Alþýðublaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐK) 7 f iokkurinn! ■ Davíð Oddsson tók eindregna afstöðu gegn Evrópusambandinu og með kvóta- kerfinu. Hann var auðvitað stjarnan á skrautsýningu í Laugardalshöll, þar sem ein- ing og ánægja voru boðorð dagsins. Og ef mönnum þótti lítið fara fyrir pólitískri stefnumótun, þá hraut þó alltjent eitt ódauðlegt spakmæli af vörum formannsins: Ef stjórnmálamaður hlustar of mikið á grasrótina fyllast eyru hans af ormum... Ys og þys út af engu Blaðamenn Alþýðublaðs- ins ræddu við fólk um at- burði helgarinnar og Hrafn Jökulsson púsl- aði saman mynd af lands- fundi Sjálfstæðisflokksins Fréttamennimir sem sögðu U'ðindi um helgina af landsfundi Sjálfstæðis- flokksins voru allir af vilja gerðir. Það var bara svo ósköp lítið t' fréttum, og tæpast að glæsilegt yfirborð fundarins gár- aðist nema þegar fjendur kvótakerfisins höfðu sitt óvænt fram í sjávarútvegsnefnd. En það dugði skammt. Davíð Oddsson kom fram í sjónvarpsviðtali og virtist ekki einu sinni pirraður þótt einhveijir reyndust hafa aðra skoðun en hann. Fundurinn mun hafna þessari tillögu, sagði formaðurinn. Og það gerði fundurinn. Því er ekki ófyrir- synju að Sighvatur Björgvinsson líkir Dav- íð við stjómarformann í stórfyrirtæki sem sjálfur hefur öll hlutabréf á hendi. Draumur í dós Forystumenn Sjálfstæðisflokksins þreyt- ast ekki á að benda á stærð, umfang og glæsileika landsfundarins. Við höldum stærstu fundi á Islandi, sagði Davíð stoltur í bragði. Kjartan Gunnarsson fram- kvæmdastjóri sagði að sautján hundruð fulltrúar myndu sitja fundinn og taka þátt í starfi og stefnumótun. Það vakti því óneit- anlega spumingar þegar aðeins 971 greiddi atkvæði í formannskjörinu. Hvar vom hinir 729? Famir heim? Timbraðir eftir hátíða- höld á laugardagskvöldið? Ekki vom þeir að lýsa óánægju með Davíð? Auðvitað ekki. Sjálfstæðisflokkurinn er Davíð Oddsson. Fullgildir landsfundarfulltrúar vom ein- faldlega ekki sautján hundmð, heldur rúm- lega þúsund ef að líkum lætur. Guðlaugur Þór Þórðarson formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna útskýrði málið: „Það vom rúmlega sautján hundmð við setning- una en ekki hafa allir leyst út kjörbréfin sín sem kosta fimmþúsund krónur," segir Guðlaugur Þór. Hann sagði að margir mættu í upphafi án þess að sjá ástæðu til „að kaupa sig inná landsfundinn" og hefðu því ekki atkvæðisrétt. Að öðru leyti sagði formaður ungra sjálfstæðismanna að landsfundurinn hefði verið „algjör draumur í dós.“ Davíð og ormarnir Enginn bjóst við snörpum átökum á fundinum, og þaðan af síður að menn skip- uðu sér í fylkingar um menn eða málefni. Slíkt gera menn ekki í Sjálfstæðisflokki Davíðs Oddssonar. Sighvatur Björgvins- son: ,í upphafi landsfundar gefur formaður flokksins línuna með því að tilkynna sautján hundmð landsfundargestum hvaða tillögur má samþykkja og hverjar á að fella. Sjálfstæðisflokknum er stýrt af örfá- um einstaklingum sem hafa tekið ákvarð- anir löngu áður en fundur er haldinn." Uppákoman í sjávarútvegsnefnd, sem samþykkti að henda kvótakerfi Þorsteins Pálssonar á haugana, var því ekkert stór- mál. Davíð og Þorsteinn snem bökum sam- an og vöruðu sjálfstæðismenn við villu- trúnni að vestan. Guðjón