Alþýðublaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 3
PRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
s k o ð a n
Ullen-dúllen-doffarinn
og draumsýn Kristjáns
Meöan Úllen-dúllen-doffarinn gæti valið sér livern
sem hann vildi úr hópi litlu flokkanna til þess að ganga
undir sér í ríkisstjórn, væri ekki von á góðu fyrir
jafnaðarmenn eða hugsjón jafnaðarstefnunnar.
Norðurland heilsaði okkur al-
hvítt, hreint, bjart og kalt Það
var andleg upplyfting að komast úr
útsynningi og grámósku borgar-
haustsins í Skagafjörð, Sléttuhlíð og
Fljótin sem skinu við sólu mjalla-
hvít eins og ósnortin. En Siglufjörð-
ur sló þó allt út í stafalogni, með
Grímsey eins og hvítan bólstur út
við sjóndeildarhring, horft frá
Strákagöngum, og allir út að renna
sér á sleða í fyrsta snjónum inn í
bænum.
„Mín draumsýn er að verða ein-
hverntíma þátttakandi á flokksþingi
jafnaðarmanna þar sem ég þekki ekki
nema svona 10 til 20 % af fulltrúun-
um,“ sagði Kristján Möller bæjarfull-’
trúi á Siglufirði á Hótel Læk þar sem
efnt var til Síðdegisstundar jafnaðar-
manna síðastliðinn laugardag. Þar
kom Kristján í orði þeirri hugsun að
gaman væri að vera einhvemtíma á
landsfundi jafnaðarmanna sem jafhað-
ist á við landsfund sjálfstæðismanna
að fjölda og styrk.
En það er ekki aðeins flokkajöfnuð-
ur sem kallar á aukið samstarf. Sam-
eining verkalýðsfélaga og sjóða þeirra
er einnig talin nauðsyn og þar eru
stíflur, sem tafið hafa framrásina, allar
að bresta. Breyttar samgöngur, ný
samskiptatækni, hraðar breytingar og
þörf á símenntun og sérhæfingu eru
allt atriði sem krefjast nýrri vinnu-
bragða, sterkari og stærri heilda.
Fortíðin víkur fyrir nútíð og
framtíð
Á Sauðárkróki ræddi áhrifafólk úr
Alþýðubandalagi, Alþýðuflokki og
Þjóðvaka saman af mikilli einlægni
eina morgunstund um helgina. Það
sem var athyglisvert við þær umræður
var sú staðreynd hversu yfirvegaðar
þær voru og bundnar nútíð og framtíð,
en lausar við tilvísanir í fortíðina.
Þannig háttar til að á Sauðárkróki er
Alþýðuflokkurinn með Björn Sigur-
bjömsson í meirihluta bæjarstjómar en
Álþýðubandalagið með Önnu Kristínu
Gunnarsdóttur í mjög einbeittri stjóm-
arandstöðu. Samt sem áður var rætt
fram og til baka um möguleika á sam-
starfi þessara tveggja flokka í framtíð-
inni, sérstaklega með tilliti til hugsan-
legrar sameiningar sveitarfélaga í
Skagafirði. Bæði Jón Karlsson, for-
maður Verkalýðsfélagsins Fram, og
Jóhann Svavarsson, formaður kjör-
dæmaráðs Alþýðubandalagsins í
Norðurlandi vestra, vom þess mjög
hvetjandi að haldið yrði áfram að
huga að þessum málum og í sama
streng tóku frambjóðendur Alþýðu-
flokks og Þjóðvaka í kjördæminu, þeir
Jón Hjartarson, skólastjóri og Sveinn
Allan Morthens, framkvæmdastjóri.
Tímabært að ganga lengra
Á Siglufirði tóku Alþýðuflokkur og
Alþýðubandalag saman höndum með
ungu athafnafólki um endurreisn at-
vinnulíl's og bæjarhags. Það hefur tek-
ist vel enda þótt Ólöf Kristjánsdóttir
bæjarfulltrúi ítrekaði í síðdegisstund-
inni að um stöðugan líffóður væri að
ræða vegna þess að atvinna og þjón-
usta í bæjarfélaginu stæði tæpt. Signý
Jóhannesdóttir, formaður Verkalýðs-
félagsins Vöku, sagði í umræðunum á
Hótel Læk að ef til vill væri tímabært
að flokkamir öxluðu að öllu leyti pól-
itíska ábyrgð á stjóm bæjarfélagsins.
Það kom nokkuð á óvart á Siglu-
firði að þar virðast menn tengja jafn-
aðarmannahugtakið eingöngu við Al-
þýðuflokkinn og krata. I mínum huga
hefur það verið breiðara og almennara
en svo, enda notað í ýmsum samteng-
ingum fyrr og síðar og af nokkrum
samtökum. En á Siglufirði lifir enn í
glæðum gamalla elda og þar er talað
um krata og komma eins og venja var
áður.
