Alþýðublaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 m i n n i n g + Baldvin Jónsson 10. janúar 1911 - 1. september 1996 Kista Baldvins Jónssonar borin úr Dómkirkjunni síðdegis í gaer. Baldvin og Emilía voru áratugum saman ómissandi í félagsskap jafnað- armanna í Reykjavík. Hann var al- vörugefinn og íhugull en fróður og áhugasamur, þegar eftir var leitað. Hún var glaðvær og gáskafull, h'fið og sálin í félagslífinu. Hennar var sárt saknað þegar hún féll frá í október 1994. Það varð Baldvini mikill missir. Ég þóttist sjá það í fari ffænda míns að hann hafði misst gleði sína. Alþýðuflokkurinn og Baldvin Jóns- son áttu lengi samleið. Hann var sonur Jóns Baldvinssonar, fyrsta formanns Alþýðuflokksins og ástsælasta leið- toga hans ffá öndverðu. Sú hfsreynsla að alast upp á heimili stjórnmála- manns nægir flestum til að forðast að feta í þau fótspor. Þrátt fyrir laganám og góða málflutningshæfileika lét Baldvin sér nægja að leggja málstaðn- um lið að tjaldabaki. Alþýðuflokkurinn sýndi honum mikinn trúnað og traust. Hann átti sæti í miðstjóm flokksins í meira en tvo áratugi og var um skeið formaður ffamkvæmdastjómar. Af hálfu flokks- ins átti Baldvin sæti í fjölmörgum op- inbemm nefndum og ráðum. í stjóm Sjúkrasamlags Reykjavíkur í 20 ár, í Ríkisskattanefnd í 27 ár, í bankaráði Landsbankans í 19 ár, í stjóm Lands- virkjunar í 22 ár og þar áður í stjóm Sogsvirkjunar í áratug. í Landskjör- stjórn átti hann sæti frá 1978. Jón Baldvinsson stofnaði á sínum tíma Al- þýðubrauðgerðina, til að tryggja al- þýðuheimilum Reykjavíkur ódýrt brauð á kreppuárunum. Baldvin sýsl- aði um þær eignir seinustu áratugina. Ævistarf Baldvins Jónssonar var lögmannsstarfið. Hann var sjálfstætt ^tarfandi lögmaður í Reykjavík í 56 áf. Nú er þeim málflutningi lokið. Fyr- ir hönþ Alþýðuflokksins þakka ég Baldvini fyrir málflutning í þágu góðs málstaðar og flyt afkomendum hans öllum samúðarkveðjur. Jón Baldvin Hannibalsson fomiaður Alþýðuflokksins Baldvin var persónugervingur Al- þýðuflokksins. Hann var alinn upp í honum, baráttunni, hugsjónunum, sigrum og ósigrum. Faðir hans var einn af stofnendum flokksins og fyrsti formaður. Hver einasti alþýðuflokks- maður var hluti af Baldvin, gat leitað til hans, þegið ráð og styrk. Baldvin var einn fómfúsasti maður, sem ég hef kynnst. Seinni kona Baldvins var Emilía heitin Samúelsdóttir, sem lengi vann á Alþýðublaðinu, stjórnaði skemmti- nefnd Alþýðuflokksfélagsins og varð svo formaður félagsins. Saman vom þau gleði og skjól allra alþýðuflokks- manna. Hvað sem bjátaði á var hringt í Em- ihu eða Baldvin og þau lögðu á ráðin. „Hann Baldvin bjargar þessu,“ var viðkvæðið hjá Emihu. Hversu margir voru þeir ekki sem stigu sín fyrstu spor í einkafjármálunum undir traustri leiðsögn Baldvins. Hversu margir vom þeir einnig ekki sem hann tók í hönd sér til atvinnu og bjargálna. Baldvin var jafhan formaður nefnd- amefhdar Alþýðuflokksins á þingum hans og þar vom oft lögð fyrstu spor að farsæld ákvarðana, stefnumótun og þátttöku í stjórn lands og sveitarfé- laga. Einstaklingar skipta nefnilega máli í stjómmálum, þótt hugsjónin sé ein. Baldvin var sérstaklega mann- glöggur og skynjaði hæfileika manna á örskotsbragði. Miklir einstaklingar breyta um- hverfi sínu. Baldvin hafði þá hæfileika að öllum leið vel í návist hans. Hann hafði stórkostlega kímnigáfu og stundum brotnuðu sjóar æsinga og til- finninga svo gersamlega niður í ekki neitt við eitt tilsvar frá honum, að eft- irminnilegt