Alþýðublaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 3 ó i i t í k V ÚTBOÐ F.h. Borgarverkfræðingsins í Reykjavík og Vega- máiastjóra, er óskað eftir tilboðum í gerð yirbygg- ingar göngubrúar yfir Miklubraut í Reykjavík. Helstu magntölur eru: Stálsmíði: 50 tonn Steypustyrktarjárn: 100 kg. Mótafletir: 8,0 m2 Steinsteypa: 5,5 m3 Handrið utan brúar: 52 m. Verkinu skal að fullu lokið 15. júní 1997. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri gegn kr. 10.000 skilatr. Opnun tilboða: þriðjud. 15. október 1996 kl. 11:00 á sama stað. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3- 101 Reykjavík Sími 552 5800 Bréfsími 562 2616 1 ÚTB0Ð F.h. Hitaveitu Reykjavíkur, er óskað eftir tilboðum í verkið „Mælaskipti". Verkið felst í því að skipta um mæla í Reykjavík. Alls er um að ræða um 13.200 mæla. Verkinu skal lokið fyrir 15. desember 1998. Útboðið er opið fyrir alla pípulagningameistara, sem löggildingu hafa í Reykjavík. Útboðsgögn eru afhent á skrifst. vorri. Opnun tilboða: þriðjud. 17. sept. n.k. kl. 14.00 á sama stað. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3-101 Reykjavík Sími 552 5800 Bréfsími 562 2616 Menntamálaráðuneytið Laus staða deildar- stjóra á fjármálasviði Menntamálaráðuneytið auglýsir stöðu deildarstjóra fjárhags- deildar á fjármálasviði ráðuneytisins lausa til umsóknar. Um- sækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi, viðskiptamenntun og nokkur þekking á skólamálum er æskileg. Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil send- ist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 1. október nk. Menntamálaráðuneytið, 4. september 1996 VINNUMÁLASKRIFSTOFA FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTISINS (ATVINNU LEYSISTRYG GINGA- SJÓÐUR OG ÁBYRGÐA- SJÓÐUR LAUNA) ER FLUTT í HAFNARHÚSIÐ V/TRYGGVAGÖTU Á 3. HÆÐ. SKRIFSTOFAN VERÐUR OPNUÐ ÞANN 11. SEPT- EMBER 1996. NÝTT SÍMANÚMER VERÐUR 511 2500 OG NÝR BRÉFA- SÍMI 511 2520. VEGNA FLUTNINGSINS VERÐUR SKRIFSTOFAN LOK- UÐ 9. OG 10. SEPTEMBER. VINNUMÁLASKRIFSTOFA FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTISINS Alþýðublaðið Vertu með á nótunum fyrir 950 kall á mánuði Sími 562 5566 MAIþýðublaðinu hefur borist yfirlýsing og grein frá Sigurði Hjartarsyni og stjórn Tófuvinafélagsins Dýraníðin fyrirlitlegi vesalinga Tófan hafði verið að fílósófera um fegurð himins- ins og hinstu rök tilverunnar á bak við hól þegar Hræringsstaðahjónin birtust að óvörum... Ekki náði bóndi að hreinsa allt grjót ofan af dýrinu og greip hann því til eggjagrjóts og sargaði dýrið í sundur neðan herðakambs. - segir í yfirlýsingu Tófu- vinafélagsins sem fer fram á lögreglurannsókn. Sigurður Hjartarson kom við á ritstjórnarskrifstofum Alþýðubiaðsins og afhenti svohljóðandi yfirlýsingu fyrir hönd Tófuvinafélagsins: „Laugardaginn 7. september birtist á samtengdum rásum Ríkisútvarpsins fréttaviðtal við Jón bónda Þórarinsson á Hræringsstöðum í Svarfaðardal. Þar lýsti Jón bóndi því í samtali við ífétta- mann hvemig, honum og konu hans tókst með hetjulegum hætti að murka Kfið úr einu tófugreyi. Tófan hafði verið að fílósófera um fegurð himinsins og hinstu rök tilver- unnar á bak við hól þegar Hrærings- staðahjónin birtust að óvörum. Lág- fótu brá illa og stakk sér ofan í urð í óðagotinu, en náði ekki að forða sér. Jón bóndi náði í skott tófunnar og annan afturfótinn. Bóndakonan bljúga leysti því næst skóþvengi sína og fékk bónda, sem batt um skott og fót lág- fótu og var dýrinu þannig haldið með- an bóndi ruddi gijóti úr urðinni. Ekki náði bóndi að hreinsa allt gijót ofan af dýrinu og greip hann því til eggja- gijóts og sargaði dýrið í sundur neðan herðakambs. Lýsti bóndi aðförum þessum með auðheyrilegu stolti við heillaðan fréttamanninn. Hið íslenska Tófuvinafélag, fjölda- samtök áhugamanna er vernda vilja eina spendýrið sem á sér lengri sögu en mannskepnan í þessu landi, for- dæmir þessar aðgerðir bændanna svarfdæisku. H.f.T. mótmælir einnig fréttaflutningi útvarpsins af þessu ill- virki, þessum villimanniega, miðalda skepnuskap. H.