Alþýðublaðið - 01.10.1996, Page 1

Alþýðublaðið - 01.10.1996, Page 1
■ Sameinast þingflokkur Kvennalista þingflokki jafnaðarmanna? Sameining þingflokk- anna komið til umræðu - segir Stefanía Óskarsdóttir starfsmaður Kvennalístans. „Eigum samleið með Kvennalista," segir Rannveig Guðmundsdóttir formaður þingflokks jafnaðarmanna. „Við eram ætíð að velta íyrir okkur möguleikum og sá möguleiki að þing- flokkur Kvennalista sameinist þing- flokki jafnaðarmanna hefur komið til umræðu,“ segir Stefanía Óskarsdóttir, starfsmaður Kvennalistans, í samtali við Alþýðublaðið. Samkvæmt heimildum blaðsins mun ákveðinn hópur innan Lífverðir Friðriks eltu Hrafnhildi Arnardóttur á kvennaklósettið og heimtuðu filmu af henni: „Ég var ekkert smá hrædd og hjartað hamaðist." „Eg átti leið hjá Kaffi Reykjavík þegar ég sá Friðrik krónprins Dan- merkur ganga þar inn. Ég var með myndavélina um hálsinn og mér datt í hug að fara á eftir honum og ná hon- unt á mynd,“ segir Einar Ólason, ljós- myndari Alþýðublaðsins sem lenti í ævintýri sem jafnast á við það sem gerist í stórborgum erlendis. „Þegar ég kom inn sá ég Friðrik standa við barinn í hrókasamræðum við íslenska blómarós. Ég mundaði vélina og tók tvær myndir. Þá króaði krónprinsinn mig af fyrir innan bar- borðið og heimtaði fílmuna." Einar neitaði að afhenda filmuna en þá hótaði prinsinn að láta henda hon- um út, sagðist þekkja eigendur staðar- ins og að bannað væri að taka af hon- um myndir. „Ég sagði honum bara að gera það og labbaði burtu. Ég sá að lífverðir Friðriks, alls fjórir, fylgdust grannt með mér. Þá rak ég augun í tvær konur sem ég kannaðist við, Hrafnhildi og Bryndísi, tók filmuna úr vélinni og laumaði henni til Hrafn- hildar svo lítið bar á og bað hana að taka fílmuna með sér. Ég óttaðist að lífverðimir myndu sitja fyrir mér og ná af mér filmunni. Svo fór ég en án afskipta þeirra," segir Einar. En sagan er ekki aldeilis búin því vinkonurnar Hrafnhildur Amardóttir og Bryndís Guðjónsdóttir hárgreiðslu- meistarar lentu í viðureign við lífverði krónprinsins. , Já, Einar lét okkur fá filmu og mér datt ekki í hug að nokkur hefði séð það því hann bar sig mjög laumulega að. Én þeir hafa fylgst svona rosalega vel með. Þegar við Bryndís fómm á klósettið ýttu tveir lífverðir hurðinni skyndilega upp og heimtuðu að fá að sjá í veskin okkar. Þeir vora tveir og alveg rosalega ákveðnir og sögðu á dönsku: Vi skal ha’ fílmen. Sem betur fer var ég ekki með veskið mitt, en þar var filman, ég hafí skilið það eftir hjá vinafólki okkar upp. Það var algjör til- Kvennalista telja það mjög fýsilegan kost að ganga til hðs við þingflokk jafn- ,aðarmanna, en andstaða við hugmynd- ina er þó einnig innan Kvennalistans. Stefanía staðfesti að málið hefði komið til umræðu: „ÞegíU hugmyndin barst í tal má segja að hún hafí vakið vissan áhuga, en niðurstaða er ekki fengin.“ „Ég hef þá trú að Kvennalistinn og þingflokkur jafnaðarmanna eigi sam- leið,“ sagði Rannveig Guðmundsdóttir. ,Að sjálfsögðu á þingflokkur jaíhaðar- manna að taka á málum eins og kven- frelsi og jafnrétti." Á hádegisfundi á Hótel Borg á degi viljun að ég var ekki með það. Bryn- dís var með sitt veski og sýndi þeim það. Á meðan notaði ég tækifærið, hljóp upp og kallaði á dyravörðinn. Bryndís reyndi að ýta öðrum lífverð- inum til en hann haggaðist ekki. Ég var ekkert smá hrædd og hjartað ham- aðist. Skömmu síðar kom dyravörður- inn til okkar en þá hafði hann átt tal við lífverðina. Hann spurðist fyrir um filmuna en við þóttumst ekkert vita,“ sagði Hrafnhildur en þeim vinkonun- um varð mikið um þessa ævintýralegu atburðarás. Friðrik krónprins er í áhöfn danska varðskipsins Vædderen sem verið hef- ur á eftirlitsferð um Norðurhöf. Héðan liggur leiðin á Grænlandshaf, og kem- ur varðskipið ekki til Danmerkur fyrr- en 10. nóvember eftir rámlega þriggja mánaða útivist. jafnaðarmanna gagnrýndi Steinunn V. Óskarsdóttir, borgarfulltrái og kvennal- istakona, það framkvæði sem Alþýðu- flokkur og Þjóðvaki hefðu tekið og sagði ekki hafa verið rétt að því staðið: „Eg er ekki tilbúin að hoppa upp á ein- hveija lest sem einhver annar er búinn að ákveða hvert á að fara og með hvaða veganesti. Ég tel að sem flestir eigi að geta komið að þessu ferli og geti fundið að þeir eigi einhvem hlut að því. Og það verður ekki með þeim hætti sem verið er að gera núna.