Alþýðublaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996
ALÞÝÐUBLAÐK)
7
myndir & skák
■ Listakonan Ragnheiður Jónsdóttir
glímir við náttúruöflin, Ijós, skugga og
hreyfingu
Eins og að
standa sjálf
inm i mioju
verkinu
sunnudaginn lýkur í austur-
sal Listasafns Kópavogs
sýningu Ragnheiðar Jóns-
dóttur á stórum kolateikningum en
hún hefur hlotið frábæra dóma frá
gagnrýnendum. Ragnheiður hefur
unnið með risavaxnar kolateikning-
ar frá árinu 1988 og haldið sjö sýn-
ingar á slíkum verkum en alls er
sýningin í Kópavogi átjánda einka-
sýning Ragnheiðar og hún hlaut
þriggja ára starfslaun á þessu ári.
Ragnheiður Jónsdóttir var aðal-
lega grafíklistakona fram að árinu
1988 en eftir það vann hún jöfnum
höndum stórar teikningar og grafík.
1991 byrjaði hún á grafíksenu sem
er byggð á Völuspá. Ein myndin í
þeirri seríu varð kveikjan að þeirri
nátturutúlkun sem er að finna í síð-
ustu verkum listakonunnar.
„Ég þráði að takast á við stóra
fleti enda fannst mér ég vera heft
af stærð pressunnar og það var lfka
ágætt að losna að einhverju leyti
við þau eiturefni sem fylgja graf-
íkinni,“ segir Ragnheiður í samtali
við Alþýðublaðið. Það er gerólík
tilfinning sem fylgir því að takast á
við svona verk sem eru nokkrir
metrar. Það er hreinlega eins og að
standa sjálf inni í miðju verksins."
En hefur þig aldrei langað til að
vinna með liti?
„Ég málaði meðan ég var í námi
og hélt eina sýningu á málverkum.
En þrátt fyrir að ég hafi yndi af lit-
um höfðaði grafíkin alltaf meira til
mín. Það eru sömu lögmál að baki
grafíkinni og kolateikningunum,
það er að fást við ljós og skugga og
hrynjandann í verkinu."
En hvað eru þín megin viðfangs-
efni í listinni?
„Ég er alltaf að glíma við áhrif
frá náttúrunni, síbreytileika hennar
og hreyfingu. Ég hugsa að það
komi sterkt fram í myndunum mín-
um að ég er alin upp í eldfjalla-
landi. Sjálfsagt myndi ég mála
öðruvísi ef ég væri frá ólíku landi.
Ég hef mótast af hrjúfu umhverfi. í
þessari sýningu er ég að sýna í
senn fast yfirborðið og þá óþreifan-
legu orku sem yfir því býr og án
afláts sverfur landið og umbreytir
ásýnd þess.“
En hefurðu alltaf verið að glíma
við náttúruöflin í myndunum þín-
um?
„Það var fyrir tuttugu árum síð-
an, á tíma umbóta í samfélaginu,
þegar konur voru í auknum mæli
að vakna til meðvitundar um sína
stöðu og taka við sér, að list þeiiTa
mótaðist af þessum hræringum. Ég
„Ég er alltaf að glíma við áhrif frá náttúrunni, síbreytileika hennar og hreyfingu,"
segir listakonan Ragnheiður Jónsdóttir.
gerði myndir í þeim anda, til dæm-
is tvær um kvennafrídaginn og
myndröð sem hét ónefnd 1,2,3 4,5
og sýndi ólétta kjóla. Svo gekk
þetta tímabil yfir og ég sneri mér
að öðrum viðfangsefnum í kringum
árið 1976. Þessar myndir voru börn
síns tíma en þetta var einnig mjög
áberandi tímabil. í heildina tekið
held ég að konur vinni ekki öðru-
vísi en karlar."
Það fer hver að verða síðastur að
sjá sýningu Ragnheiðar, í austursal
Listasafns Kópavogs, eins og áður
sagði lýkur henni á sunnudaginn. í
vestursal Listasafnsins svo vert að
minna á aðra sýningu, sýningu Þor-
bjargar Höskuldsdóttur á olíumál-
verkum, sem hefur einnig fengið
einróma góða dóma, það er tólfta
einkasýning Þorbjargar en að auki
hefur hún tekið þátt í fjölda sam-
sýninga hér heima og erlendis.H
Rússneskir skákmenn í deildakeppninni
Deildakeppni í skák er nú orðin
stærsta einstaka skákmót sem
Skáksamband Islands stendur fyrir.
Keppnin hófst árið 1974 og hefur
vaxið svo á rösklega 20 árlega líf-
tíma sínum að nú er teflt í fjórum
deildum, keppendur eitthvað í
kringum þrjú hundriuð og því mik-
ið starf fyrir skipuleggjendur. Fyr-
irkomulag hefur verið í afar föst-
um skorðum en hinn gríðarlegi
áhugi á keppninni hlýtur að gefa
Skáksambandinu færi á ýmsum
endurbótum og nýjum útfærslum.
Félagslegir erfiðleikar Taflfélags
Reykljavikur hafa vakið mikla at-
hygli að undanförnu og er nú svo
komið að nær allir stórmeistarar
landsins hafa yfirgefið félagið. Þá
hefur TR einnig misst marga af
sínum bestu félagsmálamönnum
eins og Daði Örn Jónsson, Kjartan
Ingvason og Þorfinn Björnsson.
