Alþýðublaðið - 20.08.1996, Page 6

Alþýðublaðið - 20.08.1996, Page 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1996 s k i I a b o ð BQRG A RSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚNI3 ★ 105 REYKJAVÍK * SÍMI563 2340 ★ MYNDSENDIR 562 3219 Efstaleiti hús RKÍ Nú stendur yfir í sýningarsal Borgarskipulags og bygg- ingarfulltrúa kynning á breyttri afmörkun lóðanna Efsta- leiti 1, 3, 5, 7 og 9. Jafnframt er þar til sýnis tillaga, sem hlaut 1. verðalaun í samkeppni um skrifstofuhús fyrir Rauða kross íslands. Kynning er á 1. hæð að Borgartúni 3 til 27. ágúst nk. BORGA RSKIPULACt REYKJAVÍKUR BORGARTÚNI3 ★ 105 REYKJAVÍK ★ SÍMI563 2340 ★ MYNDSENDIR 562 3219 Hverfakort af Borgarhiuta 8 GRAFARVOGUR íbúðarhverfin í Grafarvogi: Folda-, Húsa-, og Hamrahverfi og athafnahverfið á Ártúnshöfða. ORÐSENDIIMG FRÁ BORGARSKIPULAGI TIL ÍBÚA OG HAGSMUNAAÐILA Á Borgarskipulagi Reykjavíkur er að hefjast vinna við hverfakort borgarhluta 8, Folda-, Húsa-, og Hamrahverfi og athafanhverfið á Ártúnshöfða. íbúar og aðrir hags- munaaðilar eru hvattir til þess að koma ábendingum á framfæri við Borgarskipulag um það sem þeir telja að betur mætti fara í borgarhlutanum, t.d. varðandi byggð, umferð og umhverfi, s.s. stíga, leiksvæði og önnur úti- vistarsvæði. Þær munu verða teknar til gaumgæfilegrar athugunar og metnar með tilliti til heildarskipulags borgarhlutans. Ábendingum óskast skilað skriflega eða munnlega fyrir 20. september til Hlínar Sverrisdóttur landslagsarkitekts eða Margrétar Þormar, arkitekts á Borgarskipulagi Reykjavíkur. ) Útboð F.h. Sjúkrahúss Reykjavíkur og Dagvistar barna er auglýst eftir tilboðum í ferska kjúklinga. Útboðs- gögn fást á skrifstofu vorri frá og með mánud. 19. ágúst nk. á kr. 1.000. Opnun tilboð: Miðvikudaginn 18. sept. 1996, kl. 11, á sama stað. shr. 121/6 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3- 101 Reykjavík Sími 552 5800 Bréfsími 562 2616 Alþýðublaðið ■ Borgarskákmótið 1996 Hannes Hlífar með fullt hús Hannes Hlífar Stefánsson sigraði með glæsibrag á Borgarskákmótinu 1996 sem haldið var um helgina. Fyrsta Borgarskákmótið var haldið á 200 ára afmæli Reykjavíkurborg- ar, og fór það nú fram í ellefta skipti. Alls voru þátttakendur 84 og var dregið um hvaða fyrirtæki þeir tefldu fyrir. Röð efstu manna var sem hér segir: 1. Hannes Hlífar Stefánsson (Islenskir aðalverktakar) 7 vinningar af 7 mögulegum. 2.-3. Helgi Áss Grétarsson (Rarik) og Þráinn Vigfússon (Póstur og sími) 6 vinningar. 4.-6. Magnús Orn Ulf- arsson (Suzuki), Héðinn Stein- grímsson (Alþýðubandalagið), Bragi Halldórsson (Bæjarskipulag Reykjavíkur) 5,5 vinningar. 7-15. Þröstur Þórhallsson (Visa), Ágúst Sindri Karlsson (Núðluhúsið), Jó- hannes Gísli Jónsson (Smurstöð Essó, Stórahjalla), Sævar Bjarnason (Sjóvá-Almennar), Davíð Ólafur Ingimarsson (Leigjendasamtökin), Arnar Þorsteinsson (Tölvukjör), Jón Garðar Viðarsson (Fiskifélag íslands), Sveinn Kristinsson, Ragn- ar Fjalar Sævarsson (Emmess ís) 5 vinningar. Aðrir fengu minna. ■ Ástand heilsugæslu á Suðurlandi Með öllu óviðunandi Á fundi sem héraðslæknirinn á Suðurlandi boðaði til með stjórn- endum heilbrigðisstofnana, fulltrú- um sveitarfélaga og þingmönnum kjördæmisins vegna hinnar alvar- legu stöðu sem upp er komin í heilsugæslunni við uppsagnir heim- ilislækna, var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: „Fundur haldinn á Selfossi 16. ágúst 1996 ályktar að það ástand sem nú ríkir heilsugæsluþjónustu á Suðurlandi sé með öllu óviðunandi. Því skorar fundurinn á samninga- nefndir heimilislækna og ríkisins að ganga nú þegar til samninga." ■ Konur og fjölskyldur í dreifbýli FA0 á Akureyri Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) og landbúnaðarráð Evrópu (ECA) halda áttunda vinnufund um þátt kvenna og fjölskyldna í þróun dreifðra byggða á Hótel KEA Ak- ureyri dagana 25.-28. september. Fundinn sækja um 50 fulltrúar frá Evrópulöndunum og fer hann fram á ensku og frönsku. Um fimm full- trúar stofnana og félagasamtaka á íslandi mega sækja fundinn. Þeir aðilar sem hafa áhuga á að senda fundinn er beðnir um að hafa sam- band við landbúnaðarráðuneytið, þar sem dagskrá og önnur gögn um fundinn liggja fyrir. Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðuflokksins á Vestfjörðum Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðuflokksins á Vestfjörðum verður haldinn að Núpi í Dýrafirði 23. og 24. ágúst 1996. Fundurinn hefst með sameiginlegum kvöldverði klukkan 20. Að kvöldverði loknum flytur Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður Alþýðuflokksins erindi um stjórnmála- viðhorf og málefni Alþýðuflokksins. Fundifram haldið á laugardag klukkan 10. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnmálaviðhorf: Sighvatur Björgvinsson alþingismaður. Áætluð fundarslit klukkan 17. Stjórnin.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.