Alþýðublaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Sameining þingflokkanna - hvað svo? Sameining þingflokka Alþýðu- flokksins og Þjóðvaka var að mörgu leyti fyrirsjáanleg. Fylgi Þjóð- vaka nánast hvarf skömmu eftir al- þingiskosningar og ekki hefur tekist að vinna það aftur. Það er einfaldlega yfirlýsing frá kjósendum um að flokkurinn hafi ekki hlutverki að anna, og hins vegar með því að nýi þingflokkurinn ætlaði sér að veiða menn til liðs við sig frá hinum flokk- unum og hefði ráðið Einar Karl Har- aldsson til þeirra verka. Forystumenn hins nýja þingflokks hafa allir lagt áherslu á gott samstarf við hina flokkana í stjómarandstöðu Það er engin ástæða til þess að ætla mönnum annað en þeir segja sjálfir, að minnsta kosti þangað til annað kemur í Ijós. Forystumenn nýja þingflokksins munu með verkum sínum á næstu vikum sanna eða afsanna orð sín. Við skulum ekki nú móta viðbrögð okkar af því sem GÆTI verið heldur því sem ER. gegna t flokkakerfinu. Fyrir forysm- menn Þjóðvaka var því ekkert annað að gera en að finna sér annan stað í stjómmálum og það lá beinast við að þiggja skjól frá Alþýðuflokknum. Gestg^oð | Fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur eru það efalaust þung spor, eftir það sem á undan hefur gengið, og vandalaust er að skemmta sér yfir ófömm henn- ar. En hún beygir sig fyrir staðreynd- um og tekur ákvörðun út frá því. A það má benda að stjórnmálamaður sem viðurkennir staðreyndir og tekur ákvörðun í samræmi við þær er lík- legri til að ná árangri í starfi sínu en sá sem stöðugt hleypur á vegginn. Spumingamar sem vakna em hver verða áhrifin af sameiningu þing- flokkanna á samstarf flokkanna í stjómarandstöðu, hver verða áhrifin á flokkaskipanina eða verða yfirhöfuð einhver áhrif. Þar sýnist sitt hverjum, en ég reifa hér mín sjónarmið. Áhrifin á samstarf sjórnar- andstöðunnar Fram hefur komið sú skoðun að sameining þingflokkanna gæti spillt samstarfinu milli stjómarandstöðunn- ar af tveimur ástæðum, annars vegar með því að hinn nýi þingflokkur neytti afls í kjöri þingnefnda og gengi á hlut hinna stjórnarandstöðuflokk- og að hlutverk Einars Karls sé að skipuleggja fundaherferð og koma á umræðum milli manna og flokka hafi ég skilið skýringarnar rétt. Það er engin ástæða til þess að ætla mönn- um annað en þeir segja sjálfir, að minnsta kosti þangað til annað kemur í ljós. Forystumenn nýja þingflokks- ins munu með verkum sínum á næstu vikum sanna eða afsanna orð sín. Við skulum ekki nú móta viðbrögð okkar af því sem GÆTI verið heldur því sem ER. Varðandi skipan í þingnefndir er rétt að benda á að um það tókst ágætt samkomulag milli þingflokkanna fjögurra og ef það er skoðað út frá þingflokki jafnaðaTnanna annars vegar og þingflokkum Kvennalista og Alþýðubandalags samanlagt hins vegar þá hefur þingflokkur jafnaðar- manna alls 19 nefndarsæti, en hinir tveir samtals 18 nefndarsæti, þrátt fyrir að þeir síðarnefndu hafi fleiri þingmenn eða 12 á móti 11. Enn- ifremur hefur þingflokkur jafnaðar- manna fleiri fulltrúa en hinir tveir þingflokkarnir til samans í 7 þing- nefndum af 12, en í þeim þingnefnd- um hefur þingflokkur jafnaðarmanna 2 fulltrúa af 3 fulltrúum stjómarand- stöðunnar. Þessar staðreyndir segja einfaldlega að þingflokkur jafnaðar- manna hefur ríflega styrk sinn í þing- nefndum og getur því ekki gengið á hlut hinna stjómarandstöðuflokkanna með því að beita afli. Mér sýnist því með öllu ástæðulaust fyrir Alþýðu- bandalag og Kvennalista að óttast yfirgang á því sviði. Vissulega getur hinn nýi þingflokkur óskað eftir breytingum , en breyting í einni þing- nefnd þeim í hag þýðir breytingu á annarri þingnefnd hinum til hagsbóta og breytingar verða ekki gerðar nema með samkomulagi allra aðila. Skýr- ingin á þessari stöðu er sú að Al- þýðubandalagið sótti ekki nefndasæti til samræmis við styrk sinn þegar stjómarandstöðuflokkarnir sömdu á sínum tíma. Það var gert til þess að mæta eindregnum