Alþýðublaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 4
4 S ALÞÝÐUBLAÐIÐ a ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 a Jón Kjartansson frá Pálmholti skrifar Upphaf og æska Bólu-Hjálmars Aþessu ári teljast 200 ár liðin frá fæð- ingu Bólu-Hjálmars og veit þó enginn fyrir víst hvenær þetta „hjábam ver- aldar“ kom í þennan synduga heim. í kirkju- bók Svalbarðssóknar var Hjálmar innfærður í febrúar 1797 en framanvið nafn hans stendur ártalið 1796. Fæðingardagur og skímardagur útmáðir, hafi þeir verið skráðir. Hjálmar fermdist vorið 1809, en ekki var venja að ferma böm yngri en 14 ára. Þetta hefur fræði- mönnum þótt benda til þess að Hjálmar hafi fæðst snemma árs, en þá hefur færsla prestsins dregist óvenju lengi. Trúlega hefur prestur þó ekki búist við rekistefnu útaf því og síst eftir 200 ár. Þarsem Svalbarðsströnd endar til norðurs er Víkurskarðið sem þjóðvegur liggur nú um til austurs frá Akureyri. Fremst í skarðinu stend- ur bærinn Miðvík, en þar bjuggu árið 1795 hjónin Hallgrímur Ámason og Ragnhildur Jónsdóttir. Bóndi var ættaður af Svalbarðs- strönd en húsfreyja frá Austurlandi. Þau höfðu búið að Rauðuskriðu í Aðaldal en fluttu að Miðvík 1792. Með þeim kom vinnumaðurinn Jón Benediktsson, fæddur 31. ágúst 1763 að Fagranesi í Aðaldal. Var Jón 6 ár samfleytt vinnumaður hjá Hallgrími sem þykir benda til þess að hann hafi komið sér vel og þótt góður verkmaður. Jón Benediktsson fékk reyndar alla tíð góðan vitnisburð hjá prestum sínum sem öðmm, til dæmis skráir séra Stefán Hall- dórsson í Laufási eitt sinn um Jón meðal ann- ars, „skarpur, skáld“. Aldrei hef ég þó heyrt honum eignaðan skáldskap. í ársbyrjun 1795 er samkvæmt manntali vistráðin í Miðvík vinnukonan Marsibil Semingsdóttir frá Hólk- oti í Reykjadal, fædd 1769. Ekki er víst hve- nær hún réðst þangað, en trúlega þó árið á undan því vinnuhjú vom oftast ráðin frá vori til vors. Marsibil hafði þá verið vinnukona á ýmsum bæjum í Reykjadal og Aðaldal og sjaldan lengi á sama stað. Hún fékk oftast fremur slakan vitnisburð einkum fyrir geðslag og siðferði og heldur þótti prestum hún fá- kunnandi um kristindóm. Bæði höfðu þau eignast bam í lausaleik er hér var komið. Jón með konu að nafni Amþrúður Jónsdóttir, en Marsibil soninn Illuga með Kjartani Jónssyni á Selalæk. Vorið 1796 flutti Hallgrímur bóndi frá Mið- vík og óljóst um feril hans næstu ár, en árið 1800 var hann sestur að á Öngulstöðum í Eyjafirði og kemur ekki meir við þessa sögu, en geta má þess að Ámi sonur hans varð síðar bóndi í Blönduhlíð og var einn leitarmanna er gerð var þjófaleit í Bólu haustið 1838. Vist þeirra Jóns og Marsibilar í Miðvík hefúr af þessum sökum lokið vorið 1796 og ekki víst hvert leið þeirra hefur legið. Síðan gerðist það sem frægt er að Marsibil ól bam sitt á bænum Hallanda sunnarlega á Svalbarðsströnd gegnt Akureyri. Sem fyrr segir er ekki vitað hvenær á árinu sá atburður varð. Hafi Marsibil alið bamið á fyrrihluta árs 1796 sem ferming Hjálmars þykir gefa vísbendingar um, hefur henni verið vísað burt frá Miðvík áður en vist- unartíma lauk, nema bamið hafi fæðst nálægt vinnuhjúaskildaga. Hjálmar taldi sig fæddan 29. september, hvað sem hæft er í því, en vera má að honum hafi verið sagt það í æsku. Þá verður líka bókun prestsins skiljanlegri. En hvaða erindi átti þá Marsibil um Svalbarðs- strönd á þeim tíma, löngu eftir að vist hennar í Miðvík lauk? Hví leitaði hún ekki til ættingja