Alþýðublaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
s k o ð a n
MlÐVIKUÖAGUR 25. SÉPTEMB'ER 1^96
MPÍÐUBIMD
21182. tölublað
Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566
Útgefandi Alprent
Ritstjóri Hrafn Jökulsson
Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson
Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason
Umbrot Gagarín ehf.
Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 562 5566
Fax 562 9244
Tölvupóstur alprent@itn.is
Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði.
Verð i lausasölu kr. 100 m/vsk
Lest sameiningarinnar
Nú þegar gengið hefur verið frá sameiningu þingflokka Al-
þýðuflokksins og Þjóðvaka með formlegum hætti beinist athyglin
ekki síst að tveimur atriðum. í fyrsta lagi að stefnumótun og starfí
Þingflokks jafnaðarmanna á Alþingi, og í annan stað að næstu
skrefum í þeirri ferð sem lagt var upp í með sameiningu þessara
krafta. Þingflokkurinn hefur lagt fram og kynnt stefnumið sín, og
þess er að vænta að betur verði farið í saumana á þeim og út-
færslu þeirra. Þá hefur þingflokkurinn skipulagt fundi vítt og
breitt um landið, og hóf kynningarherferð um síðustu helgi.
Á Akureyri á laugardag spunnust athyglisverðar umræður á
fundi með þingmönnum jafnaðarmanna. Jón Baldvin Hannibals-
son formaður Alþýðuflokksins sagði að stóra spumingin væri sú,
hvort við hefðum eitthvað með sameinaðan jafnaðarmannaflokk
að gera, og bætti við: „Eða em stjómmál aðeins spuming um
tæknileg atriði, um gangvirki vélræns þjóðarlíkama? Ef við emm
ósammála um þessa skilgreiningu getum við sjálfsagt verið sam-
mála um þörfma fyrir flokk jafnaðarmanna." Þessar vangaveltur
snerta það atriði sem helst hefur verið þæft um í sameiningarum-
ræðu síðustu missera: Eiga þeir sem skilgreina sig til vinstri í
stjómmálum að láta ágreining í ákveðnum málum hindra sam-
fylkingu gegn íhaldsöflum landsins? Em til að mynda utanríkisu-
mál óyfirstíganlegur þröskuldur milli Alþýðuflokks og Alþýðu-
bandalags? Eða geta menn - ef vilji er fyrir hendi - náð samstöðu
um grundvallarstefnu í sjávarútvegi, landbúnaði, velferðarmál-
um, menntamálum - og jafnvel Evrópumálum? Það skildi þó
aldrei vera.
Það sem helst spomar gegn víðtæku samstarfí á vinstri væng er
ekki djúpstæður hugmyndafræðilegur ágreiningur, heldur rótgró-
in tortryggni liðsmanna ólíkra fylkinga. í áratugi vom annarsveg-
ar alþýðuflokksmenn og hinsvegar alþýðubandalagsmenn og for-
verar þeirra hatrömmustu andstæðingar stjómmálanna. Vitanlega
vom ýmsar sögulegar skýringar á því, en með þessu stríði var
fyrst og fremst skrattanum skemmt. Orsakir þess að Sjálfstæðis-
flokkurinn er stærsti hægriflokkur Evrópu em ekki bara þær, að
hann hafí að nokkm tileinkað sér velferðarmál jafnaðarmanna og
átt hæfa forystumenn. Sífelldar erjur og sundmng á vinstrivæng
skipta ekki minna máli í þessu sambandi.
