Alþýðublaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 1
■ Forysta Sjálfstæðisflokkins beitti sér af alefli gegn breytingum á sjávarútvegsstefnunni Vissi ekki að Davíð væri svona hræddur við orma - segir Guðjón A. Kristjánsson um þau ummæli Davíðs Oddssonar að ekki mega hlusta svo mikið eftir skoðunum grasrótarinnar að eyr- un fyllist af ormum. „Ég tel að það hafi ekki verið flokksforystunni til framdráttar hvem- ig hún hagaði sér í málinu. Mér finnst forystumenn flokksins alveg lokaðir fyrir því, að alvarlegir vankantar em á fiskveiðistefnunni. Því miður loka þeir augunum fyrir þeim vemleika," sagði Guðjón A. Kristjánsson formaður Far- ■ Hvað voru margir á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins? Mörghundruð leystu ekki út fundargögnin Landsfundurinn var algjör draumur í dós, segir formaður SUS. „Þetta á sér eðlilegar skýringar. Það vom rúmlega sautján hundmð manns við setningu fundarins, ekki hafa allir leyst út fundargögnin sín sem kostuðu fimmþúsund krónur," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson for- maður Sambands ungra sjálfstæðis- manna um atkvæðatölur á lands- fundi flokksins um helgina. Forystu- menn Sjálfstæðismanna sögðu að um væri að ræða langstærsta fund á íslandi og að sautján hundruð manns tækju þátt í starfi hans og stefnumót- un. í kjöri til formanns greiddi hins- vegar ekki nema 971 atkvæði. Af þeim hlaut Davíð 870, eða 90 pró- sent. Friðrik Sophusson var endur- kjörinn varaformaður með 76 pró- sent fylgi. Guðlaugur Þór sagði að lands- fundurinn hefði í hvívetna lukkast vel: „Landsfundurinn var algjör draumur í dós.“ manna- og fiskimannasambandsins og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í samtali við Alþýðublaðið í gær. Sjávarútvegsnefnd landsfundar Sjálfstæðisflokksins samþykkti tillögu að ályktun sem fól í sér róttækar breytingar á fiskveiðikerfinu. Tillag- an, sem einkum var knúin í gegn af Vestfirðingum, fól í sér að kvótakerfið yrði lagt af en sóknar- og flotastýring tekin upp. Davíð Oddsson og Þorsteinn Páls- son sjávarútvegsráðherra brugðust harkalega við tillögu sjávarútvegs- - segir Anna Margrét Guðmunds- dóttir bæjarfulltrúi Alþýðuflokks- ins. „Fólkið hér vill ekki blanda pól- itíkusum inní málið, og finnst að þeir hugsi of mikið um að halda sínum sessi." „Þetta hefur verið að þróast smátt og smátt í þessa átt,“ segir Anna Margrét Guðmundsdóttir oddviti Al- þýðuflokksins í Reykjanesbæ. Sam- Óvissa um hverjir gefa kost á sér í helstu embætti. Ungir jafnaðarmenn halda um helgina 42. sambandsþing sitt. Ekki er búist við miklum átökum um helstu leiðtogastöð- ur, en Gestur G. Gestsson, núverandi formaður SUJ hefur ekki fengist til að gefa út opinberlega hvort hann hyggist gefa kost á sér til endurkjörs. Nokkrar bollaleggingar hafa verið um að hann stefni á stöðu formanns framkvæmda- nefndarinnar og fór svo að henni var hafnað í meginatriðum í kosningum á landsfundinum. Guðjón sagði að nið- urstaðan væri afdráttarlaus, skoðunum þeirra sem væm andsnúnir kvótakerf- inu hefði verið hafnað. „Þorsteinn túlkar þetta líka þannig, hann segist aldrei hafa fengið skýrari blessun við kvótakerfið." Guðjón sagði í sjónvarpsviðtali á laugardag að flokksforystan og gras- rótin í flokknum töluðu ekki sama tungumál þegar sjávarútvegsmál væm til umræðu, og sagði brýnt að stokka starf hefur tekist með minnihluta Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags í bæjarstjóm, en fjórir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og tveir framsóknar- menn mynda meirihlutann. „Það sem eftir lifir þessu kjörtíma- bili ætlum við að vera meirihlutanum öflugt aðhald en ég legg áherslu á að það verður á málefnalegum forsend- um. En hveitbrauðsdagar meirihlutans em liðnir," segir Anna Margrét. Alþýðuflokkur er með þrjá bæjar- stjómar á flokksþingi, en ungir jafnaðar- menn virðast ætla sér stóran hlut þar. Nokkur endumýjun hefur verið í fram- kvæmdastjórninni á kjörtímabilinu og verður því að teljast lflclegt að stór hluti hennar gefi kost á sér til endurkjörs. Þó hefur heyrst að einhverjum félög- um úti á landi finnist