Alþýðublaðið - 23.08.1996, Page 2

Alþýðublaðið - 23.08.1996, Page 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1996 21164. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín ehf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Staða Alþýðuflokksins Á miðvikudag var í Alþýðublaðinu rætt við ýmsa áhrifamenn í Alþýðuflokknum vegna flokksþings sem haldið verður í nóvem- ber. Niðurstaða þeirra um stöðu flokksins var í stórum dráttum dregin saman í íýrirsögn: Góð málefnastaða - en innra starf lítið sem ekkert. Ummæli viðmælenda blaðsins um innra starf flokks- ins vom á einn veg. Steindór Ögmundsson bæjarfulltrúi í Vestur- byggð: „Innra starf flokksins er eitt stórt núll. Ég hef orðið voða- lega lítið var við það síðustu tvö árin. Það er tómt mál að tala um einhver stefnumál ef flokkurinn er að deyja.“ Birgir Dýrfjörð þinglóðs: „Innra starf flokksins hefur verið ákaflega bæklað síð- astliðið ár, svo ekki sé meira sagt.“ Magnús Hafsteinsson for- maður Alþýðuflokksfélags Hafnarfjarðar: „Innra starf flokksins er ekki gott. Jafnvel þó menn sýni einhvem ht, þá er slegið á putt- ana á þeim.“ Hrönn Hrafnsdóttir: ,,En ef ég á að segja alveg eins- og er, þá er doði yfir flokksstarfinu í heild. Því núður. Og ég veit ekki hvað er að gerast úti á landsbyggðinni en hef á tilfinning- unni að starfið sé lítið.“ Þóra Amórsdóttir framkvæmdastjóri Sambands ungra jafnaðarmanna: „Einsog við vitum öll hefur innra starf flokksins ekkert verið.“ Þessi ummæli fólks, sem einna best þekkir til, ættu að verða forystusveit Alþýðuflokksins alvarlegt umhugsunarefni. Svo virðist sem flokkurinn sé alls ekki búinn að jafna sig á geminga- hríð síðustu tveggja ára: spillingarumræðu, klofningi og brott- hvarfi úr ríkisstjóm. Þrátt fyrir að þingmenn flokksins hafi átt góða spretti í stjómarandstöðu hefur það greinilega enganveginn dugað til að hrista doðann af flokknum í heild. Stjómmálaflokkur sem setur allt traust sitt á fámennan þingflokk er ekki til stórræða, og séu undirstöður flokksins látnar grotna niður getur það bara endað á einn veg. Sá flokkur sem vill öðlast tiltrú kjósenda hlýtur að kosta kapps um að virkja sem flesta til starfa og stefnumótun- ar: ella verður hann lokuð og ólýðræðisleg klíka. Alþýðuflokksmenn státa sig einatt af því að flokkurinn sé upp- spretta hugmynda og stefnumála. Það verður ekki frá flokknum tekið að hann hefur verið aflvaki umræðu og nýrrar hugsunar í mörgum stórmálum, og áhrif hans á þjóðmálaumræðu hafa verið langtum meiri en kjörfylgi gefur til kynna. Þá þarf tæpast að rilja upp, að í ríkisstjómum 1987-1995 tókst alþýðuflokksmönnum að knýja í gegn miklar umbætur á ýmsum sviðum, á stundum í and- stöðu við valdamikil öfl. Þátttaka í ríkisstjómum í átta ár útheimti vitanlega mikið þrek, af hálfu forystumanna flokksins og því var innanflokksmálum ekki sinnt sem skyldi. Alþýðuflokksmenn sýndu að vísu styrk þegar þeim tókst að safna vopnum sínum í kjölfar klofningsins íyrir tveimur árum, en um hríð leit jafnvel út fyrir að flokkurinn þurrkaðist af þingi. Þrátt fyrir vamarsigur í þingkosningum í fyrra er staðan sú, að í þremur stómm kjördæmum hefur flokkurinn engan þingmann. Flokksstarf á landsbyggðinni er víða lítið eða ekkert, og á suðvesturhominu, þarsem eiga að heita sterkustu vígi flokksins, hefur það verið með allra minnsta móti. Að öllu samanlögðu hlýtur það að vera eitt brýnasta verkefni forystu