Alþýðublaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 1
■ Halldór Blöndal sagði á fundi heilsugæslulækna fyrir helgi að vissulega kæmi deilan heilbrigðismálaráðherra við Halldór Blöndal ætti að hafa áhyggjur af sínum málaflokki - segir Siv Friðleifsdóttir þing- maður Framsóknarflokks og lýsir því yfir að kauphækkanir til lækna heyri undir fjármála- ráðherra. „Það var auðvitað farið yfir þess- ar ósmekklegu árásir Össurar Skarphéðinssonar á Ingibjörgu Pálmadóttur. Hann hefur ráðist harkalega á hana vegna þess að hún er í 10 daga fríi með fjölskyldu sinni erlendis," segir Siv Friðleifs- dóttir í samtali við Alþýðublaðið. Þingflokkur Framsóknarflokksins sat að löngum fundi í gær þar sem ástandið í heilbrigðismálum var rætt. „Við teljum auðvitað mjög eðli- legt að fólk fari í frí, bæði þing- menn og ráðherrar, og okkur finn- ast þetta mjög lúalegar árásir og hálfkarlrembulegar. Skilaboðin eru þau: Setjið þið fjölskyldumar neðst á forgangslistann. Það eru ekki góð skilaboð til ungs fólks sem vill vera í stjórnmálum að það sé verið að ráðast á fólk sem vill fara í 10 daga frí með fjölskyldu sinni og börnum. Síðan fórum við yfir stöðuna sem er auðvitað mjög alvarleg og brýnt að þessi mál fari að leysast. En við ■ Flokkstjórnarfundur Al- þýðuflokksins um helg- ina. Sameining þingflokk- anna rædd Frumrit og Ijósrit - segir Lúðvík Bergvinsson al- þingismaður „Umræðuefnin vom margvfsleg og sameining þingflokksins við þingtlokk Þjóðvaka bar á góma. Það var vissu- lega einhugur þar að lútandi," segir Lúðvík Bergvinsson þingmaður í sam- tali við Alþýðublaðið um flokksstjóm- arfund Alþýðuflokksins á laugardag- inn. Lúðvík vill þó ekki gera of mikið úr þeim tíðindum sem samstarfið er en Jóhanna Sigurðardóttir sagði í samtali í blaðinu á föstudaginn að hér væri um merk tímamót að ræða. „I sjálfu sér er spuming hvort menn eigi að vera að agnúast útí þetta því að þama er náttúr- lega bara um að ræða fmrnrit og ljósrit og ekkert eðlilegra en að við störfum saman,“ segir Lúðvík. „Það hefur aldrei verið neinn raunverulegur ágreiningur á milli þessara flokka og ekki það stórmál sem sumir vilja vera láta.“ Lúðvík segir viðbrögð alþýðubanda- lagsmanna við sameiningu þingflokk- anna hafi ekki hafa verið rædd á fund- inum né að þetta framtak gæti orðið til að hindra frekari sameiningarviðræður. „Á hinn bóginn hafa sumir í Alþýðu- bandalaginu tekið þessu óstinnt upp en ég held að þeir sem hafa látið sem verst séu þeir sem hafa raunvemlega lítinn áhuga á frekari samvinnu. Þeir em lík- lega að finna sér ástæðu. Ég get ekki séð að sameining þingflokkanna eigi að koma í veg fyrir ffekari sameiningu. Kannski em menn ennfremur að gera sér grein fyrir því að það er raunveru- legur ágreiningur í stómm málum og lengra í land en margir vilja vera láta,“ segir Lúðvík Bergvinsson. erum hinsvegar alveg á því að það þýði ekkert að semja um hvað sem er við lækna. Það eru lausir kjara- samningar um áramótin og þeir telj- ast nú frekar til hálaunastétta," sagði Siv. Alþýðublaðið hefur traustar heimildir fyrir því að talsverð óánægja sé innan þingflokksins vegna þess að Ingibjörg hafi hlaup- ið frá á viðkvæmum tímapunkti. I skoðanakönnunum hefur Fram- sóknarflokkurinn hefur verið að tapa fylgi jafnt og þétt og er fylgis- tapið ekki síst rakið til stöðunnar í heilbrigðismálunum. Siv segist hafa þurft að bregða sér frá þegar skoð- anakannanir voru til umræðu á fundinum, en tekur fram að það sé ekki gagnrýnivert að heilbrigðisráð- herra taki sér frí, en Ingibjörg er stödd á Kýpur um þessar mundir. Siv segir jafnframt að engar raddir hafi komið fram á fundinum þess efnis að frí Ingibjargar sé óeðlilegt enda hafi þingflokkurinn lagt bless- un sína yfir það fyrir nokkru. Al- þýðublaðið hefur ennfremur heim- ildir fyrir því að óánægja sé innan Sjálfstæðisflokksins vegna þess að vandamálum heilbrigðisráðuneytis- ins sé varpað yfir á Friðrik Sophus- son fjármálaráðherra. „Það hefur engin óánægja heyrst meðal Sjálfstæðismanna í þá veru sem þú ert að gefa undir fótinn með,“ segir Siv. „Hins vegar er það alveg á hreinu, eins og allir vita sem fylgjast með þessum málum, að allir samningar um kauphækkan- ir til heilsugæslulækna eru á for- ræði fjármálaráðherra. Það er ekk- ert flóknara en það.