Alþýðublaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐK) 3 s k o ð a n v i t i m e n n Nótulaus viðskipti eru skiljanleg að því leyti að bæði seljandi og kaupandi „hagnast". Öðru máli gegnir um þegar farið er hjá sjóðsvélinni. Neytandinn greiðir fullt verð. Síðan greiðir hann skólagöngu barna þess sem stelur, sjúkrahúsvist hans og allt annað sem velferöar- kerfið veitir honum. Stefán Jón Hafstein í leiðara Dags-Tímans í gær. Einkavæöing strax! Örvæntingarfullt heróp Heimdellinga í DT í gær. Hljómar kunnuglega. Biskup selur sögu sína. Biskupinn og kvennabósinn Roderick Wright hefur selt sögu sína til slúðurblaðs fyrir 30 milljónir króna. Mogginn. Við höfum hafið baráttu Innlegg í Morgunstund jafnaðarmanna í Borgar- nesi 21. september 1996 Á þessum fyrsta fundi á vegum þingflokks jafnaðarmanna fagna ég því að við höfum lagt af stað, samein- uð hreyfing fólks sem hefur lík við- horf og lffsskoðanir og leggur áherslu á að félagsleg velferð heildarinnar sé höfð að leiðarljósi. Pallborð Gísli S. Einarsson Ég fagna því að þessi fyrsti fundur er á Vesturlandi. Við þurfum og verð- um að sameina krafta okkar hér. Ég veit að hér er jarðvegur jafnaðar- manna og við þurfum að yrkja hann af alúð. Það er undarlegt að það þurfti samstjórn íhalds og Framsóknar til þess að við færum að vinna saman á þennan hátt, en reynslan hefur sýnt að það ríkisstjómarsamstarf hefur jafnan leitt til lakari afkomu heimilanna og nýjungar og framsýni sömuleiðis beð- ið lægri hlut. Stofnun þingflokks jafnaðarmanna Alþýðuflokks og Þjóðvaka er upphaf. Markmiðið er að JAFNAÐARMENN Á ÍSLANDI sameinist um framboð, ávinni sér traust þjóðarinnar og um- boð til að fara með málefni hennar. Við, sem að þingflokknum stönd- um, verðum að starfa sem heild, leysa okkar mál innbyrðis og koma fram sem einn maður. Þá mun fólk úr öllum flokkum leggjast á árar með okkur. Að þessu verðum við að stefna og leggja allt okkar af mörkum. Eg er þess fullviss að meirihluti þjóðarinnar er jafnaðarsinnað fólk ( Sanngjamari skiptingu þjóðar- rdcáa#WSff--t!tír.- •.' IVið höfum hafið baráttu, sigur mun vinnast. Við erum ekki fátæk af því að draumar okkar hafa ekki ræst, frekar fyrir þá sök að eiga ekki draum. Ég er þess fullviss að öll virðum við framtak og frelsi einstaklingsins og höfnum því að það hneppt í fjötra hverskonar kerfis, - og minni ég þá á fiskveiðistjórnunina þar sem yfirráð yfir lögbundinni sameinaðri auðlind eru á höndum alltof fárra. Ég er þess fullviss að jafnaðarmenn eru á móti þeim kerfisfjötrum sem bændur landsins eru fastir í og hafa leitt til þess að þeir hrekjast hver á fætur öðrum af jörðum sínum og mega um leið þakka fyrir ef þeir eiga nokkuð eftir áramgabúskap. Ég er þess fullviss að jafnaðarmenn em sammála um að við eigum öll rétt á að njóta auðæfa landsins í formi raf- og hitaorku, auk annars þess sem landið býr yfir, hvort sem þessi auðæfi er að finna á láði eða legi innan ís- lensks yfirráðasvæðis. Ég er þess fullviss að jaíhaðarmenn Islands em sammála um að orkulindir og auðæfi landsins beri að nýta á sjálf- bæran hátt, sem merkir að við ætlum að skila landinu í hendur afkomenda okkar í betra ástandi frá kynslóð til kynslóðar. Þetta á einnig við um skuldsetningu þjóðarinnar. Við verðum að skila hlutverkum okkar til afkomenda, án þess að við- takendur séu á klafa óviðráðanlegra skulda og auðlindir þurrausnar. Ágæm fundarmenn, það er hlutverk hvers okkar á þeim vettvangi sem við störfum að vekja von um betri framtíð á jafnari gmnni en er nú í dag. Mis- munun í okkar þjóðfélagi er ekkert annað en óhugnaður, afkoma vinnandi fólks er víða svo léleg að sveitarfélög og ríki verða að hlaupa undir bagga með fjárframlögum. Samanlögð fjámpphæð til félags- legrar hjálpar á síðasta ári var um 1,4 milljarðar króna. Svo há upphæð í svo litlu þjóðfélagi er óafsakanleg, og sýn- ir ekkert annað en hversu misskipting og ójöfnuður er mikill. Eins og það er staðreynd að engin rós er án þyma, verður engin bygging til án þess að byijað sé á undirstöðun- um. Það fæst aldrei allt fyrir ekkert, og enginn sigur vinnst án baráttu. Við höfum hafið baráttu, sigur mun vinn- ast. Við erum ekki fátæk af því að draumar okkar hafa ekki ræst, frekar fyrir þá sök að eiga ekki draum. Höfundur er þingmaður