“ „Þingflokkur jafnaðarmanna hefur ekki sent þessi skilaboð,“ segir Rann- veig um orð Steinunnar. „Fyrir fólk í - segir Ágúst Einarsson þing- maður Þjóðvaka. „Við teljum að veiðleyfagjald sé nú eitt brýnasta hagsmunamál í íslensk- um stjómmálum,“ segir Ágúst Einars- son, þingmaður Þjóðvaka, en þings- ályktun um veiðileyfagjald er efst á lista þeirra mála sem þingflokkur jafn- aðarmanna mun flytja á þingi í vetur. Þingsályktunin verður lögð fram í dag. „Málið er tvíþætt,“ segir Ágúst. „Annars vegar er sú staðreynd að fiskistofnarnir í kringum landið eru Alþýðuflokki og Þjóðvaka var samein- ing þingflokkanna mjög mikilvægt fyrsta skref. Við eram að reyna að vekja umræðu og viljum eiga fundi með sem flestum og finna málefnanlegri sam- stöðu farveg. Á fundum höfum við orð- ið vör við að það er fjölmargt sem sam- einar fólk á félagshyggjuvæng og til- tölulega fátt sem sundrar," sagði Rann- veig. Um þá umræðu sem nú á sér stað meðal hóps innan Kvennalista um að sameinast þingflokki jafnaðarmanna sagði Rannveig: ,Ég fagna því að vilji sé fyrir því að skoða hvað þarf til svo við getum átt samleið." eign allrar þjóðarinnar og núverandi stýrikerfi gerir ráð fyrir úthlutun veiði- heimilda, sem tímabundinn afnotarétt- ur útgerðar. Þessi úthlutun er án nokk- urs gjalds og síðan geta menn hagnast á kaupum og sölum á þessum veiði- heimildum án þess að hafa greitt nokkuð fyrir þær til eigandans. Þetta teljum við vera óréttlæti sem mikil- vægt sé að vinna gegn. I öðra lagi lít- um við svo á að upptaka veiðileyfa- gjalds geti verið liður í efnahagslegum umbótum sent muni, þegar frani líða stundir, styrkja bæði sjávarútveginn ■ Jafnrétti Kvenna- sáttmáli SÞ þver- brotinn -segir Bryndís Hlöðvarsdóttir alþingismaður. „Sáttmálans er ekki getið í lagasafni." Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur verið þverbrotinn hér á landi en Islendingar hafa verið aðilar að sáttmálanum frá þvi árið 1985. Þrátt fyrir það er hans að engu getið í lagasafni líkt og annarra alþjóðlegra sáttmála sem við erum aðilar að. Þetta var rætt á landsfundi Kvenréttindafé- lags íslands á laugardag. Bryndís Hlöðversdóttir alþing- ismaður og lögfræðingur sagði í samtali við blaðið að hún hefði aldrei heyrt á þennan sáttmála minnst þegar hún var við nám í lagadeildinni. „Ég gekk á fund forseta lagadeildarinnar í fyrra ásamt Láru V. Júlíusdóttur og orðaði við hann þörfina á því að taka upp kennslu í kvennarétti. Hann tók vel í það, en það háir lagadeildinni að þar eru nær ein- göngu karlar í prófessorsstöðum.“ Kvennaréttur hefur verið kenndur í lagadeildum nágranna- landanna frá því í byrjun áttunda áratugarins. Kvennasáttmálinn leggur aðildarþjóðum þungar framkvæmdaskyldur á herðar, að sögn Bryndísar. Það er ekki ein- ungis nauðsynlegt að tryggja jafn- rétti með lagasetningu heldur einnig við framkvæmd laganna hjá dómstólum landsins. Ein gróf- ustu dæmin um mismunum kynj- anna fyrir dómstólum eru þegar tveimur stúlkum voru dæmdar lægri örorkubætur á grundvelli kynferðis en drengir í sömu stöðu hefðu fengið. „Dómarinn byggði úrskurðinn á hefðbundinni túlkun laganna en hún stangast oft á við sáttmála af þessu tagi. Það er því miður Iíka staðreynd að flest mál sem kærunefnd Jafnréttismála fjallar uni enda þannig að dómar falla kærendum í óhag,“ sagði Bryndís. „Því er nauðsynlegt að kynna sáttmálann rækilega fyrir lögmönnum og almenningi til að fyrirbyggja að slík og viðlíka dæmi geti endurtekið sig.“ og bæta lífskjör hérlendis." í gær boðaði þingflokkur jafnaðar- manna til blaðamannafundar þar sem kynnt vora helstu mál sem þingflokk- urinn eða einstakir þingmenn munu flytja á þingi í vetur. Auk veiðileyfa- gjalds stendur allur þingflokkurinn að málum er varða þjóðareign auðlinda, aukið framlag til menntunar, endur- skipulagningu skattakerfis, stefnu- mörkun í heilbrigðismálum, heild- stæða félagsmálalöggjöf, atvinnulýð- ræði, kjördæmamál og jafnrétti kynj- anna. ■ Ljósmyndari Alþýðublaðsins og tvær hárgreiðsludömur lenda í erjum við lífverði danska krónprinsins Friðrik krónprins á galeiðunni ■ Þingflokkur jafnaðarmanna kynnir baráttumál sín á þingi ívetur Veiðileyfagjald brýnasta hagsmunamálið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.