“ Á fundi sem heilsugæslulæknar héldu á Hrafnagili í Eyjafirði fimmtudaginn 29. ágúst í tengslum við sveitastjórnarmál vísaði aðstoð- arlandlæknir frá sér ábyrgð á deil- unni en Halldór Blöndal ráðherra Sjálfstæðismanna, sem einnig sat fundinn, sagði að vissulega kæmi þessi deila heilbrigðisráðherra við og var á honum að skilja að Fram- sókn vildi varpa ábyrgð alfarið á Sjálfstæðisflokkinn. „Ég held að Halldór Blöndal ætti bara að hafa áhyggjur af sínum málaflokki. Þetta er líka bara rangt. Ingibjörg er búin að vera með heil- mikla stefnumótun í ráðuneytinu og gengur bara ágætlega," segir Siv og vísar því á bug að um ýfingar sé að ræða og telur þær eiga heima í Öss- uri Skarphéðinssyni og engum öðr- um. „Þetta er alrang og algjört bull. Þetta er bara einhver lenska og það er afar furðulegt að einn þingmað- ur, sem líka hefur verið ráðherra, leggist í þann pytt að ráðast að ráð- herra sem fer í sjálfsagt frí. Það er verið að ýta undir einhverja fyrir- litningu á þingmönnum og ráðherr- um og ég harma það mjög að Össur skuli skjóta svona harkalega á heil- brigðisráðherra. Þetta ber vott um karlrembu. Mann langar að spyrja Össur hvort hann hafi ekkert farið í frí með sinni fjölskyldu? Hann sagði að þegar hann var ráðherra hafi hann ekki farið í frí. Maður spyr: Hvernig var þá með hans fjöl- skyldumál?" spyr Siv Friðleifsdótt- ir. Flokkstjórnarfundur Alþýðuflokksins var haldinn á laugardaginn og kom fram í máli þeirra sem tjáðu sig eindreginn vilji fyrir því að Jón Baldvin Hannibalsson héldi áfram sem formaður flokksins. ■ Pólitískir riddar- ar á Vestfjörðum að sameinast? Alveg nýtt fyrir mer - segir Kristinn H. Gunnars- son þingmaður Alþýðubanda- lagsins um bolialeggingar málgagns Þjóðvaka. I síðasta Þjóðvakablaði eru bolla- leggingar um pólitíska framtíð Krist- ins H. Gunnarssonar þingmanns Al- þýðubandalags eða eins og það er orðað: „Er ein kenningin sú að Krist- inn daðri við það ásamt ýmsum stór- huga pólitískum riddumm í héraði að efna til sjálfstæðs Vestfjarðafram- boðs að loknu þessu kjörtímabili.“ Kristinn kom af Ijöllum þegar Al- þýðublaðið bar þetta undir hann: „Nú, þáð er ekkert annað. Þetta er skemmtileg saga og þeir hafa gaman að því að tala um mig í Þjóðvaka- blaðinu. Ég spurði þá, einhvemtíma í viðtali sem þeir áttu við mig, hvar ■ Dularfulla Morgun- blaðsmálið Sverrir kærir rit- stjóra Morgun- blaðsins - fyrir Siðanefnd Blaða- mannafélagsins „Ég ætla að kæra ritstjóra Morgun- blaðsins fyrir Siðanefndinni," segir Sverrir Ólafsson listamaður og stjómarmaður í Alþýðuflokksfélagi Hafnarfjarðar í samtali við Alþýðu- blaðið. Um er að ræða það sem kall- að hefur verið „Dularfulla Morgun- blaðsmálið" en athugasemd frá Bimi V. Ólasyni birtist í Morgunblaðinu fyrir skömmu þess eínis að grein sem hann er skrifaður fyrir væri hreint ekki eftir hann heldur Sverri Ólafs- son. í greininni var ráðist harkalega á " meirihlutasamstarf Alþýðuflokksins og þeirra Ellerts Borgars Þorvalds- sonar og Jóhanns Gunnars Bergþórs- sonar. I athugasemd ritstjóra Morg- unblaðsins kemur fram að málið sé dæmalaust og þeir fordæma vinnu- brögð þeirra Bjöms og Sverris. ,J2ins og ég hef sagt áður er grein- in mér alls