Alþýðublaðið - 03.10.1996, Side 4

Alþýðublaðið - 03.10.1996, Side 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 Danski hljómsveitarstjórinn Thomas Dausgard stjórnar sin- fóníuhljómsveitinni í kvöld. ■ Sinfóníutónleikar í kvöld Nielsen, Beethoven & Strauss Á tónleikum Sinfóníuhljómsveit- ar íslands í kvöld eru þrjú verk: Helios forleikur eftir Carl Nielsen, píanókonsert nr. 2 eftir Ludwig van Beethoven og Svo mælti Zaraþústra eftir Richard Strauss. Carl Nielsen hefur oft verið nefndur faðir danskrar nútímatón- listar. Helios forleikinn samdi hann þegar hann dvaldi sumarlangt í Aþenu vorið 1903. Nafn sitt dregur forleikurinn af gríska sólguðinum Helios og lýsir verkið sólargangin- um ffá sólaruppkomu til sólarlags. Ludwig van Beethoven samdi pí- anókonsert sinn nr. 2 á árunum 1787-1793. Frumflutningur verks- ins fór fram í Vín árið 1795 og var höfundur sjálfur í hlutverki einleik- ara og sjómanda. Var það í fyrsta sinn sem Beethoven kom ífam sem píanóleikari í Vín. Víst er talið að Beethoven hafi gert nokkrar breyt- ingar á konsertinum að framflutn- ingi loknum og að hann hafi fyrst heyrst í núverandi mynd árið 1798. Flest tónaljóð Strauss eru stór í sniðum og gera kröfu til fjölmennr- ar hljómsveitar og þar er tónaljóðið Also Sprach Zarathustra engin und- antekning, en á tónleikunum í kvöld verða hljóðfæraleikarar á sviðinu í Háskólabíói alls 93. Verkið er næst- síðast í röð tónaljóða Strauss og á 100 ára afmæli um þessar mundir. Strauss fékk hugmyndina að verk- inu að loknum lestri bókar Nietz- sche um Zarathustra, en Strauss var mikill aðdáandi þýska heimspek- ingsins. Stjórnandi á tónleikunum er danski hljómsveitarstjórinn Thomas Dausgard en hann er aðstoðar- hljómsveitarstjóri Boston sinfóníu- hljómsveitarinnar. Einleikari í pí- anókonsert Beethovens er Anna Guðný Guðmundsdóttir. Afsökun Þau leiðu mistök urðu í Alþýðu- blaðinu í gær að frétt um andlát Helga Skúlasonar var ekki fullunnin. Þetta stafaði af því að rangt skjal var sent í tölvuvinnslu. Alþýðublaðið biður innilega afsökunar mistökunum. ■ Nú er rúmur mánuður frá því lesendur sáu fyrsta eintak Dags- Tímans. Jakob Bjarnar Grétarsson tók púlsinn á ritstjóranum sem er hinn ánægðasti með þróun mála DT ekki stílað inná bram- bolt, fótaspark og læti „Ég er mjög róiegur þó að kaffihúsaliðið í Reykjavík sé eitthvað tregt yfir því að sjá ekki myndir af sér í blaðinu sötrandi bjór. Það er allt í lagi mín vegna." - segir Stefán Jón Haf- stein ritstjóri sem telur blaðið eiga framtíðina fyr- ir sér. „Mér sýnist rekstrargrandvöllurinn vera góður. Það var reiknað með að blaðið þyrfti þrjá til sex mánuði til að festa sig í sessi. Eftir fyrsta mánuðinn bendir ekkert til annars en að það muni gerast. Viðtökumar hafa verið mjög hæfilega góðar,“ segir Stefán Jón Hafstein ritstjóri Dags Tímans nú þegar rúmur mánuður er liðinn frá því að Tímanum og Degi var steypt í sama mót og fyrsta tölublað DT kom út. Það má segja að Stefán Jón hafi verið eins og milli skers og bára. Alþýðu- blaðið