alþýðuflokksmanna að gera flokk sinn á ný að lifandi hreyfingu, og virkja sem flesta til stefnumótunar og þátttöku. Þótt flokkurinn sé nú 80 ára er ekki þarmeð sagt að hann þurfi að leggjast í kör. Reyndar em ljós í myrkrinu. Á undanfömum árum hefur Sam- band ungra jafnaðarmanna sýnt hvers það er megnugt, fengið til liðs við sig nýja félaga og látið hressilega að sér kveða, bæði í flokksstarfi og málefnavinnu. Vel mættu forystumenn Alþýðu- flokksins leita I smiðju ungra jafnaðarmanna, vilji þeir á annað borð láta ferska vinda blása. ■ s k o ð a n i r w Islenska eldhúsið Er það til? Einu sinni hélt ég það. Þegar ég var um tvítugt bjó ég sumarlangt hjá vinafólki í kaupstað fjarri höfuðborginni meðan ég vann við múrarahandlang. Ég man ekki al- veg hvemig náungi ég var, nema mig minnir að ég hafi talið mig sigldan menntamann sem hefði stigið niður til alþýðunnar til að benda henni á fisk undir steini. Vikupiltar | Guðmundur Andri Thorsson skrifar Ég var alltaf að þusa um bílaeign landsmanna og eitthvað fleira sem þá var til siðs að þusa yfir. Og íslenska matargerð, það man ég. í einhverri kappræðunni við bamið á heimilinu sem einna helst nennti að ansa þessu flutti ég innblásna æsingaræðu um eldamennsku og kvað fátt jafn frum- stætt og hlálegt í matarmenn- ingu heimsins og það sem ég leyfði mér að kalla •venjulegan íslenskan mat*. Hann væri kryddlaus, ofsoðinn, hugmynda- snauður nema helst varðandi það sem spillt gæti hráefninu með sem gjörtækustum hætti, kjötið feitt og seigt, ofsoðinn fískurinn löðrandi í smjöri eða hömsum, ef ekki beinlínis siginn eða nætursaltaður, grautarnir • kekkjóttir, súpumar uppbakaðar. Ég spretti fingri að skyrhrær- ingnum, vék svo ræðunni að þorrablótum og öllu því ómeti sem menn kúguðu þar ofan í sig til að telja sér trú um að þeir væm Islendingar einu sinni á ári - maklegast væri að þeir fengju þá jafnframt að japla á skinnblöðum og skósólum úr því þeir vildu endilega éta það sem þjóðin hefði neyðst til-að leggja sér til munns á fyrri öldum. Og svona gekk þetta: hvergi í heiminum fyrirfyndist jafn bragðlaust og ofsoðið jukk og ‘venjulegur íslenskur matur*. Þetta var ágætt hjá mér. Bamið á heimilinu horfði á mig og hugsaði sitt. Svo kom í ljós að ég hafði unnið Phyrrosarsigur í kappræðunni. Ég hafði talað of mikið. Ég hafði stigið yfir þetta örlitla bil sem er milli litríks málflutnings og gaspurs. Og því var það að í hvert sinn sem fjölskyldan settist að borðum minnti bamið mig á þær eindregnu skoðanir sem ég hafði viðrað á venjulegum íslenskum mat og lét í ljós þá von að máltíðin yrði mér ekki samfellt kvalræði. Með hverjum munnbita varð ég að kyngja fyrri ummælum. Auðmýking mín var algör. Síðar átti bamið svo eftir að segja reykingum mínum stríð á hendur. Af því er önnur saga. í dag reykir hann en ekki ég. í matargerðinni halda þjóðimar til haga því sem á daga þeirra hefur drif- ið. í matnum er sagan, minnið - ekki í stjórnmálunum sem alls staðar eru sami ómerkilegi tindátaleikurinn. í matnum leynast atvik dægranna, þar safnast reynsla allra þeirra sem gegn- um aldimar hafa staðið yfir pottum og fengið hugdettur og innblástur sem síðan hefur farið til eftirkomenda. I matnum sér maður þjóðarhag og land- kosti og skaplyndi þjóðanna. Dæmi af handahófi: Parísarmatur - Níska franska eld- húsið - er þóttafullur og ofmetinn: boðið er upp á eitt salatblað með litlu en ókennilegu dýri í þeirri