Alþýðublaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 s k o ð a n UHNIUHI 21193. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín ehf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Tölvupóstur alprent@itn.is Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Höfuðból afturhaldsins Landsfundur Sjálfstæðisflokksins um helgina var mikið og glæsilegt sjónarspil, og mjög í anda þess flokks sem r einu og öllu leggur áherslu á umbúðimar en ekki innihaldið. Pólitísk stefnumótun var í skötulíki, einsog við var að búast. Þannig er ekkert að græða á samþykktum fundarins, en miklu athyglisverð- ara að skoða þau mál sem sjálfstæðismenn hliðruðu sér hjá að ræða af einhverri alvöm. Leiksýningin í Laugardalshöll sýndi að Sjálfstæðisflokkur Davíðs Oddssonar er gamaldags íhaldsflokkur sem hefur enga framtíðarsýn, og mun fram í rauðan dauðann þumbast gegn umbótum í íslensku samfélagi. Hin fijálslyndu öfl, sem á ámm áður höfðu sterk áhrif innan flokksins og mótuðu stefnuna í veigamiklum málum, mega srn nú einskis. Sjálfstæðis- flokkurinn er höfuðból aíturhaldsins í íslenskum stjómmálum. Efab'tið er Davíð Oddsson harla glaður með sinn hlut. Hann er óskoraður leiðtogi sjálfstæðismanna, og tök hans á flokknum hafa aldrei verið sterkari. Þeir flokksmenn sem em á öndverðum meiði við Davíð í grundvallarmálum höfðu sig lítt í frammi, enda hefúr aldrei kunnað góðri pólitískri lukku að stýra að standa uppi í hárinu á honum. Vestfirðingar gerðu virðingarverða tilraun til að breyta steinmnninni sjávarútvegsstefnu Sjálfstæðisflokksins, og höfðu óvænt sitt fram í sjávarútvegsnefnd fundarins. Guðjón A. Kristjánsson varaþingmaður á Vestfjörðum sagði að í þessu mik- ilvæga máli talaði flokksforystan ekki sama tungumál og grasrót- in í flokknum. Formaðurinn svaraði þessari alvarlegu ásökun með aulafyndni: Maður verður að passa sig á því að hlusta ekki svo mikið eftir grasrótinni að eyrun fyllist af ánamöðkum. Tillögur Vestfirðinga vom síðan kolfelldar á landsfundinum, enda gerðust Davíð og Þorsteinn Pálsson fóstbræður í einn dag og lögðust af hörku gegn nokkmm breytingum á ríkjandi kerfi. Enn einu sinni sýndi forysta Sjálfstæðisflokksins með afdráttar- lausum hætti, að hún gengur á blygðunarlausan hátt erinda hinna fáu og stóm, á kostnað hinna mörgu og smáu. Það em hinsvegar pólitísk tíðindi að Sjálfstæðisflokkurinn er nú eini flokkurinn sem útilokar breytingar á sjávarútvegsstefnunni. Formaður Framsókn- arflokksins hefur uppá síðkastið gefið ótvírætt til kynna að hann sé til viðræðu um endurskoðun kerfisins. Þá er athyglisvert að bera saman yfirlýsingar formanna stjómarflokkanna um utanrík- ismál. Davíð hefur uppi stórfelldan hræðsluáróður gegn Evrópu- sambandinu, og tilkynnti landsfundinum að aðild Islands kæmi alls ekki til greina. Við annan tón kveður í herbúðum Framsókn- ar. Halldór Ásgrímsson útilokar ekki að hagsmunum íslands kunni í ffamtíðinni að vera best borgið innan ESB. I öllu falli tal- ar formaður Framsóknar um Evrópumál af öllu meiri yfirvegun og þekkingu en Davíð, sem virðist byggja málflutning sinn á víð- tækri fáfræði og hræðslu við útlendinga. Uppskrift að afbrotum Hugsaðu þér, lesandi góður: Ef þér er verulega illa við einhvem, ert ofbeldishneigður að upplagi og langar að veija þremur mánuðum á kostnað