Alþýðublaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 s k o ð a n i r umnLUD 21173. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín ehf. Prentun ísafoldarprentsmiöjan hf. Ritstjórn, augiýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Tölvupóstur alprent@itn.is Áskriftarverö kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Kóka kóla pólitík Alþýðubandalagsins Það er raunalegt að fylgjast með viðbrögðum sumra alþýðu- bandalagsmanna við sameiningu þingflokka Alþýðuflokks og Þjóðvaka, enda virðast mennimir illa þjakaðir af geðvonsku og bræði. Málgagn Alþýðubandalagsins, sem í sumar auglýsti sér- staklega eftir sameiningu Þjóðvaka og Alþýðuflokksins, fer ham- förum í forystugrein, sem reyndar er merkilegust fyrir þær sakir að jafnaðarstefnunni er afneitað á mjög afdráttarlausan hátt. Mál- gagn Alþýðubandalagsins segir: ,kinsog það sé ekki nóg að nýi þingflokkurinn er skipulagslegur bastarður heldur velur hann sér nafn sem er söguleg tímaskekkja... Aðeins pólitísk viðrini láta sér til hugar koma að stofna núna jafnaðarmannaflokk að klass- ískri fyrirmynd. Hversvegna ættu kjósendur að veita 19. aldar jafnaðarmannaflokki brautargengi inn í 21. öldina?“ Þetta er merkileg yfirlýsing fyrir ýmissa hluta sakir, en fyrst og fremst er þó leiðarahöfundur Alþýðubandalagsins að snoppunga þá félaga sína sem síðustu ár hafa klifað á því að Alþýðubanda- lagið sé jafnaðarmannaflokkur og þeir sjálfir jafnaðarmenn. Hvað ætli félaga Svavari finnist, sem skrifaði heila bók til að sannfæra fólk um að hann sé jafnaðarmaður, um að vera kallaður „pólitísk viðrini“? Eða Margréti Frímannsdóttur sem seint og snemma hef- ur skilgreint sjálfa sig sem jafnaðarmann? Er hún þá líka „pólitísk viðrini"? Kannski veit leiðarahöfundur málgagns Alþýðubanda- lagsins ekki af umræðum sem fram fóru innan flokksins fyrir ör- fáum árum um nauðsyn þess að breyta nafni flokksins - í „Jafn- aðarmannaflokkur íslands“! Yfirlýsing leiðarahöfundar er því blaut tuska framan í þá fjölmörgu alþýðubandalagsmenn sem em réttir og sléttir jafnaðarmenn. Þeir mega nú sitja undir því að vera kallaðir viðrini af flokksmálgagninu. En ekki er nóg með að Alþýðubandalagið hafi með formlegum hætti gefið út dánarvottorð jafnaðarstefnunnar. Forystumenn flokksins upplýsa líka hveijar em hinar nýju fyrirmyndir þeirra. Steingrímur J. Sigfússon, einn helsti hugmyndafræðingur Al- þýðubandalagsins, gekk svo langt að segja að ráðning Einars Karls Haraldssonar í sérstök verkefni á vegum þingflokks jafnað- armanna jafngilti því að forstjóri Kóka kóla færði sig yfír til Pep- sí - og tæki töfraformúluna með sér! Það er að sönnu fróðlegt að fá slíka innsýn í hugsunarhátt forystumanna Alþýðubandalagsins: þeir em bara í pólitískum bisness og fínnst þessvegna ekkert at- hugavert að líkja flokki sínum við hvem annan auðhring. Það er gott og blessað - en Alþýðubandalagið lumar því miður ekki á neinni pólitískri töífaformúlu. Þeir sem leita til Alþýðubandalags- ins eftir nýjum hugmyndum í pólitík fara í geitarhús að leita ullar. Eina markverða innlegg Alþýðubandalagsins í stjómmálaum- ræðu síðustu ára er útflutningsleiðin; og henni var reyndar hafnað af flestum núverandi forystumönnum allaballa. Hagsjóður Hafnfirðinga Vegna frétta Helgarpóstsins, um gjaldþrot Altaks sem undirrit- aður ásamt Andrési Asmundssyni veitti forstöðu og líka vegna aumk- unarverðra rangfærslna og tilrauna blaðamanns