A. Kristjánsson varaþingmaður sagði hinsvegar að bullandi ólga væri í þjóðfélaginu vegna hins rangláta kerfis í sjávarútvegi. Flokksforystan og grasrótin í flokknum tala ekki sama tungumál! sagði Guðjón í sjónvarpsviðtali um málið. Af- dráttarlaus orð. Fréttamaðurinn sneri sér til Davíðs og bar undir hann ummæli Guð- jóns. Formaður Sjálfstæðisfiokksins var dáh'tið syfjulegur og nennti ekki einu sinni að byrsta sig. Grasrótin, sagði Davíð, það er nú svoleiðis með grasrótina að ef maður hlustar of mikið á hana þá fyllast eyrun af ánamöðkum... Hvað skyldi Guðjóni finnast um þetta viðhorf formanns Sjálfstæðisflokksins til skoðana ltins almenna flokksmanns? „Ég vissi ekki að Davíð væri svona hræddur við orma. Að hann þyrði ekki að hlusta á sjónarmið annarra þessvegna. Ég held að menn verði að leggja eymn við þvt' sem verið er að tala um í þjóðfélaginu," sagði Guðjón, sem var kominn útá úfið ísafjarð- ardjúp þegar Alþýðublaðið ræddi við hann í gær. En maðkakenning Davíðs vakti einna mesta athygli í orðaflaumi helgarinnar í Höllinni. „Davíð ætti að minnast þess að ánamaðkar hafa mikilvægu hlutverki að gegna við að breyta rotnandi jurtaleifum í gróðurmold,“ sagði Arnór Benónýsson varaformaður fulltrúaráðs Alþýðuflokksins í Reykjavík. Skrautsýning? Vissulega Landsfundurinn var vel lukkuð sýning, og líklega em skipuleggjendur hans sigur- vegarar helgarinnar - fyrir utan Davíð auð- vitað. „Þetta var glæsilegur fundur og und- irstrikaði hvað flokkurinn á sterk ítök í ís- lensku þjóðfélagi," segir Ólafur Öm Har- aldsson þingmaður Framsóknar. Heimdellingurinn Andrés Magnússon var að vonum ánægður: „Þetta var mjög skemmtilegur landsfundur og vel skipu- lagður. Skrautsýning? Vissulega. Fundur- inn á að vera skrautsýning. Þetta er stór og sterkur fiokkur. Eins og Jón Páll heitinn orðaði það þegar hann var spurður af hverju Sjálfstæðisflokkurinn?: Af því að hann er stærstur og langsterkastur." Andrési fannst heldur ekki tiltökumál þótt úfar hafi risið vegna sjávarútvegsmála, og telur að flokkurinn hafi skýrt afstöðu sína í veigamiklum málum: „Fundurinn gekk smurt þrátt fyrir að ýmis erfið um- fjöllunarmál lægju fyrir. Eina snurðan sem hljóp á þann þráð vom sjávarútvegsmálin en það átti ekki að koma neinum á óvart. Ég held líka að það sé ágætt, því að maður hefur heyrt andstæðinga flokksins segja það lengi að flokkurinn hafi ekki tekið á ýmsum gmndvallarmálum eins og sjávar- útvegsmálum og Evrópumálum. Það má örugglega til sanns vegar færa að menn hafi forðast að gera ágreining um þau mál í lengstu lög. En á þessum landsfundi var í raun kveðið uppúr með afstöðu fiokksins til þessara tveggja mála með mjög afger- andi hætti." Tök Davíðs á flokknum algjör Heldur betur. Davíð Oddsson tók ein- dregna afstöðu í Evrópumálum og sjávar- útvegsmálum - og komst upp með það. Amór Benónýsson: „Fundurinn kom mér fyrir sjónir sem mikil halelúja-samkoma. Tök Davíðs á flokknum em greinilega al- gjör. Það er einna athyglisverðast að á þessum fundi lýsti Sjálfstæðisflokkurinn yfir órofa samþykki við kvótakerfið, og Evrópusinnar sögðu ekki múkk þótt Davíð gengi lengra en nokkm sinni fyrr í að úti- loka aðild að ESB. Frjálslyndari sjálfstæð- ismönnum og hinum fjölmörgu Evrópu- sinnum í flokknum hlýtur að líða dálítið einkennilega eftir messu formannsins um þessi mál.