Alþýðublaðið - 21.08.1996, Síða 5

Alþýðublaðið - 21.08.1996, Síða 5
\/IKUDAGUR 21. ÁGÚST 1996 ALÞÝÐUBLAÐHD 5 Stjórn Alþýðuflokksins, sem kjörin var á flokksþingi fyrir tveimur árum: Valgerður Guðmundsdóttir ritari, Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður, Jón Baldvin Hannibalsson formaður og Sigurður Arnórsson ritari. verða stóra málið á kotnandi flokks- þingi. Innri málefni flokksins eru sígilt verkefni og þau þarfnast skoðunar og endumýjunar. Það þarf örugglega að fríska upp á það og halda því vakandi. Það veldur okkur hér vissulega áhyggjum hvað flokkurinn er orðinn lítill og hann hefur minnkað í þeirri umræðu sem nú er. Mér finnst til dæmis með óKkindum hvað Ingibjörg Pálmadóttir, núverandi heilbrigðisráð- herra, kemst létt frá þessu. Sighvatur hefði verið aflífaður í íjölmiðlum á hveijum degi ef hann hefði staðið fyrir öllum þessum niðurskurði. Víst höf- um við áhyggjur af því hvað h'tið fer fyrir okkar ágæta flokki nú rétt sem stendur. Málefhastaðan hefur alltaf verið góð og við höfum látið stela frá okkur alltof mörgum góðum málum þegar þau eru komin á rekspöl hveiju sem því er um að kenna. Kannski vantar einhveija fylgni þegar á reynir. Vissufega má velta því fyrir sér hvers vegna ágætar hugmyndir okkar og verk skila sér ekki í betra kjörgengi. Kannski er sundurlyndið stundum of mikið innan okkar ágætu raða. Ef við horfum til Hafnfirðinga tel ég að þeir eigi að leysa sín mál sjálfir. Þeir hafa verið menn til þess hingað til. En það þarf að huga að því hvaða áhrif þær deilur hafa á flokkinn til lengri tíma. Eg sé enga lausn í því að skipta um formann. Við eigum að veija þennan formann sem við höfum og styrkja til allra þeirra góðu verka sem ég veit að hann er fær um að inna af hendi.“ Hrönn Hrafnsdóttir í Reykjavfk ■ Doði yfir flokks- starfinu „Ég hef einmitt verið að velta þessu fyrir mér. Mér finnst að það mætti út- færa hugmyndina með veiðileyfa- gjaldið. Hveijir eiga miðin og hveijir eiga Island? Veiðileyfagjaldið ætti að vera í deiglunni á flokksþinginu með skírskotunum svo eitthvað sé nefnt. Það er ekki mikil endumýjun í flokknum en þó er eitthvað um að nýtt fólk sé að koma til starfa. En ef ég á að segja alveg eins og er, þá er doði yfir flokksstarfinu í heild. Því miður. Og ég veit ekki hvað er að gerast úti á landi en hef það á tilfinningunni að starfið sé lítið. Það er alltaf auðvelt að gagnrýna og ég veit ekki hvað er til ráða. En eitthvað þarf að gera. Áhuga- samt fólk um hag Alþýðuflokksins ætti hugsanlega að ferðast um landið og standa fyrir fundum. Varðandi sameiningarmálin þá er saklaust að gera ályktanir en það eru verkin sem tala. Orð eru til alls fyrst en það er búið að tala ansi mikið. Ég var púrítani og vildi bara hafa minn flokk en núna er ég jákvæðari á sam- einingu en áður.“ Gunnar Ingi Gunnarsson formaður Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur Vantar hreinfega leið inní flokkinn „Það er auðvitað margt sem ætti að vera til umræðu á flokksþinginu. Ég vil undirbúa þetta flokksþing með tvennum hætti. Annars vegar vil ég setja nefnd í að skoða innviði flokks- ins með það í huga að styrkja stoðir hans og virkja betur samskipti og tengsl. Mér finnst það afskaplega mik- ilvægt. Sannleikurinn er sá að það eru víða brotalamir. Ég hef heyrt að það sé víða vandi og ég þekki það hér í Reykjavík að það þarf að taka veru- lega til hér innanhúss. Á sama tíma er það augljóst að það þarf að koma skrifstofíifyrirkomulagi og rekstri í virkara form. Við höfum orðið vitni að því að það hafa verið erfiðleikar fyrir þá sem hafa ætlað sér að ná sam- bandi við flokkinn og jafnvel að ganga í hann: Það vantar hreinlega leið inní flokkinn. Það gengur ekki. Þetta vil ég að verði tekið fyrir. Ég vil einnig að sett verði undirbúningsnefnd í málefnavinnu. Málefnaleg staða flokksins hefur undanfarið verið af- skaplega góð. Við verðum að velja úr þau málefni sem við viljum setja á oddinn á næstunni. Við þurfum í raun að fara að undirbúa næstu kosningar. Við stöndum frammi fyrir því, þrátt fyrir ffábæra málefnastöðu og góðan aðgang að hæfileikafólki, að Alþýðu- flokknum hefur ekki tekist að