Alþýðublaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 s a g a Mynd Þórarins B. Þorlákssonar listmálara af Bólu- Hjálmari. Hjálmars í Bólu verður minnst fyrir vísur og kvæði meðan íslensk tunga er til, en ekki síður fyrir þann andlega styrk sem gerði honum kleift að hef ja sig yfir örlög sín og gera líf sitt að skáldskap. hinsvegar miður, hefur trúlega verið trúuð líkt og móðir hennar. Að sögn Hjálmars kom faðir hans honum í skóla til Odds gamla á Dagverð- areyri einhveija mánuði á æskudögum hans. Oddur var gáfaður karl, fombýll og ffóður, meðal annars um gamalt skáldamál og orti sjálfur. Segir Hjálmar að Oddur hafi kennt sér að yrkja skammavísur í anda séra Jóns á Bæg- isá og hlegið mikið að tilburðunum. Fór vel á með þeim Oddi og hélst vinskapur milli þeirra meðan lifðu og einnig milli Hjálmars og af- komenda Odds eftir hans dag. Hjálmar átti jafnan góðu að mæta við Eyjafjörð, en þangað fór hann nokkuð oft á sínum efri ámm. Átti hann þá athvarf hjá Unu systur sinni á Akur- eyri. Una var dóttir Jóns og Valgerðar á Blómsturvöllum, hún var fátæk verkamanns- kona á Akureyri, en mikils metin, tók meðal annars þátt í félagsmálum með Friðbimi Steinssyni bóksala. Afkomendur átti hún, meðal annar Bjöm Jónsson verkalýðsforingja, þingmann og ráðherra. Afreks- og hreystisögur Oft var hart í ári norðanlands á æskuámm Hjálmars, þrálátur norðankuldi, snjóalög og léleg spretta þjakaði bændur og fiskileysi þá er sjóinn stunduðu og svarf að mönnum víða. Áhaldaskorturinn sagði fíka til sín, en Þorlák- ur í Skriðu enn ekki farinn að smíða sfna tin- húðuðu öngla. Enginn auður hefur því verið í garði á Dálksstöðum eða á Blómsturvöllum, en þama bjó dugandi fólk svo margur hefúr eflaust búið við fakara atlæti en Hjálmar Jóns- son. Jafnvel má segja að Hjálmar hafi verið lánsamur í æsku. Hann ólst upp hjá góðu fólki, fékk þá tilsögn í bókmenntum og mynd- skurði sem dugði honum tilað verða einn fremsti listamaður þjóðarinnar á 19. öld. Hann var líka vel á sig kominn líkamlega, var með stærri mönnum og svo hraustur að til era af- rekssögur af honum einnig á því sviðið. Hann var því eftirsóttur í vinnu og reri til dæmis eitt sumar með Þorsteini á Skipalóni og annað með Jóni á Syðribakka. Báðir þóttu þeir vinnuharðir og gerðu miklar kröfur, enda gátu þeir valið úr mönnum. En þeir gerðu vel við þá sem þeim líkaði við. Þorsteinn lærði smíðar í Kaupmannaliöfn og gerðist síðan brautryðj- andi á mörgum sviðum og varð einn helsti ffamfaramaður norðanlands um sína daga. Þeir sem verið höfðu á Skipalóni létu þess gjaman getið með nokkra stolti, líktog þeir hefðu forframast erlendis. Jón var líka kraft- mikill og harðskeyttur og meðal annars vora skráða af honum hreystisögur. Hann var dótt- ursonur Jóns Flóventssonar í Dunhaga, sem hófst úr því að vera lausaleiksbam fátækrar vinnukonu til þess að verða einn nk;asti bóndi héraðsins, hreppstjóri um áratuga skeið og svo voldugur talinn að hann hefði sagt amtmönn- unum á Möðravöllum fyrir verkum. Að Hjálmar skuli hafa róið með þessum mönnum báðum, sýnir best hvers álits hann naut sem ungur maður og vinfengi þessara manna hafði hann meðan þeir lifðu, en þeir vora allir á líku reki. Amma mín sem var sonardóttir Jóns á Syðribakka sá Hjálmar þegar hún var 8-9 ára gömul, en þá kom hann í heimsókn að Syðri- bakka og rómaði rnjög viðtökumar hjá sínum gamla skipsfélaga. Henni varð starsýnt á Jafnvel má segja að Hjálmar hafi verið lánsamur í æsku. Hann ólst upp hjá góðu fólki, fékk þá tilsögn í bókmenntum og myndskurði sem dugði honum tilað verða einn fremsti listamaður þjóðarinnar