Alþýðublaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 25. september 1996 Stofnað 1919 143. tölublað - 77. árgangur Molotov-kokteil varpað að bandaríska sendiráðinu Talsmaður sendiráðsins gerir ráð fyrir að hér sé um að ræða óspektir í ölæði fremur en skipulagt andóf. Klukkan sex að morgni sunnudags um síðustu helgi vöknuðu íbúar við ■ Forsetinn, sam- gönguráðherra og vegir á Vestfjörðum Þakklátur fyrirgóðan stuðnings- mann - segir Halldór Blöndal sam- gönguráðherra um forseta ís- lancís. „Hefði auðvitað kosið það að hann hefði beitt sér fyrir vegagerð í Barðastrandarsýslu fyrr." „Ég hef nú ekki heyrt þetta ná- kvæmlega sem hann sagði og þori ekki að fara nákvæmlega útí það. En ég ók þennan veg á dögunum og auð- vitað eru allir malarvegir núna lélegir. Þegar rignt hefur látlaust er ekki við öðru að búast,“ segir Halldór Blöndal samgönguráðherra í samtali við Al- þýðublaðið. Ólafur Ragnar Grímsson var í opin- berri heimsókn á Patreksfirði á dögun- um og gerði meðal annars bágborið ástand vega í Barðastrandarsýslu að umtalsefni í ávarpi sínu þar. „Vissu- lega er margt sem betur mætti fara og mörgum kann að finnast að byggðir Barðastrandarsýslna eigi tilkall til meiri umsvifa í samgöngubótum og atvinnuþróun," sagði Ólafur Ragnar vestra. „Við crum vitaskuld að tala um feiknalegar fjárhæðir í vegagerð á Vestfjörðum og við gerum ekki allt í einu,“ segir Halldór Blöndal. En hvemig lýst samgönguráðherra á að fá þennan óvænta bandamann í baráttu íýrir bættum samgöngum sem forsetinn er? Jú, jú, en ég hefði auðvitað kosið að hann hefði beitt sér fyrir vegagerð í Barðastrandarsýslu fyrr. Auðvitað höfum við lengi vitað hvemig vegur- inn um Barðastrandarsýslu er. Þess vegna hefur ekki verið gert ráð fyrir því að vegurinn sé mokaður allan árs- ins hring. Ég man þegar ég fór þennan veg fyrst var Þingmannaheiðin farin. Hann hefur auðvitað batnað síðan þá. En við höfum verið að leggja áherslu á að koma veginum til Brjánslækjar frá Patreksfirði í horf og reyna eitt- hvað að potast inn Djúpið. Síðan var það niðurstaða þingmanna Vestfjarða og Vesturlands að brýnast sé að byggja biú yfir Gilsfjörð sem og að sjálfsögðu göngin," segir Halldór og bendir á að víða séu malarvegir. Hann segir Norður- Þingeyjarsýsla hafa ver- ið afskipta svo augljóst dæmi sé tekið. „Það er ntjög gott að vita af góðum og sterkum stuðningsmönnum sem vilja standa á bak við mann í því sem maður er að gera. Ég er auðvitað þakklátur fyrir það,“ segir Halldór um ábendingar forseta fslands um bágbor- ið ástand vega landsins. Framdyr bandaríska sendiráðsins við Laufásveg en þar hefur verið skipt um útihurð. , leiðindamálum á undanfömum árum. mun neitt stórvægilegt hafa komið Skorið hefur verið á hjólbarða en ekki upp nú í seinni tíð. Laufásveg við mikla sprengingu og sáu hvar eldur gaus upp við banda- ríska sendiráðið. Tíðindamenn Al- þýðublaðsins og íbúar búsettir í ná- grenni sendiráðsins hafa undrast að ekkert hafi komið um atburðinn í frétt- um. Hörður Jóhannesson yfirlögreglu- þjónn hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins staðfesti í samtali við blaðið að Mo- lotov-kokteil hafi verið varpað á sendiráðið. „Þetta var nú kannski ekki sprengjutilræði. En það er rétt, kastað var Molotov-kokteil að sendiráðinu án þess að ég ætli að gefa því einhveija einkunn. Það logaði eldur á gangstétt- inni og uppí hurðarkarminn. Ekki liggur fyrir hver stendur á bak við þennan gjöming. Þetta gerist á þeim tíma sólarhrings þegar ekki em margir á ferli og það urðu engir varir við mannaferðir." Hörður segir að RLR segi ekkert um starfsaðferðir sínar og ■ „Langskemmtilegasti skóli landsins" byrjar þriðja starfsár sitt Getum von- andi ráðið kennara af öðrum heimi - segir Magnús H. Skarphéðins- son skólastjóri Sálarrannsókna- skólans. 