Alþýðublaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 15. október 1996 Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk ■ Allir eru velkomnir í Borgarleikhúsið klukkan fimm á morgunn. Ótrúlegar tækninýjungar í boði Mikilvægt að þróa íslenskan hug- búnað tölvutækar orðabækur á ís- lensku, segir Helgi Hjörvar en í dag er dagur hvíta stafsins, alþjóð- legur dagur blindra og sjónskertra. „Þetta er fyrst og fremst hátíðisdagur blindra og sjónskertra og er haldin um heim allan af aðildarfélögum heimsamtak- anna í 160 löndum," sagði Helgi Hjörvar framkvæmdastjóri Blindrafélagsins. „Við höfum notað daginn hér heima til að vekja athygli á þeim árangri sem hefur náðst og þeim framförum sem hafa orðið í málefn- um blindra og biðja fólk að sýna blindum og sjónskertum tillitssemi. Það getur varð- að almenna framkomu og hluti eins og bfla á gangstéttum eða Ujágreinar sem slúta út fyrir garða en það er ýmislegt sem fólk má hafa í huga. í ár bryddum við upp á þeim nýmælum að skoða spaugilegri hliðina á þessum mál- um og leitumst þannig við að nota húmor- inn til að vekja athygli fólks. I samvinnu við íslenska útvarpsfélagið fengum við þá radíusbræður til liðs við okkur en þeir hafa sett á svið ýmsar aðstæður sem blindir geta Er á tali ? Villi karlinn veit ekki að hann þarf aðeins að nýta sér Hann ýtir bara á © fær staðfestingu, ieggur á og notar timann til annars. Þegar hitt simtalið er búið, hringir síminn hjá Vilia og brátt er hann kominn i samband. Simtalspöntun kostar aðeins 9,97 krónur. PÓSTUR OG SÍMI ,du Helgi Hjörvar: Tækninýjungarnar eru ótrúlegar. lent í en þátturinn verður sýndur í opinni dagskrá klukkan átta í kvöld. Við höfum beitt óspart aðferð sem verður að teljast nokkuð árangursrík við að auka skilning á þörfum hópsins en það er að bjóða sjáandi að setja sig í spor blindra og sjónskertra en það er oft auðveldara að skilja það sem maður hefur reynt á sjálfum sér. Við bjóð- um öllum að koma til okkar í Borgarleik- húsið á morgunn klukkan fimm og þiggja veitingar og skemmta sér með okkur. Þar geta gestir okkar prófað að vera blindir og sjónskertir, til dæmis, hvemig það er að hafa kfldssjón eða sjá allt í móðu og svo framvegis.“ Helgi Hjörvar hefur verið framkvæmda- stjóri Blindrafélagsins í tvö ár og segir hafa orðið miklar framfarir í málefnum blindra á þeim tíma: Það er fjölmargt sem hefur orðið til bóta. Til dæmis rafrænar útgáfur dagblaða og fyrirsjáanlega tímarita líka, svo að blindir geta fylgst með umræðunni í þjóðfélaginu. Annað atriði sem varðar okk- ur í Reykjavík sérstaklega er að í samstarfí við SVR hefur tekist að gerbreyta ferða- þjónustunni. Nú eru notaðir Ieigubflar til akstursins en áður þurfti að panta akstur með margra daga fyrirvara. Það er komin í gagnið mun sveigjanlegri þjónusta sem kostar borgina ekki meira þegar upp er staðið. Það er líka í gangi sérstakt átak í ferlimálum, bæði í Reykjavfk og eins á Ak- ureyri, þar sem áhersla hefur verið lögð á að setja hljóðmerki á gangbrautir og ganga frá skábrautum fyrir reiðhjól og barna- vagna. Ymislegt annað mætti nefna í þeim málaflokki. Þá hefur náðst samkomulag við íslenska menntanetið sem tryggir blind- um ókeypis aðgang að intemetinu. Þar geta menn með notkun nauðsynlegs jaðarbún- aðar, lesið bréf eða nálgast upplýsingar auk annars til dæmis geta þeir keypt í matinn gegnum netið. Það em því (jiilmargir góðir hlutir sem hafa verið að gerast." Aðspurður hvað hann vildi helst sjá að gerðist í málefnum blindra á næstunni svaraði Helgi: ,,Það þarf umfangsmikið átak til að nýta upplýsingatæknina í þágu blindra og sjón- skertra svo að þeir geti verið virkir og sjálf- stæðir þátttakendur í samfélaginu. Það er ekki einkamál okkar sem emm blind. því að þar skiptir mestu máli að Islendingar ákveði að tölvur og tæki morgundagsins eigi ekki bara að tala enskú og þrói þann hugbúnað og tölvutækar orðabækur sem til þarf á íslensku. Sú ákvörðun að tala ís- lensku á íslandi myndi auðvelda blindum og sjónskertum daglegt líf til muna. Ég var nýlega á heimsþingi World Blind Union og sá þar hversu ótrúlegar lausnir em í boði fyrir blinda og sjónskerta sem tala ensku, þýsku, frönsku eða spænsku. Við emm að tala um tæki sem er eins og ljósritari eða prentari nema að það les það sem stendur á því, talandi dagbækur sem skynja lflca hvað þú ert að segja og