á 19. öld. Hjálmar þarsem hann sat í búrinu sköllóttur með gráan hárlubba niðurá treyjukragann og skegghýjung á vöngunum. Hún spurði afa sinn; er þetta maður? Þá var Hjálmar sjötugur. Það var því enginn aukvisi sem réðst í vinnumennsku að Silfrastöðum í Skagafirði vorið 1820, þá 24 ára að aldri, hjá Áma bónda þar syni Hallgríms frá Miðvík. Sú vistráðning varð honum örlagarík. Á næsta bæ Uppsölum bjó móðursystir Hjálmars, Guðbjörg Semings- dóttir ásamt bónda sínum Ólafi Jónssyni úr Öxnadal. Þau áttu nokkur böm og var elst þeirra Guðný, fædd 1801. Þama virðist Hjálmar fyrst hafa kynnst móðurfólki sínu og varð sá kunningsskapur til þess að hann giftist Guðnýju frænku sinni vorið 1822. Uppúr því hófst búskaparsaga Hjálmars, sem ekki verður sögð hér, en þess má geta að vel fór á með Hjálmari og Guðbjörgu frænku hans og tengdamóður, þótt skapheit þætti einsog fleiri í þeirri ætt. Búskap Hjálmars lauk vorið 1843 er hann flutti frá Bólu að Minni Ökrum. Hafði hann legið veikur um veturinn og treysti sér ekki til vinnu eftir það. Talið er að hann hafi fengið lömunarveiki og borið menjar hennar síðan. Árið eftir missti hann konu sína og stóð þá einn uppi með bömin sem flest voru tekin í fósmr. Við uppskrift á dánarbúi konunnar kom í ljós að eignir þeirra við búskaparlok námu 7 kýrverðum, er frá var dreginn kostn- aður og skuldir. Bólu-hjón vora því engir ör- eigar í búskap sínum. Basl hins búlausa Hjálmar var ekki fimmtugur er búskap hans lauk og við tók basl hins búlausa. Honum tókst þó að ffamfleyta sér að mestu með rit- störfúm og myndskurði, auk smá búhokurs sem Guðrún dóttir hans sá að mestu um. 2. ág- úst 1874 varð sigurdagur Hjálmars, en þá riðu þrír höfðingjar í hlað á Mælifelli á leið sinni á þjóðfundinn; séra Amljótur Ólafsson á Bæg- isá, séra Ámi Jóhannsson í Glæsibæ og Jón Sigurðsson dannebrogsmaður á Gautlöndum. Erindi þeirra var ekki við prestinn, þeir gerðu boð fyrir Hjálmar Jónsson sem þá var á Starrastöðum þama í grennd. Erindið við Hjálmar var að kaupa af honum höfundarrétt- inn að öllum ritverkum hans gegn árlegu gjaldi meðan hann lifði. Var samningur þar um undirritaður þann dag. Hjálmar naut þó ekki gjaldsins lengi, því hann varð bráðkvadd- ur 25. júlí árið eftir. Vera má að hann hafi ver- ið saddur lífdaga, en óbugaður var hann and- lega og með fullri reisn fór hann einsog hann lifði. Hjálmar og Guðný áttu 6 böm og lifðu 5 þeirra. Af þeim eiga 4 afkomendur. Þann 15. desember 1834 gerðist það að Hólmfríður Einarsdóttir ógift stúlka á Kotum í Norðurárdal í Skagafirði ól sveinbam sem ekki var feðrað. Konan dó um nóttina, en ljós- móðirin sagði að móðirin hefði sagt sér að Hjálmar í Bólu væri faðir bamsins. Hjálmar neitaði og var drengurinn nefndur Benjamín Hansson, en oft vora föðurlaus böm skráð þannig. Benjamín ólst að mestu upp hjá séra Jóni Halldórssyni á Hjaltastöðum og fluttist með honum að Saurbæ í Dölum. Þar óx hann upp, giftist og gerðist bóndi á Stóra Múla og Lambanesi. Hann lést hjá dóttur sinni og tengdasyni í Stóra Múla 19. maí 1919. hann mun stundum á efri áram hafa skrifað sig Hjálmarsson, enda þekkti hann söguna um upprana sinn. Benjamín var talinn skynsamur maður og vel hagmæltur. Eftir hann er meðal annars þessi vísa: Klœði og fóður guð mér gaf greitt nam lífið teygja. Enföður og móður átti ég af ekki neitt að segja. Hjálmars í Bólu verður minnst fyrir vísur og kvæði meðan íslensk tunga er til, en ekki síður fyrir þann andlega styrk sem gerði honum kleift að helja sig yfir örlög sín og gera h'f sitt að skáldskap. ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.