hefur heyrt að blaðið sé til- þrifaminna en vonir stóðu til. Eins og fram kemur í viðtalinu lætur Stefán Jón slíkar raddir sem vind um eyra þjóta. Og ekki er skilyrðislaus hrifning norðan heiða, Akureyringar eru fast- heldnir, vilja bara sinn Dag og engar refjar. Þær gagnrýnisraddir hafa verið þyngri í skauti að sögn ritstjórans. Ótímabært að afskrifa DT „Fólk hefur veitt okkur viðurkenn- ingu fyrir það sem ég tel miklu mikil- vægara til lengri tíma litið heldur en uppslátt, spenning og hasar. Það sýnir að við eram úthaldsrík og getum veitt grunnþjónustu. Við erum sífellt að skerpa sérstöðu okkar gagnvart öðrum fjölmiðlum og munum gera það í auknum mæli. Eg er sannfærðari núna heldur en fyrir mánuði að þetta muni geta gengið. Eg sá að þið á Alþýðu- blaðinu voruð að slúðra um það að Mogginn væri ánægður vegna þess að þeir sæju lítið af auglýsingum hjá okk- ur. Ég trúi því ágætlega, en hélt Mogginn að við ætluðum að gera upp fyrsta mánuðinn með hagnaði? Hélt það einhver? Það stóð aldrei til,“ segir Stefán Jón. Hann segist alltaf hafa litið svo á að blaðið myndi ekki fæðast fullskapað en hins vegar að þróunin yrði hröð. „- Bestu ummælin sem við heyram era þau að blaðið fari dagbatnandi. Ef blaðið verður betra dag frá degi næstu fimm árin verður þetta skrambi gott. Þetta er ekki skyndiáhlaup og verður fínt fljótlega.“ Stefán Jón tekur ffam að DT sé ekki atlaga að Morgunblaðinu, segir að það sé pláss fyrir þriðja aflið á blaðamark- aðinum. „DV og Mogginn era ekki að þjóna ákveðnum hluta fjölmiðlabrans- ans. Ef við finnum inná smuguna þá geta þessi blöð þrifist öll.“ Þannig hefur það nú ekki verið, þráttfyrir tilraunir gegnum tíðina. „Það er af því að menn hafa ekki fundið smuguna.“ Og eru Ijósvakamiðlarnir ekki að auka sinn hlut? „Eru þeir að því? Ég held að þeir séu alltaf að éta minni og minni köku. Þegar ég var með morgunþátt í út- varpinu fyrir einum 14 áram, þá var bara ein rás - Útvarpið - og þá vorum við með 50 prósent hlustun á morgn- ana milli sjö og níu. Nú eru allar stöðvamar með minni hlustun samtals. Kakan stækkar ekki við það að miðl- um sé fjölgað og sneiðarnar verða minni. Miðað við blað með þennan áskrifendafjölda sem við eram með og þær auglýsingar sem við ætlum okkur að fá, miðað við stærð, tel ég að við getum verið til. Það byggist ekkert á því að Mogginn láti undan síga. Hann getur bara haldið áfram að vera til. Auðvitað vonast maður til þess þegar fram líða stundir að þessi sjálfkrafa vöxtur Moggans verði ekki alveg jafn hraður og hann hefur verið, vegna okkar. Og þeir hafa ekkert haft fyrir þessu vegna þess að það hefur enginn spomað við því. Ef við tökum bara smá hluta af þessum vexti Moggans er það bara nóg fyrir okkur til að lifa. Það er algjörlega ótímabært að af- skrifa okkur og þetta blað stendur fyllilega undir því að það sé hægt að gera úr því lífvænlega afúrð.