353 nemendur hafa þegar lokið námi frá skólanum. „Samband okkar við annan heim er ekki komið á nógu þróað stig til að við getum ráðið kennara af öðr- um heimi, en vonandi getum við það í framtíðinni,“ segir Magnús H. Skarphéðinsson skólastjóri Sál- arrannsóknaskólans sem nú er að vill því ekki leggja á það mat hvort þama sé um drykkjulæti eða andóf að ræða. I svari við fyrirspum til sendiráðs- ins var staðfest að sprengju hefði verið varpað að byggingunni. Enginn meiddist og eldurinn breiddist ekki út frá framdyrum þar sem eldurinn var. Sendiráðið er í samstarfi við íslensk lögregluyfirvöld við rannsókn þessa máls. Gísli Ragnarsson, sem starfar hjá upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna, hefur heyrt að á sama tfma hafi spell- virki verið unnin í garði þýsk/breska sendiráðsins sem er við sömu götu. „Líklega er sami aðilinn á ferð. Menn gera almennt ráð fyrir að þama hafi fyllirí ráðið ferðinni eða eitthvað slíkt. í það minnsta hefur engin orðsending borist til að undirstrika andóf.“ Gísli segir að borið hafi á smávægilegum Nemendur í Sálarrannsóknaskólan- um. „Kennum hvers eðlis það þjóðfélag er sem bíður okkar," seg- ir skólastjórinn. hefja þriðja starfsár sitt, en hvorki fleiri né færri en 353 nemendur hafa lokið námi frá skólanum. Aðspurður hvað reki fólk í Sál- arrannsóknaskólann segir skóla- stjórinn: „Fólk langar að vita hvar framliðnir eru og hvernig miðlar starfa. Suma langar að þroska ein- hverja gáfu með sér. Við erum ekki að þjálfa miðla, heldur er námið fyrst og fremst fyrir al- menning. Miðlar eiga hinsvegar ekki síður erindi í skólann en aðr- ir.“ Skólinn starfar í tólf vikur í senn og fer kennslan fram eitt kvöld eða laugardagssíðdegi í viku. Um kennslugreinar segir Magnús: „Við kennum flestallt sem vitað er um líf eftir dauðann, hvar framliðnir eru og hvers eðlis það þjóðfélag er sem bíður okkar. Við kennum hvernig miðlar starfa og hvað raunverulega er vitað um þessi mál. Farið er yfir allar rannsóknir í dulsálarfræði og sálarrannsóknum, og saga spiritismans skýrð. Þá er sagt frá helstu miðilstegundum, bæði þeim sem eru minna þekktar og meira þekktar. Töluvert er farið yfir kenningar um hvernig standi á deilurn milli trúarbragða og vís- inda og spiritismans. Spiritisminn var upphaflega leið til að rannsaka trúarlega reynslu rnanna." Alls munu átta kennarar leið- beina nýliðum í skólanum, þar af þrír miðlar sem sjá um miðils- fræðsluna, og fimm fræðikennarar. Samtals eru sjö bekkir í skólanum, þrír byrjendabekkir og fjórir.fram- haldsbekkir. Alls eru kennarar 31 talsins, og nemendur samtals 208. Þetta er þriðja starfsár skólans og hafa 353 hafa lokið námi. Próf er í lok hvers bekkjar og er nem- endum í sjálfsvald sett hvort þeir gangast undir það. „Þetta er örugg- lega langskemmtilegasti skóli landsins," segir Magnús. „Það er glatt á hjalla og létt yfir fólki.