Alþýðublaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 25. september 1996 143. tölublað - 77. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk ■ Aukin atvinnuþátttaka Launafólk hefur skapað fyrirtækj- um svigrúm - segir Guðmundur Gylfi Guðmundsson hagfræð- ingur ASÍ: „Það eru uppi raddir hjá okkur um að fara kauphækkunarleið- ina þrátt fyrir að hún muni óhjákvæmilega leiða til verðbólgu." „Það þarf um tvöþúsund ný störf á ári til að svara aukinni eftirspum á vinnumarkaði," sagði Guðmundur Gylfi Guðmundsson hagfræðingur hjá ASÍ. „Verði fjölgun umfram það, sem skilar sér ekki að sama skapi í minnk- andi atvinnuleysi, er um aukna at- vinnuþáttöku að ræða en hún kom berlega fram í skýrslu frá Hagstofunni í vor. Mér finnst líklegt að Finnur Ing- ólfsson sé að vitna í þessa Vinnu- markaðskönnun Hagstofunnar. í þess- ari auknu þáttöku er um að ræða fólk sem af einhvetjum ástæðum kaus að draga sig í hlé samfara atvinnuleysinu án þess að það kæmi fram á opinber- um skýrslum. Til dæmis fólk með ung böm, fólk sem hefur kosið að fara í lengra nám og þá sem hafa látið að störfum vegna aldurs og eiga rétt á líf- eyri en hafa kosið að snúa aftur inn á vinnumarkaðinn." Finnur Ingólfsson iðnaðar- og við- skiptaráðherra lét þess getið í útvarp- sviðtali í gær að kosningaloforð fram- sóknarmanna um I2 þúsund ný störf fyrir aldamót væri enn í fullu gildi. Nú þegar hefðu orðið til 4300 ný störf á undanfömum 18 mánuðum sem liðnir eru frá því ríkisstjómin tók við völd- um. Atvinnuleysi hefur sveiflast tals- vert milli ára, í ágúst í ár voru 3,8 pró- sent atvinnulausir en á sama tíma í fyrra voru það 4,3 prósent, en árið 1994, 3,6 prósent. Mest er atvinnu- leysið meðal kvenna á Suðumesjum, 7,1 prósent, en konur em einnig áber- andi fleiri yfir landið allt, 5,9 prósent kvenna ganga atvinnulausar. „Til að þessi fjölgun starfa verði til þess að hækka laun á vinnumarkaði þarf að útrýma atvinnuleysi og það er töluvert erfiðara mál,“ sagði Guð- mundur Gylfi. „Það er ljóst að það þarf stöðugleika á vinnumarkaði til að fyrirtækin hafi svigrúm til að bæta við sig starfsfólki og þann stöðugleika hefur verkalýðshreyfingin tryggt og launafólk tekið á sig auknar byrðar til að gefa fyrirtækjum svigrúm til að fara út í framkvæmdir. Nú kann að verða breyting þar á,“ sagði Guð- mundur Gylfi. „Það em uppi raddir hjá okkur um að fara kauphækkunar- leiðina, þrátt fyrir að hún muni óhjá- kvæmilega leiða til verðbólgu. Við verðum að ná þeim opinbem starfs- mönnum sem hafa knúið fram launa- hækkanir, það vom alþingismenn sem gáfu tóninn með því að hækka við sig launin." Varðandi það að atvinnuleysi er hlutfallslega mun meira meðal kvenna sagði Guðmundur: „Það gerir konum erfitt fyrir að víða um land er verið að loka frystihúsum þar sem þær eru í meirihluta starfsfólks. Það er auðveld- ara fyrir opinbera aðila að skapa at- vinnu fyrir karla. Þar er oftast um að ræða verklegar framkvæmdir sem gefa beinan arð, svo sem stækkun ál- versins. Hefðbundin kvennastörf eru sérhæfðari svo sem umönnunar og þjónustustörf, þar er erfiðarara um vik að sýna fram á beinan hagnað og þau sitja á hakanum." Ber á Norðurlandi Nú eru síðustu forvöð að fara í berjamó áður en næturfrostin hefjast. Ein- ar Ólason ijósmyndari var á ferð um Norðurland og notaði að sjálfsögðu tækifærið einsog þessir gaivösku berjatínslumenn. ■ Allt að 20 til 30 prósenta niðurskurður til framhaldsskóla