Alþýðublaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996
ALÞÝÐUBLAÐiÐ
e n n
r
Sigrún Astrós
heldurtil Akureyrar
„Allar konur eiga eitthvað sameig-
inlegt með þessari konu,“ sagði Sunna
Borg leikkona en hún leikur Sigrúnu
Ástrósu í samnefndu leikriti eftir
Willy Russell. „Ég er sjálf pínulítið lík
henni og margar aðrar konur sem ég
þekki.“ Leikritið sem gekk lengi fyrir
fullu húsi hjá Leikfélagi Reykjavíkur
verður frumsýnt hjá Leikfélagi Akur-
eyrar 27. september í leikstjóm Þráins
Karlssonar.
„Það er ekki hægt annað en láta sér
líka vel við Sigrúnu,“ sagði Sunna
Borg. „Hún er skemmtileg, lifandi og
klár kona. En þetta hefur verið mikil
vinna. Þetta hlutverk er ekki hægt að
hrista fram úr erminni. Nú fyrst er ég
tilbúin og ég hlakka til að sýna fólki
Sigrúnu. Mér finnst alveg makalaust
að karlmaður skrifi þetta leikrit en
höfundurinn hefur reyndar sýnt í fyrri
verkum sýnum að hann skilur konur."
Sunna segir þetta vera leikrit sem
bæði er hægt að hlæja og gráta með.
„Þetta er uppgjör konu við líf sitt og
margt sem kemur á daginn er sárt.
Hún hefur leyft sér, líkt og svo margar
aðrar konur, að festast í afar hvers-
dagslegri og lítilfjörlegri tilveru eftir
að tilhugalífinu lauk og alvara h'fsins
tók við.“
Líf mitt hefur verið glæpur
En er einhver uppáhaldssetning
sem þú átt í verkinu, sem lýsir bœði
henni sem persónu og kannski inntaki
verksins?
„Það koma margar upp í hugann.
Eins og til dæmis þessi: „Ég hugsaði
með sjálfri mér. Líf mitt hefur verið
glæpur. Glæpur gagnvart guði því að
ég hef ekki lifað því út í ystu æsar. Eg
leyfði mér að lifa þessu lítilljörlega lífi
meðan svo mikið bjó innra með mér.
Eitthvað svo miklu meira. Eitthvað
sem ég hefði getað nýtt til stórfeng-
legra h'fs.“
En Sigrún snýr sínu lítilfjörlega lífi
við og breytir tilveru sinni. Hún hefur
verið einmana kona og týnst einhver-
staðar á leiðinni og áhorfandinn fær að
íylgjast með henni fmna sjálfa sig aft-
ur. Þetta er í heildina fantavel skrifað
leikrit, hugljúft og fyndið og ekki síð-
ur til þess fallið að lífga uppá sálartetr-
ið hjá körlum em konum,“ sagði
Sunna Borg að lokum. ■
„Birtingur kemur á ferðalagi sínu við í tuttugu þjóðlöndum ■ tveimur heimsálfum og hittir ógrynni fólks," sagði
Hilmar Jónsson leikstjóri. „Bara þessar staðreyndir eru mjög krefjandi fyrir leiksvið."
■ Hafnarfjarðarleikhúsiðfrumsýnirfljótlega leikgerð eftir
skáldsögunni Birtingi
Sígildur Birtingur
Þorsteinn Gylfason: Efast
um að margar aðrar
gamlar bækur eigi jafn-
mikið erindi við fólk og
Birtingur.
„Bókin inniheldur allt sem þarf
til að gera gott leikhús," sagði
Hilmar Jónsson leikari og leik-
stjóri en hann hefur ásamt félög-
um sínum í Hafnarfjarðarleik-
húsinu Hermóði og Háðvör,
þeim Erling Jóhannsyni og
Gunnari Helgasyni búið til leik-
gerð úr hinni frægu skáldsögu
Voltaires, Birtingi og mun Gunn-
ar Helgason leika Birting sjálfan.
Frumsýning er áætluð 11. októ-
ber.
„Bókin er ádeiluverk, ástar-
saga og heimspekiverk, og fyrst
og fremst mjög fyndin. Við urð-
um að leita lausna til að allir
þessir þættir fengju notið sín,“
sagði Hilmar.
„Birtingur kemur á ferðalagi
sínu við í tuttugu þjóðlöndum í
tveimur heimsálfum og hittir
ógrynni fólks. Bara þessar stað-
reyndir eru mjög krefjandi fyrir
leiksvið. Það var á samráðsfundi,
þar sem við vorum að ræða
heppileg verkefni fyrir veturinn,
að einhver varpaði þeirri hug-
mynd fram að taka Birting fyrir.
Það varð síðan niðurstaðan.
Verkið býður uppá óteljandi
möguleika til að búa til skemmti-
legt leikhús og er krefjandi verk-
efni fyrir leikhóp að takast á
við.“
Gunnar Helgason leikari leikur
Birting. „Gunnar hefur alla þá
eiginleika sem til þarf að túlka
þessa margbrotnu persónu," seg-
ir Hilmar.
Málþing um Birting
Birtingur, sem er frá árinu
1759 og heitir á frönsku „Candi-
de ou l’optimisme", kom fyrst út
í íslenskri þýðingu Halldórs Lax-
ness árið 1945, hjá Helgafelli en
Hið íslenska Bókmenntafélag gaf
bókina út árið 1975 með ítarleg-
um formála eftir Þorstein Gylfa-
son heimspekiprófessor.
„Ég efast um að það séu marg-
ar gamlar bækur sem eiga meira
erindi við fólk en Birtingur,"
sagði Þorsteinn Gylfason í sam-
tali við Alþýðublaðið en hann
mun flytja erindi um Birting
ásamt leikurum frá Hafnarfjarð-
arleikhúsinu á málþingi um
Voltaire í Odda en Félag ís-
lenskra háskólakvenna gengst
fyrir því í Odda á fimmtudaginn
klukkan átta í samvinnu við
heimspekideildina. „Birtingur er
skopstæling á aldarfari á 18. ald-
ar, heilum hugmyndaheimi og
þannig skrifuð að hún hefur
reynst vera eitt af þessum stóru
sígildu ritum, sem eiga erindi við
fólk á öllum tímum," sagði Þor-
steinn, sem mun í sínu erindi
ræða almennt um höfundinn og
bókina.
Sigrún Ástrós (Sunna Borg) fær sér drykk meðan hún lætur móðan mása
við áhorfendur. „Líf mitt hefur verið glæpur."
Alþýðublaðið
Aðeins 950 krónur á mánuðiHríngdu eða sendu okkur línu eða símbréf
Ég óska eftir að gerast áskrifandi að Alþýðublaðinu
Nafn
Heimilisfang
Bæjarfélag
Kennitala
Ég óska eftir að greiða með
greiðslukorti númer:
gíróseðli
Gildir til: