Alþýðublaðið - 01.10.1996, Síða 3

Alþýðublaðið - 01.10.1996, Síða 3
ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n Eg er kynferðisglæpamaður meira en koss á vanga eftir hvem fund. Og allt flokkast þetta athæfi undir væga kynferðis- lega áreitni. En satt best að segja fínnst mér slíkt ekki efni í langt ráð- stefnuhald. Ég held að það séu ansi margir sem séu löngu hættir að botna í því hvað kynferðislegt áreiti er, enda virðist um- ræðan komin í hinar mestu ógöngur. Og þá er ég ekki einungis að vísa í ofstækisfulla sögu frá Ameríku, ég á einnig við umræðuna eins og hún hefur birst í miður gáfu- legum skýrslum og nið- urstöðum þar sem þreif- ingar eru sagðar jafn- gilda siðferðisbroti, ef ekki þjóðfélagsböli. Reyndar er umræðan Reyndar er umræðan með þeim ósköpum að ég sé ekki betur en brýnt sé að verja rétt einstaklingsins til að stunda „vægt kynferðislegt áreiti“. Dágur jafnaðarmanna var að kvöldi kominn og sjónvarpsfréttirnar sönnuðu enn einu sinni að jöfnuði og réttlæti er helst til naumt skammtað á jarðkringlunni. Eitt fómarlamb órétt- lætis mannanna reyndist vera sex ára bandarískur drengur en honum hafði orðið það á að kyssa bekkjarsystur sína á vangann. Fréttir sjónvarps heimdu að hann hefði verið rekinn úr skóla fyrir tiltækið en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var hann „einungis" settur í stranga einangrun daginn eftir umrætt atvik og bannað að mæta á skólaskemmtun. A siónvarpsskiánum sýndist þetta Pallborð | HKolbrún Bergþórsdóttir skrifar heldur uppburðarKtill drengur, á eng- an hátt líklegur til stórræða, og eigin- lega furðaði maður sig á því að hann skyldi hafa sýnt frumkvæði og rænt kossi. „Hún er vinkona mín,“ sagði hann þegar fréttamaður spurði hann af hveiju hann hefði kysst bekkjarsystur sína. Hann mun einnig hafa látið þess getið að hún hefði beðið um kossinn. Þáð hljómaði ekki ósennilega, en einnig má vel vera að guttinn hafi ver- ið að reyna að bjarga sér úr sérkenni- legum hremmingum með því að kalla bekkjarsystur sína til ábyrgðar. Síðan birtist ábúðarftiil skólastýran og sagði að kynferðislegt áreiti væri vandamál á vinnustöðum og á því yrði að taka. Ég efast ekki um að þessi kona hafi lesið sig í gegnum þykka doðranta í uppeldisfræði og verið sett í stöðu sína vegna þess að hún hafi þótt hæf til að gegna henni, en ekki var sýnilegt að lærdómurinn hefði eflt með.hehni mannúðleg viðhorf eða mæmui.á.mannleg samskipti. Hún tal: aði um sex ára dreng líkt og í honum bærðust allar þær kenndir sem líklegar væm til að leiða einstakling í glötun. Einn koss á vanga og í huga hennar breyttist sex ára gamall drengur í kyn- ferðisglæpamann. Ef einhvem ætti að reka úr skóla vegna þessa máls þá væri það skóla- stýran sem opinberaði svo illt eðli og ljótan þankagang að greinilegt er að henni er engan veginn treystandi til að hafa umsjón með börnum. Það er einnig vont til þess að vita að þjóðfé- lag sem kennir sig við framfarir og upplýsingu skuli telja það næsta sjálf- sagt að refsa litlum dreng lýrir að sýna vinkonu sinni blíðu og umhyggju með kossi. Ég stundaði kennslu í fimm ár og kenndi þá bömum á aldrinum 7-9 ára. Á þeim tíma sá ég litla drengi aldrei kyssa litlar stúlkur, en mér hefði ör- ugglega þótt það krúttleg sjón. Ég varð hins vegar nokkmm sinnum vitni að því að litlar stúlkur kysstu litla drengi á vanga. Þeir tóku