ár. Þessi fátæki sjómaður, með sinn stóra barnahóp, kaus því að verja miklu af sínum takmarkaða tíma til þess að ganga erinda ann- arra frekar en sjálfs síns. Og spurði aldrei um verkalaunin, enda voru þau bæði fá og smá. Eg hef það fyrir satt að það hafi ekki síst verið hversu þunglega gekk að gæta hagsmuna félagsmanna í Verka- lýðsfélaginu Súganda á erfiðum tímum sem Bjarni tók þá ákvörðun árið 1971 að flytjast búferlum frá Suðureyri til Reykjavíkur. Þegar barátta Bjarna og hans kynslóðar í forystu verkalýðsfélaganna á ís- landi fór að skila árangri í bættum lífskjörum og auknum réttindum var eins og skilningurinn minnkaði hjá fólki á nauðsyn þess að standa saman, og ef til vill hefur þessum áhugasama eldhuga þótt sem ein- hverjir brestir væru farnir að koma í stuðninginn við málstaðinn, sem hann hafði varið og sótt fram fyrir alla sína ævi. Hafi sú verið reynsla Bjarna Friðrikssonar þá er hann ekki einn um þá reynslu. Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá. Bjarni G. Friðriksson var því farinn frá Suðureyri þegar ég var kjörinn til Alþingis vorið 1974 og ferðum mínum þangað tók að fjölga. Framan af naut ég þó stuðn- ings og samstarfs við afkomendur hans, sem áfram bjuggu á Suður- eyri við Súgandafjörð, einkum son hans, Eyjólf og konu Eyjólfs, Guð- finnu Vigfúsdóttur. Þau fluttust hins vegar til Hafnarfjarðar og búa nú þar og eru meðal virkustu fé- laga í Alþýðuflokknum í Hafnar- firði, ekki síst Guðfinna. Þannig hefur það orðið með marga þá sterkustu stofna sem báru uppi störf okkar Alþýðuflokksmanna á Vestfjörðum. Þeir gróa nú í öðrum görðum og við söknum vina í stað. Bjarni og Sigurborg voru dugn- aðarfólk og öll börn þeirra, sem komust til manns, hafa hlotið í arf dugnað þeirra og samviskusemi. Börn þeirra, barnabörn og barna- barnabörn eru fjölmennur hópur og föngulegur. Eiginleikar þeirra sterku, vestfirsku stofna, sem standa að þessu fólki, eru sá arfur sem Bjarni og Sigurborg hafa skil- að afkomendum sínum. Stofninn er hinn sami þótt laufið sé annað en forðum. Bjarni G. Friðriksson andaðist í Reykjavík þann 5. nóvember 1975. Sigurborg, eiginkona hans, lést á Landspítalanum 6. apríl 1991. Eg minnist þeirra beggja með virðingu og þökk. ■ Sighvatur Björgvinsson alþingismaður. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Tímabundin störf við námskrárgerð Menntamálaráðuneytið óskar að ráða fólk til tímabundinna starfa við að end- úrskoða aðalnámslaá grunn- og framhaldsskóla. Um er að ræða fullt starf faglegra umsjónarmanna með vinnuhópum sem sjá um endurskoðunina. Starfstími er frá 1. september 1996, eða samkvæmt samkomulagi, til 1. sept- ember 1997. í starfinu felst einkum að: - taka þátt í stjóm verkefnisins í samráði við verkefnisstjóra, - skipuleggja og stýra starfi vinnuhópa, - vinna að námskrárgerð á tilteknum námsviðum, - taka þátt í og útfæra stefnumótun við endurskoðun á námskrám, - annast gagnaöflun, úrvinnslu gagna og alþjóðlegan samanburð á námsgreinum og námssviðum. Umsækjendur skulu hafa áhuga og þekkingu á menntamálum, reynslu af stjómun eða verkefnabundinni vinnu og góða skipulagshæfileika. Æskilegt er að viðkomandi hafi lokið háskólaprófi. Umsóknir, ásamt upplýsingum um námsferil og fyrri störf, berist mennta- málaráðuneytinu fyrir 15. ágúst næstkomandi merktar: Menntamálaráðuneytið, endurskoðun aðalnámskráa, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir ráðuneytið í síma 560 9573 virka daga milli 14 og 16. ÚTBOÐ F.h. Sjúkrahúss Reykjavíkur, er auglýst forval vegna fyrirhugaðs útboðs á leigu 100 einmenningstölva fyrir Sjúkrahúsið. Forvalsgögn fást afhent á skrifstofu vorri. Skilafrestur er til kl. 16:00, föstudaginn 9. ágúst 1996. ININIKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3- 101 Reykjavík Sími 552 5800 Bréfsími 562 2616 Auglýsing vegna takmark- aðrar heimilislæknaþjón- ustu eftir 1. ágúst n.k. Þar sem meirihluti starfandi heilsugæslulækna hefur sagt upp störfum frá 1. ágúst n.k. má gera ráð fyrir að veruleg röskun verði á læknisþjónustu. Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið og landlæknir vekja því athygli á eftirfar- andi: Allar heilsugæslustöðvar verða opnar á hefð- bundnum opnunartíma. Á sumu þeirra verða áfram starfandi læknar, sem ekki hafa sagt upp störfum, eða af- leysingalæknar/læknanemar. Nánari upplýsingar um framangreint svo og hvert fólk getur leitað ef læknar eru ekki til staðar á viðkomandi heilsugæslustöð verða gefn- ar á hverri stöð. Utan opnunartíma verða upplýsingar veittar á símsvara. Upplýsingar um þjónustu verða einn- ig veittar á Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík. Almenningur er hvattur til að taka tillit til aukins álags á starfandi lækna eftir 1. ágúst n.k. og æskilegt er að ein- ungis verði leitað til þeirra með erindi sem ekki þola bið. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Landlæknir Frá skrifstofu Alþýðuflokksins Skrifstofan verður opin á þriðjudögum og fimmtudögum eftir hádegi. Þeim sem vilja fá upplýsingar um starf flokksins er bent á að Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri þing- flokks Alþýðuflokksins, verður til viðtals á skrif- stofunni á þessum tímum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.