ríkisins á afviknum stað - þá skaltu lesa baksíðu DV síðasta laugardag. E^t&o^^engur | Þar var sagt frá ungum manni sem Héraðsdómur Vesturiands dæmdi á dögunum í 12 mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundið. Það sem þú getur gert og fengið í staðinn þriggja mánaða tugthús er eft- irfarandi: Nefbrotið tvo karlmenn. Valdið bíl- slysi þarsem sjö unglingar slasast, flestir alvarlega. Ognað tveimur mönnum og veitt þeim högg og áverka með riffilskefti. Síðast en ekki síst skaltu fá tvo vini þína í lið með þér og neyða einhvern sakleysingja upp í bfl. Þegar þið hafið rænt mann- inum og ekið í burtu getið þið snúið uppá handleggi og eyrnasnepla og reynt að stinga gat (með kúlupenna) á vinstra eymasnepilinn. Síðan stöðviði bflinn á afviknum stað, ríftð fómar- lambið úr fötum að ofanverðu og mis- þyrmið því með hrindingum, spörkum og höggum. Þegar það er búið er til- valið að úða málningu yfir manninn. Fyrir þetta, lesandi góður, færðu að dúsa í tugthúsi í þijá mánuði í mesta lagi. Ég þekki ekki unga manninn sem Héraðsdómur Vesturlands dæmdi fyr- ir ofangreind afbrot og ofbeldisglæpi. DV segir mér að dómurinn hafi tekið til þess að „brotavilji" unga mannsins „væri greinilega einbeittur." Jahéma. Hann hefði semsagt getað sloppið með mánuð ef hann hefði með hálfum huga nefbrotið, barið, pyntað og málað fómarlömb sín. Við sögðum frá því í Alþýðublað- inu að fyrir skemmstu féll annar dóm- ur í Héraðsdómi Vesturlands. Þá var ung stúlka dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir ofbeldisverk sem hún framdi 18 ára gömul. Þetta mun vera einhver þyngsti dómur sem kveðinn hefur ver- ið upp yfir ungri stúlku á Islandi, að minnsta kosti í seinni tíð. Tvö ár. Óskilorðsbundið. Nú er það opinber stefna stjórn- valda að frelsissvipting eigi að vera hegning og ekkert annað en hegning. Ekki er litið svo á, að fangelsun eigi að leiða til betmnar eða uppbyggingar sakamanna. Það virðist ekki breyta neinu þótt sýnt sé fram á, að enginn hagnast af þessari stefnu og að þeir sem einu sinni lenda í refsingarfang- elsum íslenska ríkisins em mjög lík- legir til að halda áfram á glæpabraut og lenda aftur og enn aftur í fangelsi. Ég hef aldrei skilið afhveiju ástríðu- fullir áhugamenn um afkomu ríkis- sjóðs hafa ekki tekið málið upp. Það er nefnilega beinlínis þjóðhagslega hagkvæmt ef hægt er að fá einn ungan afbrotagepil til að snúa af villu síns vegar. Hann hættir að valda öðrum tjóni og armæðu, og hættir að vera gistivinur íslenska ríkissjóðs. Og allir yrðu mun ánægðari. Sú kennd ristir djúpt í íslendingum að refsingar eigi að vera harðar, brota- mönnum megi ekki sýna neina lin- kind. Þetta veit dómsmálaráðherrann okkar, og þessvegna auglýsti hann ný- lega eftir þyngri dómum fyrir ofbeld- isglæpi. Ráðherrann vissi að svona nokkuð kæmi honum í fréttimar, og að bullurnar í þjóðarsálinni rnyndu vísast verða harla kátar yfir þessum röggsama stjómmálamanni. Umræddur ráðherra fór óralangt út yfir mörk velsæmis þegar hann heimt- aði þyngri dóma. Hlutverk dómsmála- ráðherra er ekki að ákveða refsingar. Til þess em dómstólar. Alþingi setur hinsvegar lög sem dómstólamir dæma eftir. Maður skyldi ætla að dómsmála- ráðherrann vissi það. En auðvitað er hann fyrst og fremst tækifærissinnað- ur pólitíkus á höttunum eftir stundar- vinsældum. Blessaður