Alþýðublaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996
s k o ð a n
MHÐUBIMD
21196. tölublað
Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566
Útgefandi Alprent
Ritstjóri Hrafn Jökulsson
Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson
Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason
Umbrot Gagarín ehf.
Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 562 5566
Fax 562 9244
Tölvupóstur alprent@itn.is
Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk
Fóstbræðrabylta
Það er alkunna að ekki hefur gróið um heilt millum Davíðs
Oddssonar og Þorsteins Pálssonar eftir formannsslag þeirra fyrir
hálfu sjötta ári. Davíð finnst lítil prýði að Þorsteini í ríkisstjóm
sinni, og það er trúlega helsta ástæða þess að Þorsteinn hefur ekki
fyrir löngu dregið sig í hlé frá pólitflc. Þeir flokksformenn sem
hafa verið felldir úr sessi í íslenskum stjómmálaflokkum hafa all-
ir hætt í pólitík eða haslað sér völl annarsstaðar. Nema Þorsteinn
Pálsson. Hann teygaði bikar niðurlægingarinnar í botn með því
að gerast undirsáti mannsins sem hratt honum úr hásætinu.
Þorsteinn fékk sjávarútvegsráðuneytið í sárabætur á sínum
tíma, og þar situr hann enn og sýnir ekki á sér neitt fararsnið. Því
miður. Þorsteinn Pálsson er nefnilega eitt mesta vandamál ís-
lenskra stjómmála, vegna þess að hann hefur á blygðunarlausan
hátt gengið í þjónustu forréttindaklíkunnar sem smámsaman er að
sölsa undir sig auðlindir þjóðarinnar. Hann hefúr í einu og öllu
gerst málpípa sægreifanna, og er dyggasti varðmaður hins rang-
láta og siðlausa kvótakerfis. Honum finnst hlægileg firra að krefj-
ast þess að þjóðin öll njóti arðs af auðlindum hafsins, eins þótt
lög kveði á um það.
Ráðherrann var að vonum kampakátur þegar landsfundur Sjálf-
stæðisflokksins samþykkti ályktun um sjávarútvegsmál, sem fól í
sér afdráttarlausan stuðning við óbreytt kvótakerfi. Margir sjálf-
stæðismenn höfðu krafist uppstokkunar á sjávarútvegsstefnu
Sjálfstæðisflokksins, en vom kveðnir rækilega í kútinn á lands-
fundinum. Hvorki talsmenn veiðileyfagjalds í flokknum né þeir
sem vilja kollvarpa kvótakerfinu komust neitt áleiðis með tillögur
sínar. Afturhaldsstefna Þorsteins, hrein og ómenguð, var staðfest
í einu og öllu. Umbótaöflin í Sjálfstæðisflokknum biðu algeran
ósigur og kerfi Þorsteins stendur óhaggað. Það getur hann reynd-
ar þakkað Davíð Oddssyni sem átti langmestan þátt í að berja
niður umræður og kröfur um endurbætur á sjávarútvegsstefnu
flokksins.
Landsfundurinn staðfesti að Sjálfstæðisflokkurinn er eini
stjórnmálaflokkurinn sem í stóru og smáu stendur vörð um
óbreytt ástand í sjávarútvegsmálum. Þarmeð styðja sjálfstæðis-
menn þá þróun að kvótinn safnist á æ færri hendur. Þeir gera eng-
ar athugasemdir við kvótabraskið, sem er einhver blómlegasti og
ógeðfelldasti atvinnuvegur landsins. Og sjálfstæðismenn hafa
með formlegum hætti neitað því að þjóðin öll eigi að njóta góðs
af auðlindum sínum. Sjaldan hefur afturhaldið fagnað jafn afger-
andi sigri í íslenskum stjómmálum.
Sá sigur kann þó að reynast Sjálfstæðisflokknum dýrkeyptur.
Nú liggur fyrir að innan allra annarra flokka er sterkur vilji fyrir
endurskoðun á sjávarútvegsstefnunni, og jafnframt fjölgar þeim
sífellt sem vilja taka upp sanngjamt veiðileyfagjald. Jafnvel inn-
an Framsóknar vex þeim öflum nú ásmegin sem vilja uppræta
ranglætið, og verður ffóðlegt að fylgjast með umræðum um mál-
ið á flokksþingi þeirra í nóvember.