óskum Þjóðvaka sem fékk í raun meira en styrkur hans stóð til. Landslagið í stjórnmálum Forvitnilegra er að velta fyrir sér hvaða áhrif myndun þingflokks jafn- aðarmanna hefur á landslagið í stjómmálunum. Hin augljósu áhrif era að flokkun- um fækkar, því í raun er Þjóðvaki lagður niður. Þá verður Kvennalist- inn að treysta meir en áður á samstarf við Alþýðubandalagið jafnframt því að innan Kvennalistans vakna efa- semdir um að rétt sé að halda úti þingflokkj sem er aðeins þriðjungur af næstminnsta þingflokknum og hef- ur þar að auki um þessar mundir fylgi fyrir einungis helmingnum af þessum þriðjung. Að öllu samanlögðu mun flokkakerfið líkjast æ meir gamla fjórflokkakerfinu. Ef ekkert annað gerist verður niðurstaðan að gamli fjórflokkurinn styrkir sig í sessi. Það marka ég af því að samanlagt fylgi annarra flokka en fjórflokksins er um þessar mundir hverfandi og myndi hugsanlega skila 2 þingmönnum. í síðustu femu alþingiskosningum hafa aðrir flokkar en gamli íjórflokkurinn fengið 5 þingmenn (1991) , 7 þing- menn (1983 og 1995) og 13 þing- menn (1987) og verður að fara aftur til alþingiskosninganna 1978 og 1979 til að finna slakari útkomu annarra flokka. Það þarf ekki að vera slæm þróun fyrir A-flokkana að fjórflokkakerfið styrkist. I kosningunum 1979 fengu þeir samtals 21 þingmann ,en í fyrra ekki nema 16 og hafði þó þingmönn- um verið fjölgað um 3.Stjórnarand- staðan öll hefur nú ekki nema 23 þingmenn sem er nánast sami hlutur og A flokkarnir tveir höfðu árið 1979. Af þesu má draga þá ályktun að fleiri flokkar á vinstri væng stjórn- málanna eykur ekki hlut þeirra heldur dreifir kröftunum. Einnig sýnist mér að orða megi ályktunina þannig: færri flokkar skila að minnsta kosti jafngóðum árangri og fleiri flokkar. Þetta þýðir að fjórflokkakerfi er lík- lega betra en sexflokka kerfi. Þá kemur spurningin: getum við náð betri árangri ef A flokkarnir koma fram sem ein heild eða sem samherjar ? Sagan bendir til þess að þess megi vænta og að minnsta kosti í orði kveðnu stendur vilji forystu- manna beggja flokka til þess. Á næstu mánuðum ræðst hvort af því verður. Þrennt mun skipta miklu máli um það : í fyrsta lagi hvemig forystu- menn þingflokks jafnaðarmanna nálgast Alþýðubandalagið, í öðm lagi viðbrögð Álþýðubandalagsins og loks það sem mestu máli skiptir og ræður að verulegu leyti um hin tvö atriðin hver er vilji kjósenda? Það er gömul saga og ný að flokk- ar verða ekki sameinaðir gegn vilja flokksmanna og hitt að flokkum verður ekki haldið aðskildum gegn vilja kjósenda. ■ Höfundur er þingmaður Alþýðubandalagsins. Hæstaréttarlögmenn eru smám saman aðjafna sig á þeirri móðgun sem Þorsteinn Pálsson sýndi þeim þegar hann lét undir höfuð leggjast að bjóða þeim við vígslu nýja Hæsta- réttarhússins. Hann bauð þeim þó en á elleftu stundu og þeim fannst lítt til þess koma að fá boðið á dreifi- bréf í gegnum faxtækið og starfsmaður þeirra hjá lög- mannafélaginu á nætur- vinnutaxta við að senda það út. Vígslan fór fram á föstu- dag og þá sáu hæstaréttar- lögmenn sértil nokkurrar gremju að í bílageymslu sem er undir húsinu er ekki reikhað með farkostum þeirra heldur aðeins fyrir fastafólk við húsið. Þá varð einum lögmanninum að orði að þeir þyrftu eftir sem áður að borga stöðumæla- sektir eftir hvern málarekst- ur... Framsóknarmenn hafa á sinni valdatíð verið iðnir við að planta sínu fólki í gæðingastöður og kratar hafa það á orði að ef þeir hefðu verið að verki væri þessu slegið upp í fjölmiðl- um. Einkum þykir Finnur Ingólfsson viðskipta- og iðnaðarráðherra mikill plott- ari og refur þegar kemur að stöðuveitingum. Tíðinda- maður Alþýðublaðsins benti á að nýlega hefði Finnur ráðið lögfræðing við ráðu- neyti sitt, góðan og gildan framsóknarmann, enda á hann ættir að rekja þangað. Hann heitir Pétur Pálsson og þarf ekki rýna lengi í nafnið til að átta sig á fað- erninu... ú saga gengur að Al- þýðuflokkurinn ætli að kaupa Helgarpóstinn