Alþýðublaðið - 01.10.1996, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 01.10.1996, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996 m e n n i n g í myndröðinni „Kínversk málverk" frá árunum 1974 - 9 deilir Erró á Vestur - evrópskan maóisma með því að sýna Maó og aðra Kínverja í heimreisu þar sem að þeir drepa niður fæti í vestrænum borgum, til dæmis á Markúsar- torginu. Ádeila Errós er þó tvíræðari þarna en í myndum hans úr Víetnamstríðinu og verkum hans um nasismann ■ Stór sýning á pólitískum verkum Errós er á ferðalagi um Evrópu. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir ræddi við Gunnar Kvaran sýningarstjóra um pólitíkina íverkum Errós Erró er búinn að meika það fyrir löngu síðan - segir Gunnar Kvaran: „En svo geta íslenskir listamenn kokkað upp aðra heimsmynd á kaffi- húsunum ef þeir vilja." ,3rró vinnur svolítið eins og blaða- maður. Hann klippir hlutina saman og skeytir og lagar þar til þeir mynda æskilega heild,“ segir Gunnar Kvaran forstöðumaður Kjarvalsstaða en hann er annar tveggja sýningarstjóra stórrar yfirlitsýningar á verkum Errós ásamt dr. Hans Joachim Neyer forstöðu- manni Wilhelm Busch safnsins í Hannover. Sýningin sem er á vegum hins virta Wilhelm Busch safhs sýnir þversnið af pólitískum verkum Errós frá undangengnum þrjátíu árum en fjöldi verka á sýningunni er í eigu Reykjavíkurborgar. Sýningin þykir benda til þess að hróður Errós sé aftur að aukast í listheiminum, en hann var einn af merkustu forvígismönnum evrópsku frásagnarlistarinnar og jaíh- framt sá íslenskur myndlistarmaður sem hefur náð mestum frama erlendis og sá eini sem hefur öðlast þýðingu í heimslistasögunni. Komplex hér gagnvart Erró Sýningunni er ætlað að gefa innsýn í póíitísk verk Errós, skýra þróun hans sem listamanns og varpa ljósi á vinnu- aðferðir hans. Hún stendur til þriðja nóvember en heldur þaðan til Munc- hen, Hamborgar og Berh'nar auk þess sem hún mun heimsækja nokkrar borgir í Austur - Evrópu. Eru pólitískar myndir Errós öðru fremur aðferð til að koma til skila gagnrýni á fjölmiðlasamfe'lagið? „Það þarf að skoða þetta í öðru ljósi,“ segir Gunnar Kvaran. „I lok sjötta áratugarins og byrjun þess sjö- unda verður sú grundvallarbreyting í listaheiminum að listamenn hætta að vinna með form og fígúrur og fara að notast við önnur efni úr daglegu um- hverfi. I Bandaríkjunum gekk þetta fyrirbæri undir nafninu popplist en í Evrópu, frásagnarlist. Síðustu áratugi hefur bandaríska popplistin frekar ver- ið í umræðunni en hún var að því leyti til frábrugðin ffásagnarlistinni að hún flutti mun jákvæðari boðskap um neyslusamfélagið. Erró byrjaði að nota ffásagnaraðferð í sinni listsköpun til að miðla gagnrýnni sýn á veruleik- ann og í myndum sínum hefur hann fjallað um samtfmann út frá erótík, listasögu og pólitík meðan kollegar hans í frásagnarlistinni voru ekki jafn afgerandi pólitískir gegn heimsvalda- stefnu og ofbeldi, menn eins og Mo- nory og Aryorro voru með félagslega gagnrýni á kapítalískt samfélag en á annan hátt.