er. Hin uppveðraða per- sóna líka miklu glaðari að vera orðin róleg, heldur en með öll þessi læti. Þá brosti Baldvin, því hann hafði sérstak- an unað af því að létta fólki byrðamar. Sem strákur í Alþýðuflokknum naut ég strax Baldvins og Emilíu. Ævin- lega stóðum við saman gegnum þykkt og þunnt. Ég finn fyrir sámm missi og svo er um marga flokksmenn. Ég votta börnum Baldvins, fóstursyni, ljölskyldu allri, ættingjum og vinum mína dýpstu samúð. Sá algóði Guð sem blés mannkyninu von, gleði og kærleika í hjarta veiti nú Baldvini mínum sinn frið. Guðlaugur Tryggvi Karlsson Með Baldvini Jónssyni er orpinn moldu síðasti jafhaðarmaðurinn sem í bókstaflegum skilningi tengdi Al- þýðuflokk okkar daga við þann Al- þýðuflokk sem í aldarbyijun braut nýtt land fyrir örsnauða íslendinga. Hann ólst upp við föðurkné mannsins, sem lengst allra mótaði hreyfingu íslenskra jafnaðarmanna og bjó til æviloka að viðhorfum sem hann fékk í föðurarf frá Jóni Baldvinssyni, formanni Al- þýðuflokksins. Hversu vel tókst til um landnámið, sem faðir hans hóf ásamt íslenskum erfiðismönnum? Skilur það einhver í dag, nema sá sem lifði daga Baldvins Jónssonar, og fann á eigin skinni hvemig þjóðfélag örbirgðarinn- ar breyttist hægt en örugglega yfir í samfélag hins félagslega öryggis? Kanski þakkar heldur enginn hina þrotlausu elju sem að baki liggur, nema einmitt sú kynslóð sem Baldvin tilheyrði. Fyrir tilstilli jafnaðarstefnunnar eru öreigamir ekki lengur til. Afkomendur tómthúsmanna og örsnauðra sjómanna búa í dag við efnalegt sjálfstæði sem afar og ömmur hefðu ekki í villtustu ómm dagdraumanna látið sér til hugar koma í upphafi ald'’.rinnar. Þetta er arfleifðin sem felst í dagsverkinu sem nú er endanlegn unnið þegar Baldvin Jónsson skilar af sér fyrir hönd tveggja kynslóða jafnaðarmanna. I óeiginlegri merkingu lauk hann verk- inu sem faðirinn hóf, því það varð hlutskipti þeirrar kynslóðar jafnaðar- manna sem Baldvin Jónsson tilheyrði að ljúka umsköpun samfélagsins eftir forskriftinni sem Jón Baldvinsson dró upp í byijun tuttugustu aldarinnar með öðrum forvígismönnum hreyfingar- innar. Baldvin var hinn síðasti þeirra sem tóku við keflinu - þráðurinn er slitinn - móhíkanamir fallnir Við kynntumst í Nýjum Vettvangi, sem varð svolítið pólitískt afl í borgar- stjóm 1990. Drógumst hálfhauðugir til leiksins; ég fyrir tilstilli Ffrafns Jökuls- sonar sem þá var ungur frambjóðandi en Baldvin af hollustu við Alþýðu- flokkinn sem skipaði honum til verka undir lok kosningabaráttu. Þetta vom undarlegir tfmar enda baráttan skipu- lögð af Ámunda Ámundasyni og allt- íeinu var ég lentur á skrifstofu með syni Jóns Baldvinssonar, sem sama- sem stofnaði Alþýðuflokkinn sam- kvæmt íslandssögu Jónasar frá Hriflu. Við áttum saman nokkra stórskemmti- lega daga. Ég sagði honum sögur úr innanflokkserjum í Alþýðubandalag- inu og hann sagði mér sögur af innan- flokkseijum í Alþýðuflokknum fyrir hálfri öld. Baldvini þótti Hrafn reffi- legur frambjóðandi með nýja bindið sem Ámundi keypti handa honum, og gerði hann að ritara sínum þegar hann hélt til fundar við yfirkjörstjóm sem fulltrúi Nýs Vettvangs. Aldrei fund- umst við síðar eða heyrðumst án þess að Baldvin hæfi samtalið með eftiifar- andi spumingu: „Er nokkuð að frétta af ritara mfnum?