Sem betur fer bendir margt til þess að óbreyttir liðsmenn hinna
gömlu fjendaflokka séu búnir að fá sig fullsadda af skotgrafa-
hemaði, sem tæpast nokkur man afhverju hófst. Einar Karl Har-
aldsson starfsmaður Þingflokks jafnaðarmanna sagði á áður-
nefndum fundi á Akureyri: „í grasrótinni er til að mynda enginn
ágreiningur milli Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Brautar-
teinar hafa verið lagðir og jámbrautarlest sameiningarinnar er
lögð af stað. Spumingin er hinsvegar sú hvort forystumenn flokk-
anna ætla að taka sér far með lestinni.“ ■
Hrundar hallir
Þegar Davíð Oddsson lagði til at-
lögu við Þorstein Pálsson þáverandi
formann Sjálfstæðisflokksins snemma
árs 1991 þótti mörgum það til marks
um fáheyrða fífldirfsku og jafnvel
hreinustu ókurteisi. Svona gerðu
menn ekki í Sjálfstæðisflokknum. Þótt
á ýmsu hefði gengið í valdabaráttu
innan flokksins hafði aldrei komið
fram alvöru mótifamboð gegn sitjandi
formanni. Tímasetningin orkaði líka
tvímælis: stutt var til þingkosninga,
flokkurinn var að ná sér úr djúpum
öldudal óvinsælda og klofnings, og
því var jafnvel spáð að allt færi í bál
og brand ef sjálfstæðismenn yrðu
knúnir til að velja milii Þorsteins og
Davíðs.
Davíð vann nauman en ffækinn sig-
urí formannsglímunni 1991, og úrslit-
in sýndu ljóslega hve pólilískri giftu
þeirra Þorsteins er misskipt. Öll for-
mannstíð Þorsteins var samfelld
þrautaganga: honum gekk illa að
hantéra sterka einstaklinga í þing-
flokknum, og var lengi vel að vand-
ræðast utan ríkisstjómar uns Geir heit-
inn Hallgrímsson sá aumur á hinum
unga eftirmanni sínum og afhenti hon-
um ráðherrastól sinn. Seinheppni Þor-
steins kom svo enn í ljós fyrir þing-
kosningamar 1987 þegar Albert Guð-
mundsson klauf Sjálfstæðisflokkinn,
stofnaði nýjan stjómmálaflokk á örfá-
um dögum og gerði að engu vonir
sjálfstæðismanna um glæstan sigur.
Þorsteinn náði samt að mynda ríkis-
stjórn með Framsókn og Alþýðu-
flokki, og stóð sól hans í hádegisstað
þegar hann um eins árs skeið hafði
lyklavöld í stjómarráðinu.
En sælan sú var skammvinn. For-
menn Framsóknar og Alþýðuflokks,
Steingrímur Hermannsson og Jón
Baldvin Hannibalsson, urðu fljótlega
þreyttir á úrræðaleysi hins óreynda
Þorsteins og því er hann einn um þann
vafasama heiður allra forsætisráðherra
lýðveldisins að vera að hent úr eigin
ríkisstjóm - og það í beinni útsend-
ingu. Steingrímur varð forsætisráð-
herra í hans stað, og glóbjartur for-
maður Alþýðubandalagsins leiddi sína
menn að ríkisstjómarborðinu. Eftir sat
Þorsteinn með klofxnn og áhrifalausan
flokk. Niðurlæging Sjálfstæðisflokks-
ins hefur ekki verið meiri í annan
tíma.
Svo Davíð kom, sá og sigraði 1991.
En það var, sem fyrr sagði, enganveg-
inn sjálfsagt. Sjálfstæðisflokkurinn var
að hjarna við, Borgaraflokkurinn
kominn undir græna torfu og lítil
lukka með flesta vinstri flokkana.
Reyndar em það einhver óskiljanleg-
ustu mistök Þorsteins Pálssonar sem
formanns tlokksins þegar hann lét
glepja sig til að halda landsfund Sjálf-
stæðisflokksins vorið 1991 - rétt fyrir
þingkosningar. Hefð er í Sjálfstæðis-
flokknum fyrir því, einsog flestum
öðmm íslenskum flokkum, að halda
landsfundi að haustlagi og ef sú hefði
verið raunin 1991 er alls óvíst að Þor-
steini hefði svo glatt verið varpað úr
sessi. Þannig sýndu skoðanakannanir
að Sjálfstæðisflokkurinn stóð vel að
vígi fyrir kosningamar 1991, og ekk-
ert hefði útilokað að Þorsteinn hefði
leitt flokkinn til þátttöku í ríkisstjóm.