Hjálmar var mikill útskurðarmeistari. Þessi kistill er varðveittur á Þjóðminjasafninu. sinna austur í Reykjadal við þessar aðstæður? Móðir hennar var á lífi og bjó hjá syni sínum Jóni Semingssyni bónda að Bergsstöðum í Reykjadal. Jón Benediktsson viðurkenndi fað- emið fúslega og hann var vel gerður maður og öðmm líklegri í sinni stétt tilað hafa hönd í bagga varðandi framfærslu bamsins enda varð svo. Varla hefur konan farið austur í Reykja- dal og síðan aftur vesturyfir til þess að biðjast gistingar á Hallanda einsog hún var á sig kom- in. Allt sýnist þetta með nokkmm ólíkindablæ. Hjálmar átti til að mikla fyrir sér örlög sín Af þessu hafa sem kunnugt er sprottið ýms- ar sögusagnir og býsna þjóðsagnakenndar. Vinsælust hefur orðið sú saga og trúlega þótt ríma best við ævihlaup Hjálmars einsog menn hafa séð það fyrir sér, er á þá leið að móðir Hjálmars hafi verið fömkona sem baðst af til- viljun gistingar á Hallanda og ól þar þjóðskáld um nóttina. Húsráðendur hafi hið snarasta, lík- lega strax daginn eftir, sent vinnukonu sína með bamið til hreppstjóra svo hann gæti ráð- stafað óskilafé þessu en óttast að sitja uppi með ómagann að öðmm kosti. Sumir hafa get- ið þess til að hún muni hafa ætlað til systur sinnar sem var vinnukona í „góðu húsi“ á Ak- ureyri. Ólíklegt er þó að vinnukona hefði haft þar mikil úrræði, hversu gott sem húsið hefur verið. Og hversvegna hélt hún þá ekki áfram ferð sinni með bamið eftir að hafa jafnað sig af fæðingunni, var það ekki einfaldasta leiðin tilað losna við ómagann? Reyndar þjakaði ómegðin ekki þau Hallandshjón því þau vom bamlaus. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr, er ýmislegt við þessa sögu að athuga. Það er fyrst að foreldrar Hjálmars vom ekki reikunar- fólk, heldur vistráðin hjú og faðir hans sjálf- stæður bóndi frá árinu 1803. Þá fær sagan um ferð Margrétar vinnukonu með Hjálmar ný- fæddan á fund hreppstjóra varla staðist, því leiðin frá Hallanda að Dálksstöðum lá næstum um hlaðið á Svalbarði þarsem hreppstjórinn bjó. Hún hefur því varla beðist gistingar á Dálksstöðum á þeirri leið. Hefði hún ætlað lengra út ströndina, til dæmis útí Laufássókn og þaríhast aðhlynningar á leiðinni, hefði hún eflaust knúið dyra á Efri Dálksstöðum sem fyrir siðferðisbrotin sem sýnast honum fyrir- gefin í meira mæli en þá gerðist. Hjálmar var lánsamur í æsku Því var öðmvísi háttað um Marsibil og staða hennar ekki öfundsverð vorið 1796, hvort sem henni var vísað úr vistinni eða henni lokið á umsömdum tíma. Varla hefur verið auðvelt fyrir ólétta vinnukonu að ráða sig í vist, ekki síst þarsem hún var aðkomin og ókunnug í sveitinni. Við athugun kemur þó í ljós að einn bóndinn á ströndinni var uppmnn- inn í Reykjadal einsog hún. Trúlega hafa þau vitað deili hvort á öðm eða jafnvel þekkst og þessi bóndi var Jón Bárðarson á Hallanda. Hvert hefði Marsibil átt að leita annað í vand- ræðum sínum en til eina mannsins í sveitinni sem hún þekkti eða vissi deili á? Og þegar við bætist að húsfreyjan á Hallanda var systir Jón sáluga á Neðri Dálksstöðum lætur að minnsta kosti nærri að hringurinn lokist. Hallandshjón hafa í tímans rás sætt ámæli fyrir harðýðgi við nýfætt bamið og móður þess. Það skyldi þó ekki vera að sá dómur hafi verið reistur á röngum forsendum? Konur í þeirri stöðu sem Marsibil var í þetta vor, gripu stundum til neyðarúrræða svosem að fyrirgera bami sínu og jafnvel sjálfúm sér líka. Vom það