Alþýðublaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996
m e n n i n
„Hverslags mannabyggð
er þessi borg?"
Verkefni: Gefin fyrir drama
þessi dama
Höfundur: Megas
Leikmynd og lýsing: Egill Ingi-
bergsson
Búningar: Þórunn Elísabet
Sveinsdóttir
Hljóðmynd: Hörður Bragason
Leikstjórn: Kolbrún Halldórs-
dóttir
Sýningarstaður: Höfðaborgin í
Hafnarhúsinu
Það telst auðvitað til tíðinda og vek-
ur eftirvæntingu þegar Megas, sem
um áratugaskeið hefur verið vinsæll
en umdeildur söngvari og textahöf-
undur, haslar sér nýjan völl og leggur
til orrustu við leiklistargyðjuna. A sín-
um tíma kom hann eins og ferskur
gustur inn í staðnaðan tónlistarheim
landsins með beitta og oftar en ekki
leiftursnjalla texta sína, og nýstárleg
sýn hans á guð og góða menn skóp
mikið öldurót í bijóstum góðborgara
landsins. Yngra fólk og uppreisnar-
gjamt sá hins vegar í honum hetju sína
og leiðtoga. Síðan hefur mikið vatn
runnið til sjávar og margt hárið grán-
að, en Megas heldur sér við leist sinn
og er enn flestum glöggskyggnari á
það sem undir yfirborðinu býr.
Þetta fyrsta leikhúsverk hans „Gefin
fyrir drama þessi dama“ er, svo sem
við var að búast, ekki leikrit í hefð-
bundnum skilningi þess orðs, bygg-
ingin er meira í ætt við uppákomu, þar
sem ýmsum persónum er skellt saman
í óreglulega hrúgu og samhengið leik-
ur oft á bláþræði, enda mun verkið
vera unnið upp úr smásögum og leik-
textinn unninn í samvinnu leikstjór-
ans, höfundarins og leikarans. Og út-
koman er sem sagt „öðruvísi“ leiksýn-
ing hvað sem það orð merkir nú.
Vegna þess hversu sýningin er
óhefðbundin í byggingu verður hún
mjög köflótt, ris og hnig skiptast á
hraðar og óreglubundnar en maður á
að venjast og auðvitað verður að segja
eins og er að textinn og persónusköp-
un höfundarins er líka misjöfn og mis-
góð. Þetta er löng sýning, uppundir
tveir og hálfur tími af massívum og
torræðum Megasartexta, svo það er
mikið lagt á leikarann og áhorfendur.
Það er líka helsti galli sýningarinnar
hversu löng hún er og hefðu aðstand-
endur átt að stytta hana verulega, því
það er ekki laust við að lengdarinnar
vegna fari hún að vinna gegn sjálfri
sér og er það miður. Þama eru líka at-
riði sem stinga í stúf við heildarmynd-
ina bæði leikhús- og textalega, svo
sem atriðið með ungu stúlkuna í slát-
urhúsinu, „sem trúir á sjálfa sig, fram-
tíð sína og góðan kropp". Frá Megasar
hendi er þessi persóna verst sköpuð,
grunn og klisjukenndari en aðrar sem í
sýningunni birtast. Leikstjórnarlega
séð er vinnslan á þessu atriði stflbrot í
þessari sýningu einfaldleikans og
snjallra lausna sem byggjast á því að
skapa heilan heim úr því sem hendi er
næst. Þess vegna virk-
ar illa að grípa allt í
einu til hljóðnentans
og skyggnusýningar-
vélarinnar. Það er auð-
vitað sárt að henda
hlutum sem búið er að
leggja mikla vinnu í,
en þar skilur hins veg-
ar oft á milli feigs og
ófeigs í leikhúsinu.
Það sem er hvað
ánægjulegast við
þessa uppákomu er að
Megas sýnir á sér nýj-
ar hliðar sem höfund-
ur og vinna hans í
kaflanum um „bónda-
dóttur úr strjálli af-
dala/örlendisræmu-
byggð á mölinni að
leita að rismeira lífi“
er lítill gullmoli þar
sem saman fer tilfinn-
ingaríkur og fágaður
texti og skilningur og
samúð með persónu
sem leitar sinna eigin
leiða til að lifa með
Leikhús
Arnór
Benónýsson
skrifar um
leiklist
örlögum sínum. Eins fannst mér Guð-
ríður einkar vel skrifuð persóna, þessi
blátt áfram smáborgaralega kona var
heilsteypt og skemmtileg frá höfund-
arins hendi. Þessar persónur og sköp-
un Megasar á þeim sýna svo ekki
verður um villst að hann á fullt erindi
sem höfundur fyrir leikhús.