vissu að salatblaðið sé unaðslegt, það sé yogísk reynsla að japla á því og maturinn er svo fagurlega framborinn að maður þorir varla að hrófla við listaverkinu sem þjónninn var svo vænn að slengja á borðið hjá þér um leið og hann strunsaði burt með nefið upp í loft. Bandaríkjamenn þróuðu hinn sigur- sæla skyndibita undir kjörorðinu „Fe- ed them and throw them out“ eins og segir í skáldsögu eftir Raymond Chandler. Þetta er hámark múgmenn- ingarinnar og virðingarleysið algjört fyrir framtaki einstaklingsins. Hitt múgkerfið, það í Sovét, ól af sér Kiev- kjúklinginn sem er einmitt sama bragðlausa kaloríubomban og hákapít- alisminn í Bandaríkjunum þróaði og heitir Kentucky-fried; og er hvort tveggja sniðið til að ná fram hámarks- H» u.i.% afköstum magans á sem skemmstum tíma, svo að menn geti snúið sér hið snarasta að því að auka framleiðsluna. ítalskúr matur gerir út á fyrsta munn- bitann: að maður hrópi Bravó! síðan gerist hann þungur og leiðigjam, eink- um hér á landi þar sem ævinlega er settur peli af ijóma í pastasósumar af því aðjtastað sjálft er talið svo megr- andi. I spænskum mat má sjá þjóð sem kann að lifa af hafsins gæðum, ólíkt Islendingum ífam á síðasta ára- tug, en sú sama þjóð hefur aldrei nennt að setja sig inn í hvað maður gerir við kjöt. Hollenskur matur er all- ur mjög blautur, súrsað dót og græn- metið löðrandi í oh'um, danskur matur er vinalegt gums, og báðar þjóðir skammta matinn alltof ríkulega sem bendir til harðinda í stríðinu og blank- heita almennings. Þýskur matur er kraftmikill og sigurviss en enskur matur er vandræðamauk sem sýnir áttavillta þjóð um eigin sjálfsmynd. Sænskur matur eru þessar litlu, hörðu, þurru og alvöruþrungnu hjöttbullar og hin fáránlega mikla piprun á þeim bendir til sektarkenndar yfir því að hafa matast vel, piparinn er eins og sjálfstyftun - og svo er andstæðan hjá þessari þjóð sem er og verður okkur Islendingum ráðgáta og mun alltaf sigra okkur í handbolta: hinir snilldar- legu síldarréttir bomir fram af rausn og gleði og jafnvel geðshræringu. Ind- verskur matur er innblásinn og svo þróaður og langræktaður og lostafull- ur að jaðrar við dekadens. Kínverskur matur er svo lipur að maður undrast, eldaður á ógnarhraða án þess að mað- ur verði var við kjörorðið Étið og snáfið, þótt það lúri ef til vill undir. Og svo framvegis. En hvemig er þá dæmigerður íslenskur matur? Hann er kraftmikill, hann gefur mikla orku til átaka. Þetta er matur handa erfiðis- mönnum, matur fyrir illviðri. Það er lítið stúss í kringum eldamennskuna, ekkert smökkunartilstand, engin til- gerð. Þessu er bara skellt í pott og lát- ið sjóða og síðan er því skellt á borðið - fyrirgefiði. En það eru þeim mun meiri vísindi að verka þennan mat, búa hann undir suðuna. Þetta er langt ferli til að uá fram hinu mikla og stundum ramma bragði sem er af þessum mat. Um leið og þessi matur er sérkennilegur er hann hreinn og beinn og laus við stæla, laus við mála- miðlanir - ef þér líkar þetta ekki get- urðu bara farið inn í herbergið þitt. Og þannig á maður líka að taka honum. Þannig á maður að taka íslenskri menningu. Við lifum á stórkostlegum tímum. Einn vottur þess er að Reykjavík, þessir húsahrúga, líkist æ meira borg. Nú er hægt að fara út að borða á mexík- önskum stað, kínverskum, kal- ífomískum, indverskum, kóresk- um og þrjúhundruð ítölskum. Það er boðið upp á matargerð Víetnama, Japana, Argentínu- manria; Spánverja. -Tælendinga