Nú er að grípa tækifærið
Það em engir sérstakir málsheíjend-
ur í Morgunstund jafnaðarmanna enda
er lögð áhersla á pólitískar umræður
og sneytt hjá prédikunum. Engu að
síður hefur verið kappkostað að þing-
menn mæti og á Sauðárkróki og
Siglufirði vora Sighvatur Björgvins-
son og Össur Skarphéðinsson úr þeirra
hópi auk Marðar Amasonar varaþing-
manns. Ekki verða þeirra innlegg tí-
unduð hér, þó að full ástæða væri til.
Samt má ég til að nefna það sem Öss-
ur sagði um Úllen-dúllen-doffarann,
sem fékk 90% stuðning á landsfundi
Sjálfstæðisflokksins út á fimmaura-
brandara. Meðan Úllen-dúllen-doffar-
inn gæti valið sér hvern sem hann
vildi úr hópi litlu flokkanna til þess að
ganga undir sér í rikisstjóm, væri ekki
von á góðu fyrir jafnaðarmenn eða
hugsjón jafnaðarstefnunnar.
Kosturinn við umræðumar á Siglu-
firði og Sauðárkróki var augljóslega
sá, að fólk er hætt að tala af vandlæt-
ingu um Alþýðuflokk eða Framsókn-
arflokk sem hafa svikið og gengið til
samstarfs við íhaldið. Það er veikleiki
flokkanna og samstöðuleysi, sem gerir
Sjálfstæðisflokknum kleift að úllen-
dúllen-doffa eftir hveijar kosningar. í
stað þess að vera með ásakanir í garð
einstakra forystumanna eða gera því
skóna að Alþýðubandalagið færi einn-
ig í íhaldssængina, ef það ætti þess
kost, er áhugafólk um stjómmál reiðu-
búið til þess að vega og meta mögu-
leikana á samstarfi sem gæti leitt jafn-
aðarmenn úr öllum flokkum til önd-
vegis í landsstjóminni og í meirihluta-
samstarf í bæjarstjórnum. „Ef við
grípum ekki það tækifæri, sem nú
býðst til þess að tengja saman jafnað-
armenn, eigum við eftir að sjá eftir því
alla ævi,“ sagði Sighvatur Björgvins-
son bæði á Króknum og á Sigló.
Og eitt er víst að ekki sáum við
eftir heimsókninni á hið hvíta Norð-
urland, er við ókum til móts við
suðvesturhornið blauta þar sem
þorri íslendinga hefur safnast Hún
sannfærði okkur um að það er bjart
framundan á braut jafnaðarmanna.
JÓN ÓSKAR
v i t i m e n n
Ég fer bara á Vitabarinn og sé
ekki annað. Líka reyndar stundum
á Áslák í Mosfellsbæ.
Vigdís Grímsdóttir skáld að svara
spurningu dagsins í DV, um hvort hún
stundi skemmtistaði borgarinnar.
Ég geri það, var á
Borginni, Astro, Píanóbarnum,
Vitabarnum og 22 í gær. En það
var reyndar tilviljun.
Kristín Ómarsdóttir skáld að svara
sömu spurningu.
Ljóst er að Þjóðvaki
á verulegan hlut í þeirri
fyigisaukningu sem nú mælist
Alþýðuflokknum, Jafnaöar-
mannaflokki íslands.
Úr forystugrein málgagns Þjóðvaka.
Sjálfstæðisf lokkurinn
minnir stundum meira á kirkju
en flokk. Þar eru gömlu spak-
mælin enn í fullu gildi, svo sem
„stétt meö stétt“. Þar hlýða menn
yfirboðurum sínum. Þar er hlut-
verk kvenna að hella upp á kaffi
og hinna greindustu meðal þeirra
að rita fundargerðir.
Jónas Kristjánsson sallaði Sjálfstæðisflokk-
inn niður í forystugrein DV í gær.
Það bregður nýrra við
að þessir tveir helstu sjávarút-
vegshrútar stjórnarflokkanna,
Halldór og Þorsteinn, stangist
á með þessum hætti.
Birgir Guðmundsson í forystugrein DT á
laugardag um skærur á stjórnarheimilinu.
Viljum við ala upp eintóma
letingja og aumingja eða fólk
sem nennir að vinna?
Pétur Blöndal alþingismaður að
messa á landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Fundurinn svaraði spurningu hans með
háværu lófataki. DV.
