Alþýðublaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Borís Jeltsín er ekki talinn eiga eftir langan tíma í embætti. Allt getur gerst í Kreml en flestir veðja nú á að eftirmaður hans verði forsætisráð- herrann, Viktor Tsjernomyrdín. ■ Veikindi Jeltsín Rússlandsforseta eru sögð pólitískustu veikindi seinni tíma. Valdabaráttan er hafin í Kreml. Kolbrún Bergþórsdóttir ræddi við Rússlandssér- fræðinga Líf og dauði í Kreml etta er allt.eins og Rússar segja skrifað með gafli í sjóinn,“ segir Ami Bergmann um ástandið í Rússlandi sem einkennist mjög af vaxandi óvissu vegna alvarlegra veik- inda Borísar Jeltsín Rússlandsforseta. „Það eru nokkrir möguleikar í stöð- unni,“ segir Ámi, „og menn geta velt fyrir sér versta tilbrigðinu, því skásta og einhvers konar miðjutilbrigði. Síð- an er hægt að segja við lesendur eða hlustendur: Gjörið svo vel, veljið ykk- ur újgáfu.“ Besta útgáfan að mati Gunnars Gunnarssonar sendiherra íslands í Rússlands byggir á því að Jeltsín haldi heilsu og verði áfram við stjómvölinn. „Ég tel það tvímælalaust æskilegt fyr- ir lýðræðisþróun í Rússlandi að hann sitji áfram svo lengi sem hann hafi heilsu til og að minnsta kosti ffam að aldamótum. Hann hefur reynst frábær stjómmálamaður og fáir geta fylgt í fótspor hans,“ segir Gunnar. Gunnar segir að það hafi ekki farið framhjá rússneskum almenningi að Jeltsín eigi við alvarlegan heilsubrest að stríða, „en það er í rauninni ekki gert eins mikið úr því í fjölmiðlum og hefði mátt ætla. Það virðist vera sem fjölmiðlarnir vilji ekki skapa óróa í landinu. Mér synist við hafa allar sömu upplýsingar og þið hafið fyrir vestan." Sendiherra Rússa á íslandi, Jurí Rechetov vildi ekki tjá sig um stöðu mála í Rússlandi í kjölfar veikinda Jeltsíns. „Ég er ekki reiðubúinn að ræða þessi mál enda veit ég ekkert meira en það sem stendur í blöðun- um,“ sagði hann. ,JJér í Moskvu eins og annars stað- ar er ákveðin togstreita í pólitíkinni," sagði Gunnar en vildi ekki tjá sig um pólitískan óróleika innan Kremlar- múra. Rússneska stjómarskráin gerir ekki ráð fyrir embætti varaforseta og falli Jeltsín frá eða láti af embætti kæmi í hlut Viktors Tsjemomyrdín forsætis- ráðherra að fara með æðstu völd fram að kosningum. Árni Bergmann og Amór Hannibalsson em sammála um að kosningabaráttan myndi þá standa á milli Tsjemomyrdín, Zjúganov, for- ingja kommúnista, og Lebed yfir- manns öryggisráðsins. Amór Hannibalsson segir að það sé mjög erfxtt að gera sér grein fyrir því hvernig kjósendahópurinn verði samansettur þegar að kosningum komi, það fari eftir því hvenær þær verði og hvort stjómvöldum hafi tekist að ná sannfærandi tökum á bágbomu efnahagsástandi. Arnór telur að ef Zjúganov fari fram geti hann ekki vænst þess að ná því fýlgi sem honum tókst að sanka að sér í síðustu kosningum úr mjög ólík- um áttum. Ámi er á sömu skoðun og telur að Tsjernomyrdín standi fyrir- fram best að vígi. „Hann er stað- gengill Jeltsín og Vesturlönd em lík- leg til að veðja á hann í þeirri trú að hann sé friðsamari og þægilegri en Lebed,“ segir Ami. „Tsjernomyrdín hefur unnið sig í álit hjá forstjórastéttinni og er óum- deildur foringi þeirra afla sem em lyk- ilmenn í atvinnulífmu. Hann og stuðn- ingsmenn hans gera sér líklega vonir um að geta tekið til sín meginhlutann af þeim atkvæðum sem Jeltsín fékk. En Tsjernomyrdín getur ekki bókað þau atkvæði fyrirfram," segir Amór. „Það var óttinn við Zjúganov sem þjappaði mönnum saman í síðustu for- setakosningum og ef hann missir ein- hverjar vígtennur í baráttunni nú og sýnist ekki líklegur til að ná undirtök- unum þá skapast annað viðhorf meðal hinnar sundmðu fylkingar lýðræðis- sinna og þeir munu ekki sjá sömu þörfina á samstöðu." Amór telur einnig að persónuleiki, eða réttara sagt persónuleikaleysi, muni geta unnið gegn Tsjemomyrdín. „Hvað sem um Jeltsín má segja þá er hann litríkur maður en Tsjemomyrdín er fremur litlaus og daufur, dæmigerð forstjóratýpa og ekki líklegur til að heilla kjósendur í kosningabaráttu," segir Amór. Þá er komið að þriðja manninum. Bæði Amór og Ami em sammála um að tromp Lebed í baráttunni um for- setastólinn sé friðurinn í Tsjetsjeníu. „Rússar fagna þeim friði og hafa talið þessa styrjöld hrikalega. Þó Lebed eigi vissulega marga andstæðinga sem vildu gjaman