og Frakka, þótt þeirra matárgerð sé að vísu stæld í naúmum skömmtum, en próvensalska sveitaeldhúsið hunsað þótt það sé það eina eftirbreytniverða þar úr landi. Hér eru staðir sem bjóða upp á fisk eldaðan á alls- konar máta og mun víst vera því bragðbetri sem hann er ljótari, hér er loksins kominn McDonald, ég bíð bara eftir kúskús-stað... Eri éng- um hefur hugkvæmst að oþná rrieð ís- lenskan m'atsölustað með i'slénskii matargerð: kjötsúpu, hangikjöti, salt- kjöti og baunum, slátri, sviðum, harð- fisk. Samt finnst öllum Islendingum þetta góður matur. Maður fær ískaldan snafs þegar maður kemur búðar í loftið inn úr kuldanum. Á meðan maður bíður eftir aðalréttinum maular maður hákarl og horfir á knálegar framreiðslustúlkum- ar skjótast um í peysufötum með full trog; svo kemur spónamaturinn, síðan ketið eða soðningin og loks hnaus- þykkur grautur. Sterkt og gott kaffi á eftir, með brennivíni úti, og neftób- akslús látin fylgja kaffinu fremur en eitthvert hofróðulegt súkkulaðistykki. Og maður er saddur og sæll þegar maður reiðir fram fimmþúsundkall- inn: Hafðu hann fallegur stúlkurinn mín. Við förum einn dag á ári á Þorra- blót til að gerast íslendingar og þar söfnum við saman öllum versta mam- um sem þjóðin neyddist til að borða. Okkur finnst að hann eigi að vera vondur, það eigi að vera kvalræði að koma honum niður: manndómsraun. Það sé hetjudáð að vera þjóðlegur. ís- lensk tunga og íslensk menning: við höldum að þetta sé eitthvað sem þurfi að tileinka sér. ■ B a g a t a 1 2 3. á 9 ú s t Atburðir dagsins 1926 Kyntáknið og leikarinn Valentínó deyr, 31 árs. 1933 Gandhi látinn laus úr fangelsi eftir hungurverkfall. 1939 Þýskaland og Sovétríkin undir- rita griðasáttmála. 1940 Þýskar sprengjuflugvélar hefja árásir á London. 1946 Gunnar Huseby varð Evrópumeistari í kúlu- varpi í Osló. 1954 Jökull Jak- obsson kemur niður á stein- kistu Páls biskups Jónssonar, sem lést 1211, við fornleifa- uppgröft í Skálholti. 1966 Mesti afli í sögu íslenskra síld- veiða fékkst þennan dag. 82 skip fengu 16.116 lestir. 1967 Islendingar töpuðu fyrir Dön- um í knattspyrnu með 14 mörkum gegn 2. Afmælisbörn dagsins Lúðvík XVI 1854, Frakka- kóngur sem tekinn var af lífi með fallöxinni. Gene Kelly 1912, bandarískur dansari og leikari. WiIIy Russel 1947, enskt leikritaskáld, samdi með- al annars Educating Rita. Annálsbrot dagsins Gekk blóðsóttin. Féllu yftrferð- armenn. Kallað Eymdarár. Féllu í Hegranesþingi 8 hundr- uð manna á þessum 3 fyrirfar- andi árum og þessu, en um allt Island níu þúsund manna. Vatnsfjaröarannáll elzti, 1604. Hættur dagsins Þrennt er konum hættulegt í París: Ungir menn, miðaldra menn og gamlir menn. Yves Montand. Málsháttur dagsins Sú er veislan best, að hver hafi sinn vilja. Réttlæti dagsins Lögin gera ekki mannamun. Þau banna bæði ríkum og fá- tækum að sofa á berangri og betla mat. Anatole France. Orð dagsins Látum brœður dáð og dug deyfa harm og trega, best erþví með blíðum hug að bera sig karhnannlega. Hákon Hákonarson í Brokey; úr Reimarsrímum. Skák dagsins í skák dagsins er Mikael Tal, einhver snjaliasti og frumleg- asti meistari allra tíma, í hlut- verki fómarlambsins. Lutikov hefur hvítt og á leik, og hann hristir framúr erminni laglega fléttu. Hvítur leikur og vinnur. 1. Dxd8! Hxd8 2. Hxd7+! Hxd7 3. f8=D og hvítur hefur unnið tafl. j

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.