svo mætti lengi telja. Tækninýjungamar em ótrúlegar. En annað hvort þarf að íslenska slíkan búnað eða þá að við fömm að tala ensku. I rauninni er þetta fremur málræktarátak en eitt og sér átak í þágu blindra og sjónskertra. Það er að skapast umhverfi þar sem tjáskipti fara fram í gegnum tölvu. Ef að við ekki eign- umst íslenskan hugbúnað til að mæta þessu geta vaxið úr grasi heilu kynslóðimar af bömum sem alast upp við að tala við tölv- una sína daginn út og inn á erlendu tungu- máli,“ sagði Helgi Hjörvar að lokum. ■ 250 manna biðlisti eftir einföldum og ódýrum aðgerðum Sjúkrahúsið lokarfyriraugn- aðgerðir nema bráðaþjónustu „Þetta er mjög alvarlegt ástand eins og gefur að skilja og við höf- um orðið vör við talsverða angist okkar skjólstæðinga," sagði Einar Stefánsson yfirlæknir á augndeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Frá því Reykjavíkurborg tók við Landakotsspítala fyrsta janúar síðastliðinn hefur skapast 250 manna biðlisti eftir augnaðgerðum en augnaðgerðir flytjast yfir til Ríkisspítala í árslok. „Þetta er mjög alvarlegt ástand eins og gefur að skilja og við höfum orðið vör við talsverða angist okkar skjólstæðinga, „ sagði Einar Stef- ánsson yfirlæknir á augndeild Sjúkrahúss Reykjavfkur en hún er.sú eina á Iandinu. Með því að skapa þennan nýja biðlista hcfur Sjúkrahúsið sparað fimmtán millj- ónir króna en Blindrafélagið bendir á í ný- legri greinargerð að það gerist með því móti að sjúkrahúsið hafi unnið heilli grein lækninga tjón og skapað biðlista sem kunni að fylgja henni um aldur og ævi. „Það hefur verið að skapast nýr og óþekktur vandi á augndeildinni og við höfum þess vegna í dag á degi Hvíta stafs- ins leitað til borgarráðs um að það láti þann vanda til sín laka,“ sagði Helgi Hjörvar ffamkvæmdastjóri Blindrafélags- ins. „Borgarráð hefur haft ríkan skilning á þcssu málefni og við uúum því og treyst- um að í dag á alþjóðlegum hátíðisdegi okkar verði tekið á þessum vanda jafn skjótlcga og hann hefur orðið til.“ „Stjórn sjúkrahússins ákvað að loka fyrir augnaðgerðir sem ekki teljast bráðar frá og með morgundeginum. Það liggur þama að baki geigvænleg fjárhagsstaða sjúkrahússins og það er verið að skcra niður f öllum rekstri,“ sagði Einar Stefáns- son. „Það hefur verið niðurskurður í heil- brigðiskerfmu á hverju á ári síðustu fimm til sex árin. Nú er þessi niðurskurður kom- inn á nýtt stig þar sem farið er að ganga á grunnstarfsemi. Það liggur ljóst fyrir að meðan þessi starfsemi liggur niðri bætast 25 manns á biðlista í viku hverri. Ég ætla ekki að verða til þess að gagnrýna sljórn Sjúkrahússins, staða hennar er erfið. Eins og segir í góðri bók; „allt orkar tvímælis, þá gjört er.“ Svona ákvarðanir eru ekki teknar nema í örvæntingu. En ég held að út af fyrir sig sé þetta ekki réttlætanlegt." Einar sagði ennfremur að á biðlistanum væri um að ræða algengar aðgerðir svo sem augnsteinaskipti og aðgerðir vegna skýja á augasteini. Þelta væra aðgerðir til endurhæfingar á sjón og algengastar á eldra fólki þó auðvitað væri ungt fólk inn- an um og jafnvel ungabörn. Þessar að- gerðir kosta um 60.000 krónur. ,JÞað er ekki svo að öll starfsemi leggist af,“ sagði Einar. „Bráðaþjónustu og slysaþjónustu er sinnt og ég vona að við náum að gera það með þolanlegum hætti. Sem dæmi þá hringdi í morgun yngri maður sem er með augnsjúkdóm og er hættur að gcta lesið og þarf að komast í aðgerð vegna þess. Frá læknisfræðilegu sjónarmiði getur hann beðið en þessi einstaklingur getur ekki sinnt sinni vinnu á meðan hann bíður.“ Síðar á þessu ári verður augndeildin opn- uð á Landsspítalanum. „Ég veit ekki hvað verður en vona að við náum einhvemtlm- ann að vinna okkur út úr þessum vanda," sagði Einar. ,Að vekja von er mikil ábyrgð, eitt er að geta ekki veitt þjónustu, en Sjúkrahús Reykjavðcur tilkynnti skjólstæðingum sín- um að þeir myndu endurhcimta sjón með aðgerð á tilteknum degi en afturkallaði það síðan," segir mcðal annars í greinar- gerð frá Blindrafélaginu. „Slök áætlana- gerð eða ónógt aðhald valda nú vanda og með átta daga fyrirvara er áætlunum breytt og þegar ákveðnum aðgerðum af- lýst. Þar era skjólstæðingar látnir bera af- leiðingar stjómunarvanda með skyndileg- um skammtímaákvörðunum sem með engum hætti era samboðnar stjómvaldi í upplýsingasamfélagi."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.