Þetta er eins og áður er getið mjög
langur einleikur og því feikilega mikið
lagt á leikarann Sigrúnu Sól Olafsdótt-
ur og ekki nóg með að lengdin sé mik-
il heldur er textinn líka erfiður í með-
förum þar sem hljómfall og áherslur
geta ráðið úrslitum hvort hann stendur
eða ekki. Við bætist síðan að form
verksins auðveldar leikaranum ekki
lífíð, þar sem söguþráðurinn er í sí-
felldu brotinn upp og leikarinn verður
að vinna salinn á ný í gervi nýrrar per-
sónu með nýja sögu. Sigrún Sól er
ekki mjög reyndur leikari enda til þess
að gera nýkomin úr námi, en það sýnir
kjark hennar og þor að ráðast í slíkt
stórvirki, það eitt er nokkurs hróss
virði. En til viðbótar stendur hún sig
mjög vel og skapar persónur sem eru
skýrt afmarkaðar á traustum grunni
einlægni og skilnings. Best fannst mér
henni takast upp þar sem textinn er
einfaldastur og Guðríður hennar er af-
bragðs vel sköpuð persóna. Þessi sýn-
ing verður að teljast merkur áfangi og
sigur fyrir Sigrúnu Sól.
Leikstjóm Kolbrúnar Halldórsdótt-
ur er líka gott verk ef undan er skilið
það sem áður er sagt um styttingar á
texta. Margar lausnir hennar á þeim
vandamálum sem upp koma við að
vinna með einum leikara, þar sem ver-
ið er að lýsa fjölbreyttu persónugaller-
íi, eru líka snjallar og þar hjálpar til
góð leikmynd Egils Ingibergssonar,
sérstæð og óvenjuleg hjálpar hún
verulega upp á framvindu sýningar-
innar og sú lausn að mynda hana að
mestu leyti úr fatnaði vekur tilfinn-
ingu áhorfandans fyrir fólkinu í borg-
inni og minnir um leið á þá drauga
sem leynast undir fáguðu yfirborði
jafnt samfélags sem einstaklinga. Lýs-
ing Egils er líka vel af hendi leyst og
ber þess merki að vera hönnuð af
sama manni og gerði leikmyndina.
Búningar Þórunnar Elísabetar
Sveinsdóttur voru líka góðir og auð-
velduðu Sigrúnu Sól að skapa þær
fjölmörgu persónur sem í verkinu eru.
Raunar bar allur umbúnaður sýningar-
innar þess merki að um hópvinnu væri
að ræða og ekki svo gott að greina eða
negla niður hvað er hvers.
Þá er ógetið hljóðmyndar Harðar
Bragasonar sem spilar óvenju stórt
hlutverk í sýningunni og átti sinn þátt í
að skapa þann hugblæ sem sveif yfir
vötnum og hélt áhorfendum við efnið
þrátt fyrir erfið sæti í salnum og lengd
sýningarinnar. ■
Niðurstaða: Óvenjuleg og köflótt
ieiksýning sem er ekki auðmelt,
en býr yfir gullmolum sem eru
höfundi, leikara, leikstjóra og
öðrum aðstandendum til hróss og
vert að hvetja unnendur leiklist-
arinnar til að fjölmenna í Höfða-
borgina.
Fangar hlutanna
Georges Perec: Hlutirnir
Mál og menning 1996
Þýding Péturs Gunnarssonar
Það eru rúm þrjátíu ár síðan þessi
fyrsta skáldsaga Georges Perec kom
út í Frakklandi. Þar talaði Perec til
kynslóðar sinnar sem tók boðskapnum
fagnandi jafnvel þótt í honum hafi fal-
ist töluverðar ákúrur. Þegar bókin
kemur nú út á íslensku þremur áratug-
um síðar þá er augljóst að erindið var
ekki einungis bundið við samtíma höf-
undar. Nútímamaðurinn er á sömu
slóðum og hann var á sjöunda ára-
tugnum, sankar enn að sér eignum í
þeirri trú að einmitt þannig finni hann
lífi sínu tilgang og markmið.