á landsbyggðinni Skólahald í núverandi mynd úr sögunni - ef til niðurskurðar kem- ur, segir Hjalti Jón skóla- meistari að Laugum. Egill Jónsson alþingismaður: Grundvallaratriði að litlu skólunum verði gert kleift að starfa með eðlilegum hætti. „Ef af þessum niðurskurði verður skólastarf í núverandi mynd úr sög- unni, enda allar forsendur þá brostn- ar,“ sagði Hjalti Jón skólameistari framhaldsskólans að Laugum í Reykjadal í samtali við Alþýðublaðið í gær. Einsog fram hefur komið boðar menntamálaráðherra mikinn niður- skurð í þremur litlum framhaldsskól- um á landsbyggðinni, en alls er ætlun- in að spara 15 milljónir króna með þessum hætti. Eyjólfur Guðmundsson skólameistari Framhaldsskólans í Austur- Skaftafellssýslu segir að skól- inn verði ekki samur ef til niðurskurð- ar kemur. Þriðji skólinn sem um ræðir er framhaldsskólinn á Húsavík. Skóla- nefndin þar hefur þegar komið saman og mótmælt harðlega áformum um niðurskurð. Þótt heildarfjárhæðin sé ekki há þurfa skólamir að skera niður um allt að 20 til 30 prósent. Hjalti Jón segir að þetta sé stór biti að kyngja, og hér sé um byggðamál að ræða sem stjórnmálamenn hljóti að taka á. Framhaldsskólinn að Laugum var stofnaður 1988 og þar eru nú um hundrað nemendur. Skólastarfið þurfi að skipuleggja frá grunni, ef niður- skurðurinn verður að veruleika, að sögn skólameistarans. Eyjólfur Guðmundsson sagði óljóst hvort framhaldsskólinn í Austur- Skaftafellssýslu muni ná sér, en þar er gert ráð fyrir ríflega 20 prósenta nið- urskurði. Skólanefnd kemur saman vegna málsins í dag. Hann tók undir orð kollega síns að Laugum og sagði um byggðamál og pólitíska aðgerð að ræða. Ljóst er að stórfelldur niðurskurður mun gera litlum skólum á lands- byggðinni erfitt fyrir að keppa við stóru skólana, einkum á höfuðborgar- svæðinu. Um samkeppnisstöðu litlu skólanna sagði Eyjólfur: „Sumpart er staða okkar verri að því leyti að við getum ekki boðið uppá það sama og stóru skólarnir. Að öðru leyti gerir smæðin og fámennið okkur hinsvegar kleift að veita betri þjónustu. Við er- um ekki ósáttir við að vera litlir, ef við fáum að hegða okkur einsog við telj- um best.“ Hann bendir á, að á landsbyggðinni hafi margir farið í nám sem ella hefðu ekki gert það og frá skólanum í Aust- ur- Skaftafellssýslu hefði margir út- skrifast með réttindi sem stýrimenn, vélstjórar eða sjúkraliðar, svo dæmi séu tekin. Hann taldi að um sjötíu til hundrað nemendur hefðu lokið námi með þessu móti, sem annars hefðu ekki leitað sér menntunar. Egill Jónsson oddviti Sjálfstæðis- flokksins á Austurlandi segir að um- ræðan um niðurskurð til litlu skólanna á landsbyggðinni komi sér ekki á óvart. Lengi hafi staðið til að gera ein- hverjar breytingar á rekstri þeirra, meðal annars í þá veru að þeir tækju upp samstarf við stærri skóla. Egill sagði hinsvegar að smærri skólarnir hefðu verið tregir til samstarfsins, þrátt fyrir áherslur menntamálaráð- herra í þá veru. Hann sagði að ráð- herra gerði að skilyrði fyrir því að smærri skólarnir fengju að útskrifa stúdenta, að þeir tækju á þessum mál- um. Umræðan yrði að snúast um ann- arsvegar að styrkja skólahaldið og hinsvegar að spara peninga. „I þessu máli er grundvallaratriði, sem ég vona og treysti að verði fylgt, að litlu skól- unum verði gert kleift að starfa með eðlilegum hætti við þær aðstæður sem þeir búa við núna,“ sagði Egill.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.