Alþýðuflokksins. h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson Talsvert uppistand varð í síðustu viku þegar Stúd- entaráð samþykkti samhljóða ályktun þarsem hugmyndir um að menntamálaráðherra velji rektor Háskólans, fulltrúa í háskólaráð og deildarráð voru gagnrýndar. Þessar hugmynd- ir höfðu komið fram á heima- síðu ráðherrans, Björns Bjarnasonar, en þar rabbar hann um ýmsar hugrenningar sínar, einsog kunnugt er. Björn svarar á heimasíðu sinni nú vikunni og er heldurfúll yfir því að fá ekki að viðra allt sem honum kemur í hug, og sakar Stúdentaráð um það sem Bandaríkjamenn kalla „politic- al correctness" og felst í því að skammta mönnum umræðu- efni en banna önnur. Ráðherr- ann er reyndar talsvert byrstur og segir: „Mér sýnist Stúd- entaráð vera að fikra sig inn á þá braut að álykta um það, sem menntamálaráðherra má segja og hvað hann má ekki segja, fyrir utan kröfu um það, að hann segi hlutina með ein- hverjum ákveðnum blæ, þegar hann ræðir við fjölmiðla." Eftir stendur hinsvegar að Björn lýsti í upphafi afdráttarlaust að hann ætti að skipa fulltrúa í háskólaráð og deildarráð, og bauð uppá umræður um að ráðherra veldi rektor. Björn fékk sannarlega umræðurnar, en þær virðast ekki hafa verið honum fyllilega að skapi; alltj- ent er heimasíðan nú til marks um að þar skrifi úfinn ráð- herra... IX nattspyrnuáhugamenn ívbiða í ofvæni eftir úrslita- leik Skagamanna og KR-inga á Akranesi á sunnudaginn. KR- ingum nægir jafntefli til að tryggja sér íslandsmeistaratitil- inn ifyrsta sinn síðan 1968. Bið KR eftir titli er mikið harmsefni í Vesturbænum, en stuðningsmenn annarra liða henda gaman að. Og þótt KR virðist nú eiga góða mögu- leika ættu stuðningsmennirnir að hafa spádóm Þórhalls Gudmundssonar miðils í huga. Hann hefur látið svo um mælt, að KR nái ekki titli fyrren Islendingarfagna þúsundára afmæli kristni á íslandi - sem- sagt eftir fjögur ár! I þessu sambandi má geta þess að Sveinn Sveinsson stjórnar- maður í KSÍ til margra ára hef- ur gert að tillögu sinni að þján- ingar KR-inga verði linaðar með því að þeir verði hrein- lega útnefndir íslandsmeistar- ar árið 2000, - það sé eina leið- in til koma bikarnum í Vestur- bæinn... Hinn nýi ritstjóri HP, Guð- rún Kristjánsdóttir, vinn- ur nú af kappi að útgáfu blaðs- ins á morgun. Búið er að létta helstu fjárhagsáhyggjum af starfsmönnum, enda Oddi vanur að standa í skilum. Að- eins einn blaðamaður var eftir á HP auk Guðrúnar, og hefur hún staðið í ströngu viö að ráða nýja menn. Þá mun hin gamalreynda fréttakanóna, Egill Helgason, hafa hlaupið undir bagga með Guðrúnu í vaktafríi frá Stöð2. Það munar um minna, enda gjörþekkir Eg- illtil á HP... Tarsan í trjánum, Nanook konungur Norðurskautsins og Egill í Eyðilandinu. Hallgrímur Björgvinsson kjallarameistari: Hann heitir Finnur Jónsson. Þorsteinn Aðalbjörnsson vegfarandi: Það er fram- sóknarmaðurinn Finnur Ing- ólfsson. Guðjón Stefánsson bíl- stjóri: Hvemig í veröldinni á ég að vita það? Þórdís Þórhallsdóttir nemi: Ég hef enga hugmynd um það. Magnús Böðvarsson læknir: Það er sami maður og gegnir starfi iðnaðarráðherra - Finnur lngólfsson. Aðgengisóknarbarna að eigin safnaðarkirkju á að vera hafið yfir allan ágreining. Leiðarahöfundur Morgunblaösins vegna deilna um hver ráöi því hvaða athafnir mega fara fram í einstökum kirkjum. Við skulum bara vona að þessi blíða endist sem lengst, en því getum við ráðið nokkuð sjálf, því ef maður er í góðu skapi er alltaf gott veður. Forystugrein Eystra-Horns. Nú þegar ber stjórnvöldum að stöðva hinar skammsýnu veiðar íslendinga og gerast aðili að fjölþjóðlegu samkomu- lagi um veiðistjórn á Flæmingjahattinum. Jónas Kristjánsson í forystugrein DV í gær. fréttaskot ún fortíð Öagadógó Sjálfstæðum ríkjum í heiminum hefur íjölgað mjög síðustu ár og teljast nú 191. Reynið að tengja saman nöfn þessara 10 ríkja og höfuðborga: Albanía Vadús Belís Bratislava Búrkína Fasó Kító Bútan Tírana Ekvador Kisínev Hondúras Timfú Kirgisistan Frunse Lichtenstein Belmótan Moldóva Tegúsígalpa Slóvakía Óagadógó eAB|Sj;eja :ei>|eAO|S 01 A8uisi>| :eAop|Oi/\| ‘6 snpeA :u!8jsu8jipn 8 asurn-j :uejs}si6j!>| 'i eet[e6jsn68jL :sejnpuoH ‘9 oj)>i :jopeA>|3 g njai!i :ue 't' o6ope6eo :ose3 eui>|jna £ uedp -iu|8g :sj|8g ‘Z euej/j. :ejueqiv 'L :JOas

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.