því jafnan mæðufullir. Simmi og Haukur, sjö ára, em hetjur þessar sögu því meira var sóst eftir vöngum þeirra en ann- arra. Á tímabili eltu ljórar jafnöldmr þeirra þá hvað eftir annað, hringinn í kringum skólann í þeim tilgangi að smella á þá kossum, af því þeir vom, sögðu þær réttilega, „sætustu strákam- ir í skólanum". Simmi og Haukur væm samkvæmt skilgreiningu skólastýmnnar og skóla- yfirvalda í Norður-Karólínu fórnar- lömb kynferðislegs áreitis. Þeir vissu reyndar ekki af því sjálfir, í huga þeirra vom þetta bara enn ein óþæg- indin sem íýlgdu því að þurfa að drös- last með stelpur í bekk. Én flóttinn frá þeim gæddi líf þeirra spennu. Þeir vom hinir tveir fræknu sem þurftu á allri sinni ráðsnilld og kænsku að halda til að komast hjá kossunum. Og þeim tókst það. Þeir björguðu sér allt- af á hlaupum. Samskipti kynjanna eru nú einu sinni þannig að stundum þarf annar aðilinn að bjarga sér á hlaupunum. Ég held að konurnar sem sátu norræna kvennaráðstefnu sem haldin var hér um helgina hefðu mátt hafa þetta í huga. Á ráðstefnunni voru kynntar niðurstöður úr könnun sem gerð hafði verið í Noregi og sýndi að ákveðið prósent einstaklinga í háskóla nokkr- um þar í landi taldi sig hafa orðið fýrir vægri kynferðislegri áreitni. Ég efast ekki um að það sé rétt. En hvort það telst beinlínis fréttnæmt er annað mál. Og við skulum bregða okkur út fyrir háskólalóðina þar sem allt er löðrandi í vægri kynferðislegri áreimi. Því það er nú einu sinni þannig, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, að kynin líta hvort annað hýru auga. Stundum er sá galli á að hrifningin er einungis á annan veg. Þá er glápt og hjalað daðurslega, hangið yfir við- komandi, honum klappað og hann má þakka sínum sæla ef hann fær ekki með þeim ósköpum að ég sé ekki bet- ur en brýnt sé að verja rétt einstak- lingsins til að stunda „vægt kynferðis- legt áreiti". Það eru sjálfsögð mannréttindi að fá að kanna grundvöllinn renni menn hýru auga til annars einstaklings. Og oft þarf að kanna hann vel áður mögu- legt er að komast að þeirri niðurstöðu að áhugi viðkomandi sé ekki fyrir hendi. Þess vegna er það svo að ef við erum sæmilega náttúraðar manneskjur þá erum við um leið líklegar til að rata í skýrslur sem veifað er til marks um útbreiðslu vægs kynferðislegs áreitis. Og það er ekki dómur um siðferðis- brest okkur, heldur fyrst og fremst ógeðþekk heimild um púrítanska harðlínustefnu nútíma reglugerðar- þjóðfélags. ■ hinumegin "FarSide" eftir Gary Larson Foringjarnir á Morgunblað- inu eru nú farnir að halla sér aftur í sætum sínum en þeir hafa fyigst af miklum áhuga með framvindu mála á Degi-Tímanum. Alþýðu- blaðið hefur hlerað að á aug- lýsingaskrifstofum Moggans hafi reiknistokkurinn verið á lofti og menn þar reiknað út hversu miklartekur kepp- nautarnir hafa af birtingu auglýsinga. Niðurstaðan er ekkert sem setur þá úr jafn- vægi nema síður sé. Mogga- menn hafa komist að því að hagnaður DT á því sviðinu berekki nema lítinn hluta kostnaðar við útgáfu blaðs- ins... ólitíska vertíðin er að hefjast og umræður um stefnuræðu Davíðs Odds- sonar verða væntanlega á hvers manns skjá í kvöld. Eftir japl, jaml og fuður var horfið frá því að hann ætti senuna einn, en hinirflokk- arnir sigldu í kjölfarið kvöld- ið eftir. Þetta var vegna and- stöðu þingflokks jafnaðar- manna, en á fundi þeirra í gær var ákveðið