karlinn. Á Norðurlöndum eru unglingar helst ekki dæmdir í fangelsi. Sama máli gegnir um Skotland. Þar er reynt að hjálpa þeim til að leggja af glæpa- mennsku og snúa sér að einhverju uppbyggilegra. Ég veit ekki hvort einhveijum líður betur af því að vita af ungu stúlkunni að afplána tveggja ára fangelsisdóm fyrir voðaverk, unnið í ölæði. En það er eitthvað skrýtið í kýr- hausnum þegar maður með „einbeitt- an brotavilja", sem hann veitir útrás með margvíslegum líkamsmeiðing- um, slysum og pyntingum, fær þriggja mánaða dóm. Það er semsagt eitthvað skrýtið við dóm-greind þeirra í Héraðsdómi Vest- urlands. ■ (2l)O)(30> KÍN« SÍMINN SEM AIOREI SEFUR Hsfit bó rta vitn«*kjsj um trétt, hrlngda þi t n'ma 550 5555. Fyrk hv«rt frétUskot. biftist e6a tt not»6 í DV, 3.000 fcrómjr, fyrit Þest* ffittaíkotíÓ ÍÞverrí wfcö pe&mi 7,000, N'.mr er gartt, Víö tékum «ð fréttéfcfcötum sölíwhitnginn. LAUGAROWSUfi 12. OKTÓ8ER 1996 Ungur Borgflröingur sem ákærður var fyrir miklar sakargiftir á skömmum tíma: Dæmdur fyrir aö valda tólf manns líkamstjóni HéeaOaóómtir Vóéturiands 1 m* Biörgv te oa, tvltugdis Borgftr&lttg. i H má» töa fer^eisi., þar af mónu&i skil- rrtfcástövJið, tyrír að hafet vaJóíft rnðæte íölf nmim ilkttmmrnMm ko, tyrtr sð hS Mag! tíó m mipí imm tmM mm< íávmv iretatar og fietrs, Ktiíxlkiwuii Uk- étíy m xMi & mm- ua íasfé m vmí. úmaám tytis- m u£a nefisrutió tvo iMimmn i mmð Miptm tmú þvt m zkma eg iýia 1 anditt n 4rtt föts m í hm feífttíð með þri »6 k; taaan I anáUf. Hatm var elnníg tlvsudur fyrír aó tufa wkM þvi aó 7 umálnmr sáömkist i fcílhlysl, ífe^tlr ai var- léga, »?r Imnn ók & táMhmks fr&m ör fcö og I vejs fyrtr börpió im 1 \mm Xt msú vm< Sex m&mnamm voru fiutt á i Eeyfejavik, pm d tym ur meó {tyrta. fckó þeessi tprgvm hafir ra«kait vmS&twúr- yjqsS o« rakM af gAkysi t Oðnt mált eru Bjórr*iit c* fQnrtm Anm UmiSmm, 21 ára. og Mimn Wúm W árs/áííir íbxmúir fyrtr fttits&sriptíttgtt og itfcams íí'M með því hafa tefcið töáttR nauOögan frfc bemínstöð Sfccll i Ittft í fcíi C® tkið U&ð \mm mMx Bet^tt^srðarfcrO, Á k'WiMú vmtn \mt «Imtákwí ■ (ni ■ivynm.i v’i táixm á vínstm eyrrmnf-itil *a#ö fcfilsípTtM. Mlím mt sfMv- aðtir i xmhmúfm ondir Hafu hífta-ll m tvu þmmmúMgmúr ttodfcr tyrir að latfa \é kiattt fcm- jukasfcíð ör föiuœ stð oíanvvr&u ttg |?vt mú fcrijaitogum, MSfttáa og hfcggum o* aak fcess úMð y fir tmmim múnit'Wn i Mr hane o« íatnaó. tmmmisg&rriir eni úmvúír bl irríðá togmim 1» þösuná krríntar I iæivtr. Wxmfa var þrMrmú ézmáw fjTör «6 fcaih ðgnafc og veitt tvmrm m&mwn fcö«g og áverita xmó tlSMtrfti immnm ¥& iii þem «0 fcttáavUM vmi Sn?injfcíga rinMttur. Hsrtft var fittk i*v*s úmvMxr tytix Þivutv u&krtw flg er sviptur um i 4 tr. KJfirtfta vaor ífaRmdnr i t Bsótsaóa öusBshni. þttr af 6 ttúm&l skíksrM hoof» tyrk trmmomteé fewd mmtiá fcí úta iiá á mymki - iaum Jóhaxm frfck fcsm xe&xr $ wminM xfokal&imtM fcmnmnme»mif mt d*5*4h ttl aó wmt&U þ rggtu mik&m krtdu \ V«rS«*ídí xmmááa fxxMsmiþt- Isga iaMi áösnirjaö að ÍM fcsnd iil þm að áráshs fcéföí vwið sdruttik- ¥m rnváMm m mm- vart perMnufc^fctí W tí! tym feilin «5 valda raikiii! hxtieMn og attdfcim ój»íhv*«i, Aök þevsí Msri aft lita ti! þtm *5 þm vmi fcrir mmn tm sð SrmsM IxÁiSt tMhMaxrm brvt, Á>tt Barinn Hjóla 500 km ■ ■■ me m IÞegar þið hafið rænt manninum og ekið