“ Andrés Magnússon er ekki í þeim hópi, og honum líður ákaflega vel eftir fundinn: „Niðurstaðan var eftir bókinni fyrir okkur Heimdellinga. Við höfum eindregið lagst gegn aðild að Evrópusambandinu. Heim- dallur hefur verið fylgjandi kvótakerfinu og það á þeirri forsendu að það sé knýjandi að það komist á eignarréttur í greininni. Veiðileyfagjaldið er versta hugmyndin sem menn gátu hrapað að.“ „Jafnrétti í reynd" Forysta Sjálfstæðisflokksins brást við málfiutningi „sjálfstæðra kvenna" síðustu misseri með því að gera jafnréttismál að öðru aðalumræðuefni þingsins. Kjörorð fundarins var: Einstaklingsfrelsi - jafnrétti í reynd. „Mér fannst skondið hve mikla áherslu fiokkurinn lagði á einstaklingsfrelsið sem aflvaka jafnréttis. Spyrja má: Miðað við þau áhrif sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft í áratugi og áherslu hans á frelsi ein- sutklingsins - afhveiju hefur það ekki skil- að sér í meira jafnrétti?" Andrés segir að fundurinn hafi helgast af jafméttismálum að mjög miklu leyti, og það hafi endurspeglast t' glæsilegri kosn- ingu þeirra til miðstjórnar. Mikið rétt: fimm konur náðu sæti í ellefu manna mið- stjórn og urðu í fjórum efstu sætunum í kosningu fundarins. (Ungliðar unnu Ifka góðan sigur, fengu fjóra fulltrúa í mið- stjóm.) Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir vissulega fagnaðarefni að sjálfstæðis- menn skuli ræða jafnréttismál, og að um- ræða sé alltaf fyrsta skrefið. „Ég varð hins- vegar ekki vör við að ntikið kæmi út úr þessum umræðum þeirra. Jú, það voru víst kosnar aðeins fleiri konur í miðstjórn en voru fyrir. En þetta er samt hálf innihalds- laust, ég hef alla vega ekki heyrt ncinar að- gerðaáætlanir, en þær kunna að hafa farið framhjá mér. Sjálfstæðismenn tala um hug- arfarsbreytingu en hugarfarið breytist ekki sjálíkrafa. Það þarf að benda á með hvaða hætti á að breyta því. Ég held að brotalöm- in sé sú að þeir vilja alls ekki líta svo á konur séu hópur sem almennt búi við lakari kjör en karlmenn." Borgarstjórinn hafði líka ákveðnar efa- semdir um áherslu sjálfstæðismanna á hið fræga einstaklingsfrelsi í þessu sambandi: „Þessi ofúráhersla sjálfstæðiskvenna á ein- staklinginn getur snúist upp í að það verði litið svo á að þær konur sem era í boði séu almennt ekki nægilega vel heppnaðar sem einstaklingar. En ég hef nú rekist á ansi marga karlmenn sem ekki hafa þá ótvíræðu kosti til að bera, að það réttlæti þá stöðu sem þeir gegna. Staðreyndin er sú að í Sjálfstæðisfiokknum eru margar konur sem ættu að fá að spreyta sig en það eru alltaf einhveijir karlmenn á fleti fyrir sem ekki gefa sitt eftir svo auðveldlega." Mörður Amason varaþingmaður og ís- lenskufræðingur sagði að eitt hefði vakið mesta athygli sína í tengslum við jafnréni- sumræðu Sjálfstæðisflokksins: „Ég staldr- aði við frásögn Morgunblaðsins, sem birti mynd af tveimur gömlum konum með fyr- irsögninni .Jafnrélti í reynd“. Undir þeirri fyrirsögn höfuðleður af hinni raunverulegu forystu Sjálfstæðisflokksins, - fimm körl- um í ráðherrastólum." Gamalkunnar ályktanir Flestar samþykktir landsfundarins voru á hefðbundnum nótum. Einkavæða