og væri hann þar með kominn heim eins og fleiri en Al- þýðuflokkurinn hóf einmitt útgáfu hans á sínum tíma. Helgarpósturinn gengur mjög illa um þessar mundir og starfsmenn fá laun seint og illa. Alþýðublaðið veit um marga fyrrum starfs- menn sem eiga laun inni hjá fyrirtækinu en það virðist tómt mál að sækja þau. Ým- ist er svarað útí hött eða mönnum boðinn hluti launa að því tilskyldu að þeir skrifi undir yfirlýsingu þess efnis að þeir eigi enga kröfu á hendurfyrirtækinu. Þetta er ekki beint til þess fallið að styrkja ímyndina og er því verulega farið að hitna undir Þorbirni Tjörva Stefáns- syni framkvæmdastjóra blaðsins og eigendur þess leita nú að eftirmanni hans. Gárungarnir hafa á orði að sá sem væri til í að taka að sér starfið væri þar með bú- inn að lýsa sig vanhæfan því lítil sem engin stemmning er í kringum blaðið. Alþýðu- blaðið hefur engar staðfest- ar heimildir fyrir því að Al- þýðuflokkurinn ætli að kaupa Helgarpóstinn enda virðist í fljótu bragði ekki um félegan varning að ræða... h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson Fyrsta smásjáin Guöjón Stefánsson bíl- stjóri: Nei, ég var að vinna. Erla Snorradóttir af- greiðslumaður: Nei, það var orðið uppselt þegar ég ætl- aði að ná mér í miða. Kristrún Sveinbjörnsdótt- ir þingvörður: Nei, því mið- ur. Eg fór að hugsa mér alltof seint til hreyfings og þá vom allir miðar búnir. Chloe Gorbulew nemi: Já, það var bijálað stuð og Damon var algjört ÆÐI. Auður Benediktsdóttir nemi: Nei, og mig langaði ekki vitund. JÓN ÓSKAR m e n n Konur gráta oftar af vonbrigðum og þegar þær ríiast, en karlar gráta fyrst og fremst þegar þeir missa einhvern sér náinn, eða horfa á aðra þjást. Morgunblaðið vitnar í hollenska háskólakönnun um grát en þar kemur meðal annars fram, og kemur ekki á óvart, að ítalskir karlmenn gráta mest allra karla. Mogginn á sunnudag. Það er skemmst frá því að segja að það gengur stundum ekkert sérstaklega vel að fá konur til þess að láta Ijós sitt skína. Guðrún Guðlaugsdóttir upplýsir í pistli sínum, það sem allir blaðamenn þekkja, hvað veldur því að konur eru ekki eins áberandi í fjölmiðlum og raun ber vitni. Mogginn á sunnudag. Ég hefi aldrei farið í launkofa með það, að besta veganesti til farsællar ævi er að vera bindind- is- og bænarmaður. Það hefi ég reynt gegnum árin og það hefir aidrei brugðist á neinn hátt. Árni Helgason, bindindisfrömuður og lukk- unnar pamfíll, heldur sínu striki og breiðir út fagnaðarerindið. Mogginn á sunnudag. Eftir langvinna stöðnun erum við nú orðnir eftirbátar, sem auglýsum í útlöndum, að hér sé gott að fjárfesta í láglaunaríki. Jónas Kristjánsson bendir á í leiðara að íslenskt efnahagslíf þrífist á happdrættis- vinningum. DV á laugardag. „Piparjúnkuleg“ viðbrögð hjá Allaböllum Fyrirsögn í DT á laugardag höfö eftir Einari Karli Haraldssyni nýráðnum framkvæmda- stjóra sameinaðs þingflokks Alþýðuflokks og Þjóðvaka. Ég þekki hins vegar af eigin raun heiftina sem á vissum stöðum í Alþýðubanda- laginu gýs upp gagnvart þeim sem voga sér að fylgja sannfær- ingu sinni og yfirgefa skútuna, þegar þeim finnst hana hafa borið af leið. Össur Skarphéðinsson í gestaleiðara í DT á sunnudag. Á fimmtudaginn birtist í DV frétt um breska sál- fræðinga, sem höfðu sannaö að stjórnmálamenn og geðsjúk- lingar hafa mörg sameiginleg einkenni. Það kom mér ekki allskostar á óvart. Össur aftur. Unga fólkið vill vera bóhemar eins og Vigdís forseti, sem hefur gefið yfirlýsingar um það. Heiöar Jónsson snyrtir rýnir í stefnur og strauma í DT á laugardaginn. fréttaskot úr fortíð Háskólinn var settur í gær kl. 1. Setti rektor skólans, dr. Guðm. Finnbogason prófessor, hann með snjallri ræðu, en stúdentar sungu á undan og eftir. 16 nýir stúdentar höfðu látið innrita sig, en von er á nokkmm fleirum. Kensla byrjar í dag í sumum deildum skólans. Alþýðublaðið, fimmtudaginn 7. október 1920.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.