Alþýðublaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 21. ágúst 1996 Himnniffl 123. tölublað - 77. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk ■ Sjónvarpsstöðvarnar bitust um helstu sjónvarpsstjörnu íslands og RÚV hafði betur. Jakob Bjarnar Grétarsson talaði við Hemma Gunn sem meðal annars segir gallsúra sögu af því þegar hann var búinn að leggja drög að því að fá Elton John til landsins Hefði soðið á fleirum en mér - segir Hemmi Gunn en mikil vinna fór í vaskinn þegar uppgötvaðist að peningarnir voru búnir á Sjónvarpinu. „Það er rétt, ég fékk ágætis tilboð frá Stöð 2, ekki í fyrsta skipti reyndar, og var í viðræðum við þá,“ segir Her- mann Gunnarsson, eða Hemmi Gunn, í samtali við Alþýðublaðið sem haft hefur af því spumir að bæði Ríkissjón- varpið og Stöð 2 vom á höttunum eftir kröftum hans. Hemmi er reyndar á samningi við Sýn við að lýsa fótbolta- leikjum. „Það er nú mest til gamans gert, ég var að rifja upp boltann og svoleiðis. Það er tveggja ára samning- ur og ég held áfram fótboltalýsingum þar sem frá var horfið í vetur,“ segir Hemmi. En það breytir ekki því að landsmenn mega eiga von á því að sjá Hermann Gunnarsson stjórna skemmtiþætti á Ríkissjónvarpinu í vetur á laugardagskvöldum. Þættir í ætt við Á tali Hermann er nýkominn til landsins. „Ég fór til Tælands og var í tvo mán- uði að gera ferðaþætti. Mér var reynd- ar boðið þangað: þetta var heilmikil snobberísferð því ég hitti kónginn og ráðherra þeirra Tælendinga. Eg sem- sagt náði samningum við Sveinbjöm I. Baldvinsson, þáverandi dagskrár- stjóra Sjónvarpsins, um gerð þáttanna og þvældist um landið um tveggja mánaða skeið og við filmuðum og filmuðum. Myndin er gerð í samvinnu við Plús film og verður væntanlega sýnd í mars - það em ekki til peningar fyrr,“ segir Hemmi en hann er mikill Tælandsvinur. En ekki eru þetta skemmtiþœttimir sem blaðið hefur spumir afað séufyr- irhugaðir? „Neinei, vertu rólegur," segir Hemmi. „Sigurður Valgeirsson, nú- verandi dagskrárstjóri innlendrar dag- skrárgerðar, lýsti yfir áhuga á að gera eitthvað í vetur. Mér skilst að þessi happdrættisþáttur sem ég stjórnaði síðastliðinn vetui„hafi farið eitthvað fyrir brjóstið á útvarpsráði - þátturinn var auðvitað óbein auglýsing. Það kemur mér ekkert við, ég var að sjálf- sögðu bara ráðinn til að sjá um þetta. Þeir áttuðu sig á því undir vorið, effir 30-40 þætti, að þetta væri kannski ekki nógu sniðugt en þannig virkar nú Efstaleitið. Stöð 2 gerði mér tilboð, en eftir að ég kom að utan heyrðist mér á þeim að þeir væm ekkert inni á því að gera þessa þætti sem við höfðum verið að tala um - það er fjölskyldu- og af- þreyingarþætti. Þá ákvað ég að vera á Sjónvarpinu með þessa þætti sem Siggi bauð mér á laugardagskvöld- um.“ Bara eins og bóndi í stúdíó eitt Hemmi segir þáttinn í mótun á þessu stigi málsins en það sé ljóst að hann verði í ætt við þáttinn A tali með Hemma Gunn. „Þátturinn verður fjöl- skylduvænn og persónulega þætti mér upplagt ef það væri einhver þáttur á borð við Spaugstofuna eða Radíus- bræður hálfsmánaðarlega á laugar- dagskvöldum á móti mér í vetur.