Helgarpóstsins til að bera saman gjaldþrot fyrirtækja Jó- hanns G. Bergþórssonar og fátækra alþýðusona má segja að sé álíka gáfulegur samanburður og bera saman, íbúafjölda Kína og Kol- beinseyjar. Það heyrir til undantekninga, að finna þá fjölskyldu á Islandi, sem ekki á við fjárhagserfiðleika að stríða. Gjaldþrot einstaklinga og lítilla fyrirtækja er því miður orðið daglegt brauð og þykir ekki lengur tíðindum sæta, nema fyrir þær sak- ir einar, að vera skýr vitnisburður um bágt ástand þjóðarinnar undir Pallborð I Magnús Hafsteinsson skrifar járnkló íhaldsaflanna, kyrkislöngu íslensks samfélags. Þessi hagsmunaöfl hafa einmitt reynt að nota umrætt gjaldþrot Al- taks sem svipu á undirritaðan á umliðnum vikum til að þegja og hylma yfir lausagöngu þessara afla í sjóði okkar Hafnfirðinga eins og umræddur fréttaflutningur ber með sér. Einnig hefur undirritaður og fjöl- skylda hans verið beitt hótunum um birtingu svipaðrar fréttar af öðrum fjölmiðli um allnokkurt skeið sem er skýrt brot á 4. grein siðanefndar Blaðamannafélags fs- lands þar sem meðal annars kemur fram að óheimilt.sé að, múta blaða- manni, eða hóta mönnum birtingu frétta. Þá sáu nokkrir fjölmiðlar ástæðu til að hafa samband við undirritað- an til að láta hann vita að verið væri að reyna að fá þá til að birta umrædda frétt, sem þeir töldu vera langt fyrir neðan öll velsæmis- mörk. Þá vil ég og lýsa yfir furðu minni á vinnubrögðum Helgarpóstsins. En áður en þeir birtu þessa grein, sem er öll full af rangfærslum, við- höfðu þeir ekki þá sjálfsögðu kurt- eisi að bera málið undir mig per- sónulega. Undirritaður hyggst ekki elta ólar við Helgarpóstinn en vekja athygli lesenda á því að myndin af mér á forsíðu blaðsins er fengin að láni frá mági Jóhanns G. Bergþórssonar, Sæmundar Stefáns- sonar ritstjóra Fjarðarpóstsins sem ku vera fréttablað okkar Hafnfirð- inga. Þess má geta að eigandi myndar- innar var ekki beðinn um leyfi til að fá þessa mynd lánaða til birting- ar og hyggst hann kæra málið til höfundaréttarfélagsins Myndstefs. Þá má og benda á þá staðreynd að Ellert Borgar Þorvaldsson bæjar- fulltrúi og samstarfsfélagi Jóhanns Gunnars Bergþórssonar er fyrrum eigandi Fjarðarpóstsins. En ég vil taka það fram að það er ekki bara ég einn sem orðið hef fyrir árásum á undanförnum vik- um, heldur hafa tugir alþýðuflokks- félaga mátt sitja undir linnulausum þvingunum og hótunum. Hér er um pólitískar aftökur að ræða, mann- orðsmorð, atvinnumissi, lögsókn, fjölmiðlaofsóknir og fleira. Allt þetta er vegna þeirra skoðana sem viðkomandi aðhyllast. Meira að segja hefur verið reynt að kaupa fólk til að láta í ljósi aðrar skoðanir og því miður hafa einhverjir Reyk- ásar beygt sig undir slík gylliboð. I þessu sambandi nægir að benda á máltilbúnaðinn vegna undirritaðs og máls Björns V. Ólasonar sem var þvingaður niður á bæjarkontór okkar Hafnfirðinga til að undirrita yfirlýsingu í þeim eina tilgangi að koma pólitísku höggi á Sverri Ól- afsson. Einnig má benda á rætin pólitísk skrif mágs Jóhanns G. Bergþórssonar ritstjóra Fjarðar- póstsins Sæmundar Stefánssonar í garð einstakra stjórnarmanna Al- þýðuflokksfélagsins og munu þau skrif verða til meðferðar hjá siða- nefnd Blaðamannafélagsins. Rétt er að benda á, að í tíð kommúnista austantjaldsríkja ríkti algjört bann við skoðana-, mál- og ritfrelsi. Allt þetta kom í ljós eftir fall kommún- ismans. Spillingin hafði einmitt þrifist í skjóli kúgunar