Ef sú hefði orðið raunin hefði Davíð
Oddsson með engu móti getað boðið
sig fram gegn Þorsteini um haustið, á
þeim forsendum að
heiður flokksins
væri í húfi.
Ekki em mörg dæmi þess í íslensk-
um stjómmálum að flokksformaður sé
felldur úr sessi. Það gerðist í Fram-
sókn um miðjan fimmta áratuginn
þegar Hriflu-Jónasi var skákað til
hliðar, en þá hafði hann í reynd verið
lengi með öllu áhrifalaus. Alþýðu-
flokksmenn hafa sett nokkra formenn
af í hallarbyltingum, og þeir jafnan
dregið sig í hlé frá stjómmálum eftir
það, eða horfið á aðrar pólitískar
veiðilendur. Þorsteinn Pálsson lét sér
það ekki að kenningu verða þótt hann
yrði fyrsti formaður Sjálfstæðisflokks-
ins til að súpa af beiskum bikar ósig-
ursins.
Hann sat sem fastast sem óbreyttur
þingmaður og horfði uppá Davíð leiða
Sjálfstæðisflokkinn til ágæts sigurs í
þingkosningunum 1991 - sigurs sem
skoðanakaxmanir höfðu skömmu áður
bent til að félli Þorsteini í skaut. Ekki
nóg með það. Davíð, sem var nýliði á
þingi, myndaði ríkisstjórn með Al-
þýðuflokknum á örfáum dögum og
kom sér makindalega fyrir í forsætis-
ráðherrastólnum sem Þorsteinn hafði
vermt í aðeins tvö misseri fáum árum
áður.
Þorsteinn Pálsson fékk í sinn hlut
ráðuneyti sjávarútvegs og dómsmála,
en flestir spáðu því að hann myndi
innan tíðar hverfa í björg einhvers
bankans eða sendiráðsins. Ráðherra í
ríkisstjóm Alþýðuflokks og Sjálfstæð-
isflokks lýsti því, ekki löngu eftir að
stjómin tók við völdum, hvemig sjáv-
arútvegsráðherrann væri greinilega al-
tekinn beiskju yfir hlutskipti sínu. Um
þetta leyti var hann kallaður „þriðji
stjómarflokkurinn".
En þeir sem héldu að Þorsteinn
myndi standa uppí hárinu á Davíð og
að flokkxxrinn yrði til lengdar klofinn í
tvær fylkingar höfðu rangt fyrir sér. Á
undraskömmum tíma náði Davíð að
berja Sjálfstæðisflokkinn til hlýðni.
Eitt sýnilegasta dæmið um tök Davíðs
á flokknum er að nú þorir enginn úr
þingliðinu annað en sitja og standa
einsog formanninum þóknast. Til
skamms tíma var einkenni á þing-
flokki sjálfstæðismanna að þar voru
sterkir einstaklingar méð ákveðijar
skoðanir, og létu ekki segfa sér fynr
verkum. Sú tíð er ltðin. Sjálfs'tæðis-
flokkur Davíðs er líktog velþjálfáður
kór, þarsem hann einn er í híutverki
hetjutenórsins.
Kunnugir í Sjálfstæðisflokknum
segja að þeim hafi komið einna mest á
óvart, hve fljótt allur stuðningur við
Þorstein fjaraði út eftir formannsslag-
inn. Að sönnu eigi haim ýmsa banda-
menn, en fáir myndu veita honum lið
ef á reyndi. Á þessu eru einkum' tvær
skýringar. Þorsteini er ekki' lagið-'að
gera menn sér handgengna eða laða'þá
til persónulegs fylgis, til þess er hann
einfaldlega of lokaður og ómann-
blendinn. I annan stað sætta sjálfstæð-
ismenn sig við Davíð sem hinn sterka
leiðtoga sem leiddi flokkinn úr eyði-
mörk Þorsteins inná gróðursælar vinj-
ar landsstjórnarinnar. Sitji Davíð út
kjörtímabilið hefur hann sett Islands-
met á lýðveldistímanum, enda hefur
enginn forsætisráðherra setið sam-
fleytt í átta ár. •••-•••-löásí.n
Það er alkunna að Davíð, erntHls-
verður ami að því að dröslast fneð
Þorstein áfram í ráðherraliðinu; og það
er líklega helsta skýringin á þvf að
Þorsteinn stritast við að sitja.
