Alþýðublaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996
ALÞÝÐUBLAÐK)
3
s k o ö a n i r
Úthafsveiðar og kvótabrask
Til dæmis kemur meirihluti þeirrar _
rækju sem veidd er á Flæmska hattin- BJm ■! gj
um til áframhaldandi vinnslu hér á ^ g
Kristján Eldjám skrifar:
Ég sat um daginn heima hjá mér og
hlustaði á morgunþátt á Rás 2 þar sem
fólk hringdi inn og tjáði sig um viðar
íslendinga í úthafmu. Meirihluti þeirra
sem hringdu inn töluðu um okkur eins
og við værum sjóræningjar. Ég er sjó-
maður og hef stundað úthafsveiðar.
Með þessari umræðu finnst mér sem
vegið sé að mér og starfsstétt minni.
En stunda íslendingar sjóræningja-
veiðar eða er þetta einungis mynd sem
fjölmiðlar og stjómvöld hafa búið til?
Það má ekki misskilja mig þannig að
Bréf
til blaðsins
landi, og það munar um alla þjónust-
una í kringum vinnsluna og sldpin. Sá
þáttur hefur verið að aukast með stærri
flota og meir vinnslu. Höfum við
virkilega efni á því að neita okkur um
þessi störf? Væri ekki betra fyrir okk-
ur sjálf og efnahaginn í landinu að
styðja við bakið á þeim sem standa í
þessum veiðum en ekki drepa þá nið-
ur?
Ég skora á stjórnvöld að horfa á
málið aðeins með augum fólksins sem
byggir lífsafkomu sína á þessum veið-
um og einnig af smá raunsæi því að ég
tel okkur ekki hafa efni á því að kasta
þessu ifá okkur þar sem enginn þrýstir
á okkur að setja kvóta á veiðarnar
nema við sjálf.
„Er einhver eðlismunur á því að veiða fisk og að sinna
lækningum? Báðar eru þessar auðiindir háðar duttl-
ungum máttarvaldanna. Kvóti var settur á báðar þessar
auðlindir vegna skefjalausrar ofveiði, annars vegar í
fiskistofnana og hins vegar f rikiskassann.”
ég vilji óheftar veiðar. Því það er ekk-
ert sem pressar á okkur að setja á
kvóta nema hræðsluáróður stjómvalda
og LÍÚ. Það sem ég vil, er að við gef-
um sjálfum okkur meiri og betri tíma
til að öðlast veiðireynslu á úthafinu,
ekki loka strax með lögum og setja
kvóta á veiðamar.
Síðustu misseri hafa Islendingar eflt
úthafsveiðar sínar margfalt og skilar
þessi veiði okkur nú einhveijum mil-
jörðum í auknar þjóðartekjur. En alltaf
skulu stjórnvöld draga upp svarta
mynd af þessum veiðum. Éinhvern
veginn stórefast ég um að við séum
taldir sjóræningjar í öðmm löndum.
Tökum sem dæmi Flæmska hattinn.
Það em ekki einungis Islendingar sem
stunda veiðar þar. Norðmenn, Rússar,
Færeyingar og allra þjóða kvikindi em
þar einnig og í miklum mæli. Munur-
inn er kannski sá að Islendingar nota
yfirleitt mun öflugri veiðarfæri og
eiga fisknari skipstjóra, en eigum við
að refsa okkur fyrir það? Við gemm
þá kröfu, öfugt við aðrar þjóðir, að
sjávarútvegur okkar standi á eigin fót-
um, án ríkisstyrkja.
Finnst stjómvöldum að þau störf
sem myndast við þetta ekki skipta
þjóðarbúið neinu máli? Margfeldis-
áhrifin era þó meiri en menn gmnar.
Kristján Eldjárn
sjómaður.
Kvótabrask
og sjúklingar
Frá Guðfinnu Thordarson:
Þessa dagana fer hátt umræða um
veiðileyfagjald og fiskveiðistjómun. í
þá umræðu skortir víða átakanlega
rökræna hugsun. Útúrsnúningar og
hártoganir einkenna alla umfjöllun
þeirra sem vilja óbreytt kerfi.
Rétt er að benda á að þegar núver-
andi kvótaíyrirkomulagi var komið á,
leit útfærslan ekki út eins og nú.
Frjálst framsal og sala á kvóta var
ekki í myndinni og er vafasamt að
lögin hefðu verið samþykkt hefði sýnt
verið að sú hefði orðið raunin. „Þeir
sem nú em að veiða fiskinn em bara
að veiða hann áfram,“ voru rökin.