“ Svo leið og beið. Baldvin kom stundum í kaffi í þingið og hljóp þá stigann upp í Kringlu einsog ungur maður. Mér fannst hann hlaupa tröpp- umar í umhverfisráðuneytinu fullhratt fyrir minn góða smekk þau þijú skipti sem hann heimsótti mig þangað. „Badminton," svaraði hann bara þegar ég spurði hvaðan honum kæmi örend- ið til slíkra hlaupa upp tröppur í ráðu- neytum. Hann kunni etikettu. Einu sinni drógust morgunfundir í gamla tugthúsinu við Bakarabrekkuna og Baldvin beið þolinmóður niður í Von- arstræti til að útskýra fyrir mér rökin sem réttlæta þjóðareign á hálendinu. Þegar ég bað hann afsökunar svaraði hann stutt: „Ráðherrar eiga að láta bíða eftir sér.“ Baldvin Jónsson hafði gott vald á því að stýra mönnum hvort heldur taflborðið var á hösluðum leikvangi lögfræðinnar eða stjómmálanna. Um langan aldur var hann í þeirri stöðu, að hann sá ekki aðeins atburðina gerast, heldur gat í mörgum tilvikum haft áhrif á gang örh'tillar sögu. Fyrir vkið kom ég aldrei að tómum kofa þegar ég spurði hann út í atvik löngu liðinn- ar fortíðar: Atburðarrás á Dagsbrúnar- fundi þar sem ein tiltekin ræða skipti sköpum og hafði þarmeð áhrif langt út fyrir fundinn, flokkinn og jafnvel langt ffameftir öldinni; átök í flokks- stjóm um ríkisstjómaraðild þar sem úrslit réðust eftir allt öðmm brautum en sagnfræðingamir þekkja; hraðskák- ir um valdamikil embætti þar sem Baldvin Jónsson formaður fram- kvæmdastjómar varð að seUast til að- ferða Machiavellis til að tryggja frið í erfiðum flokki; kosningar um banka- stjórastöður þar sem eitt atkvæði réði úrslitum. Það var einsog hann hefði allstaðar verið á vettvangi, eða að minnsta kosti fylgst með úr návígi f enskum stjómmálum era kjömir foringjar oft aðeins næfurþunnar handbrúður konungasmiða að tjalda- baki. „Kanski hafði ég stundum svo- lítil áhrif," sagði Baldvin þegar ég spurði hvort hann hefði smíðað litla kónga í Alþýðuflokknum, verið „kingmaker.“. Ég velti oft fyrir mér afhverju Baldvin fór aldrei sjálfur í stjómmál á landsvísu, maðurinn sem hafði burðina og atgervið til að stýra flokkum og þessvegna lítilli þjóð. Hann hló bara, bankaði fingrunum í stólbakið, og hristi höfuðið brosandi þegar ég spurði hversvegna hann hefði ekki látið á það reyna. Kanski var það fótakefli að vera sonur foringja sem kastaði skugga langt fram eftir öld- inni. Kanski olli stuðningur hans við Stefán Jóhann í átökunum við ungu mennina 1952, þá Hannibal og Gylfa, að örlögin skákuðu honum inná hlið- arspor þegar síðar kom að því að velja nýja foringja inn á þingið. Ég spurði ekki. Ég skildi aldrei afhverju hann batt nógu mikið vinfengi við mann með pólitíska fortíð mína til að tala fyrir honum óbeðinn innan Alþýðuflokks- ins. í stjórnmálum er liðveisla án umbunar einungis veitt af hugsjón eða vináttu. Urðum við þá vinir þegar við sátum á skrifstofunni hjá Nýjum Vett- vangi og sproksettum Hrafn Jökuls- son? Nógu miklir til að síðar henti það oftar en stöku sinnum að síma var lyft til að veita föðurleg ráð og umvandan- ir, og - sem er sjaldgæft í stjómmálum - til að hrósa ef verk þótti bærilega unnið. I prófkjöri fyrir þingkosning- amar 1991 veitti Baldvin mér dyggi- lega, gerði mér landakort af útlínum flokksins í Reykjavík þar sem getið var bæði lífhafna og blindskerja, klykkti svo út með að vera þunga- miðjan í áskoran um að veita brautar- gengi lalla þessum sem rekið hafði á útfjörur flokksins. Aldrei fullþakkaði ég liðið og nú er það of seint. Bömum hans og ástvinum sendi ég innilegar samúðarkveðjur við fráfall lífsreynds öldungs sem skilur eftir sig hlýjar minningar og djúpa virðingu í hug- skoti mínu. Össur Skarphéðinsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.