Hann leit ekki við
staðreyndum, hlustaði ekki á
úrtölur en sveiflaði sverðinu
svoað biikaði á það, ekki sízt í
myrkri. Hann rak styrjöldina af
innblæstri og fimbulkrafti sem
hann sótti í rómantíska veröld
hugmyndaflugsins en í henni átti
hann sínar beztu stundir.
Matthías Johannessen um Winston
Churchill. Helgispjall á sunnudag.
fréttaskot úr fortíð
Hljómleikur
ungfrú Johanne Stockmarr
í gærkveldi var ekki vel sóttur;
- mun það önnum að kenna, því nú
era mánaðamót, sláturtíð og búflutn-
ingar. - Ungfrúin lék þó sérlega vel
í þetta sinn, og það svo, að þessi
hljómleikur var beztur þeirra,
sem hún hefir haldið hér.
hinumegin
"FarSide" eftir Gary Larson
Fyrirsjáanlegt er að
nokkur fyrirtæki munu
tapa upphæðum sem
nema milljónum á við-
skiptum sínum við Stöd 3.
Það fer einkum fyrir
brjóstið kröfuhöfum að
fyrirtækin sem eiga Stöð 3
eru vel stöndug: Árvakur
sem gefur út Moggann,
Árni Samúelsson og
GunnarJóhannssoní
Holtabúinu. Dl/segirfrá
því í fréttum að hálfur
milljarður sé útistandandi.
GunnarM. Hansson
stjórnarformaður hefur
farið fram á nauðasamn-
inga og býðst til að greiða
35 prósent til kröfuhafa.
Að öðrum kosti verði fyr-
irtæi'ið tekið til gjald-
þrotaskipta. Ef gengið
verður að kröfunum sé
hugsanlegt að fyrirtæki á
borð við Eimskip og Sjóvá
Almennar komi til skjal-
anna sem hluthafar. Áætl-
anir eru uppi um að fyrir-
tækið skili hagnaði eftir
um það bil þrjú ár. Meðal
kröfuhafa eru auglýsinga-
stofur og Alþýdublaðið
heyrir að það sé tómt mál
um að tala fyrir Stöð 3 að
auglýsingastofur muni
nokkurn tíma benda fyrir-
tækjum á stöðina sem
vænlegan miðil til auglýs-
ingabirtinga...
Nú fer að líða að haust-
fagnaði þeim se.m
Guðrún Agnarsdóttir
boðaði til þegar hún lagði
fram reikninga vegna for-
setaframboðs síns. Þá
kom fram að gjöld um-
fram tekjur eru 5,6 millj-
ónir. Fyrirhugað er að
safna uppí það gat með
veisluhaldi sem fram fer í
Rúgbrauðsgerðinni 18.
október. Miðaverð verður
2.500 krónur og stuðn-
ingsmenn Guðrúnar ætla
að bjóða gestum uppá
söng, dans, tónlist, rímna-
kveðskap og leikþátt.
Veislustjóri er Þórhildur
Þorleifsdóttir leikhús-
stjóri Borgarleikhússins
og einnig er fyrirhugað að
vera með uppboð en það
mun hinn orðheppni
Samúel Örn Erlingsson
íþróttafréttaritari RÚV
annast...
r
Utvarpskonan Hall-
dóra Friðjónsdóttir
gerði sér ferð til Danmerk-
ur síðsumars og hafði
með sér segulbandstæki
og míkrófón. Hún tók við-
töl við fjölda roskinna
homma og lesbía sem
höfðu orðið landflótta fyr-
ir margt löngu og eru nú
búsettir í Kaupmanna-
höfn. Halldóra er að vinna
úr þessum viðtölum og
væntanlega mun hlust-
endum Hásar 7 bjóðast
forvitnilegur útvarpsþátt-
ur þegar hún hefur sett
saman það efni sem hún
viðaði að sér í Danmerkur-
ferðinni...
„Já, það þýðir ekkert að horfa á mig, hálfvitinn þinn!... Það
var ÉG sem vildi fljúga!"
m m
förnum vegi
Hvað fannst þér um landsfund Sjálfstæðisflokksins?
Sveinn Gunnarsson
tölvumaður: Mér fannst
voðalega lítið til hans koma.
Þetta var alherjar halelúja-
samkoma.
Þröstur Valdimarsson raf-
eindavirki: Ég fylgdist ekkert
með honum.
Krístín Eva Þórhallsdóttir
nemi: Hann var litríkur, um-
búðarmikill en innihaldslaus.
Jón Hrafn Jónsson mál-
ari: Eina sem ég man frá hon-
um er að þar kom saman
stærsta kvenfélag landsins.
Jakob Árnason banka-
maður: Ég hef bara ekkert
heyrt frá honum.