Með fijálsu framsali og sölu á kvóta
opnaðist leið fyrir kvótabrask sem er
orðin svo gengdarlaust að nú skiptir
70% alls kvóta um eigendur. Við
þessar aðstæður kemur fram krafa um
veiðileyfagjald, því geta útgerðar-
menn ekki alveg eins greitt þjóðinni
fyrir að fá að veiða fiskinn eins og að
greiða hverjir öðmm fyrir það? Það
kemur í sjálfu sér hvorki fiskveiði-
stjórnuninni né verndun fiskistofna
við. Þetta er réttlætismál eitt og sér og
úthlutun takmarkaðra auðlinda eða
réttinda er vandasamt verk.
Eins og menn rekur minni til fór
fram hatrömm deila milli fyrrverandi
heilbrigðisráðherra og sérgreinalækna
þegar til stóð að hefta aðgang lækn-
anna að sjúklingum (auðlindinni). Til-
gangurinn var að lækka kostnað vegna
heilbrigðisþjónustu. Læknamir börð-
ust ákaft gegn þessari atlögu að frelsi
þeirra og með miklum áróðri og aug-
lýsingaherferð tókst þeim að gera það
að kosningamáli og lenti það í hönd-
um núverandi heilbrigðisráðherra. Nú-
verandi ráðherra leysti málið þannig
að settur var kvóti á þessar læloiingar
og nýútskrifaðir læknar áttu ekki að
geta komist á samning hjá Trygginga-
stofiiun ef kvóti viðkomandi sérgrein-
ar var fullur. „Þeir sem nú eru að
lækna sjúklinga em bara að lækna þá
áfram". Eins og við var að búast vora
læknanemamir lítt hrifnir af þessari
lausn og er ekki séð fyrir endann á því
máli.
Er ekki næsta stig að þeir sérgreina-
læknar sem nú eiga sinn sjúklinga-
kvóta selji hann eða leigi til nýútskrif-
aðra í nafni hagræðingar og fari að
gera út á fjarlæg mið?
Er einhver eðlismunur á því að
veiða fisk og að sinna lækningum?
Báðar em þessar auðlindir háðar duttl-
ungum máttarvaldanna. Kvóti var sett-
ur á báðar þessar auðlindir vegna
skefjalausrar ofveiði, annars vegar í
fiskistofnana og hins vegar í ríkiskass-
ann.
Á meðan stjómmálamenn neita að
sjá óréttlætið í því kvótabraski sem nú
viðgengst tifar tímasprengjan áfram
þar til lands(fundar)menn loksins
opna augu og eym.
Guðfinna Thordarson
arkitekt
Búist er við miklum
breytingum í Lands-
bankanum áður en langt
um líður. í undirbúningi er
að breyta bankanum í
hlutafélag og í framhaldi
af því verða umskipti á
toppnum. Talað er um að
Halldór Guðbjarnarson
bankastjóri færi sig yfir í
stól Steingríms Her-
mannssonar í Seðlabank-
anum þegar hann lætur af
starfi. Þá styttist í að
Sverrir Hermannsson
láti af starfi bankastjóra
Landsbankans og sama
máli gegnir um Björgvin
Vilmundarson. Því er ekki
talið að neinn bankastjór-
anna þriggja taki við starfi
aðalbankastjóra þegar
LanLóbankinn verður
hlutafélag. Innan bankans
gera menn ráð fyrir að ein-
hver af gæðingum Sjálf-
stæðisflokksins hreppi
hnossið, og hafa verið
nefnd nöfn þeirra Kjart-
ans Gunnarssonar fram-
kvæmdastjóra flokksins og
Þorsteins Pálssonar
sjávarútvegsráðherra...
Um fátt annað er meira
talað á hinum pólitíska
vettvangi en hvort Jón
Baldvin Hannibalsson
hyggst láta af formennsku
í Alþýðuflokknum. Hann
hefur ekkert látið uppi um
fyrirætlanir sínar, en varist
spurningum fjölmiðla af
miklu list-
fengi. í DV í
gær neitaði
Jón Baldvin
sem fyrr að
tjá sig, en
blaðið full-
yrti i fyrra-
dag að hann
hefði þegar
tekið ákvörð
un um að
hætta. DV
segir líka í gær að þrjú
embætti hafi verið nefnd,
sem hugsanlegt væri að
hann tæki við: bankastjóra
stól í Landsbankanum,
staða á vegum Alþjóða-
sambands jafnaðarmanna
og sendiherraembætti í
Eystrasaltslöndunum. Þeg-
ar þetta var borið undir
Jón Baldvin svaraði hann
stutt og laggott: Ég segi
ekki orð...