hverjir ættu að tala fyrir þingflokksins hönd í eldhúsdagsumræð- unum: Það verða alþýðu- flokksmennirnir Rannveig Guðmundsdóttir og Sig- hvatur Björgvinsson, og þjóðvakafólkið Svanfríður Jónasdóttir og Ágúst Ein- arsson... Eitt af fyrstu verkum Al- þingis er að kjósa í þing- nefndir og við heyrum frá vinum vorum í Alþýðu- bandalaginu að ekki sé búið að ganga í smáatriðum frá þeim málum. Það sem helst vefst fyrir alþýðubandalags- mönnum er hver á að verða arftaki Ólafs Ragnars Grímssonar í utanríkis- nefnd þingsins. Sigríður Jóhannesdóttir, sem tók sæti Ólafs á Alþingi, mun ekki sækjast eftir setu í utan- ríkisnefnd, en öðru máli gegnir um Hjörleif Gutt- ormsson sem var varamað- ur Ólafs í nefndinni. Hann vill sitja áfram, en Margrét Frímannsdóttir flokksfor- maður hefur aðrar hug- myndir. Hún vill sætið, enda algengt að flokksformenn sitji í þessari mikilvægu nefnd. Þá þykir Hjörleifur, þótt skeleggur sé, helstil öfgafullur og því ekki ólíklegt að Margrét hrindi honum úr sessi í nefndinni... „Látum okkur nú sjá, Örn minn... Hugsanlega eru þetta ekki nýrnasteinarnir eftir allt saman." Verða KR-ingar einhvern tíma íslandsmeistarar í knattspyrnu? Sverrir Eiríksson skrif- stofustjóri: Það hlýtur að koma að því, í síðasta lagi á næstu öld. Annars er það ekki aðalatriðið að vinna - heldur vera með. Marjón Sigmundsson þjónn: Já, það gæti orðið. Jafnvel á næsta ári. Ragnheiður Óiafsdóttir hjúkrunarfræðingur: Já, eftir tvö ár. Birna Björnsdóttir tón- menntakennari: Já.örugg- lega einhvem tíma fyrir alda- mót. Agla Egilsdóttir nemi: Ég vona það. Sennilega á þessari öld. JÓN ÓSKAR v i t i m e n n Enn hefur Jón Baldvin ekkert gefið uppi annað en efann um að Alþýðuflokkurinn í núverandi mynd eigi framtíðina fyrir sér. Birgir Guðmundsson í fréttaskýringu í DT um möguleika á því að Jón Baldvin láti af formennsku í Alþýðuflokknum. Og ekki varð ég undrandi á því að Jóhanna Sigurðardóttir og Ágúst Einarsson... skuli nú haltra göngumóð úr dauflegri vist hjáleigunnar í opið skaut Jóns Baldvins á höfuðbólinu. Þau eru bæði svoleiðis jafnaðarmenn. Ótafur Þ. Jónsson - Óli kommi - í DT á laugardag. Enginn er talinn kennari með kennurum nema hann sitji á fræðsluskrifstoiunni eða í skólastjórn á meðan ómenntaðir kenna skyndibitabörnunum. Guðbergur Bergsson í DV í gær. Hefur misst tvo eiginmenn og fékk krabbamein í auga: Ég er samt ofsalega heppin! Juliet nokkur Peck í DV á laugardag. Umsókn um aðild að ESB ekki á dagskrá. Þorsteinn Pálsson búinn að læra rulluna. Mogginn á laugardag. Áhugamenn um bókmenntir eru einatt einungis áhugamenn um sumar bókmenntir og vinna einsog andiegir Kremlveriar. Matthías Johannessen segir bókmennta- fræðingum til syndanna í helgispjalli. Mogginn á sunnudag. Þeir eru margir salíerarnir í bókmenntum. Sumir skrifa inn í tízkuna. Aðrir stjórna henni. Matthías aftur. Við erum allar jafn fallegar. Sólveig Lilja Guðmundsdóttir fegurðardrottning íslands sem keppti í fegurðarsamkeppni Evrópu í Albaníu um helgina. DV. fréttaskot úr fortíð Heimskauts- r*. • • rorin Loftskeyti frá Spitzbergen herma, að allir þátttakendur í heimskautsförinni séu þangað komnir, enn fremur alt efni og svo framvegis. Líðan allra þátttakenda er hin bezta; ekkert hefir skemst af áhöldum né efrii. Alþýðublaðið, fimmtudaginn 16. apríl 1925.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.