Hann hefur einbeitt sér að því að
verða alvaldur í sínu sjávarútvegsríki;
þótt þar sé hann að vísu fremur þjónn
sægreifanna sem hann ver fram í rauð-
an dauðann. Þorsteinn virðist hafa gert
að lífsstarfi sínu að standa vörð um
hagsmuni hinna fáu og stóm, á kostn-
að hinna mörgu og smáu. Ef hann get-
ur í leiðinni ýft geð forsætisráðherra
með nærvem sinni er það örlítill bón-
us, þótt það dugi skammt fyrir tapað
kóngsríki og hrundar pólitískar
draumahallir. ■
I næstu viku:
Halldór Ásgrímsson
Það er alkunna að Davíð er talsverður ami að því
að dröslast með Þorstein áfram í ráðherraliðinu,
og það er líklega helsta skýringin á því að Þor-
steinn stritast við að sitja.
Pólitískur prófíll
Þorsteinn Pálsson
a g a t a 1 2 5. s e P t e m b e r
Atburðir dagsins
1818 Fyrsta blóðgjöfin fer fram
þarsem mannsblóð er notað (en
ekki dýrablóð) á sjúkrahúsi í
Lundúnum. 1932 Katalónía á
Spáni öðlast fullveldi með eig-
in þingi, fána og tungu. 1958
Fyrsti breski togarinn var tek-
inn innan nýju 12 mílna lög-
sögunnar. 1959 Solomon
Bandaranaike forsætisráðherra
Sri Lanka veginn af Búdda-
munki. 1970 Þýski rithöfund-
urinn Eric Maria Remarque
deyr. Kunnastur fyrir skáldsög-
una Tíðindalaust á veslurvíg-
stöðvunum. 1983 GunnarThor-
oddsen lést. Hann var borgar-
stjóri í Reykjavík 1947-59 og
forsætisráðherra 1980-83;
þingmaður um árabil, sendi-
herra og hæstaréttardómari;
forsetaframbjóðandi 1968.
Afmælisbörn dagsins
William Faulkner 1897,
bandarískur Nóbelshöfundur.
Dmitri Shostakovich 1906,
rússneskt tónskáld. Michael
Douglas 1944, bandarískur
leikari. Christopher Reeve
1952, bandarískur leikari.
Þekking dagsins
Enginn þekkir þjóninn verr en
húsbóndinn.
Francesco Guicciardini.
Annálsbrot dagsins
í Þingeyjarþingi fæddist barn
með 6 fingrum á hvorri hendi
og 6 tám á hvorum fæti, einu
eyra og hári á herðar ofan, án
kynferðisþekkingar, hvort pilt-
ur eða stúlka væri; dó strax ept-
ir skímina. Hestsannáll I683þ
Málsháttur dagsins
Ólíkur er þinn Þór mínum Þór.
Sósíalismi dagsins
Ég varð ekki sósíalisti í Amer-
iku af lestri sósíalistiskra fræði-
rita, heldur af því að virða fyrir
mér soltna atvinnuleysíngja í
skemtigörðum.
Halldór Kiljan Laxness.
Orð dagsins
Veröld fláa sýnir sig,
sú mér spáir hörðu,
flestöll stráin stinga mig
stór og smá á jörðu.
Vilhjálmur Hulter.
Skák dagsins
í skák dagsins sjáum við fal-
lega mátfléttu frá viðureign
þeirra Riemans og Krugers í
Leipzig árið 1933. Rieman hef-
ur hvítt og á þrumuleik.
Hvítur mátar í þremur leikj-
um.
1. Dxg7+1! Kxg7 2. Be5+ Kg8
3. Rh6 Skák & mát!
I