Alþýðublaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996
■ Elizabeth Barrett Browning hefur löngum verið talin ein merkasta
skáldkona Breta. Hún var heilsulítil mestan hluta ævinnar, kúguð af harð-
lyndum föður og elskuð af skáldi sem nam hana á brott úr föðurhúsum.
Kolbrún Bergþórsdóttirsegirfrá skáldkonunni
IUmennið í ástarsögu Elizabet-
har Barrett og Robert Brown-
ing er hinn harðlyndi faðir sem
ætlaði dóttur sinni að lifa í einu
og öllu eftir reglum sem hann
hafði sett. Kvenhetjan er
heilsulaus og hjálparvana, gáfuð og
ofurviðkvæm og riddarinn er rómant-
ískt skáld sem festi ást á henni um leið
og hann leit hana augum.
Faðirinn var Edward Moulton Barr-
ett. Hann ólst upp á Jamaica þar sem
Barrett ættin hafði auðgast á sykur-
framleiðslu. Foreldrar Edwards slitu
samvistum eftir átakamikla sambúð og
hann hélt með móður sinni til Eng-
lands. Móðirin hafði ofurást á syni
sínum og þjónaði öllum dyntum hans.
Fyrir vikið lærði hann aldrei að bera
virðingu fyrir skoðunum eða tilfinn-
ingum annarra. Mary, eiginkona hans,
sem hann giftist þegar hann var 19 ára,
lærði snemma að ganga ekki á móti
vilja eiginmanns síns. Hún unni hon-
um mjög en einræðistilburðir hans
mörkuðu sálarlíf hennar og sviptu
hana gleði.
Hjónin bjuggu í Herfordshire þar
sem Edward gerðist virðulegur og um-
svifamikill landeigandi og gegndi þar
jafnframt um tíma starfi sýslumanns.
Bömin urðu ellefu. Elsta dóttirin, El-
izabeth, fæddist árið 1806. Hún erfði
erfiða skapgerð frá föður sínum og
brást hin versta við ef umhverfið lét
ekki að vilja hennar. Með árunum
færðist þó yfir hana ró og hún lærði að
hemja erfiða lund.
Sex ára gömul var Elizabeth bytjuð
að yrkja Ijóð. Hún sótti í bækur og
sankaði að sér fróðleik og þeir sem
kynni höfðu af henni töldu að hún
Elízabeth Barrett Browning. Ástarsaga hennar og Roberts Browning hef-
ur verið sögð í ótal bókum, leikriti og söngleik, enda er þar allt að finna
sem prýða má eftirminnilega ástarsögu.
væri undrabarn. Hún var afburða
námsmaður og fyrir fimmtán ára aldur
hafði hún lesið verk róttækra höfunda
á borð við Paine, Maiy Wollstonecraft
og Voltaire. Hún var ákveðin í því,
þegar hún yrði fullorðin, að kiæðast
karlmannsfötum og halda út í heim að
ffeista gæfunnar.
Hún var sjálfsöruggt og viljasterkt
bam sem gjörbreyttist á unglingsáram,
glataði sjálfstrausti, varð erfið í um-
gengni og mjög grátgjarnt. Henni
fannst sem hún myndi ekki geta upp-
fyllt þær kröfur sem gerðar voru til
hennar. Ofurviðkvæm, full höfnunar-
tilfinningar þráði hún ást og viður-
kenningu. Hún veiktist alvarlega, lá
rúmföst mánuðum saman og hætti að
mestu að nærast. Læknar stóðu ráð-
þrota frammi fyrir veikindunum en allt
bendir til að Elizabeth hafi þjáðst af
anorexiu nervosa, geðrænni truflun
sem veldur alvarlegu lystarleysi.
Hún var send á heilsuhæli þar sem
henni tókst að ná heilsu og andlegu
jafhvægi á ný. Þegar heim var komið
leitaði hún enn sem fyrr skjóls í ljóða-
gerð og lestri bóka. Hún var einræn,
fór sjaldnast úr húsi og forðaðist sam-
skipti við aðra en nánustu fjölskyldu-
meðlimi. Hún var ákaflega háð föður
sínum og vildi ekkert gera honum á
móti skapi enda var hún eftirlætisbam
hans. „Enginn á eftir að elska þig eins
og ég,“ sagði móðir hennar eitt við
hana, en móðirin var henni aldrei jafn
mikils virði og faðirinn.
í návist dauðans
Elizabeth leið venjulega illa innan
um fólk nema hún þekkti það þeim
mun betur. Hún eignaðist örfá vini á
ævinni. Einn þeirra var Hugh Boyd,
HafiB samband
til ai fð samanburö
Sími 511B000
Vátryggt aflBEX MOTOR POLICIES at LLOYD'S
Klapparstíg 28 • 101 Reykjavík • Fax 511-6001
I
I
I
I
blindur fræðimaður, sem var helmingi
eldri en Elizabeth. Hún kynntist hon-
um þegar hún var tvítug og með þeim
tókst áratuga langur náin vinskapur.
Hin fáláta Elizabeth heillaðist af Boyd
sem var giftur og átti eina dóttur.
Skáldkonan unga, sem alla jafna leit-
aði ekki eftir félagsskap að fyrra
bragði, átti til að mæta í heimsóknir til
Boyd klukkan sjö á morgnana við litla
hrifningu eiginkonu hans. Elizabeth sá
í Boyd hetjuímynd. Honum þótti sér-
lega vænt um hana og sýndi henni æt-
íð meiri ástúð og áhuga en eigin dótt-
Annar vinur var George Hunter,
prestur sem þótti fádæma mikill ræðu-
skömngur. Hann bjó við mikla harma
í einkalífi því eiginkona hans hafði
misst vitið eftir fæðingu dóttur þeirra
og var vistuð á geðveikrahæli. Eliza-
beth leit á Hunter sem tragíska hetju
og tók dóttur hans undir vemdarvæng
sinn. Þegar Hunter varð ástfangin af
skáldkonunni og bar sig illa þreyttist
hún á honum. Hún hafði þá staðföstu
skoðun að karlmenn ættu að bera sig
vel hvað sem á gengi og síst af öllu
væla utan í konum.
Hún átti föður sinn, sem var henni
eins og guð, en ást hans byggði á
hlýðni og undirgefni hennar. Hún átti
einnig hin blinda Boyd sem hún tilbað
og var henni eins konar föðurímynd en
hún var ekki ástfangin af honum.
Hana dreymdi um að hitta mann sem
yrði henni allt.
Elizabeth leit þó hjónaband fremur
tortryggnum augum. Hún var sérvitur,
sérsinna og sjálfstæð og vissi vel að
fmmkvæði í eigin lífi myndi hún að
öllum líkindum glata með giftingu.
Hún vildi yrkja, lesa og fræðast. „Eg
virðist lifa meðan ég skrifa. Að yrkja
er mér lífið sjálft,“ sagði hún. Og svo
virtist sem hún ætti eftir að lifa lífinu
einmitt þannig, ein við skriítir.
Fjárhagserfiðleikar leiddu til þess að
Edward Barrett fluttist til London