óviðkomandi," segir Sverrir. „Ég lít þetta mjög alvarleg- um augum en ritstjórar Morgunblaðs- ins tóku klára afstöðu á síðum blaðs- ins. Ég fór þess á leit við þá að þeir birtu afsökunarbeðni en ekkert bólar á slíku. Þolinmæði mín er brostin og ég mun kæra þá Styrmi Gunnarsson og Matthías Johannessen fyrir Siða- nefnd blaðamanna." Enfremur sagði Sverrir að hann ætlaði að kæra Sæmund Stefánsson ritstjóra Fjarðarpóstsins vegna ósæmilegra skrifa tengd máli þessu. Þjóðvaki yrði í haust? Þá í merking- unni að hann yrði hugsanlega ekki til sem þingflokkur. Það skaðar ekki að rifja upp að ég reyndist sannspárri en þeir þegar þeir sögðu í grein að ég væri að skipta um flokk. Én þeir hafa gaman að því að búa til fléttur og þessi hugmynd er stórskemmtileg: að pólitískir riddarar í héraði sameinist! En þetta er alveg nýtt fyrir mér,“ sagði Kristinn H. Gunnarsson. Rúni Júll fékk rúma milljón á styrktartónleikum um helgina Eg hef kannski mánaðarlaun Steingríms - segir Rúnar Júlíusson. „Það er sagt að það hafi verið tvö þúsund manns í húsinu en ég er ekki búinn að kíkja á þetta. Það var gríðar- legt stuð enda mikið af stuðfólki þama. Lögmál kvöldsins: Með stuð í hjarta gekk eftir,“ segir Rúnar Júlíus- son í samtali við Alþýðublaðið en tón- listarmenn héldu styrktartónleika fyrir Rúnar á Hótel Islandi á laugardags- kvöldið. Að sögn Rúnars eiga þeir Gunnar Þórðarson, Óttar Felix Hauks- son og Ólafur Laufdal heiðurinn að hugmyndinni en svo bættust fleiri í hópinn: Magnús Kjartansson, Björg- vin Halldórsson, Bubbi Morthens og fleiri. „Ég komst í þrjár hljómsveitir: Trú- brot, Hljóma og Ðe Lónlí blú bojs,“ segir Rúnar. Aðspurður segir hann að þetta reddi ljármálunum um einhvem tíma. „En það er ekkert varanlegt í því - maður reddar því ekkert í eitt skipti fyrir öll við að lenda í einhverju voða feitu. En þetta hjálpar mér gífurlega mikið af því að ég er búinn að vera launalaus í þrjá fjóra mánuði. Það hjálpar mér í gegnum það. Maður hef- ur rekið sig á lánum,“ segir Rúnar. Hann bendir á það að því sé ólíku saman að jafna að vera íslenskur poppari og útlendur. „Það má ekki mgla því saman. Það em aðeins aðrir launafíokkar héma í smæðinni eins og allir þekkja sem eru með hausinn í bleyti. Ég er rosalega þakklátur." Rúnar segir að hann fái um sjö- hundmð krónur af hveijum aðgöngu- miða en miðinn var seldur á þúsund krónur. Miðað við 2 þúsund selda miða fær Rúnar 1,4 milljón í sinn hlut. „Þeir sem gefa vinnu sína em hljóð- færaleikararnir. Svo em allir skattar borgaðir og annar kostnaður. Ríkið gefur ekkert eftir þó að fólk sé á ein- hverju styrkjaplani. Ég hef kannski mánaðarlaun Steingríms útúr þessu og Sverris kannski. En þeir em með þetta Rúnar: „Þetta fleytir mér áfram í nokkra mánuði og ég kann öllum miklar þakkir." á hverjum mánuði en þetta em jól fyr- ir mig. Já, þeir em báðir Hemianns- synir: SS-sveitin eða Sérlaunasveitin. Þeir ættu að stofna dúett. En þetta fleytir mér áfram í nokkra mánuði og ég kann öllum miklar þakkir," segir Rúnar. Yfirlýsing Rúnars þess efnis að hann myndi flytja úr Keflavík ef nafn- ið breyttist í Reykjanesbæ vakti mikla athygli á sínum tíma. Hann setti húsið sitt á sölu og blaðamaður Alþýðu- blaðsins spurði Rúnar hvort hann setti ekki alltof mikið á það? „Það getur vel verið. Ég hafði aldrei hugsað mér að flytja fyrr en þetta nafnaklúður kom upp. Ég fylgi þvf ekkert svakalega fast eftir að selja húsið. Ég setti það bara á sölu í þessu andófi. Ég hef bara fengið tilboð um makaskipti á Hrísey, Gríms- ey eða Kópaskeri og íjarlægum stöð- um. Ég vil helst ekki fara úr öskunni í eldinn," segir Rúnar og vill láta taka það sérstaklega fram að hann eigi heima í Keflavík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.