Alþýðublaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 18. OKTOBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ULLWLilJJI Eysteinn: Okkar fjárfestingar miða að því að þjóna þessum smásölu- pakkningum betur, innanlands og utan. Ljósm. e. ói. vettvangi þrátt fyrir minnkandi kvóta. Þetta á við um umbúðir utan rækju, karfa og þorsk, en smásöluumbúðir em mjög að færast yfir í plastpoka," sagði Eysteinn. Hann sagði að ýmis stór fisk- vinnslufyrirtæki fyrir utan rækju- vinnsluna keyptu umbúðir frá Plast- prenti og nefndi sem dæmi Utgerðar- félag Akureyringa, Granda og fisk- vinnslufyrirtæki á Húsavík, á Sauðár- króki og á Akranesi. „Auk þess að þjóna þessum vax- andi markaði hér innanlands erum við einnig að selja þessar umbúðir til fyr- irtækja erlendis og það er uppistaðan í okkar útflutningi. Við byrjuðum að flytja út til fyrirtækis í Grimsby sem nú heitir Coldwater UK og síðan höf- um við verið að bæta við okkur á því svæði, það er að segja Humberside- svæðinu og þar er stöðug aukning. Þetta eru litgreindar myndir og lit- prentaðar umbúðir sem notaðar eru við innpökkun á viðkomandi stöð- um,“ sagði Eysteinn Helgason. í samtalinu við Eystein kom fram að heimasala á fiski fer mjög vaxandi í Þýskalandi. Þar geta neytendur pant- að fisk í neytendaumbúðum heim til sín sem fluttur er til þeirra á frystibfl- um. Það kallar að sjáífsögðu á hentug- ar og vandaðar umbúðir sem Plast- prent býður og hefur fyrirtækið náð góðum árangri á þeim markaði. Bullandi samkeppni „Það hefur orðið mjög athyglisverð þróun í vinnslu og pökkun á sjávaraf- urðum og hún hefur ekki síður átt sér stað í húsum Sölumiðstöðvar Hrað- ffystihúsanna en hjá Islenskum sjávar- afurðum. Sumir álíta að öll vömþróun og framþróun varðandi sjávarfang fari fram hjá IS, en við sjáum það ekki að- eins hjá þeim sölusamtökum heldur almennt á línuna. Þróunin er alls stað- ar ör,“ sagði Eysteinn ennfremur. Eruð þið í samkeppni við erlenda framleiðendur plastumbúða? „Já, já. Við erum í bullandi sam- keppni við erlenda framleiðendur. En sannleikurinn er sá að mikið af þess- um umbúðum em framleiddar í litlu magni, háum gæðaflokki og með stuttum afgreiðsluffesti. Það má segja að þetta veiti okkur ákveðna vemd, en engu að síður emm við alltaf í bull- andi samkeppni erlendis frá og raunar hér innanlands líka. En við fylgjumst grannt með þróuninni, bætum okkar tækni og endumýjum okkar tæki með hliðsjón af því sem vinnslan þarfnast hverju sinni og geta þjónað okkar við- skiptavinum sem best,“ sagði Ey- steinn Helgason framkvæmdastjóri Plastprents. Mikil umsvif hjá Héðinn Smiðja hf Byggir tvær fiskimjöls- verksmiðjur í janúar verða teknar í notkun tvær nýjar fiskimjölsverksmiðjur sem Héð- inn Smiðja hf. er að byggja. Annars vegar er um að ræða nýbyggingu 350 tonna verksmiðju fyrir Faxamjöl í Örfirisey og hins vegar endurbygging þúsund tonna verksmiðju fyrir Harald Böðvarsson hf. á Akranesi. „Verksmiðja Faxamjöls er byggð við hliðina á þeirri sem fyrir er og þær verða síðan keyrðar saman í framtíð- inni þegar mönnum þykir henta. Á Akranesi erum við að endurbyggja verksmiðjuna sem þar var. Það er skipt út aðalvélbúnaði, hluti húsakosts end- urnýjaður og byggðir hráefnis- og mjölgeymar," sagði Guðmundur Sveinsson framkvæmdastjóri Héðinn Smiðja í samtali við Alþýðublaðið. „Við sjáum alfarið um allar fram- kvæmdir við hina nýju verksmiðju Faxamjöls, en á Akranesi sér Haraldur Böðvarsson um jarðvegsvinnu og raf- lagnir. Öll aðaltæki verða frá Stord Intemational í Noregi sem framleiðir mjög fullkominn vélbúnað til fiski- mjölsframleiðslu. Margir möguleikar eru varðandi blöndun mjölsins og þama verður framleitt gæðamjöl sem skapar aukin verðmæti," sagði Guð- mundur. Héðinn Smiðja hefur reyst nýja mjölgeyma á Fáskrúðsfirði og á Eskifirði. „Þetta em svona smástykki á stærð við 12 hæða blokk,“ sagði Guð- mundur. I geymunum eru fullkomin mjölblöndunar- og birgðageymlus- kerfi sem Héðinn hefur hannað í sam- Hin nýja verksmiðja Faxamjöls í byggingu. Ljósm. e.ói. vinnu við norska samstarfsaðila. Með hinni nýju tækni þarf ekki lengur að sekkja mjölið sem sparar bæði fé og fyrirhöfn. í 4 I % Skeifan 3h • Sími 588 5080 • Fax 568 0470

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.