“ Kynningarfundur verður haldinn annaðkvöld klukkan 20.30 í hús- næði skólans í Vegmúla 2. Þangað er fólki boðið að kynna sér skól- ann og starfsemi hans. Fundurinn verður endurtekinn á sunnudag klukkan 14. Pólitískur prófíll - nýr dálkur í Alþýðublaðinu. Sjáið prófílinn á Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráð- herra. Blaðsíða 2 ■ Sigursteini Mássyni fréttamanni sagt upp störfum á Stöð 2 Enn ein uppákoman - hjá starfemönnum fréttastof- unnar, segir starfsmaður á Stöð 2. Uppsögn Sigursteins tengist þáttargerð um Geir- finnsmálið. „Þetta er enn ein uppákoman sem elur á óánægju hjá starfsmönnum fféttastofunnar. Hér hefur verið mikil ókyrrð útaf ýmsum málum," sagði staífsmaður á Stöð 2 í samtali við Al- þýðublaðið í gær vegna skyndilegs brottreksturs Sigursteins Mássonar fréttamanns. Elín Hirst fréttastjóri afhenti Sigur- steini uppsagnarbréf í gær, og heim- ildamaður blaðsins á Stöð 2 sagði að svo væri litið á, að honum hafi verið sagt upp vegna þáttar sem hann hefur unnið að á eigin vegum um Geirfinns- málið. Elín sagði í samtali við blaðið síðdegis í gær, að þátturinn tengdist uppsögn Sigursteins óbeint, að því leyti að hún hefði lengi verið óánægð með framlag hans til fréttastofunnar. „Hann var mjög upptekinn af þessu verkefni og ég hafði ekki efni á að hafa hann í vinnu ef hann gat ekki lagt sig allan fram hér,“ sagði Elín. Heimildamaður blaðsins sagði hins- vegar að efni þáttarins sem Sigur- steinn var að vinna, Geirfinnsmálið, hefði valdið mikilli óánægju hjá Páli Baldvin Baldvinssyni dagskrárstjóra Stöðvar 2. Kona Páls er dóttur eigin- konu Hallvarðs Einvarðssonar rflcis- saksóknara sem nvjög kom við sögu Geirfmnsmálsins, en fjallað er um hlut hans við rannsókn málsins á gagnrýn- inn hátt, samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins. Sigursteinn vinnur að gerð þáttarins á eigin vegum, einsog fyrr segir, og stóð í samningaviðræðum við Ríkis- sjónvarpið og Stöð 2 um sýningarrétt. Páll Baldvin, sem annast meðal annars kaup á efni, sagði sig frá viðræðunum vegna hagsmunatengsla og mun Magnús Kristjánsson markaðsstjóri Stöðvar 2 hafa komið í hans stað. sem elur á Frá tökum myndarinnar um Geirfinnsmálið. Páll Baldvin dag- skrárstjóri Stöðvar 2 sagði sig frá samningaviðræðum við Sigurstein, þar sem Páll og Hallvarður Ein- varðsson ríkissaksóknari eru í sömu fjölskyldu. Hart er deiit á Hallvarð í myndinni. Ekki samdist hinsvegar millum Sigur- steins og Stöðvar 2 um sýningu þáttar- ins, og samkvæmt heimildum Alþýðu- blaðsins hefur Ríkissjónvarpið nú tryggt sér sýningarréttinn. Heimildamaður Alþýðublaðsins óánægju fullyrti að Magnús hefði í júní farið fram á það við Eh'nu Hirst að Sigur- steini yrði sagt upp störfum. í samtal- inu við blaðið í gær neitaði hún því al- farið, og sagði að yfirmenn sínir hjá Stöð 2 hefðu hvorki fyrr né síðar reynt að hafa afskipti af mannahaldi hennar á fréttastofunni. Nýverið voru gerðar skipulags- breytingar innan Stöðvar 2 og heyrir fréttastofan undir dagskrárstjórann, Pál Baldvin, en ekki beint undir sjón- varpsstjórann einsog áður var. Heim- ildamaður Alþýðublaðsins sagði að óánægju gætti á lféttastofu með þessa ráðstöfun, og teldu menn að sjálfstæði fréttastofunnar væri stefnt í voða. Ehn Hirst sagði um þetta atriði, að eigend- um og yfirmönnum Stöðvar 2 hefði alltaf verið ljóst að fréttastofan yrði að vera algerlega sjálfstæð og óháð. Það hefði ekki breyst með nýju skipuriti. Ekki náðist í Sigurstein Másson eða Pál Baldvin Baldvinsson vegna þessa máls, síðdegis í gær.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.