Málefni Taflfélgs Reykjavíkur eru
það alvarleg fyrir skákhreyfinguna
að full ástæða sýnist manni að for-
seti Skáksambandsins Islands,
Guðmundur G. Þórarinsson, beiti
sér fyrir að leysa þau ágreinings-
mál sem þar hafa komið upp. Þá er
kannski von til þess svo hægt verði
að halda upp á 100 ára afmæli
þessa fornfræga taflfélags, sem
Einar Benediktsson stofnaði ásamt
fleirum, með sómasamlegum hætti.
Formaður Ólafur H. Ólafsson
greip til þess úrræðis að kalla til
keppni fyrir TR tvo rússneska
skákmenn og einn danskan al-
þjóðameistara. Jafnframt því sem
þessir þrír tefldu fyrir TR í deilda-
keppninni eru þeir einnig meðal
þátttakenda í haustmóti TR sem
hefur þá einhverskonar alþjóðlega
vigt í hugum forráðamanna taflfé-
lagsins.
Skák i
Helgi
L > - 3* Ólafsson
skrifar
í deildakeppninni tókst TR með
þessum liðsstyrk að ná hálfs vinn-
ings forskoti á helsta keppinautinn,
Helli. Eftir fjórar umferðir er stað-
an í 1. deild þessi:
1. TR 25 vinningar (af 32) 2.
Hellir 24,5 3. Hafnarfjörður 15,5
4. Garðabær 14,5 5. Skákfélag
Akureyrar 14 6. TR-b 13,5 7.
Taflfélag Kópavogs 12,5 8. Tafl-
félag Vestfjarða 8,5.
í 2. deild hefur c-sveit TR ör-
ugga forystu með 17 vinninga en
b- sveit Akureyringa er í 2. sæti
með 13 vinninga. Deildakeppnin
er oft prýðistækifæri fyrir unga og
efnilega skákmenn að sanna getu
sína í keppni við þekkta meistara.
Einar Hjalti Jenssson var í liði ís-
lands sem vann eftirminnilegan
sigur á Ólympíumóti unglinga 16
ára og yngri vorið 1995. Hann hef-
ur tekið miklum framförum undan-
farið og vann sinn fyrsta stórmeist-
ara þegar í fyrstu umferð. Taflfé-
lag Kópavogs hefur orðið að sjá
eftir mörgum af máttarstólpum sín-
um yfir til annarra félaga og fram-
farir Einars Hjalta því góð tíðindi
fyrir félagið. I 1. umferð deildar-
keppninnar tefldi hann við nýjasta
stórmeistarann í herbúðum Hellis-
manna:
Hvítt: Jón L. Árnason, Hellir
Svart: Einar Hjalti Jensson
T.K.
Grunfelds-vörn
1. c4 Rf6 2. Rf3 g6 3. Rc3 d5 4.
cxd5 Rxd5 5. e3 Bg7 6. Bc4 Rb6
7. Bb3 c5 8. d3 0-0 9. h3 Rc6 10.
Re4 Rd7 11. 0-0 b6 12. d4 cxd4
13. exd4 Bb7 14. Hel Rf6 15.
Rxf6+ Bxf6 16. Bh6 He8 17. d5
Rb8
(17. ... Ra5 strandaði á Ba4 og
svartur tapar skiptamun.)
18. Re5 Rd7
(Hér lagðist Jón L. í þunga
þanka. Veikleiki f7-reitsins kallar
beinlínis á fléttuhugrenningar. Ég
er ekki viss um að Jón hefði látið
svo ófriðlega undir einhverjum
öðrum kringumstæðum en hér lét
hann slag standa. 19. Rc6 kemur
sterklega til greina einnig 19.
Rxd7)
19. Rxf7?! Kxf7 20. d6+ e6 21.
Hxe6 Hxe6 22. Bxe6+ Kxe6 23.
Dg4+ Kxd6 24. Hdl+ Bd5 25.
Df3
(Sennilega hefur Jón séð þessa
stöðu fyrir þegar han fórnaði á f7
en láðst að taka með í reikninginn
næsta leik Einars Hjalta.)
25. ... Dg8! 26. Bf4+ Be5 27.
Da3+ Kc7 28. Dc3+ Kd6 29.
Da3+ Rc5 30. Bxe5+ Kxe5 31.
Dg3+ Ke6 32. Dg4+ Kd6 33. b4
Rd7 34. Dg3+ Ke7 35. Hel+ Be6
36. Hdl De8 37. Dh4+ Rf6 38. b5
Hd8 39. Hel Dxb5 40. Df4 Kf7
41. g4 g5
- og Jón L. gafst upp.
Jón L. var ekki af baki dottinn
þrátt fyrr þennan skell, því næsta
dag vann hann Margeir Pétursson
með svörtu og sannaði þar með
enn og aftur fyrir sjálfum og öðr-
um hversu miklu betur honum
gengur gegn hinum sterkari skák-
mönnum. ■
Alþýðu-
blaðið
Alnetinu
sendlð ókkur línu
alprent(a)itn.is