Bókmenntir |
Kolbrún
Bergþórsdóttir
skrifar um
bækur
Sögusviðið er að mestu bundið
Frakklandi, frönskum aðstæðum og
umhverfi og öllu er lýst af slíkri ná-
kvæmni að franskir lesendur geta vís-
ast notað bókina sem handbók og fet-
að slóð sögupersónanna, gengið sömu
götur og verslað á sömu
stöðum. En í rauninni
hefði sögusvið þessarar
bókar getað verið hver
önnur stórborg og per-
sónumar af hvaða þjóð-
emi sem er, þurfa ein-
ungis að uppfylla það
skilyrði að vera af-
sprengi alsnægtarsam-
félagsins.
I hlutverki nútíma-
mannsins í sögu Perec
er unga parið Jerome og
Sylvia sem bæði em fé-
lagssálfræðingar. Þau
þrá að fá að njóta lífsins
og lifa í öryggi. Hvert
sem þau líta blasir við
þeim sú staðreynd að
velmegun er háð eign-
um. I daglegu lífi og
dagdraumum gæla þau
og máta sig við þá hluti
sem þeirn finnst skapa
fullkomið umhverfi. Þau bíða þess
stöðugt að lífið hefjist, en það getur
ekki hafist nema þau eignist peninga -
eignir - hluti.
Saga Perec fjallar um persónur sem
fá ekki sætt sig við það sem er, heldur
verða fangar draumsýnar. Yfirborðið,
sem að lokum reynist svo ofur fánýtt,
varðar persónur svo miklu að þær
komast dável áleiðis við að glata sjálf-
um sér.
Persónur bókarinnar era sífellt að
máta sig við umhverfið og ytri búnað.
Þeirri ytri umgjörð lýsir Perec af mik-
illi nákvæmni og lesandanum finnst
oft sem hann sé staddur á leiksviði þar'
sem ríkulega hafi verið vandað til
leikmyndar og hugað að hveiju smáat-
riði.
Gjörðir og hugsanir aðalpersóna
eru bundnar leikmyndinni, jafnvel
samskipti þeirra innbyrðis taka mark
af henni. Hún er þeirra einasta við-
miðun. Og ef leikmyndinni væri svipt
burt þá væri um leið búið að svipta
persónur öllum grundvelli tilveru
sinnar.
Með ofumákvæmum og stundum
háðskum lýsingum tekst Perec að
skapa afar sterka sögu af heldur lán-
litlum nútímamönnum sem verða
fangar hlutanna. Um leið er sagan um
líf sem byggist á misskilningi og er
sóað í leit að hégóma.
Þetta er ekki löng saga, rúmar
hundrað og tuttugu blaðsíður, en hún
hefur margt að segja lesendum sínum.
Enginn skyldi þó ætla að erindið hafi
verið sett í einstrengingslegt trúboðs-
verk sem kosti þrautir að lesa sig í
gegnum. Þvert á móti þá einkennist
textinn af sköpunargleði og sterkri
tjáningu. Hann er þéttur og markviss
og einhvem veginn finnst manni að
höfundurinn hafi vaktað hvert orð í
viðleitni til að skapa merkingarríkt
verk.
Það hefur vísast ekki verið hlaupið
að því að þýða verkið en Pétur Gunn-
arsson hefur skilað prýðilegri þýð-
ingu. ■
Með ofurnákvæmum og
stundum háðskum lýsing-
um tekst Perec að skapa
afar sterka sögu af heldur
lánlitlum nútímamönnum
sem verða fangar hlut-
anna. Um leið er sagan um
líf sem byggist á misskiln-
ingi og er sóað í leit að hé-
góma.
Svikráð
í Minnisota
Háskólabíó: Fargo
Aðalhlutverk: Frances McDorm-
_____and, William H. Macy____
★★★★
Starfsmaður bflaleigu í fjárkröggum
á Qáðan tengdaföður. Fær hann mann-
ræningja til að nema konu sína á brott
gegn hluta af væntanlegu lausnar-
gjaldi tengdaföðurins. A leið í felustað
með konuna hendir óhapp mannræn-
ingjana, og fyrr en varir verða þeir
vegfarendum að bana. Fara þá ráða-
gerðir þeirra úr skorðum.
Myndin styðst (rétt í orði kveðnu)
við slíkan atburð í Minnisota 1987.
Og í myndinni er reynt að bregða upp
trúverðugri mynd af sögupersónum,
málsatvikum og staðháttum. Já, raun-
sæi, ekki spenna, er í fyrirrúmi.
Myndin er því af öðram toga en all-
flestar bandarískar lögreglumyndir á
síðustu áram.