“ Nú heyrðust þœr raddir um tíma á íslandi að Erró vœri veggfóðrari og plakatamálari sem allir vœru búnir að missa áhugann fyrir erlendis. Af- hverju? „Þetta er innnansveitarkronika á ís- landi. Það er komplex hér gagnvart Erró og listheimurinn hefur ekki tekið honum. Aðalástæðan er sjálfsagt sú að hann skortir tengingu við íslenska listasögu. Frásagnarlistin barst ekki hingað frekar en aðrar merkilegar stefnur eins og til dæmis súrrealism- inn. Þegar Erró fór til Parísar 1958 fór hann samstundis í fremstu víglínu myndlistarmanna og hefur fyrir löngu síðan fengið almenna viðurkenningu sem myndlistarmaður í heiminum. I dag er evrópska frásagnarmálverkið orðið ákveðinn skóli í bókum sem fjalla um nútímalistasögu og þar er Er- ró leiðandi maður og hans list hefur fengið meiri athygli en kollega hans. Það er enginn annar fslendingur sem hefur farið á spjöld heimslista- sögunnar á sama hátt og hann. Það er þó ekki endilega vegna þess að aðrir hafí ekki verðskuldað það. Þannig er það bara. Erró er aftur að fá mikla og verðskuldaða athygli erlendis og það sést á þessari stóru sýningu sem fer í gegnum ein tíu listasöfn í Þýskalandi og þaðan til Austur - Evrópu. Listamanninum Erró er ekkert heil- agt. Hann vinnur með lágmenn- ingu og listasögu í verkum sínum, pólitískan áróður og neysluheim samtímans en minni úr heimi stjórnmála og samfélagslegrar gagnrýni ákvarða viðfangsefni hans hverju sinni. Við listsköpun- ina sjálfa skeytir hann gjarnan ’saman vörulistum stórverslana, skopteikningum og teiknimynda- sögum og freistar þess að ná fram mynd af þeim heimi sem fjölmiðlar draga upp af samtímanum. Það eru tveir íslenskir listamenn á íslandi, sem voru hvor á sínum tíma, fullkomlega í takt við brautryðjendur í heimslistasögunni og það sem helst var að gerast í heiminum. Það eru Er- ró í frásagnarlistinni og Svavar Guðnason í formleysismálverkinu. Svavar hefur ekki enn fengið þá sögu- legu viðurkenningu sem hann á skilið meðan viðurkenning Errós er stöðugt að verða ljósari. Erró er búinn að meika það fyrir löngu síðan og það rými sem hann hefur í veraldarsög- unni er ekki sambærilegt við aðra ís- lenska listamenn, því miður. En svo geta íslenskir listamenn kokkað upp aðra heimsmynd á kaffihúsunum ef þeir vilja.“ Maódekrið f menntamönnum En hver er þróunin í pólitískum myndum hans? „Strax á sjöunda áratugnum tók hann fyrir myndefni sem tengdust seinni heimsstyijöldinni og var brodd- inum beint að Þjóðverjum og gyð- ingaofsóknum þeirra og þá oftar en ekki með því að taka þekkt tákn nas- ismans og stilla þeim upp við hliðina á afbrigðilegu kynlífi og afskræmingu með satírískum undirtón. Hann for- dæmdi á mjög opinskáan hátt þátt Þjóðveija í stríðinu. Síðan tók hann til við Víetnamstríðið þar sem hann mál- aði tvær seríur sem voru fyrst sýndar í Köln árið 1974 og sýna berlega hyst- eríu Bandaríkjamanna. Þar dregur hann upp myndir af glæsilegum bandarískum hýbýlum og klippir inn í þær Ví- etkong skæruliða. Pól- itíski broddurinn í „kínversku málverkun- um,“ er ekki jafn skýr en þó er úónían gagn- vart Maódekrínu í franska intellektualinu augljós með því að láta Maó fara í heimsreisu og láta Maóista halda fundi í mörgum þekkt- um borgum Evrópu. Þarna er afstaðan þó ekki jafn skýr gagnvart myndefninu. Hann málar einnig merkileg- ar myndir frá árunum 1980 til 1984 sem fjalla um pólitískt ástand í heiminum en hann lýsir þá austurblokkinni með því að notast við skopteikningar og myndir úr vestræn- um blöðum. Hann lýsir svo Vestur- löndum með því að notast við skop- teikningar úr blöðum austanfrá. Sem gagnrýnandi þá hlífir hann engum og fordæmir allt.