Sambandsþing SUJ
verður haldið með
pompi og prakt um helg-
ina, og er búist við lífleg-
um pólitískum um-
ræðum. í Alþýðu-
blaðirw fyrr í vik-
unni var sagt óvíst
hvort formaður
SUJ, Gestur G.
Gestsson, myndi
halda áfram. Eitt-
hvað var sá efi orð-
um aukinn, því
Gestur mun hafa
ákveðið fyrir
nokkru að gefa kost
á sér aftur, og má búast
við að hann verði sjálfkjör-
inn enda ánægja með störf
hans...
"FarSide" eftir Gary Larson
Finnst þér að útgerðarmenn eigi að greiða veiðileyfagjald?
Sigurður Jóhannsson
bakari: Alveg tvímælalaust.
Fyrst þarf að finna rétta út-
færslu.
Hilmar Helgason: Nei, alls
ekki. Þeir borga nóg til samfé-
lagsins fyrir.
Albert Már Eggertsson:
Já, engin spuming.
Árni Ægir Friðriksson: Já,
ég er mjög hlynntur því. Þetta
er mikið sanngimismál.
Guðjón Skúlason banka-
maður: Já, mér finnst það
sanngjamt að menn borgi fyrir
það sem þeir fá afnot af.
m e n n
Taka þarf af öll tvímæli
um að kennara sé óleyfilegt
að reykja svo nemandi sjái
og skylda nemendur til að
tilkynna öll brot á því sem
upp kunna að koma.
Nei, þetta er ekki brot úr 1984 eftir Orwell
heldurÁrsæll Másson menntaskólakennari
í Mogganum í gær.
Hvort það verður til
eflingar flokksstarfinu eða
fjölgunar kjósenda flokksins að
bola gegnheilum sjálfstæðis-
mönnum burt skal ósagt látið.
Jóhann G. Bergþórsson í greinaseríu sinni
í Mogganum í gær.
Nema hvað Hemmi
fékk engin blóm. Af hverju
fékk hann engin blóm? Hann
er vanur að fá blóm.
Bragi Ólafsson um fjölmiðla í HP í gær.
Mér finnst að íslensk
blaðamennska sé of heimilda-
stýrð í þeim skilningi að hún
gengur of mikið út á að tiltekinn
heimildarmaður - gjarnan
embættismaður, stjórnmálamaður
eða einhver með titil — segi
eitthvað og það er fréttin.
Páll Vilhjálmsson fráfarandi
ritstjóri Vikublaðsins og verðandi ritstjóri
HP í DT í gær.
Ég er búinn að missa marga
hérna út vegna þess að ég hef
neitað að selja þeim.
Afgreiðslumaður í sjoppunni Círó við Berg-
staðastræti sem féll á baneitruðu sígarettu-
bragði rannsóknablaðamanna DT.
Kvíði nagar þjóðir
Jónas Kristjánsson verðlaunapenni
og ritstjórj DV kann aö velja fyrirsagnir
á leiðara sína.
Mér virðist hundurinn
kaldhæðinn heimshundur
sem leyfir pilti að komast upp
með svikin en afhjúpar hann
um leið og dregur fram ójöfnuð-
inn í skiptum þeirra.
Ármann Jakobsson með bókmennta-
fræðilega greiningu á Óla og Snata, þekktu
Ijóði Þorsteins Erlingssonar. DV í gær.
Við vorum ekkert barðir til
hlýðni og greiddum auðvitað
atkvæði með okkar eigin tillögu
og gegn tillögu sjávarútvegsráð-
herra og formanns Sjálfstæðis-
flokksins og erum ekki hræddir
við eitt né neitt, enda ganga
málin ekki þannig fyrir sig í
Sjálfstæðisflokknum.
Einar K. Guðfinnsson þingmaður í
yfirheyrslu DV í gær.
fréttaskot úr fortíð
Fyrirspum
Út af samtali undirritaðs og tveggja
lögregluþjóna starfandi hér í bæ vil ég
snúa mér með eftirfarandi spumingar
til lögreglustjóra, sem ég vona að
hann svari greiðlega:
1. Ber lögregluþjónum ekki að víkja á
götum eins og öðmm bæjarbúum?
2. Er lögregluþjónum þessa bæjar
bannað að ganga gangstéttimar?
3. Mega lögregluþjónar viðhafa
meiðandi orð á götum úti og það að
ástæðulausu?
Bjöm Bl. Jónsson.
Alþýðublaöið
21. nóvember 1924