Fóstbræðralag Þorsteins og Davíðs í þágu afturhaldsins getur
leitt til pólitískrar einangmnar Sjálfstæðisflokksins í mesta hita-
máli seinni tíma. Jafnframt mun það knýja aðra flokka til að stilla
saman strengi, svo hægt verði að hnekkja veldi Sjálfstæðisflokks-
ins og senda félagana Þorstein og Davíð í langt frí. ■
101 Reykjavík
Kastalinn á miðnætti. Ekki beint
breyskur staður. Þrátt fyrir nafnið er
þetta í kjallara. „Dýflissan” væri drengi-
legra. Maður þrepar sig niður í fortíðina.
Örlagabyttublúsmiginn staður: Dimmur
drungahellir, feik steinhleðsla á veggjum
með hangandi (feik?) sverðum og brynj-
um. Rokktónlist frá síðustu öld í hátölur-
unum, hálfslitinn hljómburður, einsog
plötumar hafi fundist við fomleifaupp-
Vikupiltur |
Hallgrímur
Helgason
skrifar
gröft: Black Sabbath, Deep Purple, Led
Zeppelin. Að vísu „Eye of the Tiger”
þegar við komum inn, ég Þröstur og
Marri. Goðsöguleg stemning. Ég fíla
mig einsog í Quantum-Leap-þætti.
Grikkland til foma, nema allir í jökkum.
Bakkus bakvið barinn með svipuna á
lofti, gamli pyntingastjórinn, feitur og
flosalegur, og lætur höggin ganga yfir
lýðinn - lífstíðarfanga áfengis með
flakandi svöðusár á baki - vel búinn
græjum: Bjórkranamir einsog stillingar á
pyntingatækjum, ólamar herðast í hvert
sinn sem hann tekur í þá, hlæjandi með
vopnabúrið á bakvið sig: Hot-shots í
hillum, Black Death, Grenades. Hann
handleikur flöskurnar einsog byssur,
beinir þeim að fómarlömbunum, sjúss-
mælandi málmstútarnir hljóðdeyfar.
Hann tekur upp bjórflöskur með tönn-
unum og kastar þeim útí sal einsog
handsprengjum, hristir mólotovkokteila.
Hellir í glösin, sjóðandi sýrublöndu í
eiturbikar og kúnnamir kvitta á kortanót-
urnar einsog þeir séu að skrifa undir
dauðadóm sinn. Eldfimt ástand.
Bensínfullir alkar og kútveltandi
kellingar á stangli með bijóstin full af
gasi. Ein þeirra (3.500) kemur og biður
um eld, glansandi sprittfull. Mér líður
einsog ég sé að fara að kveikja í henni
þegar ég ber uppað henni logann. Hún
fuðrar upp, um mig, og þakkar fyrir með
kossi, 43% áfengum kossi. Ég reyni að
víkja mér undan en losna ekki við lýsis-
lyktina af varalitnum.
Þetta er ílangur staður. Barinn er á
lengd við litla útisundlaug á
landsbyggðinni. I dýpri endanum þeir
allra blautustu að klóra í bakkann. Gegnt
bamum em lágir sófastólar úr einhveiju
óþekkjanlegu efni sem virðist drekka í
sig ljós. Fólk hverfur niður í þá einsog
inní svartar holur. Eina lýsingin hér
virðist koma frá flöskunum í gler-
hillunum á bamum - viskýgulur bjarmi:
einsog mjög væg dögun bakvið fjöll, á
Kamtsjatka - og þremur pömm af eyr-
nalokkum sófamegin á staðnum. Þó
glittir á tönn og tönn í brosi.
„Ég meika þetta ekki maður.”
„Jú hvað er þetta maður, kynna sér.
Þú með þína viðkvæmni alltaf Hlynur.”
Þrös og Marr virðast hafa þriðja
augað fyrir þessu. Kanski meika ég þetta
ekki útaf því að pabbi gæti verið héma.
Mamma talar stundum um að „fara útá
galeiðuna”. Ég veit ekki afhveiju. Þetta
var kanski meira þrælarí í gamla daga.