“ Ekki hasarblað Stefán Jón segir þann stutta tíma sem að baki er hafa verið mjög anna- saman og líkir honum við vertíð. Nú fyrst sé hægt að einbeita sér að rit- stjómarmálum þegar skipulagsvinna og tækniundirbúningur er frá. „Við er- um að ná áttum hvað varðar ritstjóm- ina,“ segir ritstjórinn. „Það var ákveð- ið frá upphafi að hún byggði á þessum gömlu ritstjómum sem fyrir voru. I hópinn hafa bæst Valgerður Jóhanns- dóttir, Hildur Helga Sigurðardóttir og Gunnar Sverrisson ljósmyndari." En eruð þið ekki með samtengt Ijós- myndasafn með DV? ,Já, sú deild þjónar báðum blöðum að vissu leyti. Én svo eram við með okkar eigin ljósmyndara hérna fyrir norðan." Stefán Jón segir vissulega ekkert óeðlilegt við það þó að nýjum stjóm- endum fylgi nýir starfsmenn upp að vissu marki. „En þeir sem vora fyrir era mjög ákveðnir í að vaxa í starfi og viljugir. Það hefur síður en svo verið ástæða til hreinsana, starfsmenn hafa verið að skila æ betra starfi. Það fólk sem var fyrir hefur fengið ný og meira krefjandi verkefni og er greinilega að vaxa mjög ásmegin. Þau ganga inní kröfuharðara umhverfi og standast það.“ Stefán Jón segir það hafa komið sér einna mest á óvart hvað í raun fátt kom honum á óvart. Og honum finnst blaðið hafa þróast í rétta átt frá upp- hafi. „Markmiðið á fyrstu mánuðun- um var ekki annað en það að sýna gömlu áskrifendum Dags og Tímans að þeir væra að fá blað sem þeim lík- aði vel við og þar með festa það í sessi. Þetta virðist hafa tekist og fleiri hafa bæst við en dottið út. Dagur-Tím- inn átti aldrei að vera neinn skyndi- smellur. Ég get vel skilið þá, sérstak- lega þá sem sitja á kaffihúsunum á Reykjavík, sem segja þetta sé ekki fyrir sig. En það segir mér að við er- um í raun og vera að skapa okkur sér- stöðu sem tekur tíma bæði að gera og venjast.“ Þú miðar þig sem sagt ekki við póstnúmer 101 og kaffihúsaliðið? „Nei, ekki ennþá. Ég er mjög róleg- ur þó að kaffihúsaliðið í Reykjavík sé eitthvað tregt yfir því að sjá ekki myndir af sér í blaðinu sötrandi bjór. Það er allt í lagi mín vegna.“ En þú hefur fengið krítík á blaðið? ,Jájá, í fyrsta lagi var Dagur á Ak- ureyri staðarblað og fyrir lesendur þess eram við að þróa staðarblaðið í höfuðstaðarblað. Þar er nokkur mun- ur. Þó að við höldum mjög göðum tengslum við grasrót blaðsins erum við að reyna að víkka þetta út. Sú krí- tík sem við fengum á okkur fyrstu dagana er að breytast, fólk er að átta sig á því í hvaða átt við eram að fara og virðist ætla að vera okkur samstiga í því. Hitt er að fólk hélt að það fengi hasarblað inn á kaffihúsin með miklu brambolti, fótasparki og látum. Við höfum ekkert stflað inná það. Við ætl- um að festa okkur í sessi hægt og bít- andi. Þetta er blað vill veita ákveðna, öragga og góða þjónustu í fréttum og öðrum en erum ekkert að gera útá upphlaup." En nú ert þú ekki þekktur fyrir að vera rólegheita maður? „Neinei, en ég er bara þessi rólegi maður inn við beinið. Ég er mjög þol- inmóður og vonandi úthaldsgóður. Það er enginn vandi til dæmis með út- varpsþátt að setja sinn karakter á hann klukkutíma á dag og fara svo heim. Með dagblað er það öðravísi. Ég legg miklu meira uppúr