kannski alltsaman hjónin á Hallanda sem björguðu Hjálmari og móður hans ffá slíkum örlögum? Þegar Hjálmar kom að Neðri Dálksstöðum bjó þar ekkjan Sigríður Jónsdóttir 65 ára með uppkomnum bömum sínum, Elínu, Valgerði og Jóhanni. Guðmundur elsti sonur Sigríðar var þá látinn, en hann hafði siglt til Kaup- mannahafnar að nema myndskurð sem hann svo stundaði á Dálksstöðum eftir heimkom- Hallandshjón hafa í tfmans rás sætt ámæli fyrir harðýðgi við nýfætt barnið og móður þess. Það skyldi þó ekki vera að sá dómur hafi verið reistur á röngum forsendum? Ctyba.M\ faefr Doft jeufati (hó Bh/tctn' Xtýtu 'tunn. Rithönd Hjálmars. Þetta er vísan alkunna sem hefst á orðunum „Víða til þess vott ég fann..." vom við þjóðbrautina. Neðri Dálksstaðir em frammi á sjávarkambinum og úr leið, enda djúpt gil sunnan við bæinn. Af þessu sýnist mér að ekki verði dregin önnur ályktun en sú að ferð Margrétar hafi frá upphafi verið ráðin að Neðri Dálksstöðum og faðir Hjálmars verið búinn að semja við Dálksstaðafólk um að taka að sér bamið. Hreppstjóraþátturinn er þá þjóð- sagan ein, eða síðari tíma skáldskapur Hjálm- ars sjálfs sem r basli sínu á efri ámm átti til að mikla fyrir sér örlög sín, samanber vísuna frægu um Hallands Möngu. Margrét var 23 ára er hún fór þessa ferð og skilaði verki sínu með sóma. Leiðin á milli bæjanna er þama ekki svo löng að vel gæti vinnumaðurinn í Miðvík ver- ið kunnugur orðinn Dálksstaðafólki og víst er að hann var þar viðloðandi eftir að vinnu- mannsferlinum lauk, en honum sýnist hafa lokið er hann hvarf frá Miðvík. Hann er skráð- ur lausamaður næstu ár og hefur þá ef til vill stundað sjó sem trtt var við Eyjafjörð á þess- um tíma. Árið eftir fæðingu Hjálmars er faðir hans orðinn lausamaður á Neðri Dálksstöðum og kvæntist næsta ár heimasætunni þar, Val- gerði Jónsdóttur. Hvort samdráttur þeirra í milli hefur þegar verið orðinn er Hjálmar fæddist veit víst enginn, en Jón Benediktsson þótti myndarlegur maður og vinsæll, ekki síst hjá kvenfólki einsog dæmin sýna. Jón hlaut góðan vitnisburð hvar sem hann var og þrátt una, uns hann lést. Guðmundur kenndi Jó- hanni bróður sínum myndskurð, sem hann síðan fékkst við og var gjaman nefndur Jó- hann myndskeri. Ljóst er þvr hvar Hjálmar lærði þá list sína. Sigríður á Dálksstöðum þótti mikilhæf kona og heimili hennar var með menningarbrag, sem sést meðal annars af því að hún studdi son sinn til náms erlendis. Þar vom kvöldvökur og húslestrar og kristindóm- ur hafður í hávegum. Hjálmar minntist fóstm sinnar með miklum hlýhug alla tíð og elsta dóttir hans bar nafn hennar. Hjálmar var vita- skuld á Dálksstöðum í skjóli föður srns og gjaman skráður til heimilis hjá honum, þótt hann dveldi á Dálksstöðum. Sjálfur sagði hann seinna á ævinni að heimili hans hefði verið þar til 14 ára aldurs, en þá lést Sigríður fóstra hans. Faðir Hjálmars og stjúpa fluttust vesturyfir Ijörð árið 1802 og hófu búskap að Blómstur- völlum í Kræklingahlíð árið eftir. Þar bjuggu þau til ársins 1818 að þau fluttu að Ytra Krossanesi í sömu sveit. Hjálmar flutti til þeirra er fóstra hans dó, en víst er að hann hef- ur dvalið hjá þeim við og við fyrir þann tíma. Samband þeirra feðga sýnist hafa verið gott og faðirinn kunnað að meta þennan baldna son sinn. Kom það ekki síst í ljós er sóknar- presturinn í Glæsibæ kærði Hjálmar fyrir að yrkja um sig níðvísur. Það féll stjúpu hans

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.