En þetta er það. Þetta er algjör galeiða.
Þrælar á sínum saltblautu bekkjum,
hlekkjaðir við barinn, að róa yfir
bjórhafið, inná viskýmiðin, hver með
sína ár, sína ám, sín ár, sina volksömu
ævi í höndunum. Maður verður eiginle-
ga sjóveikur af því að koma héma inn.
Það er svo mikill veltingur á fólki.
Við stólum okkur við barinn, finnum
þrjá lausa stóla, þeir sem sátu á þeim
ömgglega allir dauðir núna. Einsog að
setjast á rafmagnsstól sem hætt er að
nota, þennan daginn. Þröstur er langur,
með handleggi, og höku. Hann er aðeins
hærri en ég. Ég er 1.81. Hann er með
vafasaman hökutopp, frekar gisinn og
rytjulegan. Það er einsog það standi
nokkrir taugaendar útúr hökunni á
honum. Hann er ffekar tens týpa. Alltaf
flögrandi um. Marri er minni en við.
Marri heitir Marel. Það er eitthvað sjó
eitthvað. Hann er dáldið einsog fiskur á
þuru. Með útstandandi augu og tekur
svona kippi. Þeir em fugl og fiskur. Ég
er hvorki fugl né fiskur.
Við pöntum þrjá stóra. Þröstur talar
um muninn á teygjuhoppi og fallhlíf-
arstökki. Hann segir að það sé einsog
munurinn á kynlífi án ástar og kynlífi
með ást. Ég fatta það ekki alveg. Það
mótar fyrir manni við endavegginn,
bakið á honum, mér sýnist hann vera að
míga. Maðurinn við hliðina á okkur er
með hornaboltahatt, í leðurjakka úr
flóðhestaskinni, svo þykkum að það
tekur hann dálitla stund að snúa sér að
okkur. Hann er með augnhár á efri
vörinni og þykkar varir í kringum
augun. Hann er ungur ef maður getur
notað það orð. Spuming:
„Hvað segiði strákar, eruð þið
nýkomnir út?”
„Ha? Nei við vomm að koma inn.”
Það er ævafomt Peter Frampton-lag í
tölumnum. „Show me the Way.” Mér
líður einsog á Islenska dýrasafninu sem
búið er að vera lokað í tuttugu ár. Allt
uppstoppað og rykfallið. Nema hér era
allir búnir að sniffa rykið uppí nefið á
sér. Hæið af slíkri neyslu er fremur
stabílt. Menn þoma upp og fá hörð gler-
augu, verða svona uppstoppaðir á svip-
inn. Það kemur ló útúr mönnum.
Einhver segir „ló” við einhvem. Þröstur
segir að einusinni hafi verið hérna
varahlutalager fyrir ameríska bíla.
Varahlutalager. Ekkert sem breytir því.
Verði þér á að deyja hér: Þú vaknar upp
á eldhúsborði í bakhúsi við Smiðjuveg
og búið að taka úr þér annað nýrað og
tattúvera í sárið.
Marri puttar í mig, bendir mér að snúa
mér við. Pabbi siglir hjá. Þetta er hann.
Andlitið. Svipurinn sem hann setti inn í
mömmu. Hann siglir hjá. Einsog vofa.
Einsog draugur útúr einhverju gömlu
Iðnódrama. Siglir svona hægt yfir
sviðið, einhverstaðar djúpt inní
leikmyndinni og rekur olnbogann í leik-
tjöldin, gerir í þau bylgju. Hann sér
okkur ekki. Fötin em ágæt, skeggið og
hárið, sem og sígarettan nokkuð heilleg,
en glasið lítur út fyrir að vera óborgað.
1200 króna virði af viskýi. Það sést ein-
hvemveginn á því að það er það sem
mun fylla kredit-mælinn. Eplið sem
sökkvir skipinu. Hann fær sér sopa, ég
sé fljóta uppí hann mottumar, teppin,
parketið, alla íbúðina, fyrirtækið, bílinn.
„Þú verður að tala í hann.”
,,Nei. Ég meika hann ekki núna.”
Allt í einu finn ég lyktina. Þetta er
ekki Pierre Cardin. Nei, þetta er pabbi.