og mann- réttindabrota. Athygli vekja miklar umræður fjölmiðla um tap Hafnfirðinga vegna Miðbæjarhússins þar sem kaup Hafnarfjarðarbæjar á lóð að Helluhrauni þar sem Jóhann labb- aði með 7,5 milljónir út af bæjar- kontórnum. Lóð sem hann átti ekki, en seldi Hafnarfjarðarbæ. Lóð þessi var í eigu íslandsbanka og má leggja þetta að jöfnu við viðskiptaafrek Einars Ben. þegar hann seldi norðurljósin á sínum tíma. Þá má nefna útrásarverkefnið sem aldrei var framkvæmt og hönnunarkostnaðinn vegna þeirra. Önnur mál má nefna eins og Hyrn- ingasteininn, Fórnarlambið og gjaldþrot fjölda annarra fyrirtækja og einstaklinga. Þá eru ótaldar gjafir Sjálfstæðisflokksins til Jó- hanns Gunnars Bergþórssonar, fyr- ir hönd allra Hafnfirðinga, á togur- um og fiskveiðikvóta uppá marga milljarða sem meðal annars lagði grunninn að stórveldi Hagvirkis og Samherja á Akureyri á sínurn tíma. Þá er og ótalin barátta Jóhanns fyrir því að Hafnarfjarðarbær kaupi fyrrum aðalstöðvar Hagvirkis að Skútahrauni, illseljanlega eign og sögunni fylgir að núverandi eig- endur Skútahrauns muni umbuna Jóhanni ríkulega, meðal annars með niðurfellingu skulda á hann persónulega, selji hann Skúta- hraunið. Þá má jafnframt benda á að sem kjörinn fulltrúi tekur Jóhann út fleiri hundruð þúsund úr bæjarsjóði okkar Hafnfirðinga við hver mán- aðamót, á sama tíma og hann er í stórri skuld við sjóðinn. Eitt af þeim málum, sem eru nú til umfjöllunar hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar er hin gamla stjórn- Þá sáu nokkrir f jölmiðlar ástæðu til að hafa samband við undirritaðan til að láta hann vita að verið væri að reyna að fá þá til að birta umrædda frétt, sem þeir töldu vera langt fyrir neðan öll velsæmismörk. standa þó einhverjar eignir að baki því tapi, á sama tíma og undarleg þögn hefur ríkt um gjaldþrot fyrir- tækja Jóhanns G. Bergþórssonar sem valdið hefur okkur Hafnfirð- ingum margfalt meira tjóni en tap vegna miðbæjarframkvæmdanna. Störf Jóhanns Gunnars Bergþórs- sonar í Miðbæ Hafnarfjarðar er skýrt brot á sveitastjórnarlögum. Kjörnir fulltrúar geta ekki ráðið sjálfa sig til starfa, né beitt áhrifum sínum í þá veru innan sveitar- stjóma. Þá eru ótaldir reikningar verk- fræðiþjónustu Jóhanns Gunnars Bergþórssonar vegna ráðgjafar- starfa við Miðbæ Hafnarfjarðar. Hagtak, sem eru leifar aðstandenda fyrirtækja Jóhanns Gunnars Berg- þórssonar sem hafa farið á hausinn þrisvar sinnum með ómældum kostnaði fyrir Hafnfirðinga, hefur meðal annars verið sett þar á stall með virtum fyrirtækjum á borð við ístak, J.V.J. og Sveinbirni Runólfs- syni sem áratuga reynsla er komin á í forvali hjá Hafnarfjarðarbæ. Þá eru ónefndar aðrar leifar aðstand- enda fyrirtækja Jóhanns svo sem Hagvagnar sem liggja á spena Hafnarfjarðarbæjar eins og alþjóð veit. Þá hefur ekki verið spurt um skipan austantjaldsríkjanna, sem Ellert Borgar Þorvaldsson er sagð- ur höfundur af en er að mestu sótt í smiðju hugmyndafræðings fyrrum Austur-Þýska alþýðulýðveldisins Albrect Ulbrecht, eins og Björn V. Ólason benti réttilega á í nýlegri grein sinni. Gott dæmi um lausa- göngu manna í sjóðum Hafnfirð- inga er að nú nýverið var haldin móttaka í listamiðstöðinni Straumi, af Magnúsi Kjartanssyni formanni menningarmálanefndar Hafnar- fjarðar fyrir starfsmannafélög Hrafnistu Hafnarfjarðar og Reykja- víkur fyrir eitthvað á annað hundr- að manns. Þar voru mættar tvær rútur, sex þjónar og rausnarlegar veitingar