sinn hlutur heldur rýr og hyggist gera gangskör í að koma sínum fulltrúum í áhrifastöður. Einnig er vitað að framkvæmdastjóri sambands- kerfið upp. Aðspurður um þessi orð lét Davíð þau orð falla í sjónvarpi, að stjómmálamenn yrðu að passa sig á að hlusta ekki of mikið eftir áliti grasrót- arinnar, því þá gætu eyru þeirra íyllst af ormum. Þegar þessi yfirlýsing Davíðs var borin undir Guðjón sagði hann: „Ég vissi ekki að Davíð væri svona hrædd- ur við orma. Að hann þyrði ekki að hlusta á sjónarmið annarra þessvegna. Ég held að menn verði að leggja eymn við því sem verið er að tala um í þjóð- félaginu." fulltrúa og Alþýðubandalag tvo, þann- ig að meirihlutinn veltur á einum manni. Víkurfréttir greindu frá samstarfinu í nýju tölublaði sínu og þar talar Anna Margrét varlega um sameiginlegt framboð í næstu kosningum sem verða eftir eitt og hálft ár. I samtali við Alþýðublaðið segir hún miklar um- ræður vera í grasrótinni þar sem krafa sé um frekara samstarf jafnaðar- manna. „Fólk hér hefur viljað vinna að því án þess að blanda pólitíkusum of mikið inní það. Mín tilfinning er sú að fólki finnist yfirleitt að þeir séu of uppteknir við að halda sínum sessi á kostnað málstaðarins. Að þeir flækist hreinlega fyrir. Það er ósk þessa fólks sem er að ræða saman að forysta flokksins komi ekkert að málinu í bili. Hvað framtíðin ber í skauti sínu bygg- ist á fólkinu," segir Anna Margrét. ins, Þóra Amórsdóttir ætlar að láta af störfum eftir þingið en lítið hefur heyrst af áætlunum um hugsanlegan eftirmann hennar. Vitað er að sameiningarmál verða mikið til umræðu en eftir landsfund Verðanda, samtaka ungs Alþýðubanda- lagsfólks, hafa forysmmenn samtakanna átt fundi og mun sambandsþingið vænt- anlega skera úr um hver verður framtíð þeirrar samvinnu. Allt undir rós ■ Oddinn selur Helgarpóstinn á næstu dögum Tvö tilboð mjög áhugaverð „Við erum með ein Qögur tilboð og þar af eru tvö sem eru mjög áhugaverð. Ég á von á að það fari að draga til tíðinda og gef því ör- fáa daga. Þá mun það skýrast hvort gengið verður að þeim. En málið er á viðkvæmu stigi eins og sagt er,“ segir Þorgeir Baldursson for- stjóri prentsmiðjunnar Odda sem nú á Helg- arpóstinn. Þorgeir segir að allar tilraunir til að selja blaðið gangi út á að Oddi dragi sig alfarið útúr rekstrinum. „Við enim tilbúnir að prenta, það er það sem við gerum, aðrir eiga að sjá um aðra þætti. Það var aldrei meiningin að eiga blaðið lengi,“ segir Þorgeir. Hann segir jafn- framt að engir bindandi samningar hafi verið gerðir við starfsfólk blaðsins. Það geri menn náttúrlega ekki þegar standi til að selja. Guðrún Kristjánsdóttir ritstjóri blaðsins segir að sér hafi engin formleg tilkynning bor- ist en gerir ráð fyrir því að næsti HP sé sá síð- asti sem hún ritstýri íyrir núverandi eigendur. Hún segir að sér sé kunnugt um að tvö tilboð séu í athugun og annað þeirra gangi út á það að ritstjómin verði óbreytt en hin miði að al- gerri uppstokkun. Guðrún er þar að tala hóp undir forystu Páls Vilhjálmssonar ritstjóra Vikublaðsins. Oddinn hefur nú rekið blaðið í um það bil mánuð og Þorgeir segir það langan tíma í svona starfsemi. Hann telur að blaðið sé kom- ið á meiri skrið en það var á áður en þeir tóku formlega við blaðinu. ,J»að selst mikið betur en það gerði einhverra hluta vegna, vonandi vegna þess að blaðið þykir skárra, og auglýs- ingatekjur em meiri en var. Þetta er hægt, við erum sannfærðir um það sjálfir þó að við ætl- um ekki að halda því áfram. Það er hins vegar mikilvægt að útgáfan detti ekki niður. Blaðið er ekki mikils virði ef útgáfan slitnar,“ segir Þorgeir Baldursson. Útgáfufyrirtækið Fróði er í viðskiptum við Odda sem meðal prentar Séð og heyrt prentað. „Ástæðan fyrir því að við viljum ekki vera ekki standa í blaðaútgáfú er einmitt sú að við erum óhjákvæmilega í núningum við okkar viðskiptamenn og það gengur ekki upp,“ segir Þorgeir Baldursson. ■ Samstarf A-flokkanna í Reykjanesbæ Grasrótin krefst sam- starfs jafnaðarmanna ■ Sambandsþing ungra jafnaðarmanna um helgina Sameiningarmál efst á baugi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.