ÁTVR, lækka skatta, afnema skylduáskrift að Rík- isútvarpinu. í síðastnefndu samþykktinni er líka kveðið á um að RÚV geti ekki sótt peninga í ríkissjóð, og þvt' er stoðum í reynd kippt undan stofnuninni. Engin furða þótt Bjöm Bjamason menntamálaráðherra segðist ekki skilja þessa samþykkt alveg. Fundurinn snerist semsagt ekki um mál- efni. Aðalaúiðið var að taka þátt í stærsta og glæsilegasta fundi sem haldinn hefur verið á íslandi. Ef landsfundurinn var leiksýning, þá gæti leikdómurinn verið einhvemveginn svona: „Glæsileg Ieiktjöld og búningar vöktu einna mesta athygli. Leikstjóm var í öllum aðalatriðum hnökralaus, en skorti fmm- leika. Davíð Oddsson fór vitanlega með aðalhlutverkið og skilaði sínu óaðfinnan- lega að vanda. Þó er einsog vanti dýpt í túlkun hans á stórbrotnum stjórnmála- manni. Friðrik Sophusson var traustur en þreytulegur í hlutverki varaformanns. Þor- steinn Pálsson varð óvænt senuþjófur um tíma, og sýndi þá gamla takta einsog þegar hann var uppá sitt besta fyrir rúmlega ára- tug. Frammistaða Péturs Blöndals, leikara í aukahlutverki, vakti athygli og fékk hann mikið lófaklapp í hlutverki stjórnmála- manns sem vill að flokkurinn standi við stefnuskrá sína. Margir höfðu beðið í of- væni eftir að heyra í kvennakórnum sem hefur æft af kappi undanfarið. Er skemmst frá því að segja að konumar unnu hug og hjörtu áhorfenda með söng sínum." Eða hvað segir leikdómarinn? Arnór Benónýsson: „Þetta var ys og þys út af engu. í raun var fullkomlega ástæðulaust að halda landsfundinn, enda náði Davíð að fresta honum um heilt ár. Þetta var að engu leyti rismikið þing frá pólitísku sjónar- homi, og staðfestir að Sjálfstæðisflokkur- inn er ekki fjöldahreyfing. Þar ræður Davíð öllu.“ Davíð. Var hann hrærður þegar hann þakkaði níutíu prósenta stuðninginn? Svo var að sjá. En hvað áttu sjálfstæðismenn að gera? Davíð hefur setið í stjómarráðinu í rúm fimm ár, siglir bh'ðan byr í könnunum og er í farsælu - en kannski ásllitlu — sam- bandi við Framsóknarflokkinn. Enginn skákar kónginum í þessari góðu stöðu. Amór Benónýsson: „Athyglisvert var að skoða þau áhrif sem þetta mikla þing hafði á Davíð. Allt f einu er hann orðinn gamli Davíð, uppfullur af hroka og stærilæti.“ Mörður Ámason: „Sjálfstæðisflokkurinn hefur engan annan foringja, cnda kynni sá keppinautur að eiga erfitt uppdráttar því Davíð hefur í raun komið sér upp valdaein- okun í Sjálfstæðisflokknum, bæði gagnvart persónum og pólitískum hugmyndum.“B Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. október 1996 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991 ■ 3. flokki 1991 ■ 1. flokki 1992- 2. flokki 1992- 1. flokki 1993- 3. flokki 1993- 1. flokki 1994 1. flokki 1995 1. flokki 1996 2. flokki 1996 3. flokki 1996 19. útdráttur 16. útdráttur 15. útdráttur 14. útdráttur 10. útdráttur 8. útdráttur 7. útdráttur 4. útdráttur 1. útdráttur l.útdráttur 1. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu, föstudaginn 15. október. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis- skrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. [£b HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS L_J HÚSBRÉFADEILD • SUÐURIANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.