konia skilaboðum sínum á framfæri og hon- um hefur ekki tekist að safna liði að baki málefnum. Þetta þurfum við að ræða og þetta vandamál þarf að leysa. Það kann að vera að ímynd flokksins hafi alls ekki verið í samræmi við væntingar okkar. Það er eins og það séu erfiðleikar við að koma málefnun- um á framfæri. Alþýðuflokkurinn hefur ekki efni á því að hafa vandamál á borð við það sem er uppi í Hafnarfirði. Við verðum að sjá til þess að á hveijum einasta stað sé ekkert það óafgreitt sem skemmir fyrir heildinni. Mér finnst að flokksforystan ætti að hlutast til um þessi mál. Það er eðlilegt að þeir sem eiga að gæta heildarhagsmuna flokks- ins taki á þessu máli. Nú höfum við í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur sett upp ákveðið prógramm þar sem við ætlum að hefjast handa við það að taka á flokksstarfinu í Reykjavík eins og reglur félagsins segja reyndar til um. Það hlýtur að vera algjör forsenda fyrir því að koma málefnaboðskapn- um út, geta kynnt flokkinn með virk- um hætti, að starfsemin sé á lífi og boðskiptin innan flokks gangi eðlifega fyrir sig. Þetta vantar og meðan þetta vantar eigum við ekki að eyða of miklum tíma í umræðu um samvinnu og sameiningu. Þetta er forgangs- atriði." Þóra Arnórsdóttir framkvæmdastjóri SUJ Fúlir flokksmenn eða fúll flokkur? ,J3f tekst að vekja upp steindauða málefnavinnuna fyrir þetta flokksþing á ég von á að mest verði fjallað um grunnatvinnuvegina. Ég vildi hins vegar sjá umræðu um menntamál og stefnu mótaða á því sviði. Alþýðu- flokkurinn hefur satt að segja enga stefnu í þessum málaflokki og meðan þessi ríkisstjóm situr verðum við að vera með grundvallarsjónarmið á hreinu: Hvað finnst okkur um skóla- gjöld og inntökupróf við Háskóla ís- lands, hver er stefna okkar í málefnum Lánasjóðs íslenskra námsmanna, á að taka upp samræmt stúdentspróf og stytta menntaskólann? Svona mætti lengi telja. Evrópustefhunni á heldur ekki að gleyma eða stinga undir stól, það er hlutverk okkar að halda um- ræðunni lifandi meðal landsmanna og koma í veg fyrir að núverandi stjóm- völdum takist að þegja hana í hel. Eins og við vitum öll hefur innra starf flokksins ekkert verið, eins þó þessir málefnahópar hafi verið skipað- ir í kringum þingmennina í vetur sem leið. Ég er alveg skelfilega ósátt við það hvemig virðist vera ólund í öðmm hveijum flokksmanni. Spumingin er auðvitað sú, hvað sé orsök og hvað af- leiðing - em flokksmenn svona súrir vegna þess að flokksstarfið er ómögu- legt, eða er flokksstarfið ómögulegt vegna fúlla flokksmanna? Hvað með að skrúfa upp brosið og bjóða ffam krafta sína til að byggja það upp? Hvað varðar flokksforystuna, þá segi ég það hreint út að ég vona og reikna með að formaðurinn haldi áfram, það em hins vegar vandræði að okkur vantar heila kynslóð inn í framvarða- sveit flokksins til að taka við keflinu. Næstu leiðtogaefni sem ég sé em það ung að þau em ekki tilbúin í slaginn fyrr en að nokkmm ámm liðnurn. Ég held því að það verði engar meirihátt- ar umtumanir í forystunni. Ég læt sameiningarmál liggja milli hluta, sú geijun er í gangi og óþarfi að analýs- era hana daglega, árangurinn kemur í Ijós, ef hann verður einhver. Ungir jafnaðarmenn halda sam- bandsþing sitt skömmu fyrir flokks- þing og þar kemur í ljós hveijar verða okkar megin áherslur á flokksþinginu. Ég held að óhætt sé að segja að okkar starf hafi verið öflugra en flokksins sem við emm hluti af og einkennst af mun meiri lífsgleði og bjartsýni. Ég vona að það smiti út frá sér á flokks- þinginu og flokksmenn þjappi sér saman einu sinni til að takast á við þau verkefni sem liggja fyrir eftir það. Jafnvelmeðbrosávör..." ■ Stéttín erfyrsta skrefið ■ Mifaðúrval afheEum ogsteinum. Mjöggottverð. SIÉTT HELLUSTEYPA HYRJARHÖFÐI 8 112 REYKJAVÍK SÍMI 577 1700-FAX 577 1701 Frá skrifstofu Alþýðuflokksins Skrifstofan veröur opin á þriðjudögum og fimmtu- dögum eftir hádegi. Þeim sem vilja fá upplýsingar um starf flokksins er bent á aö Þröstur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri þingflokksins, veröurtil viðtals á skrifstofunni á þessum tímum.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.