“ Lúta frumleikanum En er pólitísk gagnrýni Errós sígild eða eru þau verk hans á undanhaldi þar sem myndefnið á sér stoð í sam- tímasögunni? „Hún hafði sinn tíma eins og öll fé- lagslega gagnrýni. Pólitísk list hefur verið fyrirferðarmikil á þessari öld og það sem einkennir list Errós er mynd- málið. Það skiptir meginmáli í inn- leggi Errós til frásagnarlistarinnar að hann kemur með nýja frásögn og myndimar lúta frumleika myndmáls- ins. Aðferðin er algerlega ný. Þetta er því mjög frumlegt innlegg í sögu myndlistarinnar. En það hefur oftast nær verið tortryggni í listaheiminum gagnvart pólitískri list. Myndlist sem fordæmir eitthvað er lítils virði ein og sér ef hún hefur ekki sérstöðu og frumleika í framsetningu. Hjá Erró rennur þetta fullkomlega saman, myndsköpun og pólitík." ■ ■ Þóra Kristín Asgeirsdóttii ingu á spænskri dagskrá se í Kaffileikhúsinu næstkoma „Eg af har huggast lé Eg ætla ekki að vera með fyrirlestur og svo litskyggnur til skýr- ingar,“ sagði Kristinn R. Ól- afsson sögumaður spænskra kvölda sem era að hefjast í Kaffileikhúsinu, þar verður boðið upp á sögu, tónlist og dans ásamt því sem gestir geta fengið að kynnast spænskri menningu. „Þetta fjallar um sorg og gleði Spánverja í aldanna rás og er fyrst og fremst gert í þeim tilgangi að eiga skemmti- lega kvöldstund þar sem tónlist og dans leika stórt hlutverk." Það var í fyrra þegar Grísku kvöldin vora haldin fyrir fullu húsi í Kaffileik- húsinu að Þórann Sigurðar- dóttir leikstjóri sýningaiinn- ar orðaði þá hugmynd við Asu Richardsdóttur fram- kvæmdastjóra að búa til dagskrá um Spán og spænska menningu. „Við vildum þó hafa þetta með töluvert öðra sniði. Það varð úr að við ákváðum að hafa samband við Kristin R. Ól- afsson og Sigríði Ellu Magnúsdóttur en þau eru bæði búsett erlendis," sagði Þórunn Sigurðardóttir. „Einnig taka þátt þeir gítar- leikarar íslenskir sem fremstir era að míhu mati í flutningi spænskrar tónlistar, þeir Pétur Jónasson og Einar Kristján Einarsson auk þess sem Lára Stefánsdóttir danshöfundur og dansari íslenska dansflokksins hefur samið dansa með flamenco ívafi við sýning- una. Söngur frá Asturías Lag eftir Manuel de Falla Ég af harmi ekki huggast lét. Og í haga stóð fura græn. Er hún sá mig gráta sárt hún grét. Ég af harmi ekki huggast lét. Af því furan var fagurgræn er hún sá mig gráta sárt hún grét. Þjóðvísa í þýðingu Þorsteins Gylfasonar Ólgar af ástríðum og skaphita „Þetta er mjög sérstakur danstfll að því leyti að í honum kemur fram mikið stolt og reiði,“ sagði Lára Stefánsdóttir. „Hann á að mestu leyti upptök sín í menningu sígauna sem vora kúgaðir og fyrir- litnir og þetta var því dans leyndarinnar lengst framan af, dansaður á böram og vændishúsum en varð seinna viðurkennt listform. Dansinn ólgar af ástríðum og skaphita undir fáguðu yfirborði en hann hefur jafnframt sterkt jarðsamband. Eg fæ al- gera útrás við dansinn, bæði skómir og tónlistin kveikja í mér. Eftir að ég byijaði að æfa þessa dag- skrá þá hefur sótt að mér löngun til að fara til Spán- ar og stúdera flamenco. Margir setja þennan dans í samhengi við mikinn pilsaþyt og víð sjöl en stað- reyndin en sú að hann heftir þróast með tímanum og það er til nútíma flamencodans." „Þó að Islendingar hafi ferðast inikið til Spánar vita þeir flestir harla lítið um spænska menningu enda er oftast farið í öðram tilgangi," sagði Krist- inn. , J>etta er fyrst og fremst sviðsýning fyrir augu og eyra en ég reyni að skálda í skörðin inn á milli og forðast að vera mjög leiðinlegur." Kristinn sem er mikill áhugamaður um spænska menningu og sögu hefur verið búsettur I miðborg Madrid frá ár- inu 1977, ásamt spænskri eiginkonu og dóttur en hélt í maí upp á fimmtán ára afmæli sitt sem frétta- ritari Ríkisútvarpsins. Heillandi menning „Mér finnst spænsk menning ákaflega heillandi og ég hef mikið stúderað bæði Lorca og Falla, en

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.