Í.T. undrast þá þröng- sýni og hið siðblinda hatur sem margir bændur landsins bera til tófunnar. Vissulega hefur tófan tekið lamb og annað í tímans rás, en allir eru þó samdóma um að tjón af völdum tóf- unnar er aðallega sögulegt fyrirbæri og réttlætir með engu móti þær 40-60 milljónir króna sem lagðar eru árlega í herferðina gegn íslensku tófunni. Eitt er að vinna skipulega og á fag- legan máta gegn tjóni af völdum tóf- unnar og annað að murka lífið úr vamarlausu dýri í svarfdælskri urð. Dýraníðingar eru fyrirlitlegustu og jaínframt aumkunarverðustu vesaling- ar í mannnlegu samfélagi. Sagan úr Svarfaðardal er því miður ekkert eins- dæmi. Svipaðar sögur birtast í fjöl- miðlum öðm hvom. Hvað segja dýraverndunarsamtök við svona skepnuskap? Er það stefna Bændasamtakanna að níðast svona á vamarlausum dýmm? Em svona frétt- ír jákvæðar fyrir ímynd bænda eða þjóðarinnar í heild? íslendingar em áratugum á eftir siðmenntuðum þjóð- um í viðhorfúm til villtra dýra í náttúr- unni. íslendingar hafa undirritað Bemar- sáttmálann um verndun villtra dýra (líklega síðastir Evrópuþjóða), en hvemig er framkvæmd okkar á sátt- málanum? Þurfum við ekki að hlíta ákvæðum þeirra alþjóðlegu sáttmála er við undirritum? Alþingi hefur ný- lega sett lög um vemdun villtra dýra og er með öllu ljóst að aðfarir svarf- dælsku hetjanna brjóta í bága við þau lög. Stjóm Hins íslenska Tófúvinafélags krefst lögreglurannsóknar á ódæðinu í Svarfaðardal og að máhð fái eðlilega meðferð í dómskerfinu. Jafnframt væntir stjóm H.Í.T. þess að fjölmiðlar taki mál þessi til umfjöllunar og leggi sitt af mörkum til að móta mannúð- legri viðhorf til villtra dýra í náttúm íslands. Samtök og hagsmunaaðilar í ferða- mennsku segjast vilja skapa landinu ímynd hreinnar og ömengaðrar nátt- úm. En hver em viðhorf þessara aðila til villtra dýra í náttúrunni. Leggja þau blessun sína á svona aðfarir? Leggja þau blessun sína á dráp villtra dýra á ftiðlýstum svæðum landsins? Væri ekki vænlegra að bjóða út- lendingum upp á refaskoðun í hreinni náttúm íslands en að tíunda afrekssög- ur af skynlausum mönnum að murka lífið úr varnarlausum dýrum? Væri það ekki jákvæðara fyrir Ferðaþjón- ustu bænda að bjóða upp á gönguferð- ir á refaslóðir en að samþykkja með þögninni afrekssögur íslenskra tófu- mðinga í fjölmiðlum eða jafnvel á Int- emetinu? Stjóm H.Í.T. skorar á ofangreinda aðila að bregðast skjótt við og vinna markvisst að tímabærum viðhorfs- breytingum meðal þjóðarinnar. ís- lenskir fjölmiðlar eiga mikið verk óunnið. ÞEirra er ábyrgðin ekki minnst. Þess má að lokum geta að Hið ís- lenska Tófuvinafélag getur boðið upp á námskeið til andlegrar afeitrunar fyrir tófuníðinga svo og endurhæfmg- amámskeið fyrir vankaða fréttamenn. Reykjavík, 8. september 1996 Stjóm H.í. T. “ Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa f eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 - 24. útdráttur 1. flokki 1990 - 21. útdráttur 2. flokki 1990 - 20. útdráttur 2. flokki 1991 - 18. útdráttur 3. flokki 1992 - 13. útdráttur 2. flokki 1993 - 9. útdráttur 2. flokki 1994 - 6. útdráttur 3. flokki 1994 - 5. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. nóvember 1996. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í DV þriðjudaginn 10. september. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfa- fyrirtækjum. cSg HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS I 1 HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 690

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.