Hafsteinn Magnússon. Það er sami
gamli Skinnbreiserinn. Samt góð lykt
fyrir draug að vera. Hann setur glasið á
öxlina á mér og ég sný mér við. Brosið
sem bjó mig til. Brosið sem felldi
mömmu. Það var fyrir mörgum tönnum
síðan. Nú er það falskt. Hann lítur samt
ágætlega út. Rauði liturinn í kinnunum
fer vel við grámann í skegginu, ef hægt
er að tala um litbrigði hér í þessum
rokkskúta. Hann lítur eiginlega of vel út
fyrir þennan stað. Hvað er hann að gera
hér? Þetta er ekki hans þing.
„Sæll.”
Hann segir það einsog hann sé að
meina sjálfan sig. Hvemig honum líði.
Það glymur í ellonum.
„Blessaður.”
„Þú ert einmitt maðurinn sem ég
þurfti að tala við.”
Þetta hljómar frekar einsog bögg. ■
Vikupiltspistill Hallgríms Helgasonar er óvenjulega óvenjulegur aö þessu sinni. Alþýðublaðiö fékk að hnýsast í handrit að skáldsögu Hallgríms,
101 Reykjavík, sem væntanleg er á næstunni, og gaf höfundur góöfúslegt leyfi til aö lesendur blaösins fengju forskot á sæluna.
H a 9 a t a 1 18. o k t ó b e 3
þAtburðir dagsins
1851 Brynjólfur Pétursson lést,
41 árs. Hann var einn af útgef-
endum Fjölnis. 1931 Thomas
Alva Edison deyr, einn fjöl-
hæfasti og frægasti uppfinn-
ingamaður allra tíma. 1954
Einar Jónsson myndhöggvari
lést, 80 ára. Hann gaf íslensku
þjóðinni verk sín, og era þau
varðveitt í safni hans á Skóla-
vörðuholti. 1980 Sjötta hrina
Kröfluelda hófst. 1989 Erich
Honecker, sem stjómaði Aust-
ur- Þýskalandi með harðri
hendi í 18 ár, sviptur völdum.
1989 67 Iétu lífið í jarðskjálfta í
San Francisco. Eignatjón nam
milljörðum dollara.
Afmælisbörn dagsins
Canaletto 1697, ítalskur Iist-
málari. Pierre de Laclos 1741,
franskur rithöfundur, samdi Les
Liaisons Dangereuses. Melina
Mercouri 1923, grísk söng-
kona sem varð þingmaður og
menntamálaráðherra Grikk-
lands. Chuck Berry 1926,
bandarískur rokkari. Martina
Navratiiova 1956, tékknesk
tennisstjama.
Annálsbrot dagsins
Maður á Vestfjörðum, á hvem
bamsmóðir hans skilaði barni
þeirra, lét á sér heyra, að hann
myndi því fyrir koma á öðmm
bæ, tók barnið, var það nær
tvævett, og pjakkaði vök á vatn
nokkurt, og hleypti því þar nið-
ur.
Mælifellsannáll 1704.
Málsháttur dagsins
Hvar helst sem hræið er, þang-
að munu emimir safnast.
Lokaorð dagsins
Að deyja, minn kæri læknir, er
það síðasta sem ég geri!
Hinstu orð Palmerstons lávarðar,
forsætisráöherra Breta í tvígang,
sem lést þennan dag árið 1865.
Yndi dagsins
Eldur yndisins og logi elskunn-
ar brennur því heitara og sækir
því meir bijóst og hjörtu mann-
anna saman sem fleiri vilja
þeim meina.
Víglundar saga.
Orð dagsins
Eg á gœfunnar gull,
ég á gleðinnar brag.
Tœmi fagnaðarfull.
Ég gatflogið (dag.
Stefán frá Hvftadal, 1887-1933.
Skák dagsins
Helgarskákþrautin er lauflétt að
vanda, og flestir munu leysa
hana á svipstundu. Sú var aíltj-
ent raunin með franska stór-
meistarann Piket, sem hefur
hvítt og á leik gegn Martinovic.
Hvítur leikur og vinnur.
1. d8=D+! Dxd8 2. Dxf7 Mát!
Góða helgi.