í burtu getið þið snúið uppá handleggi og eyrnasnepla og reynt að stinga gat (með kúlupenna) á vinstra eyrnasnepilinn... Allt ber að sama brunni. f hverju grundvallarmálinu á fætur öðru er Sjálfstæðisflokkurinn fulltrúi fortíðarinnar, dyggur vörður siðlausra og ranglátra kerfa. Hann hefur enga sýn til nýrrar aldar, og uppá ekkert að bjóða nema úreltar lausnir gærdagsins. Fréttir sjónvarpsstöðvanna á sunnudag af ályktunum landsfundarins voru gott dæmi um þessa hugmyndalegu örbirgð. Tvennt þótti markvert af samþykktum stærsta stjómmálaflokks landsins, sem ekki hafði haldið landsfund í þrjú ár: Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skylduáskrift að Ríkisútvarpinu og einkavæða ÁTVR. Þessar ævafomu lummur em framlag Sjálfstæðisflokksins til pól- itískrar umræðu á íslandi! Landsfundur Sjálfstæðisflokksins afhjúpaði í einu og öllu að forysta hans er skipuð pólitískum nátttröllum, sem eiga ekki aðr- ar hugsjónir en halda völdum og fresta framtíðinni. Þessvegna er Sjálfstæðisflokkurinn höfuðandstæðingur jafnaðarmanna, og þessvegna ber umbótasinnuðum öflum að sameina kraftana gegn íhaldsflokki Davíðs Oddssonar. ■ Atburðir dagsins 1880 Viktorió, hernaðarsnill- ingur og leiðtogi Apache-ind- íána, lendir í gildru hersveita í Mexíkó; berst uns skotfæri eru á þrotum og fremur þá sjálfs- morð. 1928 Loftskipið Graf Zeppelin lendir í New Jersey eftir fyrsta flug sitt yfir Atlants- haf. 1940 Strandferðaskipið Esja kom til Reykjavíkur frá PeLsamo í Finnlandi. Hún flutti heim 258 íslendinga sem höfðu teppst í Evrópu vegna styijald- arinnar. 1945 Franski stjórn- málamaðurinn Pierre Laval, leiðtogi Vichy-stjórnarinnar sem vann með nasistum, tekinn af lífi. 1964 Harold Wilson leiðir Verkamannaflokkinn til naums sigurs og verður yngsti forsætisráðherra Bretlands á 20. öld. Afmælisbörn dagsins Virgill 79 f.Kr., rómverskt ljóðskáld. Evangelista Torric- elli 1608, ítalskur stærðfræð- ingur sem hannaði loftvogina árið 1643. Friedrich Nietz- sche 1844, þýskur heimspek- ingur. P.G. Woodhouse 1881, enskur rithöfundur. Annálsbrot dagsins Þrír menn brenndir í Stranda- sýslu fyrir galdragerninga, bæði mönnum og fénaði gerða með óheyrilegri og furðulegri djöfulsins ásókn; fékk einn þeirra góða iðran; á hinum sá- ust lítil merki iðrunar, sérdeilis þeim þriðja er Grímur hét. Þor- leifur Kortsson hafði þá sýslu. Þetta skeði um haustið í imbru- viku. Seiluannáll 1654. Málsháttur dagsins Sá kann ekki að bæta brók ann- ars sem berlæraður er sjálfur. Guð dagsins Trúið þér og því, að guð er miskunnsamur og mun hann oss eigi láta brenna bæði þessa heims og annars. Njáll Þorgeirsson á Bergþórshvoli, þá er eldur var borinn aö bæ hans. Njáls saga. Gieði dagsins Við erum þannig gerð, að við getum aðeins fundið ríka gleði við andstæður, en mjög litla við varanlegt ástand. Sigmund Freud, 1856-1939. Orð dagsins Ég er frelsaður, Feigð, ég hef faðmað og kysst. Undir septembersól brosti sumarið fyrsl. Stefán frá Hvftadal, 1887-1933. Skák dagsins Æsispennandi barátta stendur yfir á skákborðinu. Skuja er í stórsókn á kóngsvæng með hvítu mcnnina en Rozenberg lætur ófriðlega drottningarmeg- in. Hvítur á leik og verður fyrri til. Hvítur leikur og vinnur. 1. Dxf8+!! Hxf8 2. Hxh7+! Kxh7 3. Hhl Skák og mát.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.