“ Eins og lög gera ráð fyrir er ekkert hægt að veiða Hemma um kaup og kjör en ljóst má vera að eitthvað hefur kappinn kostað. ,JÉg er ósköp vitlaus í peningamálum. Arið 1984 byrjaði ég að starfa sem lausráðinn dagskrár- gerðarmaður. Ef ég hefði gert þetta al- mennilega ffá byrjun þyrfti ég líklega ekki að hafa peningaáhyggjur. Einsog einhver amerískur útvarpsmaður benti mér á, hefði ég átt að kaupa útsend- ingartímann af þeim. Sú hugmynd skaut að vísu upp kollinum og þeir tóku ekkert illa í það þá en ég gekk því miður ekki á eftir því. Þá hefði þátturinn skilað mér 250 þúsund krón- Hemmi Gunn: David Letterman sagöi mér að hann hefði verið fullur í heila viku þegar hann náði 12 prósentum. um en það er gott að vera vitur eftirá. Eg hef alltaf verið lélegur í því að semja fyrir sjálfan mig. Fyrir fjórum árum fékk ég ágætan mann í þetta fyr- ir mig og þá náði ég heilsársstarfs- samningi við Ríkisútvarpið. Eg er náttúrlega enginn unglingur og þarf að hafa eitthvað öryggi. Það er þá ekki sagt við þig: þið bara hættið á morgun. Þannig hefur þetta alltaf verið rekið, sem er tóm vitleysa. Eg fékk lögfræð- ing minn í þetta og hann samdi við prestinn og þá alla á Sjónvarpinu. Þá var ég með ákveðna vinnuskyldu; skila 14-15 þáttum Á tali, sjá um alla skák, vinna ákveðin verkefni á Rás 2 og sinna markaðsmálum, þannig að þeir fengu alveg sitt. Ég tók það sam- an að gamni, og þeir skiluðu einhveij- um milljónum í hagnað þessir gömlu Á tali þættir - bara í auglýsingatekjur. Happ í hendi þættimir, þó þeir væru kannski ekkert sérstakir, skiluðu síð- asta vetur 750 þúsundum nettó, pen- ingar sem sjónvarpið var að fá inn í hverri viku. Happdrættið borgaði mín laun, Unnar Steinsson, Egils Eðvarðs- sonar og annarra aðstandenda." Nennir ekki að vera reiður Það hefur borist í löng eyru Al- þýðublaðsins að slegið hafi í brýnu milli Hemma og yfirstjórnar Sjón- varpsins um miðjan apríl. Eftir nokkur undanbrögð segir Hemmi undan og ofan af því máli: „Ja, þannig var að Sveinbjörn nefndi við mig um síðustu áramót, hvort ég væri ekki til í að gera tvo skemmtiþætti fyrir Sjónvarpið. Ein- hverskonar galaþætti. Annar var hugs- aður til sýningar á Þorranum og hinn í sumarbyijun og allt var í þessu fína. Síðan varð samkomulag um að fella niður þorraþáttinn vegna bágrar fjár- hagsstöðu Sjónvarpsins. Ég var þá að vonast til að fá eitthvað greitt fyrir ferðaþættina á móti og lét mér hvergi bregða. Síðan er það uppúr miðjum maí að mér er tilkynnt að ákveðið hefði verið að hætta með happdrættis- þættina en upphaflegi samningurinn kvað á um að hami yrði á dagskrá út maí. Það segir sig sjálft að þetta var talsvert áfall fyrir mig sem ftílansara. Ég verð að vita eitthvað frammí tím- ann hvort ég er í vinnu eða ekki. Jæja, skömmu síðar fer ég á fund yfirstjómarinnar til að ræða fyrirhug- aðan sumarþátt. Ég hafði gerst svo djarfur fyrir rúmum tveimur árum að fá lista hjá Jakobi Magnússyni í Lond- on yfir allt þetta fræga fólk í skemmt- anaheiminum, prívatsíma og svo framvegis. Mörgum þeirra finnst bara fyndið að koma hingað og ég hugðist notfæra mér það. Fyrst hugsaði ég til Ameríku. Mér var eitt sinn boðið þangað því menn þar trúðu ekki þess- um áhorfstölum sem ég var að ná, ein- hverju sinni fór ég uppí 70 prósent. Þar hitti ég til dæmis David Letterman sem hélt að ég væri að gera grín að sér. Hann sagðist hafa verið fullur í heila viku þegar hann einhvem tíma náði 12 prósentum. í kjölfarið spurði hann mig hvað ég hefði í laun en ég var nú ekkert að fara út í þá sálma við hann... Jæja, allt um það. Svo leit ég til Englands og hafði samband við ýmsa þar. Paul McCartney sendi svona nett svar og svo framvegis. Eric Clapton sendi jákvætt svar og einnig höfðaði ég til fótboltaáhuga Eltons John. Hann bað mig endilega að hafa samband aftur. Honum þótti þetta sniðugt. Þannig var ég búinn að