Á leikara reynir þannig mjög, en
þeir eru vel hlutverki sínu vaxnir,
einkum þó Frances McDormand, sem
leikur (vanfæra) lögreglukonu og
William H. Macy, sem leikur eigin-
Kvikmyndir |
manninn svikula. Eins og í Film
Review hlýtur myndin hér fjórar
stjömur.
Sprellað á hvíta
tjaldinu
Háskólabíó: Svarti sauðurinn
Aðalhlutverk: Chris Farley, Dav-
___________id Spade___________
★★★
Digri og granni, ekki litli og stóri,
sprella nú á hvíta tjaldinu. En ólíkt
grófari og hörkulegri eru bellibrögð
þeirra heldur en forveranna fyrir hálfti
öld. Tímamir breytast og mennirnir
með.
Frambjóðandi í ríkisstjórakosning-
um á hrakfallabálk fyrir bróður, sem
einatt veldur, eða á í, vandræðum. Sá
svarti sauður hefur þó hundaheppni
með sér. Og hlátur vekur hann í tíma
og ótíma (þó vart ráðsettra góðborg-
ara). Chris Farley er gefinn innlifun í
hlutverk sín, sem ljáir þeim augnablik-
um trúverðugleika. Og mótleikari
hans er af öndverðri manngerð. Um
það er þeim líka líkt farið og ferðum
litla og stóra.
Fjörleg mynd
Regnboginn: Hundar og kettir
Aðalhlutverk: Uma Thurman,
Janeane Garofalo, Ben Chaplin
★★1/2
Á útvarpsstöð svarar dýralæknir,
stúlka, fyrirspurnum um meðferð
gæludýra. Dag einn á hún orðaskipti
við ungan ljósmyndara í vandræðum
með hund sinn. Leitar hann kynna við
stúlkuna, en þegar til stefnumóta
þeirra kemur bregst henni móður, því
hún er ekki fríð. Fær hún vinkonu sína
til að fara í sinn stað. Af hljótast vafn-
ingar og misskilningur. Að lokum ræt-
ist úr málum, að sjálfsögðu.
Aðalleikkonumar báðar hafa hlotið
lof fyrir leik sinn, og þær bæta hvor
aðra upp, ef svo má að orði kveða.
Fjörieg mynd.
Mannasiðum
ávant
Bíóborgin: Keiluspil
Aðalhlutverk: Woody Harrelson,
Randv Quaid, Bill Murray
★★1/2
Ungur keiluspilari lætur annan telja
sig á veðmálaspretti í veitingasal. Hin-
ir prettuðu mala fingur hægri handar
keiluspilarans. Dregur hann sig þá í
hlé, úr keiluspili og úr kunningjahópi.
Nokkrum árum síðar kynnist hann
ungum sértrúarmanni, leiknum í keilu-
spili, og telur á þátttöku í keppni í
keiluspili í Reno. Annað veifið eru
þeir hjá grandvöru fólki í sértrúar-
flokki og siðuðu; hitt veifið, og ofitar,
era þeir í veitingasölum, þar sem flest
er látið fjúka og mannasiðum ábóta-
vant. Á þessum fremur óvenjulega
vettvangi gamanmyndar gera Woody
Harrelson og Randy Quaid sig heima
komna - draga fram bros og vekja
hlátur.
Kukl í gaggó
Stjörnubíó: The Caft
Aðalhlutverk: Christine Taylor,
Fairuza Balk, Rachel True
★★1/2
Fjórar stelpur í ffamhaldsskóla vilja
verða völvur á þessari tölvuöld. Lesa
þær sér til um nornaseið í gömlum
skræðum (þó ekki eftir Margaret
Murray). Og fyrr en varir svara höfúð-
skepnurnar ákalli þeirra. Verða þá
sendingar á færi þeirra. Fá síðan
skólafélagar þeirra að kenna á fjöl-
kynngi völvanna fjögurra, uns hópur
þeirra leysist upp í illindum.
Fáránlegur efnisþráður? Að vísu, en
margt er sér til gamans gert. Og óséð
skyldi mynd þessi ekki afskrifuð. Og
meðal annarra orða, taka hennar, ljós-
myndun, er með mestu ágætum: fjar-
vídd, uppstilling, litbrigði. Og bíógest-
ir mega minnast þess, sem róttækling-
ar höfðu fyrir satt forðum daga: Það er
ekkert hinu megin og minna hérna
megin en margur hyggur.
. HarJóh.