hafa af honum þetta út- spil þá stendur Lebed uppi sem sigur- vegari í því máli,“ segir Amór. Árni Bergmann tekur í sama streng: „Það getur orðið Lebed til framdráttar að hafa samið frið við Tsjetsjena. Einhveijir þjóðemissinnar munu vísast snúast gegn honum og telja það niðurlægingu fyrir Rússland að hafa tapað fyrir Tsjetsjenum. En spumingin um sigur eða ósigur Rússa getur hætt að skipta máli og menn tek- ið að einblína á að þama sé kominn þessi ákveðni og sterki maður sem greip í taumana og aðhafðist loks eitt- hvað í máli sem kallaði á lausnir." Síðastur skal nefndur til sögunnar borgarstjórinn í Moskvu, Lúzhkov. Hann hefur nýlega gefið út bók sem heitir Við böm þín, Moskva þar sem hann segir frá sjálfum sér og reifar hugmyndir sínar. „Hann gengur greinilega með frambjóðandann í maganum," segir Amór. „Hann ónot- ast út í Lebed og er greinilega að und- irbúa jarðveginn sér í hag.“ Amór segir Lúzhkov vera ekta at- kvæðasmala, kunna að koma fram á fundum og flytja ræður sem falli í kramið. „En hann hefur enga skipu- lega hreyfingu á bak við sig og hefur undanfarið verið að halla sér að Tsjernomyrdín og Jeltsín blokkinni. Hvað það færir honum á eftir að koma í ljós.“ Og í lokin sagði Amór að gámng- amir hefðu á orði að fréttir um veik- indi Jeltsín væm áróðursbragð af hans hálfu, settar af stað til að komast að því hveijir væm vinir í raun. Eftir að hafa skrásett og kortlagt viðbrögðin myndi hann síðan spretta fram, hress og hinn kátasti, og ekki þurfa á skurð- aðgerð að halda. „Það er engin alvara á bak við þessa sögu,“ segir Arnór, „en boðskapurinn er tvíþættur: Jeltsín er ólíkindatól og allt getur gerst í Kreml.“ ■ Alþýðuf lokkskonur Fyrsti fundur okkar á þessu hausti verður haldinn laugardaginn 5. október kl: 16,00 að Hofgörðum 26, Seltjarnarnesi. Fundarefni: Sjávarútvegsmál. Framsögumaður er Unnur Skúladóttir fiskifræðingur. Við hefjum fundinn með gönguferð um Seltjarnarnes- ið. Leiðsögumaður verðurÁsta B. Þorsteinsdóttir. Að loknu erindi Unnar mun grill- og kjötmeistarinn Jónas Þór sjá um að matreiða ofan í vinkonur sínar í Alþýðuflokknum. Mætum allar með góða skapið og hefjum vetrarstarf- ið af krafti. Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku sem allra fyrst til einhverrar undirritaðrar: Guðlaug: 555-2783 Helga: 554-5051 Hlín: 568-7653 Petrína: 426-86-62 Ungir jafnaðarmenn Málstofur SUJ munu hafi fundi á skrifstofunni að Hverfisgötu 8-10 sem hér segir: Málstofa um atvinnu og efnahagsmál: Miðvikudag 25/09 klukkan 20:00 Málstofa um menningarmál Fimmtudaginn 26/09 klukkan 18:15 Fundirnir eru opnir öllum ungum jafnaðarmönnum. Danmörk?!?!?? Skyndilega hefur komið upp sú staða að SUJ getur sent 1 fulltrúa á ráðstefnu á vegum FNSU í Kaup- mannahöfn. Efni ráðstefnunnar er „Organisationsud- vikling" og verður hún haldin um næstu helgi. Hér er um að ræða gott tækifæri til að setja sig inn í þróun félagsmála hjá frændum okkar á Norðurlöndunum - eitthvað sem að ætti að vekja áhuga margra SUJ-ara. Frestur til þess að sækja um plássið rennur út á há- degi á fimmtudag. Áhugasamir setji sig í samband við framkvæmdastjóra. Sambands- stjórnarfundur Sambandsstjórnarfundur SUJ verður haldinn næsta laugardag frá klukkan 17:00 til 19:00. Fundarstaður og dagskrá verða auglýst í blaðinu á morgun. Sambandsþing Sambandsþing ungra jafnaðarmanna verður haldið helgina 18.-20. október, í Breiðabliksskálanum í Blá- fjöllum. Dagskrá verður auglýst nánar síðar. Félag ungra jafnaðar- manna í Reykjavík Næsti stjórnarfundur FUJR verður haldinn fimmtu- daginn 26/09 frá klukkan 20:15 - 21:45 Dagskrá: Aðalfundur FUJR Málefnavinna Samvinna ungliðanna í Reykjarvíkurlistanum Önnur mál. SUJ - Körfubolti!!!! Við spilum körfu á fimmtudagskvöldum klukkan 21:45!!!!! Fyrir áhugasöm körfuboltaljón er best að setja sig í samband við Unni Sturlaugs (s.552-0620), Kolbein (s.587-2704), eða símsvarann.... Hvenær er skrifstofan opin? Skrifstofa SUJ er opinn sem hér segir í september: Mánudagar 13:00 -17:00 Þriðjudagar 13:00 - 16:00 Föstudagar 13:00 -17:00 Utan opnunartíma má skilja eftir skilaboð á skrifstof- unni eða hafa samband við starfandi framkvæmdar- stjóra, Kolbein Einarsson (s.553-6605 & s.587-2704). Framkvæmdastjóri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.