í boði sem væri að sjálf- sögðu ekki í frásögu færandi nema fyrir það eitt að kjörnir fulltrúar Alþýðuflokksins og aðrir meðlimir menningarmálanefndar höfðu ekki hugmynd um þessa framtakssemi Magnúsar Kjartanssonar. Þá vakna eðlilega spurningar: Hver veitti heimildina? Hver skrifaði uppá reikningana? Og hver greiddi fyrir þessa dýrindis menningarmessu?B Höfundur er formaöur Alþýöuflokksfélags Hafnarfjaröar. t e m b e r Fróðlegt verður að sjá hvemig Alþýðubandalagið þróar Kóka kóla pólitík sína. En Alþýðubandalagsmenn ættu að geta sofið ró- legir, því efamál er að nokkur reyni að laumast í „töfraformúlu“ þeirra. Einar Karl Haraldsson var fenginn til verka vegna eigin verðleika og reynslu. Hróp sumra alþýðubandalagsmanna eru í meira lagi annarleg með hliðsjón af því að honum var bolað úr starfi framkvæmdastjóra Alþýðubandalagsins, þegar Margrét keypti frið við Kóka kóla liðið í flokknum með því að snúast gegn Einari Karli. Einar Karl segir í viðtali við Dag-Tímann á laugardag að við- brögð einstakra forystumanna Alþýðubandalagsins séu „pipa- ijúnkuleg“ vegna þess að það er einsog „ekkert hafí sést af þessu tagi í stjómmálum hingað til. Þetta em þá mikil siðferðiströll þama í Alþýðubandalaginu ef þeir hafa ekkert séð af þessu áður.“ Vonandi komast „pipaijúnkumar“ yfír geðshræringuna, svo Al- þýðubandalagið geti áfram framleitt sitt pólitíska Kóka kóla. ■ Atburðir dagsins 1894 Leigubílstjóri í Lundún- um, George Smith, sektaður fyrir að aka drukkinn, fyrstur manna í heiminum. 1908 Fyrstu almennu leynilegu kosningamar til Alþingis fóru fram. 1908 Samþykkt í þjóðar- atkvæðagreiðslu að banna inn- flutning áfengis. 1911 Minnis- varði um Jón Sigurðsson eftir Einar Jónsson afhjúpaður við stjórnarráðshúsið. 1942 Þýsk sprengjuflugvél skaut á tvo bæi á Breiðdalsvík og að fimm vél- bátum úti fyrir Austurlandi. Fólk sakaði ekki. 1945 Vidkun Quisling forsætisráðherra Nor- egs á stríðsárunum dæmdur úl dauða fyrir samvinnu við nas- ista. 1965 Yale-háskóli gefur út „Vínlandskortið" sem á að færa sönnur á Ameríkuferðir norrænna víkinga. 1981 Meist- araverk Picassos, Guernica, flutt til Spánar eftir að hafa ver- ið á safni í Bandaríkjunum í fjörutíu ár. Afmælisbörn dagsins Giovanni Domenico Tiepolo 1727, ítalskur listmálari. Ro- bert Wise 1914, bandarískur kvikmyndaleikstjóri. Arnold Palmer 1929, bandarískur golfmeistari. Annálsbrot dagsins Kona fannst dauð bæja í mill- um í Eyjafirði; var höfuð niður í læk cður á, en handleggur brotinn. Það illvirki var eignað Magnúsi Benediktssyni. Hestsannáll 1704. Egg dagsins Það liggur í eðli hins eigin- gjama, að geta kveikt í húsi til þess eins að steikja eggin sín. Francis Bacon. Málsháttur dagsins Oft er deigt hjarta undir dýrri brynju. Girndarráð dagsins Gimdarráð era algengari en áð- ur, held ég. Þau byrja í bíó og svo er keyrt út á Seltjamames: bíó og bílar eiga sök á óham- ingju alltof margra íslendinga. Páll ísólfsson, 1893-1974, tón- skáld. Orð dagsins Lífið manns er leiðindi, lunti böl og andstreymi, allra mesti óþarfi sem ekki svarar kostnaði. Þorleifur Kolbeinsson á Háeyri. Skák dagsins Skák dagsins var tefld í Sochi árið 1981: Saunina hefur hvítt og á leik gegn Chekova. Hvemig færir hvítur sér í nýt aðþrengda stöðu svarta kóngs- ins? Hvítur leikur og vinnur. 1. Rg5 Dg6 2. Dxh7+! Dxh7 3. Rxf7 Mát: svarti kóngurinn er bókstafiega kæfður til bana.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.