vinna í þessu á fullu, skipuleggja þáttinn, leggja hann upp og leit björtum aug- um til framkvæmdarinnar. Þá er mér tjáð að því miður hafi ekki unnist tími til að segja mér frá því, en nú séu bara peningamir búnir og þátturinn ekki lengur á dagskrá!" Þá hefur nú fokið íHemma? „Ég hugsa að það hefði soðið á fleirum en mér undir þessum kring- umstæðum. Maður vill gera eitthvað grand, leggur vinnu í það og svo em bara peningamir búnir. Ég sagði þeim frá upphafi að það væri ekki um neinn stórkostnað að ræða, flugfar og hótel en ekkert umfram það. Það verður að segjast eins og er að það var ansi þungt í mér. Þetta er dæmigert fyrir aðstæður sjálfstæðra verktaka. Ég hafði hugsað mér að keyra allt á fullu þann mánuðinn áður en ég færi að huga að ferðaþáttunum. En svona er þetta nú. En ég nenni ekki að vera reiður útí einn eða neinn, ég hef bara ekki tíma í það. Við Siggi höfum átt ágætt samstarf, og ég veit að það stendur allt einsog stafur á bók sem hann talar um. Ég á ekki von á öðm. Og þarna á Ríkisjónvarpinu er allt mitt eftirlætis samstarfsfólk - á okkar samvinnu hefur ekki fallið skuggi í áratug. Þar líður mér best og það vegur þyngra en nokkrar krónur til eða frá.“ ■ ■ íslandsmót í hestaíþróttum Stórglæsilegt mót Þátttaka aldrei meiri. fslandsmótið í hestaíþróttum var haldið í Mosfellsbæ á dögunum. Þátt- taka sló öll met, 498 skráningar í 22 greinum, og öll framkvæmd var til fyrirmyndar í höndum og hófum hestamannafélagsins Harðar. Sem dæmi um alþjóðlegan svip hesta- mennskunnar var heiðursgestur móts- ins Þjóðverjinn Andreas Trappe, margfaldur heimsmeistari í reið- mennsku á íslenskum hestum, fenginn til þess að afhenda verðlaunin. Andre- as er reyndar líka félagi í hestamanna- félaginu Herði og væri óneitanlega merkilegt að sjá hann skreyta landslið íslendinga í hestaíþróttum á heims- leikunum í Noregi að ári. Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson og frú Guðrún Katrín Þor- bergsdóttir, heiðruðu einnig mótið með nærveru sinni og afhenti forset- inn verðlaun. Af helstu úrslitum urðu töltúrslitin óvænt, þegar stjama síðasta landsmóts Sigurjón Gylfason fer mikinn á skeiði á Kolbaki. Sigurður og Prins á flugaskeiði. Gott töltspor hjá Höskuldi á Þyt. Myndir: Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Urslitin í tölti urðu óvænt, þar sem Þórður Þorgeirsson vann á leyni- vopninu Laufa. Hér lyftir hann bik- arnum fagnandi, sem heimsmeist- arinn Andreas Trappe afhenti. Þá kemur Hafliði á Nælu, Sigurbjörn á Oddi, Höskuldur á Þyt, Fríða á Hirti og Bjarni á Eldi. á Hellu, Þórður Þorgeirsson, Geysisfé- lagi, sló út Fáksfélagana Hafliða Hall- dórsson töltmeistara á Nælu og Sigur- björn Bárðarson íslandsmeistara á Oddi. Þórður keppti á leynivopninu Laufa, ungum hesti, og segir niður- staðan best til um frábæra hæfileika Þórðar í reiðmennskunni. Þá var mikil spenna í fimmgangi þar sem Gustarinn Siguijón Gylfason á Kolbak ógnaði veldi fslandsmeistar- ans Sigurbjöms Bárðarsonar á Dyn. Sigurbjöm náði fyrsta sætinu og varð íslandsmeistari í samanlögðum úrslit- um. Sölvi Sigurðsson Harðarfélagi varð sigurvegari í ungmennaflokki, Davíð Matthíasson Fáksfélagi sigraði í unglingaflokki og Viðar Ingólfsson Fáki sigraði í bamaflokki. Sigurbjörn Bárðarson á Dyn sigraði í fimmgangi, en Sigurjón Gylfason veitti honum harða keppni á Kol- baki. Þá kemur Sveinn á Bassa, Sigurður á Prins, Hinrik á Drottn- ingu og Elsa á Demanti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.