öryggi og festu heldur en að vera eitthvað „talk of the town“ eitt síðdegi." ■ Xeroxar b>Stjörnubíó: Fjölföldun Aðalleikendur: Michael Keaton, _______Andie McDowell______ ★★★ Dagurinn langi (Groundhog Day) mun af mörgum talin besta gaman- mynd áratugarins fram til þessa, en í henni stóð tíminn í stað. Leikstjóri hennar, H. Ramis, fylgir henni nú eftir með mynd þessari og sækir aftur efni- við í vísindaóra (science fiction). I geimrannsóknum hefur vísindamaður náð svo langt að geta ljölfaldað lífver- ur. Húsasmið í byggingarfyrirtæki finnst vinnan og heimilið vera of frek til tíma hans. Og bítur hann á agnið, lætur tvöfalda sig. Ánægður með tví- fara sinn (sem hann heldur leyndum fyrir eiginkonu sinni), og aukinn frí- tíma gengur hann enn á lagið og lætur öðru sinni tvöfalda sig. Fer þá að verða þröngt um fjölskylduna, þótt ekki sé þessum hlutum lokið. Úr þess- um efnisþræði er undur fyndin gam- anmynd sem hefur tær við hæla for- vera síns. Kvíkmyndir | Haraldur Jóhannsson skrifar A skólaskipi Stjörnubíó: Svaðilför Aðalleikendur: Jeff Bridges, ________Caroline Goodall________ ★★1/2 Óstýrilátir, en ekki óduglegir ung- lingar, era sendir til nokkurra mánaða þjálfunar á skólaskip, skútu. Á henni sigla þeir frá Bandaríkjunum suður í höf. Ymislegt hendir strákana um borð og í höfnum en þeirra bíður vá- legt slys: I hvirfilstormi hvolfir skút- unni en nokkrir strákanna og skip- stjórinn komast af. Lýkur myndinni á sjóprófum. Hressileg unglinga og ung- menna mynd. Á mörkum hins skilvitlega Bíóborgin: Fyrirbærið Aðalleikendur: John Travolta, ________Kyra Sedgwick________ ★★★ I mynd þessari takast á dulhyggja og heimspeki. Starfsmaður á bifreiða- verkstæði í þorpi á leið heim úr öl- stofu sér ljóshnött á lofti, þó ekki vígahnött og fellur hann í öngvit. Aft- ur á fótum verður honum sjón þessi frásagnarefni en böggull fylgir skammrifi. I ljós kemur að hann hefur öðlast fjarhreyfingarmátt (telekinesis) og óslökkvandi fróðleiksfýsn. Fer hann að lesa margar bækur á dag. En upp úr miðri mynd víkur dulhyggjan fyrir efnishyggju. Rannsóknarlögregla tekur manninn til athugunar. Þarf þá ekki að spyrja að leikslokum? Kynleg gamanmynd, en vel heppnuð. Á flótta undan drepsótt Regnboginn: Hestamaður á þaki Aðalleikendur: Oliver Martinez, _______Juliette Binoche____ ★★★ Drepsóttir fyrri alda eru í þjóða minna. Að bakgrunni hefur mynd þessi eina þeirra. Italskur þjóðernis- sinni flýr árið 1832 til Frakklands með leigumorðingja á hælunum, en í því sunnanverðu geisar þá kólera, sem kunn ráð era ekki við. Flóttamaðurinn og þeir sem sendir voru til höfuðs honum rjúfa alla sóttvamarveggi og er harkalega við því brugðist. Hjálpar- hellu fær ungi maðurinn, unga konu, (en eiginmaður hennar er fjarverandi) og verða honum þá flestir vegir færir. Mynd þessi hefur hlotið miklar vin- sældir í Frakklandi og slegið aðsókn- armet. Hún stendur þó að baki frægri fyrri mynd leikstjórans, Cyrano de Bergerac. Har. Jóh.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.